Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 Blés úr tveimur áttum á UMFA ÞAÐ blés úr tveimur áttum á leikmenn Aítureidingar í Eyjum um helgina er þcir léku þar við heimaliðin í 2. deildinni í hand- knattieik. Týrararnir sigruðu þá á laugardaginn en á sunnudaginn náði Afturelding fram hefndum á Eyjaskeggjum og sigraði Þórara. A laugardaginn var það sem sagt Týr sem gekk til leiks við þá úr Mosfellssveitinni og eftir mik- inn barning hrósuðu Týrarar sigri, 21—19. Ekki var þessi leikur áferð- arfallegur og mikið um mistök á báða bóga. Sérstaklega voru Týr- urum mislagðar hendur í fyrri hálfleik en þá rann hver sóknin af annarri út í sandinn. Var Aftureld- ing ávallt með forustuna í hálf- leiknum, um tíma fjögur mörk. Staðan í hálfleik var 12—10 fyrir Aftureldingu. Það sem bjargaði Tý á þessum hörmungartímum leiks- ins var stórgóð markvarsla korn- ungs nýliða hjá Tý, Jóns Braga Arnarssonar. Jón Bragi varði frá- bærlega vel allan leikinn, alls 18 skot. í byrjun seinni hálfleiks hélt Afturelding fengnu forskoti þar til 13 mín. voru eftir til leiksloka að Týrarar ná að jafna leikinn, 18— 18. Þá loksins vöknuðu Týrarar af dvalanum og dyggilega studdir af áhorfendum tryggðu þeir sér sig- urinn á þeim fáu mín. sem eftir lifðu af leiknum. Sigur Týs 21—19. Týsliðið var lengst af í þessum leik slakt og gerðu leikmenn mörg glappaskotin. Sem fyrr segir var Jón Bragi Arnarsson maður þessa leiks. Mikið markmannsefni sem Týrarar hafa eignast. Þá átti Magnús Þorsteinsson mjög góðan leik í vörninni og Sigurlás Þor- leifsson var að vanda skæður í leiknum. Lið Aftureidingar sýndi ekki mikið í þessum leik og hefði ekki þurft að bæta miklu við sig til þess að vinna þennan leik, en þeir fundu ekki leiðina framhjá Jóni Braga í marki Týs. Steinar Tómasson, Lár- us Halldórsson og Sigurjón Eiríksson voru bestu menn liðsins. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 9(2v), Óskar Ásmundsson 4, Þor- valdur Þorvaldsson 2, Ingibergur Einarsson 2, Helgi Ragnarsson2, Magnús Þorsteinsson 1, Kári Þor- leifsson 1. Mörk Aftureldingar:Lárus Hall- dórsson 7 (2v), Steinar Tómasson 6(lv), Gústaf Baldvinsson 3, Björn Bjarnason 2, Sigurjón Eiríksson 1. Góðir dómarar leiksins voru Gunnlaugur Hjálmarsson og Magnús Arnarson. —hkj. LÍTT vænkast hagur bórs í 2. deildinni eftir slæmt tap fyrir Aftureldingu á sunnudaginn í Eyjum. Afturelding tryggði sér sigur, 24—19, eftir lengst af mjög jafnan leik þar sem til beggja vona gat brugðið með úrslit. Þórsarar verma því enn botnsætið í deiidinni með sín fátæklegu tvö stig. Ekki er þó öll von úti, því að skammt er í nafnana frá Akureyri. Pyrri hálfleikur þessa leiks var mjög jafn og allt í járnum. Staðan t hálfleik var 10—9 fyrir Aftureldingu. Þór nær að jafna metin 11—11 en þegar 15 mín. eru eftir er staðan 15—13 fyrir Aftureldingu. Þór nær enn að jafna í 18—18 og voru þá 8 mín. til ieiksioka. Þegar hér var komið sögu og mestu varðaði fyrir Þórara að halda ró sinni og leika af skynsemi hijóp eitthvert óskiijanlegt óðagot í liðið og vitleysurnar sem liðið gerði sig sekt um á lokamínútum leiksins eru grátlegri en nokkru tali tekur. Leikmenn Aftureldingar voru á hinn bóginn fljótir að ganga á iagið og hegndu Eyjamönnum óþyrmilega. Skoruðu þeir 5 mörk í röð án svars frá Þór nema hvað eitt vítakast var nýtt. öruggur sigur því í höfn hjá Aftureldingu 24—19 en mörgum spurningum ósvarað í herbúðum Þórara. Þessi leikur vpr iítt skárri að gæðum en leikurinn deginum áður. Þó komu kaflar í leiknum þar sem brá fyrir skemmtilegum fléttum sem gengu upp. Áttu þar bæði iiðin sínar góðu stundir. En mistök og vitleysur vógu þó mun þyngra þegar á heildina er litið. Mörk Aftureldingar: Lárus Halldórsson 9 (4v), Gústaf Bald- vinsson 5, Sigurjón Eiríksson 3, Steinar Tómasson 2, Þórður Hjaltested 2, Magnús Guðmundsson 1, Pétur Jóhannsson 1, Björn Bjarnason 1. Mörk Þórs: Herbert