Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 25 Með samstilltu átaki er hægt að ná takmarkinu — rætt viö þjálfara og leikmenn Hilmar Björnsson: Hilmar Björnsson þjálfari Vals sagði við blm. Mbl. eftir leikinn að leikmenn Vals hefðu verið of ragir lengi framan af leiknum, þeir hafi ætlað að halda knettinum of lengi og verið of taugaspenntir. Lið Spánverjanna lék mjög hraðan bolta, mun hraðari en hann hafði reiknað með eftir að hafa verið búinn að sjá liðið leika á myndsegulbandi heima á Islandi. „Mér fannst þeir vera heppnir í leiknum og mér fannst spánska liðið vera mun betra heldur en bestu lið á Norður- löndum. Líð Spánverjanna mundi að öllum líkindum vinna sigur á bestu vestur—þýsku lið- unum á heimavelli sínum. Það er heimavöllurinn sem skiptir öllu máli, áhorfendur setja mikla pressu bæði á dómara og leik- menn liðanna sem heímsækja þá. Nú er bara spurningin hvort okkar heimavöllur verði nægi- lega góður og gefi okkur stærri sigur en þriggja marka," sagði Hilmar. „Það var yrir 50% sóknarnýt- ing hjá okkur og ég tel það vera mjög gott á útivelli og segja sína sögu. Fjórum sinnum var töf dæmd á okkur í leiknum og þar af tvisvar sinnum mjög óverð- skuldað. Við lentum í vandræð- um með spænsku leikmennina í vörninni vegna þess að þeir eru mjög fljótir og grimmir og fengu oft að taka of mörg skref. Dómgæslan í leiknum var fyrir neðan allar hellur og dómararn- ir voru langt fyrir neðan alþjóð- leg gæði sem IHF á að gera til dómara sem dæma undanúr- slitaleiki í keppnum sem þessum. Að vísu hallaði ekki meira á okkur heldur en gengur og gerist á útivelli, en þrátt fyrir það voru hinir frönsku dómarar afar slak- ir.“ „Til þess að sigra spánska liðið heima þurfum við að bæta varn- arleikinn og við getum ekki sigrað þá með neinum látum, heldur verðum við að spila ró- lega og yfirvegað, halda marka- tölunni niðri í leiknum og reyna að vinna þá með fjörum mörk- um. Bestu menn Spánverjanna voru að mínu mati gegnumbrots- mennirnir. Ég vona að fólk heimá geri sér grein fyrir því, að fyrir höndum er erfiður leikur. En með samstilltu átaki áhorf- enda og leikmanna ætti að vera hægt að velgja spænska liðinu undir uggum og hugsanlega að ná því stóra takmarki að komast í úrslitaleikinn í Evrópukeppn- inni í handknattleik. Þjálfari Atletico: „Ég er ánægður með suma hluti en ekki alla. Ég átti von á því að við myndum sigra með meiri mun, en lið Vals kom mér veruiega á óvart. Virtist liðið vera mun sterkara heldur en Fredricia KFUM sem við slógum út í síðustu umferðinni. Valsliðið er mjög líkamlega sterkt og leikmenn liðsins nota líkamlega krafta sína mjög mikið. Frönsku dómarana skildi ég ekki og þeir fóru alls ekki eftir handknatt- leiksreglunum. Að mínu mati högnuðust Valsmenn á því.“ Spánski þjálfarinn vildi ekki spá um úrslit í síðari leiknum, en sagði það vera gott veganesti að hafa þrjú mörk í forskot. Fyrirliði Atletico: „Valsmenn komu okkur á óvart, þeir eru mun sterkari heldur en danska liðið Fredricia og þeir verða vafalaust mjög erfiðir heim að sækja. Stefán Gunnarsson, fyrirliði Vals: „Þetta var álíka sterkt lið og við reiknuðum með, þeir eru mjög sterkir líkamlega og fljótir. Við vorum oft linir þegar við tókum á móti þeim í vörninni og gáfum stundum of mikið eftir. Of oft og lengi ógnuðum við ekki nóg í sóknarleiknum, horfðum ekki á mark Spánverjanna, það fór fyrst að ganga