Morgunblaðið - 04.03.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
Sosonko vinn-
ur alla á hvítt
og Schiissler gerir enn jafntefli
ÞRÍR eru nú efstir og jafnir á
Reykjavíkurskákmótinu með 5'/2
vinnintí eftir 8 umfcrðir, þeir
Browne, Kupreichik ok Sosonko,
en Sovétmaðurinn Kupreichik á
eina skák til góða. Norðmaður-
inn Helmers á við krankleika að
stríða og þess vegna mætti hann
ekki til leiks i sjöttu umferðinni á
laugardaginn og í gærkvöldi í
áttundu umferðinni. Þessa daga
átti hann að tefla gegn Sovét-
mönnunum Vasjúkov og Kup-
reichik. í dag verður væntanlega
úr því skorið hvort Norðmaður-
inn getur teflt áfram í mótinu
eða ekki.
Sosonko vann Vasjúkov í gær-
kvöldi í góðri sák og hefur Sos-
onko unnið allar skákir sínar er
hann hefur stýrt hvítu mönnun-
um. Helgi Ólafsson varð að lúta í
Ákvörðun í
dag um fram-
hald loðnuveiða
ÁKVÖRÐUN verður væntanlega
tekin i dag um framhald loðnu-
veiða. Útvegsmenn hafa farið
fram á, að skipin fái að veiða
tiltekið magn án takmarkana, en
Sjávarútvegsráðuneytið ákvað
við upphaf veiða í frystingu, að
kvóti á hvert skip yrði 750 tonn
og mættu þau ekki koma með
meira en 250 tonn að landi í hvert
skipti. Þá verður væntanlega
ákveðið hvert það magn verður,
sem fyrr hefur verið ákveðið að
geymast skyldi til hrognatöku.
34 skip hafa byrjað loðnuveiðar
til frystingar og hafa tæplega 15
þúsund tonn borizt á land, en
aðeins lítill hluti þess hefur verið
frystur. Ágæt veiði var um helg-
ina eftir rúmlega viku brælu og
hafa tvö skip þegar fyllt kvóta
sinn. Loðnan er mun smærri en
Japanir hafa óskað eftir og þarf
allt að 70 stykki í hvert kíló, en
Japanir vilja helzt hafa 50—55
stk. í kg.
lægra haldi fyrir Browne eftir
aðeins 23 leiki og Torre vann
Hauk Angantýsson næsta auð-
veldlega, en Haukur féll á tíma
með tapaða skák eftir 29 leiki.
Schússler heldur sínu striki og
gerði í gærkvöldi jafntefli við
Miles eftir 36 leiki, hefur Schússl-
er hinn sænski gert jafntefli í
öllum skákum sínum á mótinu til
þessa. Jón og Guðmundur gerðu
jafntefli eftir aðeins 14 leiki og
sömuleiðis Byrne og Margeir, en
þar voru þó meiri átök og skákin
33 leikir.
Staðan á mótinu er nú þessi:
1. Kupreichik 5V2 og 1 ótefld.
2. -3. Browne og Sosonko 5Í4. 4.
Torre 5. 5. Miles 4'/2. 6.-7.
Margeir og Schússler 4. 8.—10.
Byrne, Jón L. og Helgi 3 Vt. 11.
Vasjukov 3 og 1 ótefld. 12. Guð-
mundur 3. 13. Haukur 2. 14.
Helmers 1 ‘/2 og 2 ótefldar.
I 9. umferðinni í dag tefla
saman:
Miles — Jón. L. Árnason, Margeir
— Scússler, Helgi — Byrne, Helm-
ers — Browne, Haukur — Kup-
reichik, Vasjukov — Torre, Guð-
mundur — Sosonko.
Frá doktorsvörninni i Hátíðarsal Háskóla íslands á laugardaginn, talið frá vinstri: Alan Boucher,
ólafur Halidórsson, Jakob Benediktsson og Jón Samsonarson.
Doktorsvörn við Háskólann
ÓLAFUR Halldórsson magister varði á laugardaginn ritgerð sína, „Grænland í miðaldaritum" fyrir
doktorsnafnbót í heimspeki við heimspekideild Háskóla Islands. Athöfnin fór fram í Hátíðarsal
Háskólans, og voru meðal viðstaddra forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, og Guðmundur Magnússon
háskólarektor.
Til andmæla af hálfu heimspekideildar við doktorsvörnina voru þeir dr.phil. Jakob Benediktsson og Jón
Samsonarson mag.art. Forseti heimspekideildar, prófessor Alan Boucher, stjórnaði athöfninni.