Þorleifsson 6 (3v), Karl Jónsson 4 (lv), Ásmundur Friðriksson 3, Ragnar Hilmarsson 3, Gústaf Björnsson 2, Gestur Matthíasson 1. Dómarar voru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Magnús Arnarsson og dæmdu þeir erfiðan hörkuleik af stakri prýði. -hkj. Gauti tryggði KA sigur AKUREYRARLIÐIN KA og Þór léku á föstudaginn seinni leik sinn i 2. deildinni í handknattleik. Oftast áður er þessi lið hafa leikið saman hefur geysileg spenna og barátta einkennt leikina og engin breyting varð á i þetta skipti. KA sigraði i leiknum með 21 marki gegn 20 og réðust úrslitin ekki fyrr en að leiktimanum var lokið. Þegar 1 mín. var tii leiksloka var staðan jöfn 20:20 og Þór með boltann. KA náði þá boltanum, Þorleifur Ananíasson brunaði fram völlinn og dæmt var mjög vafasamt vítakast á Ragnar markvörð Þórs. Þorleifur skoraði sjálfur úr vítínu. í síðust sókn leiksins, nokkrum sek- úndum fyrir ieikslok, komst Gunnar Gunnarsson frír inn úr horninu og vippaði yfir Gauta í markinu. Gauti náði að blaka boltanum út í teiginn þar sem Árni Stefánsson línumaður í liði Þórs náði knettinum og stökk inn í teiginn en brotið var gróflega á honum og vítakast dæmt. Um íeið gall flauta tímavarðar til merkis um það að leiknum væri lokið. Þórsarar áttu því möguleika á því að jafna leikinn úr vítakstinu að ieiknum loknum, og féll það í hlut Benedikts Guðmundssonar að taka vítakastið. Getur það varla talist öfundsvert að taka vítakast á svo örlagaríku augnablíki. Spennan í húsinu var geysileg er Benedikt tók vítakastið en Magnús Gautí [ KA markinu gerði sér lítið fyrir og varði. Það var 4. vítakastið sem hann varði í leiknum. KA hafði ávallt frumkvæðið í leiknum, en munurinn varð aldrei meiri en 4 mörk. Staðan í hálfleik var 13:10 KA í hag. Þórsarar náðu að jafna 18:18 er 10 mín. voru eftir og aftur 20:20, 2 mín. fyrir leikslok. Leikurinn var í heild ágætlega leikinn og mjög spennandi, og fengu áhorfendur, sem voru fjölmargir mikið fyrir peningana sína. Hjá KA voru Alfreð Gíslason og Magnús Gauti markvörður bestu menn en hjá Þór voru þeir Árni Stefánsson og Sigtryggur Guð- laugsson bestir. Mjög góðir dómarar voru Karl Jóhannsson og Rögnvald- ur Erlingsson. Alfreð var markhæstur hjá KA með 9 mörk og Þorleifur var næstur með 4. Hjá Þór var Sigtryggur Guðlaugsson markhæstur með 6 mörk, og Benedikt Guðmundsson skoraði 5. I ÍR vann og fjar- lægðist botnsætið ÍR TRYGGÐI sér tvö dýrmæt stig í fallbaráttunni með öruggum sigri gegn Fram á sunnudags- kvöldið 29:25, en staðan í hálflcik hafði verið 13:12 ÍR í hag. Fjörugur sóknarleikur og slakur varnarleikur settu svip sinn á leikinn. Einkum voru Framar- arnir linir í vörninni og mark- varzlan ekki til fyrirmyndar hiá liðinu enda næsta sjaldgæft að IR skori 29 mörk í leik. því ÍR- ingarnir hafa verið þekktir fyrir flest annað i gcgnum árin en mikia markaskorun. Það var aðeins í upphafi leiksins að Framarar höfðu betur en and- stæðingarnir óg tvívegis náðu þeir tveggja marka forystu. En þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum komust IR-ingar yfir 8:7 og upp frá því höfðu þeir forystu í leiknum nema hvað tvívegis undir lok fyrri hálfleiksins tókst Fröm- urum að jafna metin. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins gerðu IR-ingar svo út um leikinn. Þá skoruðu þeir fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 15:14 í 20:14. Var leikur Framara algjörlega í mol- um á þessu tímabili og gengu ÍR-ingarnir á lagið og röðuðu mörkunum á þessu tímabili. Frömurum tókst að minnka mun- inn niður í þrjú mörk, 20:17, en þá tóku IR-ingar góðan sprett aftur og skoruðu þrjú mörk í röð og munurinn varð aftur sex mörk. Ur því var sigur ÍR aldrei í hættu og undir lokin leystist leikurinn upp í skotkeppni og menn skoruðu nán- ast að vild. En sigur ÍR var alltaf öruggur. Þrír menn voru atkvæðamestir í sókninni hjá IR, þeir Bjarni Bessason, Bjarni Hákonarson