Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
13
Ljósm. Mbl. Kristján.
Kristján Haraldsson og Heiðar Þ. Hallgrimsson (th.) við skipulagskort af svæðinu sem brúin umdeilda
snertir. Kristján og Heiðar hafa lagst gegn byggingu brúarinnar eins og fram kemur hér á siðunni.
Tillaga Kristjáns Haraldssonar að gatnakerfi og gönguleiðum á Breiðholts- og Árbæjarsvæðunum. í
meginatriðum hið sama og í aðalskipulaginu, en þó er ekki gert ráð fyrir Höfðabakkanum, brúnni, né
braut að Breiðholts/ Reykjanesbraut. Þá leggur Kristján til að Stekkjabakki verði tengdur
Breiðholtsbraut, og ennfremur að Breiðhöfði tengist Vesturlandsvegi um undirgöng, jafnframt því sem
Bæjarháls verði framlengdur að Breiðhöfða og að slaufutenging verði við Vesturlandsveg.
„vefja sig“ hvor gegnum hinn á
þessum stutta kafla. Á efri gatnamót-
unum þyrfti því fljótlega umferð-
arljós.og færi þá brúarumferðin í
gegnum tvenn umferðarljós.
Ofanbyggðavegur
betri kostur?
í stað Höfðabakka höfum við lagt
til að á árunum ’81 og ’82 verði lagður
kafli af svonefndum Ofanbyggðavegi
milli Breiðholts og Rauðavatns, sem í
framtíðinni á að ná suður að Hafnar-
fjarðarvegi á Arnarnesi. Helztu kostir
þessarar brautar eru m.a. að hún
kemur til móts við, að öryggissjón-
armið að tengja Breiðholtsbraut á
nýjum stað við stofnbrautakerfið, auk
þess sem losna mætti þannig við
gegnumakstur um 1,000 bifreiða fram
hjá Árbæjarskóla og íþróttavelli í
Árbæjarhverfi. Vegalengdarstytting
frá Breiðholti að Rauðavatni yrði
tæpir fjórir kílómetrar hvor leið, og
verði af þeirri byggð sem hugmyndir
eru uppi um austan núverandi skipu-
lags í Selási, tengdist Ofanbyggðaveg-
ur eðlilega við þá byggð, talsverðan
spöl frá Suðurlandsvegi.
Ofanbyggðavegur er að hluta í landi
Kópavogs og hefur skipulagsstjóri
ríkisins unnið að því undanfarið að
samræma sjónarmið viðkomandi
sveitarfélaga um legu vegarins. Þess
má geta að þessi vegartenging verður
um það bil helmingur af kostnaði
Höfðabakka og tengdra framkvæmda,
þótt umferð á Ofanbyggðavegi verði í
upphafi þriðjungur til helmingur af
upphafsumferð Höfðabakka, eftir því
hve mikið af „Víðidalsumferðinni" er
tekið með, verður „arðsemin“, þ.e.
sparnaður vegfarenda sem hlutfall af
stofnkostnaði, sízt minni en á Höfða-
bakkabrú. Gildi vegarins eykst með
árunum, þegar austasti hluti Borg-
armýrinnar byggist upp, og Suður-
landsvegur tengist út á Vesturlands-
veg. Sömuleiðis, þegar byggð í Kópa-
vogi og sunnan Kópavogs eykst. Einn-
ig má minna á hugmyndir sem uppi
eru um verulega byggð á bak við
Selásinn. Vegurinn yrði lágt yfir landi
alla leið og þvi lítið áberandi.
Helzti ókostur Ofanbyggðavegar er
að hann skerðir tengsl íbúa Fella-
hverfis við útivistarsvæðið í brekkun-
um ofan við. Bót í máli er að fyrir
enga íbúa verður vegurinn meiri
samgöngubót en þá. Auk þess verður
umferðin ekki mikil, sem fyrr segir, og
gera má vissar ráðstafanir til að
draga úr hraða móts við hverfið.
Einnig kæmi til greina að fresta um
árabil kaflanum meðfram Suðurfelli,
en nota Suðurfellið sjálft í staðinn,
sem er í allt að 50 metra fjarlægð frá
næstu húsum. Setja mætti þrengingar
þar til þess að halda hraða niðri.
Aðrar hugmyndir
Auk Ofanbyggðavegar höfum við
bent á að athuga þyrfti tvær hugsan-
legar millihverfatengingar, sem báðar
væru lágt yfir landi og á lágum brúm.
Með því móti væru þær í senn ódýrar
og lítt áberandi. Neðri leiðin er milli
Stekkjarbakka og Breiðhöfða, á brú
skammt ofan Kermóafoss. Þessi leið
er hönnuð lauslega fyrir nokkrum
árum, en þá með allhárri brú og
fyllingu, enda hugsuð sem meiri
háttar umferðaræð, og hönnuð fyrir
80 km/klst. hraða, eins og Höfða-
bakkabrú. Þannig hönnuð þótti hún
ljót. Vegna safnsins og umhverfis
ánna ætti ekki að leggja þennan veg,
jafnvel ekki lágt yfir landi, fyrr en í
síðustu lög.
