Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTAKÁLFI
28. þing Norð-
urlandaráðs
sett í gær
— ÉG IIELD. að sé sanngirni
látin ráða, hljóti menn að samein-
ast um þá skoðun, að enn hafi
norrænt samstarf í för með sér
umbætur og framfarir i þátttöku-
löndunum. Við crum þvi enn á
framtiðarbraut.
Þetta mælti Matthías Á. Math-
iesen alþingismaður í ræðu sinni á
28. þingi Norðurlandaráðs, sem sett
var í Þjóðleikhúsinu í gær. Matthí-
as Á Mathiesen var kjörinn forseti
Norðurlandaráðs á fundinum í gær
og tekur hann við því embætti af
Olof Palme, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Svíþjóðar.
Þing Norðurlandaráðs mun
standa fram á föstudag. í dag
verður umræðum haldið áfram og í
kvöld verða bókmennta- og tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs af-
hent. Á þinginu sitja og við það
starfa 550 manns og um 100 nor-
rænir blaðamenn fylgjast með því.
Sjá frásögn af þingi Norður-
landaráðs á bls. 18 og 19 og ræðu
Matthiasar Á. Mathiesens á mið-
opnu.
Njósnari
kynntur
WashinKton, 3. marz. AP.
FBI kynnti á óvenjulegum
blaðamannafundi i dag hátt-
scttan sovézkan njósnara sem
lék tveim skjöldum í 11 ár við
starf sitt sem var fólgið í því
að fylgjast á laun með stjórn-
máiahræringum i Banda-
ríkjunum
Utsendarinn, sem er ofursti í
KGB, sagði að hann væri um 45
ára gamall og starfaði undir
nafninu Rudolph Albert Herr-
mann. Blaðamennirnir fengu að
spyrja hann spjörunum úr og
sáu hann á hlið gegnum dimm-
an glerskerm, en rödd hans var
leynt með rafeindatækni.
Herrmann þóttist vera sjálf-
stæður ljósmyndari og bjó í
Hartsdale skammt frá New
York-borg. Hann sagði að aðal-
hlutverk sitt hefði verið að
útvega pólitískar upplýsingar,
ekki hernaðarlegar.
Talsmaður FBI kvaðst telja
að Herrmann hefði ekki útveg-
að Rússum upplýsingar um
ríkisleyndarmál. Hann vék sér
undan að svara því hvort af-
hjúpun mannsins væri liður í
harðnandi stefnu gagnvart
Rússum.
Nýr fundur
Bogota, 3. marz. AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur
hvatt kólombíska embættismenn
til að fara samningaleiðina til að
fá um 27 gísla skæruliða í
dóminikanska sendiráðinu leysta
úr haldi
Annar samningafundur ríkis-
stjórnarinnar og skæruliðanna er
ráðgerður á morgun.
Stutt ef tir
Ljubljana, 3. marz. AP.
LÆKNAR Josip Broz Titos forseta
skýrðu frá engri breytingu á líðan
hans í dag og Júgóslavar búa sig
undir að frétta um dauða forsetans.
„Það getur ekki verið langt eftir,"
sagði embættismaður í einkasam-
tali. Læknarnir sögðu aðeins að
líðan Titos „væri enn alvarleg".
frá Norðurlandaráðsþinginu í Þjóðleikhúsinu í gær. Matthías Á. Mathiesen í ræðustól
Mugabe vill einingu
eftir kosningarnar
Salisbury. 3. marz. AP.
MARXISTINN og skæruliðaleiðtoginn Robert Mugahe kom fram i
sjónvarpi i kvöld ásamt landstjóra Breta, Soames lávarði, og
yfirmanni hersins, Peter Walls hershöfðingja, til að hvetja til
einingar eftir birtingu kosningaúrslitanna í fyrramálið.
Úrslitin munu sýna að Mugabe hefur mest fylgi meðal blökku-
manna í Rhódesiu. en þó er ekki talið að nokkur einn flokkur fái
hreinan meirihluta. Lítill munur mun vera á fylgi Joshua Nkomos og
Abel Muzorewas biskups.
„Lögum og reglu verður að
hlýða," sagði Mugabe. Við verðum
að halda uppi lögum og reglu. Við
verðum allir að vinna að einingu
hvort sem við höfum sigrað í
kosningunum eða ekki.“
Áður hafði Soames hvatt alla
Rhódesíumenn til að sýna rósemi
og mikill viðbúnaður er í borgum,
bæjum og til sveita. Soames virð-
ist einkum hafa beint orðum
sínum að hvítum borgurum sem
hafa hótað að fara úr landi ef
Mugabe kemst til valda. Soames
sagði að hlutverk sitt væri að
koma styrkri stjórn á laggirnar.
