Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
27
bæði í hreppsnefnd, skattanefnd,
fasteignamatsnefnd og loks
skipaður hreppsstjóri Arnarnes-
hrepps. Var mjög leitað ráða hans,
er vandamál komu upp, en sér-
staklega var honum hugleikið að
stuðla að öllu því, er gæti styrkt
byggð og lífsafkomu fólks á Hjalt-
eyri. Kom það bezt í ljós, er halla
tók undan fæti fyrir síldarverk-
smiðjunni, sem var burðarás at-
vinnulífs á Hjalteyri. Átti hann
frumkvæði að síldarflutningum af
fjarlægum miðum og ýmsum at-
hugunum með ný veiðarfæri við
síldveiðar, svo og vann hann að
rannsóknum á endurbótum á
síldarvinnslu. Vöktu tillögur hans
þá athygli, að honum var af
stjórnvalda hálfu falin forusta
síldveiðitilrauna og yfirstjórn
síldarflutninga frá Austfjarða-
miðum til Hjalteyrar og Krossa-
ness árin 1959—64. Þá var honum
einnig falin formennska nefndar
til að ráða bót á atvinnuleysi á
Norðurlandi vegna hruns síldveið-
anna.
Því miður hafði Vésteinn ekki
árangur sem erfiði af margþætt-
um hugmyndum um eflingu at-
vinnulífs á Hjalteyri, eftir að
útséð varð um, að síldin væri
horfin. Svo oft ræddum við þessi
vandamál og hugsanleg úrræði, að
mér eru vel kunn hin miklu
sárindi hans að sjá mannvirki
grotna niður og fólkið smám
saman hverfa á braut frá þessum
stað, sem áður hafði iðað af lífi og
fjöri, svo sem víðar hefir orðið í
síldarplássum þessa lands. Sú
saga verður ekki nánar rakin hér,
þótt hún sé í mínum huga glöggt
dæmi um fágæta þrautseigju og
um leið sönnun um það mikla
traust, sem Vésteinn naut hjá
íbúum þessarar hrörnandi byggð-
ar, að enginn skyldi ásaka hann
sem forsvarsmann þess fyrirtæk-
is, er allt atvinnulíf staðarins
hafði byggzt á og nú gat ekki
lengur veitt hina efnahagslegu
forsjá. Miklu fremur var það, að
fólk leitaði til Vésteins með
vandamál sín, og eru mér í minni
mörg atvik snertandi viðleitni
hans til að leysa vanda einstakl-
inga og sveitarfélags.
Þegar það féll í minn hlut að
svipast um eftir framkvæmda-
stjóra fyrir Kísiliðjuna í Mý-
vatnssveit, kom nafn Vésteins
Guðmundssonar mér fljótt í hug.
Orsökin var sú, að ljóst var, að
aðstæður og viðfangsefni í sam-
bandi við Kísiliðjuna voru á marg-
an hátt líkar og á Hjalteyri.
Byggðin var annars vegar þéttbýl-
iskjarni og hins vegar blómleg
sveit eins og nágrenni Hjalteyrar.
Það var mikil nauðsyn að mynda
gott samband og skilning milli
þéttbýlis og sveitarinnar og um-
fram allt milli íbúanna og for-
svarsmanna Kísiliðjunnar, sem
var fyrsta stóriðjufyrirtæki í sveit
á Islandi og auk þess í sveit með
einstæða náttúru, er ekki mátti
spilla. Þetta vandamál var enginn
maður líklegri til að skilja og
leysa farsællega en Vésteinn. Að
hinu leytinu var svo sá mikli
vandi, er sneri að rekstri hins nýja
fyrirtækis, en það voru hin tækni-
legu vandkvæði, þar sem um var
að ræða vinnslu úr hráefni, sem
hvergi var unnið annars staðar við
svipaðar aðstæður. Við íslend-
ingar höfðum enga tæknilega
reynslu á sviði kísilgúrvinnslu, og
þótt við hefðum tryggt okkur
tæknilega aðstoð hinna færustu
erlendu sérfræðinga, þá þekktu
þeir ekki allar aðstæður við Mý-
vatn. Það var því mikil nauðsyn að
tryggja verksmiðjunni fram-
kvæmdastjóra, sem í senn væri
úrræðagóður og gæfist ekki upp,
þótt á móti blési. Ég mundi ekki
eftir neinum manni, er fremur
hafði þá kosti en Vésteinn Guð-
mundsson.