Efri hugsanlega millihverfateng-
ingin gæti verið þar sem gamla
Vatnsveitubrúin er, og komið í stað
hennar. Þarna er frá náttúrunnar
hendi eins konar þrep í dalnum, hann
grynnkar snögglega, þrengist og
breytir um stefnu. Tengt væri milli
Selásbrautar og Suðurhóla. Til greina
kæmi annað hvort hrein SVR-tenging,
en þeir hafa sýnt þessari leið áhuga,
eða þá minni háttar bílvegur fyrir
almenna umferð. Hvorttveggja gæti
komið að gagni, t.d. vegna samnýt-
ingar skóla o.fl. Vegakerfið beggja
vegna er þannig lagað, að lítil hætta
ætti að vera á óviðkomandi gegnum-
akstri, einkum ef Ofanbyggðavegur
væri samtímis lagður. Þessar tvær
tengingar eru ekki inni í núgildandi
skipulagi," sögðu þeir Kristján og
Heiðar að lokum. — ágás.
Skiptar skoðanir
ibúa við Hraunbæ
- sem eru í næsta nágrenni
fyrirhugaðrar hraðbrautar
Höfðabakkinn, eða sá hluti
hraðbrautarinnar, sem er fyrir
norðan brúna yfir Elliðaárdal-
inn, liggur í seilingarfjarlægð
frá vestustu húsunum í Árbæj-
arhverfinu. Morgunblaðið tók
tali ibúa i húsum sem liggja
næst fyrirhugaðri braut, og
fara svör þeirra hér á eftir:
„Ég er eindregið á móti því að
brúin og hraðbrautin í framhaldi af
henni verði byggð. Þetta mál hefur
verið talsvert rætt innan fjölskyld-
unnar síðustu daga, og eru allir á
einu máli að þessi framkvæmd sé
óæskileg. Okkar eina útsýni eru
gömlu húsin á Árbæjarsafninu og
vegarlagningin eyðilegði það,“
sagði Guðrún Clausen húsmóðir að
Hraunbæ 97.
Börnin hér í hverfinu leika sér
mikið á sumrin hérna út í móunum
og holtunum þar sem brautin á að
koma, og einnig má sjá fullorðið
fólk þar í gönguferðum, en nú á víst
að koma í veg fyrir það.
Ég heyri nokkuð talað um það
hér í hverfinu að þessi vegarlagn-
ing sæmi illa fyrir hverfið," sagði
Guðrún að lokum.
Ég vil endilega fá brúna," sagði
hins vegar Ragnhildur Valdimars-
dóttir húsmóðir Hraunbæ 33. Ég
hef lítið heyrt talað um brúna, en
ég er fegin að fá hana og veginn um
hana. Þá getur maður gengið yfir í
Breiðholtið.
Þeir sem eru á móti brúargerð-
inni eru það kannski þar sem þeir
óttast slys á veginum, en það
hlýtur að gilda það sama um
þennan veg og aðra vegi í þeim
efnum.
Nei, ég er ekki á móti þessum
framkvæmdum, brúin hefði átt að
vera komin fyrir löngu síðan, sagði
Ragnhildur.
„Ég er eiginlega hlutlaus í þessu,
en mér finnst þó eiginlega að
vegurinn þurfi að koma,“ sagði
Stefán E. Jónsson Hraunbæ 27. Það
eru að vísu smá annmarkar fylgj-
andi þessi í sambandi við Árbæjar-
safnið. En mér finnst ekki útilokað
að vegurinn ætti eftir að draga
meir að safninu en nú er, ef vel
verður staðið að innkeyrslum af
veginum og að safninu.
Þessi vegur kemur til með að
liggja ógurlega nálægt Árbæjar-
safninu, liggur nánast við að hann
snerti neðstu skúrana. En ég
kvarta ekki þótt vegurinn komi
nálægt mínu húsi, ég held að
margir verði að sætta sig við það
þótt vegir séu lagðir nálægt húsum.
Já, ég hef heyrt mikið talað um
Ragnhildur Valdimarsdóttir
Stefán E. Jónsson
þessar framkvæmdir, brúna og
veginn hér um, einkum síðustu
daga. Menn skiptast í tvo hópa. Það
hefur verið haldið uppi miklum
áróðri gegn vegarlagningunni, t.d.
af hálfu safnsins, Það er nú orðin
hálfgerð lenzka nú til dags að
mótmæla, og virðist mér sem allir
hafi gaman af að mótmæla, hvort
sem þeir hafi skoðun á málinu eða
ekki,“ sagði Stefán að lokum.
Framfarafélag Breiðholts:
„Höfum ekki talið
ástæðu til að
álykta um málið44
- segir Inga
Magnúsdóttir
formaður F.B.
„Þetta mál hefur ekki verið
mikið rætt á fundum Framfarafé-
lags Breiðholts III,“ sagði Inga
Magnúsdóttir formaður félagsins í
spjalli við Mbl.
„Þórður Þorbjarnarson borgar-
verkfræðingur hefur þó komið á
fund í félaginu og kynnt þær
hugmyndir sem uppi eru. En félag-
ið hefur þó ekki tekið afstöðu til
málsins ennþá og við höfum ekki
talið ástæðu til að álykta um það.
Það virðist líka sem innan borgar-
stjórnarinnar séu menn mjög
ósammála hvað gera skuli, hvort
byggja skuli brúna eða ekki.
Satt að segja vefst það svolítið
fyrir mér sjálfri, hvort reisa skuli
þetta mannvirki eða ekki. Það
hefur verið rætt nokkuð um svo-
kallaðann Ofanbyggðaveg í þessu
sambandi, og ef hann er jafn góður
Inga Magnúsdóttir
kostur og brúin tel ég þann veg
æskilegri, þar sem hann mun einn-
ig bæta tengsl hverfanna í suður
átt, þ.e. til Garðabæjar og Hafnar-
fjarðar og létta þá einnig af umferð
innan borgarinnar," sagði Inga að
lokum.