Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 16. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. bíla við. Um 15 mínútum síðar stöðvaði hann lögreglubíl. Hann sagði lögreglumönnunum hvað gerst hefði en þeir ætluðu ekki að trúa honum. „Við hefðum vísast Hellti Vodka West Haven, 19. jan. AP. CHARLES nokkur Woodland, vínbúðareigandi í Connecticut, mótmælti innrás Sovétmanna og íhlutun þeirra í Afghanistan með því að hella niður fjórum gallonum, eða um 17 lítrum, af rússnesku Vodka. Vodkanu, af Stolichnaya gerð, hellti Woodland niður um bleikt klósett sem hann tyllti fyrir ofan niðurfall í jaðri götunnar fyrir framan verzlun sína. Andvirði veiganna var um 200 dollarar. ekið framaf brúnni hefði Jan ekki stöðvað okkur,“ sagði annar lög- regluþjónanna. Hrakti ís skipið af leið? Enn er á huldu af hverju skipið sigldi á brúarstöplana. Reyndur lóðs var um borð í skipinu, sem var að fara inn til Uddevalla. Skömmu áður en komið er að brúnni þarf að taka S-beygju en hún hefur hingað til ekki verið talin erfið. Alls hafa 2500 skip farið inn sundið árlega. Skipið var ekki hlaðið og tals- verður ís lá á sundinu og einna helst er talið að ís og straumar hafi hrakið skipið af leið. Missir brúarinnar er mjög bagalegur fyrir íbúa Tjörneyju. Alls fara um 12 þúsund bílar um brúna daglega og nú er eins og skorið á slagæð, því 3500 manns hafa sótt vinnu úr eyjunni og upp á meginlandið. Almobrúin er hluti af þjóð- brautinni frá Gautaborg til Uddevalla og þaðan áfram til Óslóar. Talið er að það taki 2—3 ár að endurbyggja brúna, sem var tekin í notkun 1960. Sir Beaton látinn London, 18. jan. AP. SIR Cecil Beaton, helzti ljós- myndari kóngafólks og hefðar- manna um áratugi í Bretlandi og frægur leikmynda- og búninga- hönnuður, lézt aðfaranótt föstu- dags. Hann varð 76 ára gamali. Hann fékk hjartaslag fyrir nokkru og hafði verið sjúkur um hríð. Sir Cecil Beaton aflaði sér mikils orðstírs fyrir ljósmyndir sínar af brezku konungsfjölskyld- unni eins og fyrr segir og varð eftirsóttur sem slíkur víðar. Hann vann tvívegis Öscarsverðiaun fyrir leikmyndir í kvikmyndunum Gigi og My Fair Lady. Hann gaf út nokkrar bækur með ljósmynd- um sínum og úrval úr dagbókum hans frá 1926 til 1974 kom út í september sl. með titlinum „Self Portrait with Friends". Fregnum um liðs- flutninga mótmælt Islambad — 19. janúar — AP HÁTTSETTUR embættis- maður í Pakistan sagði í dag að ekkert væri hæft í fréttum um mikla liðs- flutninga Pakistana að landamærum Afghanistj ans. Fregnir frá Indlandi hermdu að Pakistanar væru að styrkja stöðu sína við landamærin og að sendar hefðu verið sjö her- deildir til liðs við þær sveitir sem fyrir væru. Fylkis- og hershöfðingi norð- vesturhéraðsins sem liggur að landamærum Afghanistans sagði hins vegar að í héraðinu væru menn úr fjórum herdeildum, alls um 40.000 manns, en að ekki stæði fyrir dyrum að fjölga í herliðinu. Ferðamenn sem verið hafa á svæðinu segjast ekki hafa orðið varir við liðsflutninga þar. Indversk stjórnvöld brugðust hart við óskum Zia Pakistansfor- seta um að Pakistan og Indland gerðu með sér varnarsáttmála og sögðu að slíkur sáttmáli yrði einungis til að koma af stað vopnakapphlaupi í þessum heims- hluta. ósagt skal látið hvort teikn eru á lofti yfir Bessastöðum, en dans norðurljósanna yfir kirkjunni lokkaði Ólaf K. Magnússon til að taka þessa mynd, er hann var þar fyrir skömmu í sambandi við stjórnarmyndunarviðræður. Talið að níu bílar hafi steypst fram af brúnni Skipverjar skutu blysum til að reyna að vara bílstjóra við hættunni Frá Sigrúnu Gísladóttur. fréttaritara Mbi. i Sviþjóð. 