Er ég nú á kveðjustundu lít yfir
farinn veg frá upphafi kisilgúr-
vinnslunnar við Mývatn, held ég,
að ég hafi fá eða engin verk unnið
betri en að tryggja Kísiliðjunni
forustu Vésteins Guðmundssonar.
Sannarlega skorti ekki erfiðleika
fyrstu árin og síðar aftur, er
náttúruöflin ógnuðu verksmiðj-
unni, eftir að við héldum að allir
erfiðleikar væru sigraðir. Hér
sannaði Vésteinn Guðmundsson
bezt sína miklu hæfileika. Ófáir
hefðu í hans sporum verið runnir
af hólmi, en Vésteinn hopaði
aldrei, heldur réðst gegn öllum
erfiðleikum með þeirri bjargföstu
trú, að hér væri hann með á milli
handanna tæki, sem hann skyldi
fá til að mala gull í þjóðarkistuna
og efla hagsæld þingeyskrar
byggðar, sem hann strax leit á
sem sína sveit eins og Arnarnes-
hreppinn áður. Og mér er nær að
halda, að honum hafi verið það
örlagamál og hamingjuvaldur að
sigra í glímunni við erfiðleikána í
Kísiliðjunni, sem honum auðnað-
ist ekki að gera á Hjalteyri.
Þegar Vésteinn Guðmundsson
nú hverfur yfir landamærin til
annars heims, þá gerir hann það
sannarlega sem sigurvegari. Hann
á stærri þátt en nokkur annar í
vexti og viðgangi Kísiliðjunnar,
sem nú er meðal traustustu iðn-
fyrirtækja landsins. Þótt við í
stjórn Kísiliðjunnar séum ekki
enn farnir að átta okkur á því,
hvernig hægt er að komast af án
Vésteins Guðmundssonar, þá
verðum við að leysa það vandamál
og reyna að tileinka okkur æðru-
leysi hans, og þótt ég sakni góðs
vinar, þá ylja minningarnar um
samstarfið við góðan dreng, og ég
get sannarlega unnt honum þess
að fá að hverfa af þessu lífssviði,
er vel horfir fyrir Kísiliðjunni,
sem hann bar svo mjög fyrir
brjósti.
I umboði allra stjórnarmanna
Kísiliðjunnar, innlendra sem er-
lendra, votta ég Vésteini Guð-
mundssyni virðingu og þökk og bið
hans ágætu eiginkonu, Valgerði
Árnadóttur, og börnum hans guðs
blessunar.
Magnús Jónsson
Síðastliðinn þriðjudag andaðist
Vésteinn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mý-
vatnssveit.
Vésteinn var fæddur að Hesti í
Önundarfirði 14. ágúst 1914. Hann
lærði efnaverkfræði í Kaup-
mannahöfn og lauk þaðan prófi
árið 1940. Fljótlega eftir það réðst
hann sem verkfræðingur að síld-
arverksmiðju Kveldúlfs h/f á
Hjalteyri, varð verksmiðjustjóri
þar 1947 og gegndi því starfi
ásamt ýmsum trúnaðarstörfum til
ársins 1967. Þá flutti hann búferl-
um og gerðist framkvæmdastjóri
Kísiliðjunnar, sem þá var nýbyggð
og ekki byrjuð að framleiða.
Ég kynntist Vésteini fyrst, er ég
byrjaði sumarvinnu í Kísiliðjunni
fyrir tíu árum. Fljótt veitti ég því
athygli, hve lifandi áhuga hann
hafði á starfi sínu og velgengni
verksmiðjunnar. Fáa morgna
mætti hann seinna en kl. 7 jafnt
helga daga sem virka, og ófáar
ferðir fór hann á kvöldin til að líta
eftir hvernig gengi. Þess utan
lagði hann á það ríka áherzlu, að í
sig væri hringt um nætur, ef
eitthvað færi úrskeiðis. Það er
örugglega ekki algengt, að for-
stjórar lifi eins og hrærist með
fyrirtækjum sínum og Vésteinn
gerði alla tíð, sízt þegar um er að
ræða opinber eða hálfopinber
fyrirtæki, enda árangurinn víða
eftir því.