ólafur Jóhannesson og Knut Frydenlund:
Jan Mayen viðræður hefjast
á nýjan leik í aprílmánuði
OLAFUR Jóhannesson utanríkis-
ráðherra og Knut Frydenlund
utanríkisráðherra Norðmanna
ákváðu á fundi i gærmorgun, að
Jan Mayen — viðræðurnar
skyldu hefjast að nýju í apríl-
mánuði næstkomandi. Mbl. ræddi
við utanríkisráðherrana á Norð-
uriandaráðsþingi i gær. Þeir
sögðu báðir, að efnisatriði hefði
ekki borið á góma á fundi þeirra.
en sjónarmið beggja væru kunn.
Frydenlund sagði, að sér virtist
báðir aðilar sammála um, að
nauðsynlegt væri að komast að
einhverju samkomulagi fyrir
sumarloðnuvertíðina. Olafur Jó-
hannesson sagði, að þeir utan-
ríkisráðherrarnir myndu hittast
aftur að máli um Jan Mayen á
meðan Norðuriandaráð þingar
hér og einnig myndu þeir hittast
„Ég verð nokkurs
konar hótelstjóri
sojfir Jóhannos Roykdal oini íslendinsurinn som starfa mun áfram í Thailandi
„ÞAÐ hefur verið ákveðið að ég fari aftur til landamærasvæðanna
og hef þess vegna framiengt dvöl mína hér um a.m.k. einn mánuð
að ósk yfirstjórnar Rauða krossins hér í Thailandi. Magnús læknir
er lagður af stað heim á leið og stúlkurnar fjórar fara héðan á
morgun áleiðis til Nepals þar sem þær ætla að dvelja einhvern tíma
áður en þær halda heim á leið,“ sagði Jóhannes Reykdal fararstjóri
íslenzka hópsins sem dvalið hefur á vegum Rauða krossins í
Thailandi við hjálparstarf við flóttamenn frá Kambódíu í
símasamtali við Mbl. frá Bankok í gærdag.
„Ég mun taka við nýju starfi ákveðnum verkþát'tum og myndi
við landamærin, sem felst í því
að hafa yfirstjórn búðanna sem
Rauða kross starfsliðið býr í,
verð nokkurs konar hótelstjóri
þarna. Þá mun ég hafa umsjón
með öllum verklegum fram-
kvæmdum, s.s. jarðýtuvinnu og
þess háttar. Áður fyrr var ég
nokkurs konar bæjarverkfræð-
ingur í búðunum sem íslenzki
hópurinn starfaði í,“ sagði Jó-
hannes ennfremur.
Þá sagði Jóhannes aðspurður
að fjöldi Rauða kross manna við
landamærin nú væri um 350,
sem væri svipað því sem verið
hefði allt frá áramótum, þannig
að um töluvert viðamikið verk
væri að ræða. Hins vegar væru
hugmyndir uppi um að Rauði
krossinn myndi draga sig út úr
þá starfsfólkinu fækka.
Jóhannes sagði að 55—60 þús-
und flóttamenn væru nú í búðum
þeim sem íslendingarnir hefðu
verið í, en þegar mest var í
byrjun janúar voru þar um 125
þúsund manns. I Makmonbúðun-
um rétt sunnan við eru um 100
þúsund manns. Síðan nefndi
Jóhannes búðir sem Thailenzki
herinn er með en Rauði krossinn
tæki þó þátt í ýmiss konar starfi
þar, en þar eru tæplega 200
þúsund manns, þannig að heild-
arfjöldi flóttamanna við landa-
mæri Thailands og Kambódíu er
nú 350—400 þúsund manns.
„Við höfum í okkar starfi verið
mjög heppin varðandi alla
áreitni, aðeins einu sinni hefur
verið gerð aðför að búðunum,
þ.e. 4. janúar s.l. eins og komið
hefur fram. Þetta hefur því
gengið mjög vel fyrir sig og ég
get sagt fyrir hönd okkar allra
að við höfum verið mjög ánægð
með veru okkar hér.
Reyndar má líta á búðirnar
frekar sem bæ þar sem við
vorum og eymdin þar því mun
minni en á mörgum Stöðum
öðrum. Bærinn var að vísu mjög
lítill að flatarmáli eða um 4
ferkílómetrar. T.d. mældum við
eitt hverfi sem í eru um 180 hús.
Það var að flatarmáli 60 sinnum
150 metrar, eða um 9 þúsund
fermetrar og reiknað er með að
7—7/2 íbúi búi í hverju húsi,
þannig að þröngt mega sáttir
sitja," sagði Jóhannes ennfrem-
ur.