hjá okkur þegar við fórum að sækja og skjóta á markið. Ég hef mikla trú á því að okkur takist að sigra þetta lið heima, takist okkur að ná upp góðri markvörslu og sterkri vörn. Aðalatriðið heima er að fá fólkið með okkur, í útileiknum var það fólkið sem stjórnaði dómurunum, það var fyrst og fremst fólkið sem færði Spánverjunum þetta þriggja marka forskot. Við lékum ekki nógu vel á útivelli vegna þess að við vorum of taugaspenntir og gátum ekki einbeitt okkur sem skyldi," sagði Stefán fyrirliði að lokum. Jón Karlsson: „Ég hef aldrei lent í öðrum eins hávaða og látum, það var svo til útilokað að ná sambandi við aðra leikmenn inni á vellin- um, slík voru lætin í fólkinu. Við vorum allt of ragir í byrjun, lékum of varlega og það var ekki ógnað eins og átti að gera. Að mínu mati er spænska liðið ekki meira heldur en miðlungslið, sem þó hefur sínar mjög sterku hliðar eins og hraðaupphlaupin og mjög hratt spil. Á góðum degi eigum við að geta unnið þetta lið heima, en áhorfendur verða að styðja við bakið á okkur og um leið að þiýsta á dómarana í leiknum. Ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins heimadóm- gæslu á öllum mínum ferli og þó er ég búinn að leika marga landsleiki og Evrópuleiki með Val,“ sagði Jón. Bjarni Guðmundsson, besti maður Vals í leiknum: „Þetta var ekki nógu góður leikur af okkar hálfu, en það er geysilega erfitt að leika á úti- velli. Leikurinn heima verður mjög erfiður, en með yfirvegun eigum við góða möguleika á því að sigra í leiknum. Við vorum of spenntir." Steindór Gunnarsson: „Það voru mjög mikil líkamleg átök í þessum leik, dómararnir leyfðu mikið og dæmdu að mínu mati mjög illa. Við lékum vörn- ina ekki vel, en við vorum seinir að læra á dómarana, sem leyfðu næstum allt.“ Brynjar Kvaran: Brynjar, sem átti mjög góðan leik, sagði að möguleikarnir hlytu að vera góðir. Sagði Brynj- ar að varnarleikur Vals hefði ekki verið nægilega góður, en leikurinn verið geysilega erfiður. „Álagið á leikmönnunum hefur verið mjög mikið, áhorfendurnir voru leikmönnum Vals erfiðir og þeir stjórnuðu að miklu leyti dómgæslunni." • Bjarni Guðmundsson reynir markskot i leiknum á Spáni. Eins og sjá má á myndinni eru sumir leikmenn Atletico Madrid hávaxnir og sterklegir. Steindór Gunnarsson sést á línunni og fylgist hann vel með öllu. Ljósm. Mbl. þr. Þórarinn Ragnarsson blm. Mbl. í Madrid skrifar: Sanngjarn sigur SPÆNSKU blöðin fjölluðu nokk- uð um Evrópuleik Vals og Atie- tico. Voru þau samdóma um að spænska liðið hafi átt sigurinn fyililega skilið. jafnvel að stærri sigur hefði ekki verið ósann- gjarn. En Valsliðið hafi verið sterkara en flestir hafi átt von á, erfitt lið við að eiga, þar sem leikmenn liðsins hefðu sérstakt lag á því að ráða hraða leiksins og halda honum niðri. Valsmenn ætla að kvarta Bergur Guðnason, formaður Vals, tjáði blm. Mbl. i Madrid. að Valur myndi rita IHF harðort mótmælabréf fyrir það að senda jafn slæma dómara á mikilvægan Ieik sem þennan. Það væri ámæl- isvert að senda menn sem ekki kynnu einu sinni undirstöðuregl- ur íþróttarinnar. Þessir ágætu menn voru franskir, en Svíar munu dæma siðari leikinn, sem fram fer í Laugardalshöll. Áhorfendur byrjuðu klukkustund fyrir leiktímann með lætin Klukkustund áður en að Evr- ópubikarleikur Atletico Madrid og Vals hófst, var íþróttahöllin í Madrid troðfull og komust færri að en vildu. Lúðrar, hrossabrest- ir