og Guðmundur Þórðarson. Gekk Frömurum illa að hemja Bjarna Bessason og brugðu þeir á það ráð í seinni hálfleik að taka hann úr -?Rm 25:29 umferð. Þá losnaði um Guðmund og hann skoraði nokkur mikilvæg mörk. Bjarni Hákonarson hefur verið mjög vaxandi leikmaður í íslandsmótinu og hann er í dag ein öruggasta vítaskyttan í deildinni. Þá var Sigurður Svavarsson geysi- sterkur í vörninni og Ásmundur Friðriksson markvörður varði vel í s.h. Framarar standa ekki vel að vígi eftir þetta tap og þeir þurfa greinilega að athuga sinn gang eftir þessa slöku frammistöðu. Hannes Leifsson var sá leikmaður, sem mest kvað að. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Fram-ÍR 25:29 (12:13), í Laugardalshöll 2. marz. Mörk Fram: Hannes Leifsson 8(1 v), Erlendur Davíðsson 4(4 v), Björn Eiríksson 4, Egill Jóhann- esson 3, Jóhann Kristinsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, And- rés Bridde 1, Jón Árni Rúnarsson 1. Mörk ÍR: Bjarni Hákonarson 10(7 v), Bjarni Bessason 8, Guð- mundur Þórðarson 6, Sigurður Sverrisson 2, Ársæll Hafsteinsson 2, Pétur Valdimarsson 1. Misheppnuð vítaköst: Hannes Leifsson skaut í stöng. Brottvísanir: Andrés Bridde 4 mínútur, Jóhann Kristinsson, Sig- urður Svavarsson og Ársæll Haf- steinsson útaf í 2 mínútur hver. -SS. KR á grænni grein - en HK kveóur líklega t. deild STÓRKOSTLEG markvarsla Pét- urs Hjálmarssonar og sterkari liðsheild KR stýrði liðinu af hættusvæðinu i 1. deild. KR mætti HK í Mosanum um helgina og vann aigeran yfirburðasigur, 23—16, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—8 fyrir KR. Með þessu tapi, eru möguleikar HK á því að halda sér í deildinni hverfandi, spurningin fyrst og fremst sú hvaða lið fer einnig niður í 2. dcild. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa gangi þessa leiks, það var fátt um varnir hjá KR og KR-ingar komu urrandi til leiks, ákveðnir að tryggja sitt sæti í 1. deild endan- lega. Það hefur áreiðanlega komið þeim á óvart hve slakt lið HK var að þessu sinni, en liðið er oft erfitt heim að sækja að Varmá. Ekki núna. KR-ingar náðu þegar í stað öllum völdum á vellinum og gerðu nánast það sem þá lysti. Tölur eins og 9—3, 18—11 og 22—13 mátti sjá á frumstæðri marka- töflu Varmár. Lokatölur síðan 23—16 eins og áður er sagt. ™k. 16:23 arsson upp úr og var hann lang besti maðurinn á vellinum. Hauk- ur Ottesen og Ólafur Lárusson áttu einnig góðan leik svo og Haukur Geirmundsson, vaxandi leikmaður í liði KR. Til gamans má geta þess, að Pétur Hjálmars- son varði hvorki fleiri né færri en 26 skot í leiknum, geri aðrir betur. Hjá HK réð meðalmennskan ríkjum. Það hefur verið margbent á þá litiu breidd sem er í liðinu og skal gert enn. Liðið hefur komist langt á baráttunni einni saman, en ekki lengra í bili að því er virðist. Gegn KR voru leikmenn liðsins þrúgaðir af spenningi og voru óvandaðir í markskotum sínu, skutu Pétur í stuð með slökum skotum í byrjun og eftir það varð ekki aftur snúið. Einar markvörður fann sig aldrei í leiknum, varði þó 10 skot, Hilmar og Ragnar voru atkvæðamestir, en afar mistækir báðir tveir engu að síður. í stuttu máli: íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: HK - KR 16-23 (8-13) Mörk HK: Hilmar Sigurgíslason 4, Ragnar Ólafsson 4/1, Jón Ein- arsson 3, Bergsveinn Þórarinsson 2, Kristinn Ölafsson 1, Magnús Guðfinnsson 1, Kalli Jó eitt mark. Mörk KR: Ólafur Lárusson 5, Haukur Ottesen 5, Björn Péturs- son 5/4, Konráð Jónsson 3, Hauk- ur Geirmundsson 3, Jóhannes Stefánsson 2. Brottrekstrar: Haukur Geir- mundsson og Konráð Jónsson KR í 2 mínútur hvor. Víti í vaskinn: Pétur Hjálmars- son varði eitt víti frá Ragnari Ólafssyni og Ragnar brenndi öðru af. —gg. KR var einfaldlega mun betra liðið að þessu sinni, sigurinn var aldrei í hættu. í jafnri liðsheild stóð markvörðurinn Pétur Hjálm- ísiandsmttlö i. delld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.