Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 , PHILCO pvottastöoin þvottavél og þurrkari í einu tæki einstaklega fyrirferðarlitlu og þægi- legu, sem gerir þvottahúsið óþarft. Krókur i eldhúsi eða baðherbergi nægir. Þú snertir ekki þvottinn frá því að þú setur hann í vélina og þar til þú tekur hann út hreinan og þurran. Philco þvottastöðin tekur inn heitt og kalt vatn, hefur 10 þvottakerfi og sparnaðarrofa. Þessi vél frá Philco er nýjung en Philco gæði eru engin nýjung, það vita þeir sem reynt haf a. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 í síðasta þætti var rifjaður upp gamall fyrripartur og sp'urzt fyrir um botninn. Hjörtur Hjálmarsson sparisjóðsstjóri á Flateyri hefur lært vísuna þann- ig: Nefni ég tólf meö nadda-kólf niöri í gólfi er áttu hólf: Geir, Jón, Hrólf, Án, Gils, Má, Snjólf, Grím, Eyjólf, Pál, Stein, Brynjólf. Sveinbjörn Markússon frá Yztu-Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi, lengi kennari við Austur- bæjarskólann, hefur „Brand“ þar sem Hjörtur hefur „AN.“ Sveinbjörn lét þess jafnframt getið, að það hefði verið leikur þeirra barnanna í baðstofunni á vetrarkvöldum að fara með vísur, sem vont hefði verið að læra. — Við höfðum ekki annað við tímann að gera en kljást við svona, sagði hann. Enda hvorugt til, útvarp eða sjónvarp. Að- spurður fór hann síðan með þessa þulu: Boli alinn baulu talar máli, bítur og heitir Litur nautiö hvíta. Slyngur á engjar ungur sprangar löngum, undan á stundum skundar um grund til sprunda. í kofum gufu kræfur sofiö hefur, kul ei þolir skola bola svoli. Uxann vaxir.n öxin loksins saxar. ítar nýtir éti ket í vetur. Ekki er gott að átta sig á, hvað „skola bola svoli" merkir. Kálf- um var gefið skol og geta menn svo reynt að ráða í framhaldið, hvað skáldið hefur haft í huga. Stungið hefur verið upp á, að „svoli“ sé skylt „svolgra" „svelg- ur“. Þetta merkir þá nautkálfur sem sé gráðugur í skolið. Og svo þykist ég vita að þetta vísuorð sé a.m.k. stundum haft öðru vísi. Hjörtur á Flateyri rifjaði upp stökur, sem hann lærði strákl- ingur í síld í Siglufirði. Þeir voru látnir spreyta sig á skrýtnum vísum, hversu fljótt þeir gætu lært þær, og sagði hann, að þeir hefðu tveir náð henni þessari, eftir að búið var að fara með hana tvisvar sinnum: Stútungs bútinn skjálfhent sker skútyrt klútavofa. Sútum þrútin auögrund er úti í hrútakofa. Þá rifjaði Hjörtur upp gamla vísu, sem hann fór oft með fyrir nemendur sína, — hann var kennari í 40 ár áður en hann fór að þjóna Mammoni —, sem er svo haglega gerð, að fyrsta og síðasta orð hverrar hendingar má tákna með bókstaf: N vill ég kaupa af þér H, S sem líka vakurt C, Q vel þrifna og þar meö Á, Þ í hringju lát í T. I síðasta Vísnaleik var limra eftir k, „Annabel Lee eftir Poe tekur að sér prófarkalestur", og auðvitað varð mér á í messunni, svo að ég gat ekki komið henni villulausri frá mér. Rétt er hún svona: „Ég leiörétti orö fyrir öörum“ sagöi Annabel Lee, „út á jöörum. Hér er á skrifaö Po. Ég set óöara Poe. Þaö er víöar guö en í Göörurn." í Þingvísum 1872—1942, sem Jóhannes skáld úr Kötlum safn- aði, er sagt svo frá vetrarþinginu 1926: „í umræðunum um lækkun á gengisskráningu íslenzkrar krónu upplýsti Tryggvi Þór- hallsson ritstjóri, þingmaður Strandamanna, að prentvilla væri í frumvarpinu, og viður- kenndi andstæðingur hans, Jón Þorláksson, 1. þingmaður Reykvíkinga, að hún væri til mikilla bóta. Flýgur um Tryggva fregnin sú, — fer þaö og aö vonum, — aö allt sitt gengi eigi hann nú undir prentvillonum.“ Og svo koma hér tvær limrur eftir k: Allt sem William Shakespeare sagöi, þaö sagöi hann óöara aö bragöi. Ef hann vantaöi orö, sem lá aldrei viö borö, gekk hann út og skaut sig og þagöi. Allt sem William Shakespeare sagöi, þaö sagöi hann óöara aö bragöi. Ef hann sagöi ekki orö, sem lá alltaf viö borö, var ástæöan sú aö hann þagöi. Að lyktum vil ég hvetja vini Vísnaleiks að láta til sín heyra. Og til þess að örva undirtektir geri ég hvort tveggja að rifja upp gamlan vísupart, ef einhver kynni það sem á vantar, og setja fram fyrri hluta til þess að botna. Stefán Þorláksson rámar í þennan vísupart, en kemur botn- inum ekki fyrir sig: Saltur veltu sultar nöltum byltir, við sólar hjóliö rjóla gjólu tólin. Þvílíkar langlokur geta verið býsna skemmtilegar gagnstætt því sem mönnum þykir um stjórnarmyndunarlanglokuna: Þetta er orðin lota löng og lltlu breytir Svavar. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.