Þá kom fram hjá Jóhannesi að
hann hefði verið mjög hissa á
þeirri beiðni að hann yrði áfram,
það væri í raun nokkurs konar
rós í hnappagat íslenzka Rauða
krossins, þar sem mikill fjöldi
hjálparliða stréymdi nú að. „Ég
hlakka því til að takast á við
þetta nýja verkefni og vona að ég
standist þær kröfur sem gerðar
eru,“ sagði Jóhannes að síðustu.
á utanríkisráðherrafundi í Hels-
ingfors 27. marz n.k. Að sögn
ráðKerranna var ekki ákveðið í
gær, hvar viðræðurnar í april
fara fram.
Mbl. spurði Oddvar Nordli, for-
sætisráðherra Norðmanna, hvort
fyrirhugaður væri fundur hans og
Gunnars Thoroddsen forsætisráð-
herra um Jan Mayen málið. Nordli
sagði ekki ástæðu til slíks fundar
að svo stöddu, þar sem utanríkis-
ráðherrar landanna hefðu tekið
upp þráðinn og vísaði hann á
Frydenlund, þegar Mbl. bar upp
við hann spurningar um efnisatr-
iði.
Mbl. spurði þá Ólaf Jóhannes-
son og Knut Frydenlund, hvort
aðrar ' þjóðir myndu hugsanlega
koma inn í Jan Mayen viðræðurn-
ar og þá Danir, Grænlendingar og
Færeyingar. Ólafur Jóhannesson
kvaðst ekkert vilja segja um það
að svo stöddu, en vafalaust myndu
þessar þjóðir fylgjast með málinu.
Frydenlund kvaðst hins vegar ekki
vilja að svo stöddu ræða um aðrar
þjóðir en íslendinga og Norðmenn
né heldur vildi hann ræða fyrir-
hugaða útfærslu við Grænland og
afstöðu Norðmanna til hennar.
Hentze Demmus, fjármálaráð-
herra Færeyinga, sagði hins vegar
í samtali við Mbl. í gær, að vel
gæti svo farið, að Færeyingar
blönduðu sér í viðræðurnar um
Jan Mayen.
Sjá: Þurfum samkomulag um
veiðarnar í fyrstu lotu; samtal við
Knut Frydenlund á bls. 17.
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra:
Gengissigið frá
8. febrúar sam-
kvæmt heimildun
fyrri stjórnar
GUNNAR Thoroddsen forsætisrá
herra hefur óskað eftir leiðréttinn
vegna misskilnings i samtali hai
við Mbl„ sem birtist á baksiðu Ml
á laugardaginn, þar sem rætt ví
um gengissig að undanförnu.
„Hið rétta er,“ segir Gunnar,
núverandi ríkisstjórn hefur ek
veitt neina heimild fyrir gengissig
Það sig sem orðið hefur síðan
febrúar, þegar núverandi stjórn tc
til starfa, er byggt á heimildum sei
fyrrverandi ríkisstjórn hefði vei
Seðlabankanum."
Brotist inn á 9 stöðum
á höf uðborgarsvæðinu
NOKKRAR annir voru hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins um helg-
ina, en alls var brotist inn á niu
stöðum á höfuðborgarsvæðinu
um helgina, í Hafnarfirði, Kópa-
vogi og Reykjavík. Hvergi höfðu
þjófarnir þó verulega mikið upp
úr krafsinu. og skemmdir af
þeirra völdum voru ekki veru-
legar. Málin eru enn flest óupp-
lýst, en þó voru handteknir þrír
fimmtán ára piltar í Hafnarfirði
eftir innbrot í Kaupfélagið.
Meðal þeirra staða sem brotist
var inn í var matsölustaðurinn
Nessý í Austurstræti, og þar var
stolið reiknivél og rauðum síma,
sem þjófarnir hafa fengið ágirn
á. Þá um helgina var stolið talstö
úr bíl í Kópavogi og vart varð vi
smávægilegar. bensínþjófnað.
Enn bar það til tíðinda, a
maður nokkur kom til lögreglunr
ar og kvaðst hafa orðið fjögur t
fimm hundruð þúsund krónui
fátækari eftir gistingu í húsi ein
í Reykjavík. Höfðu hann og félaj
hans verið þar gestkomendur, o
rann manninum í brjóst. Er han
vaknaði á ný var vinurinn horfinr
og einnig fyrrnefnd fjárupphæ
sem maðurinn kvaðst hafa borið
veski sínu, en málið er í rannsók
hjá Rannsóknarlögreglunni.