Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
Borð og sex stólar kosta 601 þúsund krónur
(borðplötunni má snúa við, og er þí einlit), Ijósið er
mjög skemmtilega hannað og kostar 82.500 krónur.
Stólarnir til vinstri eru ítalskir og kostar hver 181
þúsund krónur.
Ljósm. Emilía
rv a r»T m t tt?
Husgögn
Hvað hentar hverjum!
Hvenær
Leit að húsgögnum getur tekið fólk langan tíma, —
hvernig u ' ",gögn eru á markaðnum og hvað kosta þau! I
Reykjavík eru margar húsgagnaverzlanir, flestar hafa
lík húsgögn á boðstólum og lítill verðmunur er á milli
verzlana. Mjög fáar hafa á boðstólum húsgögn, sem
henta fjárhag og smekk ungs fólks sérstaklega sem er
að búa sér heimili og er ekki endilega að kaupa sér
búslóð sem endast á þeim allt lífið. Það er forvitnilegt að
kanna húsgagnamarkaðinn og mun Daglegt líf því af og
til á næstunni kynna hvað þar býðst, verð á húsgögnum,
greiðsluskilmála og fleira.
Verzlunin Casa í Borgartúni
29 er forvitnileg fyrir margar
sakir og hefur ásamt nokkrum
öðrum húsgagnaverzlunum sér-
stöðu með sinn söluvarning. Við
fundum fyrir verzlunarstjórann,
Lúðvík Bjarnason, og tókum
hann tali. I verzluninni eru seld
það sem kölluð eru nútímahús-
gögn, — setustofuhúsgögn, borð
og stólar, ljós, rúmteppi og
fleira, aðallega innflutt frá
Ítalíu og Finnlandi.
Aðspurður um það hvaða ald-
ursflokkar verzluðu aðallega hjá
þeim, sagði Lúðvík að meirihluti
viðskiptavina væri fólk á aldrin-
um 30—40 ára, eða fólk sem væri
búið að komast yfir verstu
skuldirnar af heimilisstofnun
fremur en ungt fólk, sem er að
stofna heimili. Annars væri það
fólk á öllum aldri sem þarna
kæmi við.
Um húsgagnamarkaðinn al-
mennt sagði Lúðvík, að hér á
landi hefði hann verið fremur
einhæfur og ein ákveðin stefna
þar ráðið ríkjum og lítil
nýbreytni verið. Fólk væri
kannski svolítið kjarklaust við
að breyta yfir í alveg nýjan
húsgagnastíl, en þó væru viðhorf
fólks að breytast og markaður
fyrir nútímahúsgögn stöðugt að
aukast. Það væri sama sagan og
þegar tízkufatnaður var fyrir
nokkrum árum talinn vera ein-
göngu fyrir ungt fólk, — í dag
væru engin aldursmörk varðandi
tízkufatnað. Allir klæddust hon-
um.
Aðspurður um það hvort Casa
væri „dýrari" verzlun en aðrar
húsgagnaverzlanir sagði hann að
svo væri alls ekki. Þó að einn og
einn hlutur kæmi og kostaði
mikla peninga, þá tæki fólk eftir
því og ímyndaði sér um leið að
allt það sem þarna væri á
boðstólum væri mjög dýrt. Sumt
það sem þeir seldu væri jafnvel
ódýrara en annars staðar. Þá
væri það afstætt hvað væri dýrt
og hvað ódýrt. M.a. færi það eftir
efnahag manna rétt eins og
hvernig menn keyptu bíla í
ákveðnum verðflokki. Auðvitað
þyrfti líka eitthvað að vera til
fyrir þá sem vilja kaupa dýrt, —
en fólk keypti húsgögn sem því
þættu falleg og henta sér og sínu
heimili.
Pön tunarþjón usta
Casa veitir ákveðna pöntunar-
þjónustu með söluvörur sínar,
þannig að ef fólk t.d. sér ákveðið
sófasett í verzluninni, en áklæði
þess eða stærð hentar ekki
viðkomandi, þá getur hann pant-
að tegundina, stærðina og
áklæði eftir eigin vali og jafn-
framt getur fólk pantað húsgögn
eftir myndabókum, sem liggja
frammi í verzluninni. Pöntunar-
tíminn er þá um þrír mánuðir.
Aðspurður um greiðsluskil-
mála sagði Lúðvík, að þeir færu
vissulega eftir samkomulagi við
hvern viðskiptavin, — en venju-
lega væri um það að ræða, að
helmingur kaupverðsins væri
greiddur út við kaupin og af-
gangurinn síðan á 5 mánuðum.
Við innkaup í verzlunina eru
sóttar árlegar húsgagnasýn-
ingar, aðallega á Italíu, en
Lúðvík sagði að farið væri var-
lega í það að kaupa inn hátízku
húsgögn, þar sem fólk hér á
landi sem annars staðar færi
líka varlega í nýjungar og þyrfti
oft tíma til þess að melta þær
áður en alvara verður í sölunni.
Þessi þriggja
sæta sófi og tveir
hægindastólar kosta
1403 þúsund krón-
ur, sem mun
vera meóalverð og
þó í lægra lagi. Borð-
ið er 1.60x90 að
stærð og kostar
kr. 225 þúsund.
Það eru um 15 ir
síðan þessi borð-
lampategund
kom i markaðinn,
en hann kostar kr.
109 þúsund.
Þessi kilf-
skinnsstóll og
skemill eru ítalskir
og kosta 1192 þús-
und krónur. Leð-
urhúsgögn verða
flest fallegri og per-
sónulegri eftir því
sem þau eldast.
Verð i leðursófa-
settum er ekki óal-
gengt 3—4 milljón-
ir króna.
Hvenær geta börn byrjað á skíðum?
Hvenær geta börn byrjað að
fara á skíði? Ef Norðmaður er
spurður svarar hann, að það sé
tími til þess kominn fyrir þau
um leið og þau fara að ganga!
Skíðanámskeiðin sem haldin
eru á sumrin í Kerlingafjöllum
Skja bæði einstaklingar og
•eldrar með börn sín, — þar fá
börnin sérstaka tilsögn eins og
aðrir og þau eru studd fyrstu
sporin. í skíðabrekkum er það
ekki óalgeng sjón að sjá smá
tappa, stelpur og stráka renna
sér lipurlega niður brekkurnar,
— óhrædd við allt og alla.
Blm. sló á þráðinn til Valdi-
mars Örnólfssonar, sem ásamt
öðrum rekur skíðaskólann í
Kerlingafjöllum og spurði hann
hvenær tími væri til að taka
börnin með í skíðaferðir.
Valdimar svaraði því til, að
strax 3—4 ára gætu sum börn
byrjað í skíðaíþróttinni, en það
mætti auðvitað ekki pína þau
áfram. Þau væru mismunandi
dugleg og mismunandi sterk
líkamlega og svo snemma bæru
tilraunir þeirra oft ekki árangur.
5—6 ára væru börn fljót að læra
að standa á skíðum, renna sér og
taka beygjur. Skíðin þyrftu að
vera nógu létt og lipur og
jafnlöng og jafnvel styttri en
barnið. Bezt væri fyrir þau að
byrja í mjúkum skóm, þá væri
síður hætta á að þau meiddu sig.
En um leið og þau væru farin að
geta eitthvað að ráði, þá stuðlaði
það að betri árangri þeirra í
íþróttinni að fá sér venjulega
skíðaskó.
Barnaskíði eru seld í pökkum í
verzlunum með öryggisbinding-
um og skíðastöfum (plastskíði) á
u.þ.b. 20 þúsund krónur.