Walls, sem fullvissaði Mugabe
um það fyrir 10 dögum að herinn
mundi ekki hrifsa völdin, sagði að
heraflinn væri það afl í landinu
sem stuðlaði að mestu jafnvægi.
Hann sagði að engin „beiskja"
mætti ríkja og kvað menn sína
„hermenn friðarins sem er aftur
kominn til landsins". Hann sagði
að hart yrði tekið á öllum sem
hlýddu ekki lögunum.
Soames hefur umboð til að fela
þeim manni stjórnarmyndun sem
hefur mestan stuðning á þingi og
Bretar hafa alltaf talað um kosti
„stjórnar á breiðum grundvelli“
þannig að ekki hefur verið gert
ráð fyrir að nokkur einn flokkur
fengi hreinan meirihluta. Því er
spáð að Mugabe
steypustjórn.
Soames tók við
myndi sam-
skýrslu frá
formanni kjörstjórnar, Sir John
Boynton, og sagði að kosningarnar
mundu í meginatriðum lýsa vilja
þjóðarinnar. En Boynton benti á
útbreidda kúgun sem flokkar
beittu kjósendur og sagði að hún
hefði haft áhrif á kjósendur á að
minnsta kosti þremur svæðum.
Hann átti
skæruliðar
við svæði þar sem
Mugabes hafa verið
sakaðir um kúgunaraðgerðir.
Kjörsókn var 93 af hundraði,
hin mesta sem um getur í Rhód-
esíu. Mugabe hefur beðið land-
stjórann að vera um kyrrt í
Rhódesíu í að minnsta kosti einn
mánuð til að tryggja að hvítt
hæfileikafólk fari ekki úr landi ef
hann verður kjörinn. Hann vill
líka að hermenn frá samveldis-
löndum verði um kyrrt til að taka
þátt í stofnun nýs sameinaðs hers.
Meiriháttar sókn
í Af ganistan hafin
Islamabad. 3. marz. AP.
SOVÉZKAR herflugvélar
réðust í dag á bæi i Konar-hér-
aði i austurhluta Afganistans
þriðja daginn i röð og loftárás-
irnar virðast marka upphaf
stórsóknar sem miðar að því að
brjóta alla andspyrnu á bak
aftur.
Tilkynnt var í Kabul að samin
yrði ný stjórnarskrá, hin fyrsta
síðan 1978, sem mundi taka tillit
til vilja afgönsku þjóðarinnar.
Nefnd verður skipuð til að semja
stjórnarskrána.
Uppreisnarmenn segja að þeir
hafi náð á sitt vald stórum hluta
aðalvegarins milli Kabul og
Khyber-skarðs og þurrkað út
afganskan liðsflokk sem var
sendur til að opna veginn. Þeir
segjast einnig hafa náð á sitt
vald lögreglustöð í Nangarhar-
héraði og sprengt upp 30
skriðdreka í árásinni.
Því er haldið fram að Rússar
hafi teflt fram um 200 skrið-
drekum, 36 fallbyssuþyrlum auk
MIG-21 og MIG-23 flugvéla í
Konar-héraði. Sagt er að sovézk-
ar flugvélar hafi ráðizt á um tólf
bæi á svæðinu.
í Washington sagði Cyrus
Vance utanríkisráðherra banda-
mönnum Bandaríkjanna í dag að
varðveizla slökunarstefnu væri
komin undir sterku svari við
hernaðaríhlutun Rússa í Afg-
anistan. Hann kvað Bandaríkin
ætla að halda áfram refisaðgerð-
um gegn Rússum þar til þeir
flyttu her sinn frá Afganistan,
en kvaðst ekki eiga von á því
fljótlega.
Og þó að Vance segði að
refsiaðgerðum yrði hætt þegar
herliðið væri farið bauð hann
Rússum ekki breytingu á þeirri
afstöðu að lausn á málinu sé
komin undir sovézkum brott-
flutningi og raunverulegu hlut-
leysi Afganistans. Vance gerði
grein fyrir afstöðu Bandaríkj-
anna í ræðu í utanríkismálaráð-
inu í Chicago og ræða hans var
að hans eigin sögn svar til
Evrópumanna sem telja að
Bandaríkin hafi brugðizt of hart
við innrásinni.
Frá því var skýrt í Washing-
ton í dag að 1.800 bandarískir
landgönguliðar væru á leið til
Indlandshafs með fjórum her-
skipum. Landgönguliðarnir hafa
verið við æfingar á Filippseyjum
og koma til Arabíuhafs um
miðjan mánuðinn.