og fleira af líku tagi var óspart notað. Þegar Valsmenn komu inn á gólfið til að hita upp var þeim klappað lof í lófa og mikla hrifningu vakti þegar leikmenn liðsins fóru að leika knattspyrnu, einkum Brynjar Harðarson. Var mikið klappað er hann sýndi knattlistir. Hávaðinn magnaðist stig af stigi, jókst gífurlega þegar sjón- varpsvélunum var beint á áhorf- endapallana. En þegar leikmenn llþróHirl spænska liðsins komu inn á völlinn. ætlaði þakið hreinlega að fjúka af húsinu. Byrjunarlið Vals í leiknum gegn Átletico Madrid var þannig skipað: Ólafur Benediktsson, Gunnar Lúðvíksson, Þorbjörn Guðmundsson, Þorbjörn Jensson, Steindór Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Bjarni Guðmunds- son. Þórður Sigurðsson, for- maður handknattleiks- deildar Vals: „Eg er að sumu leyti ánægður með leikinn, en ekki öllu leyti. Ég held að það hafi verið mikil mistök að ætla að halda boltan- um of lengi. Stemmningin í húsinu var hreint ótrúleg og setti mikla pressu á Valsmenn. Vonandi verður eins góð stemmning á leiknum heima þegar við leikum þar, því að það hefur allt að segja fyrir Val. Allar aðstæður hér og móttökur. hafa verið frábærar og allt gert fyrir leikmenn. Dómararnir í leiknum voru afspyrnuslakir." Bergur Guðnason, formað- ur Vals: „Þetta var mikill baráttuleik- ur og greinilegt að leikmenn Vals voru þrúgaðir af tauga- spennu allan tímann." Sagði Bergur síðan að hann hefði aldrei séð jafn fákunnandi dóm- ara og það væri hneyksli að hálfu IHF að senda slíka dómara á jafn mikilvægan leik og þenn- an. Sagðist Bergur vera sann- færður um það, að Valur myndi klára dæmið og sigra Spánverj- ana heima. VALSMENN EYGJA URSLITALEIKINN dæmt víti á Val, vítakastið mis- heppnast. Manrig skýtur í stöng- ina. Brynjar Harðarson kemst svo Á því leikur enginn vafi að handknattleikslið Vals á góða möguleika á að verða fyrst íslenskra liða til að ná þeim frábæra árangri að komast í úr- slitaleik í Evrópumeistara- keppninni í handknatt- leik, eftir góða fram- mistöðu á útivelli á móti spænsku meisturunum At- letico Madrid. Spánverjarnir hafa þrjú mörk til góða en Valur á að geta unnið þann mun upp á heimavelli tak- ist liðinu að ná góðum leik. Leikur Vals hér í Madrid var nokkuð sveiflu- kenndur og greinilegt var að leikmenn voru þrúg- aðir af taugaspennu allan leikinn. Þá var gífurleg pressa á liðinu vegna þeirrar stemmningar sem var í húsinu. Þrjú þúsund áhorfendur sem fylltu höllina sköpuðu slíkan hávaða og læti að undirritaður hefur aldrei orðið vitni að öðru eins. Hrossabrestir lúðrar hróp og köll voru í gangi allan tímann, og ósjaldan risu áhorfendur úr sætum sínum í miklum æsingi og átti maður allt eins von á því að þeir færu inn á völlinn. Sannkallaður heimavöllur og í ljósi þess er ekki slæmt að tapa leiknum með þremur mörkum, 24 gegn 21. Þá er það Val í hag að hafa skorað svo mörg mörk á útivelli takist þeim að halda markatölunni niðri þegar leikið verður heima. Gifurleg taugaspenna Það voru Spánverjar sem byrj- uðu með boltann og hófu þeir leikinn með miklum hraða. Fyrsta skot þeirra varði hins vegar Ólaf: ur Benediktsson með tilþrifum. í fyrstu sókn Vals komst Steindór í gott færi á línunni. Brotið var illa á honum en ekkert dæmt og þá rann strax upp fyrir manni ljós að dómararnir sem voru franskir yrðu ekki með á nótunum enda kom það á daginn. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 5. mínútu er Alonso skoraði með þrumuskoti. Skömmu áður hafði Þorbjörn Jensson átt skot í stöng. Nokkur hraði var í byrjun leiksins hjá Spánverjunum, en Valsmenn fóru sér hægt og voru leikmenn mjög ragir við að ógna og léku langt frá vörninni. Þorbjörn Guðmundsson jafnaði leikinn 1—1 en Spánverjar ná strax aftur forystunni. Eftir 11 mínútna leik er staðan 4—2. Valsmönnum tekst að halda hrað- anum í leiknum nokkuð niðri. Þorbjörn Guðmundsson skorar þriðja mark Vals á 12. mínútu. En Spánverjar höfðu ávallt frum- kvæðið og skora svo til strax aftur. Var vörn Vals ekki nægilega vel á verði, í byrjun leiksins. Þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er aðeins eins marks munur á liðun- um 6—5, og þá hafði tvívegis verið dæmd töf á Val. í annað skiptið eftir 20 sek. leik, ótrúlegt en satt. Þegar hér er komið leik missa Valsmenn leikinn illa út úr hönd- unum á sér. Þeir létu teyma sig út í hraðan leik, tvívegis voru reynd ótímabær skot og á tæplega þrem- ur mínútum breyta Spánverjarnir stöðunni úr 6—5 í 10—5. Nú var allt útlit fyrir að Spánverjar væru að ná algjörum tökum á leiknum. En vörn Vals lagaðist og Brynjar Kvaran sem kom inn á í markið varði eins og best gerist. Sóknar- leikur Vals var að vísu ekkert til að hrópa húrra fyrir, þeim tekst ekki að skora mark í 9 mínútur, en tókst að halda Spánverjunum frá því að skora. Þannig að staðan er 7—10 á 25. mínútu. (Steindór skorar 6. mark Vals og bætir því 7. við 2 mínútum síðar bæði voru mörkin af línu.) Spánverjar skora sitt 11. mark á 25. mín. en greinilegt var að hægur sóknar- leikur Valsmanna fór í taugarnar á þeim og leikur þeirra var fyrir bragðið ekki eins yfirvegaður. Á síðustu mínútu hálfleiksins brýst Þorbjörn Jensson í gegn en illa er brotið á honum og dæmt víti, hið fyrsta í leiknum. Var maður farinn að halda að svo yrði ekki eftir fyrðulega dómgæslu frönsku dómaranna. Stefán Halldórsson skoraði svo örugglega úr vítakast- inu 8—11. Tíminn rann svo út án þess að Madrid tækist að gera mark. Mikil átök, hraði og spenna Síðari hálfleikur var gífurlega harður og grófur. Enda lítið dæmt og hart barist. Valsmenn byrjuðu með boltann og voru einum fleiri þar sem einum Spánverja hafði verið vísað af leikvelli. Eftir lag- lega leikfléttu tókst Gunnari Lúðvíkssyni að skora 9. mark Vals úr horninu. Uria skorar 12. mark Atletico Madrid úr víti á sömu mínútu. Leikur Vals í byrjun síðari hálfleiksins var frekar ráð- leysislegur, boltinn gekk ekki nægilega vel. Oft á tíðum var leikið mjög hægt í sóknarleiknum og skyttur Vals horfðu hreinlega ekki á markiö, og enginn ógnun var í leik liðsins. Vörnin var ekki nægilega sannfærandi, hinir fljótu gegnumbrotsmenn Madrid áttu oft of greiða leið í gegn. Þegar 10 mínútur eru liðnar af síðari hálfleiknum er staðan orðin 16— 10. En þá bregður Hilmar á það ráð að breyta varnarleiknum og lætur Steindór leika vel fyrir framan og trufla spil Spánverj- anna. Þetta gaf góða raun. Þá kom Jón Karlsson inn á og gjörbreytti hann sóknarleiknum hjá Val. A-Madrid — Valur 24:21 Boltinn fór að ganga mun hraðar, og meiri ógnun kom í leik Vals. Þeir skora næstu þrjú mörk, Þorbjörn sem hafði verið mjög ragur við að reyna skot skorar og síðan Jón með skemmtilegu gegn- umbroti og svo Þorbjörn aftur. Staðan breytist í 13—16 og 16 mínútur liðnar af síðari hálfleik. Þá er Stefáni Gunnarssyni vikið af velli