Fyrstu ár Kísiliðjunnar voru
erfið. Þar var að mörgu leyti um
tilraunastarf að ræða og aðstaða
öll og tækni afar ófullkomin í
fyrstu. Þessi ár má segja, að
-uppbygging verksmiðjunnar hafi
verið í fullum gangi samhliða
vinnslunni. Gekk á ýmsu með
framleiðsluna, afkoman var völt
og framtíðin óviss. Þá vantaði
heldur ekki úrtölu- og óvildar-
menn, sem spáðu þessu fyrirtæki
óförum og báðu það aldrei þrífast.
Þessir tímar held ég hafi verið
Vésteini ákaflega erfiðir, þar sem
hann tók mjög nærri sér allt, sem
aflaga fór og olli tjóni í rekstrin-
um. Oft mátti á svip hans sjá,
hvort vel gekk eða illa, enda hygg
ég, að hann hafi verið fremur
viðkvæmur í eðli sínu, hann var
tilfinningamaður.
Ekki hafði Kísiliðjan þó starfað
lengi, er reksturinn komst í fast-
ara form, fjárhagurinn blómgað-
ist, og síðan hefur hún verið eitt af
tiltölulega fáum islenzkum fyrir-
tækjum með árvissan hagnað, og
það þrátt fyrir óvenjulega þung
skakkaföll af völdum náttúruham-
fara nú síðustu ár. Verksmiðjan
varð fljótt grundvöllur öflugrar
uppbyggingar í nágrenni sínu og
hefur áþreifanlega sannað gildi
sitt fyrir byggðarlagið og þjóðfé-
lagið í heild. Saga hennar og nafn
Vésteins Guðmundssonar verða
ekki aðskilin. Þar lagði hann fram
líf sitt og starfskrafta síðustu tólf
árin, og þótt verk hans verði varla
eins metin af öllum, munu fáir
neita því, að einstakur áhugi hans
og dugnaður hafi átt afar stóran
þátt í vexti þessa fyrirtækis og
velgengni.
Eg vann sex sumur og jafnmörg
jólafrí í Kísiliðjunni til að sjá
fyrir mér í skóla. Vorum við þar
allmargir á sama báti, sóttumst
eftir vinnu og peningum. Ég get
örugglega sagt fyrir munn okkar
allra, að við eigum Vésteini mikið
að þakka. Hann skildi fjárþörf
okkar, hafði sjálfur lært við kröpp
kjör eins og kynslóð hans öll, og
lagði sig fram við að liðsinna
skólastrákum. Hann vildi láta
okkur vinna og hyglaði okkur með
aukavinnu. Hlaut jafnvel ámæli
fyrir hjá hinum fastari starfs-
mönnum, sem þótti stundum nóg
hlaðið undir þessa þurfalinga. En
Vésteinn var á annarri skoðun,
hann hvatti alla til náms og vildi
hjálpa mönnum til að bjarga sér
sjálfir. Sem stjórnandi var Vé-
steinn mildur, e.t.v. stundum of
mildur. Hann átti erfitt með að
neita starfsmönnum sínum og
skammaði sjaldan menn. Það væri
rangt að halda því fram, að öllum
hafi alltaf líkað stjórn hans og
einstakar athafnir, en langflestum
var vel til hans, enda vildi hann
öllum vel. Hann var góðmenni, og
þannig verður hans minnzt. Við
fráfall hans nú er missirinn
margra, en mestur þó eiginkonu
hans, Valgerðar Árnadóttur,
barna og annarra ástvina. Þeim
öllum sendi ég mínar samúðar-
kveðjur.
Sigurgeir borgeirsson
Saga Vésteins Guðmundssonar
er nátengd atvinnusögu Norður-
lands á síðari áratugum þessarar
aldar. Hún er saga uppgangs
síldaráranna og blómstrandi at-
vinnulífs, saga hnignunar þess
sama atvinnuskeiðs og byggða-
röskunar sem því fylgdi. Hún er
saga þrotlausrar baráttu til upp-
byggingar þróttmikils nýs iðnfyr-
irtækis og þegar því stríði lauk
með glæsilegum sigri tekur við
ójöfn barátta við óvægin náttúru-
öfl sem ógnuðu tilveru þess sama
fyrirtækis.
Þannig storkuðu örlögin Vé-
steini æ ofan í æ, en hann mætti
þeirri ögrun af slíkum kynngi-
krafti óbilandi baráttuþreks og
bjartsýni að ekkert fékk hann til
að gefast upp. í huga hans gat
vont aldrei versnað heldur aðeins
verið byrjun hins betra.
