Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 21 Áttræður: Haraldur Aðalsteins son Seyðisfirði Nokkur afmælisorð langar mig að senda austur yfir fjöll til Haralds vinar míns Aðalsteins- sonar á Seyðisfirði, sem er áttræð- ur í dag, til hans Halla á Gerði, eins og hann var einatt kallaður og er enn af sumum. Hann var kenndur við Vestdalsgerði, þar sem hann sleit barnsskónum og unglingsflíkum í skjóli Aðalbjarg- ar móðursystur sinnar og Einars sonar hennar, sem kom upp greiðasölu á Eyrinni og verzlaði í Rósuhúsi og síðar í Grúðabúð. Það er gott að hlusta á Harald segja frá þessum tímum á sinn kankvísa hátt, spjalla um húsin og mannlífið á Eyrinni, enda er hann minnugur vel og aðalheimildar- maður um það, sem sagt er um Vestdalseyri í Sveitum og jörðum í Múlaþingi II, og oftar hefur verið leitað til hans um upplýsingar um hana. Það var nóg við að vera á Eyrinni í þá daga og ósköp vel hægt að hugsa sér Halla á Gerði rölta um þessar slóðir, upp til fjalls, niður í fjöru, beygja sig eftir steini og fléygja út á fjörð- inn, snudda kringum Gránufélags- húsið eða slangra út fyrir Vest- dalsá og sveima um bryggjustúfa og sjóhús. Það gat allteins verið, að hann kæmi við í Grúðahúsum, þar sem kínalífselexírinn var lag- aður í eina tíð og Valdimar Petersen átti heima, eða hann liti t>etta geröist 20. janúar 1977 — Jimmy Carter vinnur eið sem 39. forseti Bandaríkjanna. 1969 — Nixon vinnur eið sem 37. forseti Bandaríkjanna. 1961 — John Kennedy vinnur eið sem 35. forseti Bandaríkj- anna. 1953 — Eisenhower vinnur eið sem 34. forseti Bandaríkjanna. 1941 — Franklin D. Roosevelt verður fyrsti bandaríski forset- inn sem er kjörinn þriðja kjör- tímabilið. 1936 — Georg V. konungur Bretlands deyr. 1926 — Landkönnuðurinn Charles Doughty andast. Ný lög eru sett í Tyrklandi undir for- ystu Kemals Ataturks. 1925 — Rússar og Japanir gera bandalag. Bretar og Kínverjar skrifa undir samstarfssamning í Peking. 1839 — Chile vinnur bardagann við Yungay gegn Perú-Bólivíu- sambandsríkinu, og verður úr að bandalagið splundrast síðan. 1265 — Enska þingið kemur saman fyrsta sinni. Afmæli — Jean Jacques Bar- thelemym, franskur höfundur, 1716—1795 — Paul Cambon, franskur stjórnmálamaður, 1834—1924 — Patricia Neal, bandarísk leikkona, 1926. Innlent — F. Benedikt Sveins- son 1826 — Englendingum heim- ilað að sigla til íslands til verzlunar samkvæmt samningi víð ■ Dani 1490 — D. Stefán Stefánsson skólameistari 1921 — Pétur Jónsson ráðherra frá Gautlöndum 1922 — Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur tek- inn með valdi um nótt og fluttur til Reykjavíkur 1932 — Sorpbíll ekur á Snarfara 1972 — F. Jakob Jónsson, dr. theol. 1904. Orð dagsins — Gerðu það, sem þér finnst í hjarta þínu að sé rétt — þú verður gagnrýnd hvort sem er — Elenor Roosevelt (1884-1962). inn í Smiðju hjá Oddi beyki, sem hafði svarta bletti á handarbökun- um eftir beykishöggin, og ef til vill hefur hann staldrað við hjá Guð- nýju á Grund og hlustað á hana kalla kiða-kið á eftir geitunum sínum, er þær leituðu til fjalls. Það gat jafnvel verið ómaksins vert að skjótast eftir skrohönk fyrir Elíeser í Litlu-Pétursborg og fá vísu í staðinn: Haraldur er heiðursmaður. heppinn. ungur. vænn og glaður. Aðalsteins