19. janúar. Fóturinn ALLS ER nú talið að níu bílar — átta fólksbilar og einn flutningabíll, hafi ekið fram af Almobrúnni við Tjörneyju eftir að brúin hrundi á stórum kafla. Norska skipið Star Clipper sigldi á brúnna í fyrrinótt. „Við skutum eins og óðir blysi eftir blysi til að reyna að vara fólk við. Alls sáum við 3 fólksbíla steypast fram af brúnni og falla 40 metra áður en þeir skullu á ísköldum sjónum. t>á kom flutningabíll og við skutum þremur blysum að honum. Einhver þeirra hæfðu hann en allt kom fyrir ekki, hann hvarf í hafið,“ sagði einn skipverja um borð í norska skipinu. Bremsuför flutningabílsins sáust glögglega en hann var á of mikilli ferð og bílstjórinn náði ekki að stöðva hann áður en hann steyptist fram af í hyldýpið. Belgrað, 19. janúar. AP. HÁTTSETTIR júgóslavn- eskir embættismenn sögðu í einkaviðtölum í dag að ef eina leiðin til að bjarga lífi Títós forseta væri að taka af honum vinstri fótinn, yrði fóturinn tekinn af. Frestað var um nokkra klukkutíma að gefa út hina venjulegu tilkynningu um líðan forsetans. Orðrómur var á kreiki um að læknar hefðu gert aðra skurðaðgerð á forsetanum og að ekki yrði gefin út yfirlýsing fyrr en ljóst væri hvort hún hefði tekist eður ei. Sögðu áreiðan- legar heimildir að ef sú skurðaðgerð tækist ekki væri ekkert eftir nema að taka fótinn af, þar sem ella væri of mikil hætta á að forsetinn fengi blóðtappa fyrirvara- laust. Að minnsta kosti 11 manns er I að vinna í morgun en mjög erfitt saknað. Kafarar voru þegar farnir I er um allar björgunaraðgerðir. Miklir straumar og kuldi hafa hindrað kafara í að komast lengra en 20 metra niður en dýpi er 40 metrar. Þá er allt eins víst að bílarnir, sem steyptust fram af hafi borist langar leiðir því að straumhart er í sundinu. í dag er fyrirhugað að fara með sérstakar sjónvarpsvélar niður. Lögreglan sætir gagrirýni Lögreglan hefur sætt mikilli gagnrýni hér í Svíþjóð. Það hefur komið á daginn, að veginum að brúnni var ekki lokað fyrr en 45 mínútum eftir að brúin féll niður. Lögregluyfirvöld bera því við, að ekki hafi verið tilkynnt um að brúin hafi hrunið heldur einungis að skip hafi siglt á hana. Jan Rosenberg, vöruflutningabílstjóri náði að stöðva bíl sinn skammt frá hyldýpinu. Hann ók mjög hægt vegna dimmviðris og þoku og er það talið hafa bjargað honum, en skyggni var rétt 15 metrar. Hann sá bíla steypast fram af brúnni hinum megin. Síðan gekk hann aftur fyrir bíl sinn til að vara aðra Njósnuðu fyrir Rússa í Japan Tókýó, 19. janúar. AP. FYRRVERANDI hershöfðingi í landher Japans og tveir undirfor- ingjar hafa verið hnepptir í varðhald þar sem ljóstrað hefur verið upp að þeir hafi afhent a.m.k. tvermur starfsmönnum sovéska sendiráðsins upplýsingar og skýrslur um hernaðarleyndarmál. Sovésku sendiráðsmennirnir eru sagðir vera Pyotr I. Rybalkin hershöfðingi, fyrrverandi her- málafulltrúi sendiráðsins, og eftirmaður hans, Yurii N. Kozlov ofursti. Lögreglan skýrði frá því í dag að Kozlov hefði haldið til Moskvu ásamt eiginkonu sinni með flugvél flugfélagsins Aeoro- flot á laugardag. Tilraunir til þess að fá Kozlov til yfirheyrslu hefðu reynst árangurslausar, sovézka sendiráðið hefði ávallt visað til ákvæða um friðhelgi diplómata. Við leit á heimilum japönsku foringjanna fundust ýmis skjöl með leynilegum upplýsingum, bók með dulmálslyklum og fjar- skiptabúnaður. Hershöfðinginn hafði aðgang að hernaðarleynd- armálum, um varnaráætlanir Japana á eynni Hokkaido. Hann var yfirmaður leyniþjónustunn- ar þar og næst æðsti maður herskóla japanska hersins, — þeirri deild þar sem leyniþjón- ustumenn eru þjálfaðir. Málið hefur vakið reiði í Japan og stjórnvöld hyggja á hefndarað- gerðir gegn Rússum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.