Morgunblaðið - 04.03.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
3
Samningamál BSRB:
Ríkisstjórnin mun sýna
einhvers konar viðbrögð
— segir Ragnar Arnalds
SAMNINGANEFND ríkis-
ins lét bóka á miðvikudag-
inn var svofellda tilkynn-
ingu hjá sáttasemjara ríkis-
ins, er samningamál Banda-
lags starfsmanna ríkis og
bæja voru þar til umfjöllun-
ar: „Málið verður til um-
ræðu í ríkisstjórninni í
fyrramálið. Ef niðurstaða
fæst þá, er gert ráð fyrir að
unnt verði að leggja fram
gagntilboð n.k. föstudag eða
mánudag.“
Kristján Thorlacius sagði
um helgina, að um hlyti að
vera að ræða misskilning
milli embættismanna og
fjármálaráðherra, þar sem
Ragnar Arnalds lýsti því yfir
við Morgunblaðið fyrir há-
degi að það væri misskiln-
‘ingur að von væri á gagntil-
boði frá ríkinu. Af þessu
tilefni hafði Morgunblaðið í
gær samband við Ragnar
Arnalds og spurði hann um
þennan misskilning. Hann
sagði: „Misskilningurinn
liggur hjá fjölmiðlunum.
Hann verður einfaldlega
þannig, að það voru uppi
áform um það að leggja fram
svar af hálfu ríkisstjórnar-
innar við kröfugerð BSRB.
Það voru uppi áform um það
að slíkt svar kynni að koma
öðru hvorum megin við helg-
ina, en alltaf tekið skýrt
fram, að það væri þó háð því
að ríkisstjórnin hefði fengið
tækifæri til þess að ræða
málið ítarlega. í bókuninni,
sem vitnað er til, er einmitt
tekið fram, að ef ríkisstjórn-
in hafi lokið umræðum um
málið þá kynni að vera von á
svari.“
„Málið er ósköp einfalt,"
sagði Ragnar. „Síðan þegar
fjölmiðlar fóru að skýra frá
þessu sögðu þeir — það er
von á tilboði. Þar er mis-
skilningurinn. Málið var
kynnt í ríkisstjórninni á
fimmtudagsfundi, en þar var
nánast ekkert rætt, því að
við höfum svo margt að
hugsa þessa dagana og því
varð að láta það nægja að
kynna það og gefa mönnum
tíma til að skoða það nánar.
Það er enginn ágreiningur
um þetta mál. Það verður
alltaf ljósara því betur sem
maður skoðar þetta mál, að
það er þörf á að líta til allra
átta og átta sig á málinu til
fulls, áður en opinber við-
brögð af hálfu ríkisstjórnar-
innar koma, umfram það
sem þegar hefur komið
fram.“
Enginn ríkisstjórnarfund-
ur er í dag og mun hann falla
niður vegna funda Norður-
landaráðs. Hvenær er þá
næsti ríkisstjórnarfundur?
Ragnar Arnalds svaraði:
„Það get ég ekkert um sagt,
en mér þykir ólíklegt að
þetta mál verði afgreitt í
þessari viku.“ En má þá
búast við tilboði eftir að
ríkisstjórnin hefur fengið
tækifæri til þess að ræða
málið og komast að niður-
stöðu? „Ja það verður í öllu
falli von á einhvers konar
viðbrögðum ríkisstjórnar-
innar,“ sagði Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra, og
bætti við: „Hvort það verður
í tilboðsformi eða í öðru
formi, um það hafa engar
ákvarðanir verið teknar.“
Morgunblaðið benti þá
ráðherra á, að í bókun
samninganefndar ríkisins
væri gangtilboð nefnt. Svar-
aði ráðherra þá: „Já, að það
kynni að vera von á því. Um
það voru áform uppi, en það
er nauðsynlegt að menn átti
sig á þessu til fulls áður en
ákvörðun er tekin. Þetta eru
auðvitað ekki einu kjara-
samningarnir, sem eru lausir
um þessar mundir. Það eru
allir kjarasamningar, nema
háskólamanna, og því verður
að skoða þetta mál allt.“
Póstur, sem á að
hafa forgang skil-
inn ef tir í Osló
NOKKUR brögð hafa verið að
þvi að undanförnu að bréfapðst-
ur hafi verið skilinn eftir i
borgum eriendis, en slikur póst-
ur á að hafa algjöran forgang. Þá
hefur það einnig gert starfs-
febrúar. Þá hefði póstur sem átti
að koma hingað 12. febrúar, síðan
15. febrúar og þá hinn 18. febrúar
ekki borizt til landsins fyrr en 22.
febrúar og þá í sömu ferðinni 10
daga póstur.
Flugleiðir um Óslóarpóstinn:
„Mannleg mistök44
Ekki við Flugleiðir að sakast
vegna tafa á pósti frá Englandi
„ÞETTA er hreint vandræðamál,
og alveg gagnstætt þeim vinnu-
reglum sem hér gilda." sagði
Sveinn Sæmundsson blaðafull-
trúi Flugleiða í samtali við Morg-
unblaðið i gær er hann var
spurður um ástæður þess að
póstur varð eftir í Ósló í siðustu
viku, en var ekki tekinn með i vél
Flugleiða eins og vera átti.