er arfinn knár. viðmótsþýður. velskapaður. af verkum dyggAa hvergi staður: farsæld styðji’ hann öll hans ár. Ég get ekki betur séð en vísan lýsi Haraldi vel ungum sem göml- um. Það er að minnsta kosti víst, að hann var heppinn, er hann fékk gjörvulega og lyndisprúða horn- firska blómarós, Sigurbjörgu Björnsdóttur, til þess að fylgja sér á lífsbrautinni, fyrst á Gerði og síðan yfir fjörðinn á kreppuárun- um. Og það fóru smám saman fleiri og fleiri, uns enginn varð eftir og tómlegt varð á Eyrinni, eins og Vilborg frá Hjalla hefur ort um á sinn nærfærna hátt og byrjar svona: Tómlegt varð á Eyrinni þegar íjölskyldurnar hver af annarri fluttu burt sumar yfir fjörðinn aðrar tii Reykjavíkur húsin urðu eftir. Og nú er Halli á Gerði orðinn áttræður, hefur gengið lífsbraut sína ótrauður, unnið eins og þjark- ur og yppt öxlum við smámunum. Hann er ennþá beinn í baki og hnarreistur og göngulagið ákveð- ið, svipurinn festulegur og um leið kíminn, smáertinn í svörum. Ég kynntist þeim hjónum, þegar þau voru komin yfir fjörðinn. Þau kynni hafa haldist ætíð siðan, þó að áratugir liðu jafnvel milli funda. Ég þakka Haraldi og Sigur- björgu, þessari sívökulu baráttu- konu í verkalýðsmálum, fyrir þessi dýrmætu kynni, elskusemi þeirra og hlýju og framar öðru fyrir mjólkurglösin mörg og vel full, sem rétt voru að mér forðum tíð. Ég færi þeim báðum ham- ingjuóskir á merkisdegi. Farsæld styðji þau á ókomnum árum. Grímur M. Helgason. Haraldur Aðalsteinsson verka- maður, Miðtúni 4, Seyðisfirði, er áttræður í dag. Haraldur er fædd- ur aldamótaárið hinn 20. janúar að Vestdalsgerði á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Foreldrar Haralds voru þau Þóra Einarsdóttir og Aðalsteinn Jónasson, bæði ættuð úr Þingeyj- arsýslum. Barnungur var Haraldur tekinn til fósturs hjá móðursystur sinni, Aðalbjörgu Einarsdóttur, og syni hennar, Einari Helgasyni, en þau bjuggu á Vestdalseyri. Á síðari hluta 19. aldar lá straumur fólks úr harðbýlli sveit- um norðaustan- og austanlands einkum til Seyðisfjarðar, sem þá var m.a. ein „aðalútflutningshöfn" Ameríkufara. Mun svo hafa verið um margt ættmenna Haralds, m.a. móðurfólk hans. Þá kom það og fyrir að fólk ílentist í útflutningshöfnum með- an beðið var skipskomu og er getum að því leitt að svo hafi farið um fósturfólk Haralds. Haraldur ólst upp á Vestdals- eyri, sem um þær mundir var mjög upprennandi kaupsýslu- staðúr, auk nokkurrar útgerðar, sem þaðan var stunduð. Árið 1926 gekk Haraldur að eiga sína ágætu konu, Sigurbjörgu Björnsdóttur frá Hömrum á Mýrum í Horna- firði. Þau Haraldur og Sigurbjörg hafa búið allan sinn búskap á Seyðisfirði, fyrstu átta árin bjuggu þau á Vestdalseyrinni, þar fæddist eldri sonur þeirra, Aðal- björn, 1929, en fluttust 1934 inn á Búðareyrina að Austurvegi 48 (þá hús Sigurðar Arngrímssonar, en nú Gunnlaugs Jónassónar), þar bjuggu þau í IV2 ár og þar fæddist þeim síðari sonurinn, Leifur raf- virkjameistari á Seyðisfirði. Þá fluttust þau á loftið, eins og það var þá kallað, í Breiðabliki (húsi Guðmundar Benediktssonar, gullsmiðs). Eftir 1 ‘/2 árs búsetu í Breiðabliki fóru þau að Hafnar- götu 32 (hús Kristjáns Isfelds) og nokkru síðar var ráðist í að kaupa það hús. Að Hafnargötu 32 bjó síðan