Haustið 1976 höguðu atvik því
svo að ég var ráðinn samstarfs-
‘maður Vésteins Guðmundssonar
við Kísiliðjuna h.f. í Mývatnssveit.
Fyrir mig reyndust kynni og
samstarf við Véstein ógleymanleg
persónuleg reynsla, reynsla sem
nú skilur eftir sig minningu um
kæran vin, sannan öðling til orðs
og æðis og heimsmann í hugsun og
viðhorfum.
Okkar samstarf varði í tvö ár,
en einmitt á þeim tíma stóðu
náttúruhamfarir hvað hæst í Mý-
vatnssveit, þótt enn sé því miður
ekki séð fyrir endann þar á.
í því stríði sem þá var háð
fannst mér í samstarfi við Véstein
að eitt framar öðru hefði áhrif á
afstöðu og baráttu hans, án þess
þó að hann hefði nokkru sinni orð
þar á, en það var óbifandi ásetn-
ingur hans um að aldrei skyldi
gefist upp, að sagan frá Hjalteyri
skyldi ekki endurtaka sig, þegar
blómlegt fyrirtæki sem Vésteinn
veitti forstöðu varð að hætta
rekstri vegna duttlunga móður
náttúru. Þótt kringumstæður þá
hafi verið með ólíkum hætti frá
því sem nú var orðið, var baráttan
í eðli sínu hin sama.
Vésteinn Guðmundsson réðst til
Kísiliðjunnar h.f. sem fram-
kvæmdastjóri á árinu 1967, sama
ár og tilraunavinnsla hófst.
Fyrstu ár verksmiðjunnar var við
gífurlega erfiðleika að etja fyrst
og fremst vegna þess að fram-
leiðsla á kísilgúr með þeim hætti
sem hér hafði verið ráðist í hafði
aldrei verið reynd áður í heimin-
um.
Þessum erfiðleikum mætti Vé-
steinn með slíku harðfylgi og
ósérhlífni að aðdáun allra vakti.
Var það almennt álit þeirra sem
til þekktu að án Vésteins hefði
fyrirtækið tæplega staðið af sér
erfiðleikana. Én þeir urðu yfir-
stignir og árið 1971—1972 eftir
stækkun verksmiðjunnar var
fyrirtækið komið á mun traustari
fjárhagslegan grundvöll og fram-
tíðin sýndist björt.
En enn skyldi manninn reyna
sögðu goðin og síðla árs 1975 fara
jarðhræringar og eldsumbrot að
gera vart við sig í Mývatnssveit. Á
árinu 1977 varð fyrirtækið fyrir
stórkostlegum áföllum æ ofan í æ,
sem héldu áfram í ýmsum mynd-
um næstu misseri og um tíma leit
svo út sem allt uppbyggingar-
starfið væri unnið fyrir gýg, þegar
jörð tók að rofna, hús að gliðna og
eldur var laus svo að segja við
vegg verksmiðjunnar.
En aldrei brast Véstein kjark né
þraut hann úrræði. Alltaf var
glæta í myrkrinu.
í þessari eldraun skyldi hann
sigra, ósigur eða uppgjöf var ekki
til í hans orðfari. Og hann vann
fullan sigur, því á síðastliðnu
hausti var rekstur Kísiliðjunnar
h.f., kominn aftur í eðlilegt horf.
Að því leyti gat Vésteinn gengið
stoltur af vettvangi síns síðara
lífsstarfs og að vissu leyti var sú
staðreynd stærsti sigur hans lífs í
ljósi þeirrar ójöfnu baráttu sem
háð var.
Ég vona að sá stóri sigur reynist
ástkærri eiginkonu hans, Val-
gerði, börnum hans og ástvinum
huggun harmi gegn, um leið og við
Ásthildur vottum þeim okkar
dýpstu samúð.
Þorsteinn Ólafsson.
VARAHLUTAMIÐSTOÐ
í BELGÍU
MAZDA Uj
VARAHLUTA-
MIOSTÖO
I BELGÍU
Kaupendur japanskra bifreiða athugið:
Áður en þið festið kaup á japönskum bílum, þá spyrjið
um varahlutamiðstöð fyrir Island, því leiðin frá Japan
er löng og ströng ef þið - UC
lendið í óhöppum. bILAbUMj Hh
SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299