„En það eru ástæður fyrir þessu
eins og öður,“ sagði Sveinn enn-
fremur, „og hér er um mannleg
mistök að ræða. Maður á flugvell-
inum sem þarna var þennan dag, í
forföllum stöðvarstjórans, var
málunum ekki eins vel kunnugur.
Sambandsleysi milli hans og
Kaupmannahafnar verður til þess
að fimm póstpokar eru teknir úr
flugvélinni til að rýma fyrir far-
þegafarangri. Olli þetta því að
póstinum til Islands seinkaði um
einn sólarhring."
Varðandi það sem haft var eftir
Arna Þór Arnasyni póstvarðstjóra
í Morgunblaðinu á laugardaginn
um tafir á póstflutningum frá
Englandi, sagði Sveinn: „Ég veit
ekki til þess að þetta sé rétt. Á
fundi hjá okkur hér kannaðist
enginn við að þetta væri vegná
mistaka Flugleiða, heldur er það
hald manna að um sé að ræða
mistök breskra póstyfirvalda. Hér
virðist því ekki vera við Flugleiðir
að sakast, þó það hafi verið í
Óslóarmálinu eins og sagði fyrr,“
sagði Sveinn, „þar sem vegna
mannlegra mistaka var ekki farið
eftir settum reglum“.
Hvöt f jallar um kirkjuna
og félagslega þjónustu
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
gengst í kvöld fyrir almennum
fundi um kirkjuna og félagslega
þjónustu. Ilefst fundurinn kl.
20.30 stundvíslega í Valhöll, Háa-
leitisbraut 1. Er fundurinn öllum
opinn og vonast er tii að flestir er
þetta málefni láta sig varða sjái
sér fært að sækja hann.
Fluttar verða þrjár stuttar
framsöguræður og mun Björn
Björnsson prófessor ræða um
stöðu kirkjunnar í nútímasamfé-
lagi, Auður Eir Vilhjálmsdóttir
sóknarprestur fjalla um félags-
lega þjónustu í söfnuðinum og Jón
Bjarman fangaprestur tala um
félagsráðgjöf frá sjónarhóli kirkj-
unnar.
Að loknum framsöguræðum,
sem áætlað er að taki um 45 mín.,
verður fundinum skipt í umræðu-
hópa og munu hóparnir fá rúman
klukkutíma til umræðna. Að því
loknu verða kaffiveitingar og al-
mennar umræður eftir því sem
tilefni gefst til.
Þetta fundarform var viðhaft á
fundi, sem Hvöt efndi til í tilefni
af Alþjóða ári barnsins 1979 og
þótti gefast vel. Fundarmenn tóku
þá undantekningarlítið þátt í um-
ræðum í hópum og fólk tengdist
málefninu nánar.
Samvinna við Færeyinga í landgrunnsmálum?
íslenzkir embættis-
menn til viðræðna
við Færeyinga
„VIÐ höfum áhuga á sem víðtæk-
astri samvinnu við Færeyinga og
það eru núna tveir menn í
Færeyjum, Ólafur Egilsson í
utanríkisráðuneytinu og Guð-
mundur Pálmason jarðeðlisfræð-
ingur, að ra^ða við Færeyinga,"
sagði Ólafur Jóhannesson utan-
ríkisráðhcrra, er Mbl. spurði
hann um viðræður við Færeyinga
um samvinnu i baráttu fyrir
landgrunnsréttindum utan 200
milna markanna til suðurs.
Hentze Demmus fjármálaráð-
herra Færeyinga, sagði í samtali
við Mbl. í gær, að Færeyingar
hefðu mikinn áhuga á samstarfi
og samkomulagi við íslendinga á
sviði fiskveiði — og hafréttar-
mála, en Færeyingar ættu nú
mjög undir högg að sækja gagn-
vart Efnahagsbandalaginu, sem í
fiskveiðimálum líti ekki á Færeyj-
ar sem hluta af Danmörku, heldur
sem þriðja land. „Okkar stríð
stendur nú í Brussel," sagði
Demmus. „Og ég verð að segja það
eins og er, að málstaður okkar
virðist ekki eiga mikinn hljóm-
grunn í þeirri borg. Við hljótum
því að fagna öllum tilboðum um
samvinnu og þá sérstaklega frá
Islendingum, sem hafa sýnt okkur
velvilja og sanngirni varðandi
veiðileyfi í íslenzkri lögsögu."
DYRASLA
Styrkir handleggsvöðva.
Styrkir magavöðva,
eyðir mittisfitu.
Stælir og breikkar herðar.
Eykur fjölbreytni heimaæfinganna.
Nú geta fullorönir skellt sér í „rimlaæfingar" í
HandgnP
dyragættinni heima hjá sér, þegar tóm gefst til og
haft tækiö annars í hæfilegri hæð fyrir börnin.
Uppsetningin er auöveld, fljótleg og örugg.
Endar slárinnar eru úr harögúmmíi og skemma því
ekki dyrakarmana.
gripgetu ty" w„r bad-
«£%*£!£«*■ kMU-
Sendið mér □ eett HANDGRIP í póstkröfu, kr. 2.950 +
sendingarkostnaður
Sendiö mér □ stk. DYRASLÁ(R) í póstkröfu, kr. 18.400 +
sendingarkostnaöur
Nafn: .........
Haimiliaf.: ...
Póatnr. og staöur:
Póstversl. HEIMAVAL, Pósthólf 39, 202 Kópavogi.
Pöntunarsími 44440.
“I
IL