fjölskyldan í 41 ár eða þar tii þessi heiðurshjón réðust í það stórvirki, bæði á áttræðisaldri, að byggja nýtt hús. Og með þraut- seigju og dugnaði tókst þeim að ná markmiðinu, hinn 16. des. 1978 fluttust þau inn í nýtt og stór- myndarlegt einbýlishús að Mið- túni 4, þá var Sigurborg á 73. aldursári og Haraldur á því 78., og þó undirrituðum sé kunnugt um dyggilega aðstoð sonar þeirra Leifs við húsbygginguna, þá svall þeim gömlu hjónum allan tímann móður í brjósti og ekki var hægt að unna sér hvíldar fyrr en að þessu verki loknu. Slík framtaks- semi er eftirtektarverð og gerir jafnvel öðru og yngra fólki skömm til. Árið 1923—’24 sótti Haraldur námskeið í skipstjórnarfræðum á Eskifirði og var næstu árin þar á eftir stýrimaður og skipstjórnar- maður á bátum allt að 30 smálest- um, gerði raunar sjálfur út slíka báta á meðan þau hjón bjuggu á Vestdalseyri. Um haustið 1934 sigldu 4 nýir bátar inn á Seyðisfjörð, svonefnd- ir Samvinnubátar. Eftir þessum bátum var víða tekið næstu árin, enda miklar vonir við þá bundnar en nöfn þeirra voru eftirfarandi: Valþór, Vingþór, Sæþór, Gullþór og Sindri nokkru siðar. Við útgerð Samvinnubátanna starfaði Haraldur næstu árin bæði sem sjómaður og landmaður. á vetrarvertíð frá Hornafirði og Suðurnesjum og síldarvertíð fyrir Norðurlandi. Heimsstyrjöldin síðari skall á og hefur líklega reynst Seyðisfirði mestur bölvaldur í atvinnu- og búsetulegu tilliti. í . stað heil- brigðrar íslenskrar atvinnuupp- byggingar til sjós og lands kom nú bretavinna með hermangi og gróðahyggju. Útgerð og fiskiðn lögðust af að mestu og meðal þeirra sem nauðugir sóttu breta- vinnu sér og sínum til framfærslu var Haraldur Aðalsteinsson. Eftir að setuliðið yfirgaf Seyðisfjörð starfaði Haraldur hjá Skipa- smíðastöð Austfjarða um skeið, síðan kom blessuð síldin að nýju og meðan hún veiddist var Har- aldur við störf hjá Síldarsöltun- arstöð Sveins Benediktssonar í Seyðisfirði, Haföldunni, síðan aft- ur hjá Skipasmíðastöð Austfjarða og loks frá 1969 við Fiskvinnsluna h/f fram á þennan dag. Vissulega mætti rita langt mál um líf og starf Haralds Aðal- steinssonar. Yfirlætisleysi og strangheiðarleiki í orðum og gerð- um ásamt vinnusemi eru aðals- merki hans, en undir blundar gáski og skopskyn, sem fyllir frásagnir hans frá gömlum tíma lífi og fjöri. Ekki verður svo skilist við þessa afmæliskveðju að Sigurbjargar sé ekki getið að verðleikum. Hygg ég með fullum sanni, að Haraldur hafi verið gæfumaður í sínu einka- lífi með Sigurbjörgu Björnsdóttur sér við hlið. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra Seyðfirðinga, þegar ég óska þér og fjölskyldu þinni, Haraldur, til hamingju með þessi tímamót og vona að ævikvöldið megi verða bjart og fagurt. Jónas Hallgrímsson. bæjarstjóri. EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN RR: 22480 í dag sunnudag sýnum við nýju 1980 árgerðirnar af Starlet, — Tercel — Corolla og Cressida Hardtop og Corolia Liftback. Toyota umboóið kynnir um leið Þjónustuverkstæði Toyota, ásamt Söludeild notaðra bíla. Sunnudag frá kl. 10.00 -17.00 Odýrari varahlutir ^TOYOTA UMBOÐIO NÝBYLAVEGi 8 KÖPAVOGi SÍMI 44144 Betrl gæðl — og fljótari þjónusta - það er elnkennl TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.