í 2 mín, og Manric skorar 17—13. Þorbjörn Guðmundsson sem var nú kominn í mikinn ham skorar 14. mark Vals en næstu þrjú mörk eru öll frá Madrid og þegar 12 mínútur eru eftir af leiknum, er staðan 20—14 sex marka munur og allt útlit fyrir stórt tap hjá Val. Þorbjörn sem loks var farinn að lyfta sér á vörnina hjá Madrid og skjótu skorar 15. markið, og mikil harka er komin í leikinn. Brynjar Kvaran ver glæsilega línuskot, og Stefán Gunnarsson brýst í gegn í næstu sókn og fær víti, en lendir um leið í stymping- um við Spánverja og báðir eru reknir af velli í 2 mín. Stefán Halldórsson skoraði af öryggi úr vítinu, 16—20, og 9 mínútur til leiksloka. Brynjar ver í næstu sókn Madrid og Steindór minnkar muninn miður í þrjú mörk þegar 8 mín. eru eftir. Nú voru Valsmenn loks farnir að berjast eins og ljón i vörninni með Þorbjörn Jensson í broddi fylkingar. Manrig tekst að skora 21—17. Þorbjörn G. minnkar muninn með 18—1 en Spánverjarnir skora 22—18 á 55. mínútu leiksins. Nú var allt á suðupunkti í höllinni. Bjarni Guðmundsson brýst í gegn í horninu og skorar glæsilega, flaug inn í teiginn, og staða 19—22 og 4 mín. eftir. Eftir langa sókn Spánverja er í gegn í horninu og minnkar muninn niður í tvö mörk þegar hann skorar 20. mark Vals og 3 mín. og 40 sek. eru eftir af leiknum. Milian bætir svo 23. markinu við þegar 2,55 sek eru eftir. Valsmenn hefja sókn en viti menn, þeir voru varla komnir í sóknina þegar dæmd er töf á liðið, það hafa varla verið liðnar nema 10 sek. Spánverjar fá boltann og tekst að skora 24—20 á þegar 2 mín. eru eftir. í næstu sókn Vals kastar Brynjar Harðarson beint út af og hefði það getað orðið afdrifaríkt fyrir Val. 1 mín. 40 sek. eftir af leik. Með baráttu tekst Val að krækja í boltann hjá Spánverjum í næstu sókn og þegar 46 sek. eru eftir fær Bjarni Guðmundsson boltann í hraðaupphlaupi og skor- ar 21. mark Vals með ógnarkrafti. Síðasta sókn Madrid gekk svo ekki upp og lokastaðan varð 24—21. Liðin. Spánska liðið Atletico Madrid er þokkaiega gott lið sem leikur mjög hraðan handknattleik. Sterkustu hliðar liðsins eru hraðaupphlaupin og gegnumbrot. Markvarslan hjá liðinu var frekar slök í þessum leik, en varnarleik- urinn grófur og harður, Það fór í taugarnar á liðinu hve hraðanum í leiknum var haldið niðri. Horna- menn liðsins voru teknir svo gott sem úr umferð og skytturnar líka. Bestu menn iiðsins í þessum leik voru Milian, Manrig og Uria. Allt gegnumbrotsmenn. Stórskyttan Alonso skoraði fimm mörk en átti langt frá því góðan leik. Leikmenn liðsins eru sterkir og í góðri líkamlegri þjálfun. Lið Vals lék ákaflega sveiflu- kenndan leik. Besti maður liðsins var Brynjar Kvaran markvörður sem varði 11 skot í leiknum. Mörg þeirra á mikilvægum augnablik- um. Bjarni Guðmundsson var bestur útileikmanna, traustur leikmaður sem gerir fáar villur. Steindór stóð fyrir sinu á línunni en lenti þar oft í kröppum dansi. Þorbjörn Guðmundsson var ailt af ragur í sókninni. Þegar hann loks tók sig til og fór að skjóta var allt inni. Jón H. Karlsson kom skemmtilega á óvart í leiknum, hann dreif spilið áfram og gaf Þorbirni sendingar á réttum augnablikum sem gáfu svo mörk. Þeir Stefán Gunnarsson og Þor- björn Jensson komust best frá varnarleiknum. Valsmenn léku að mörgu leyti skynsamlega, það er mikill vandi að standa sig á útivelli þar sem allir eru á móti liðinu. Liðið reyndi að halda hrað- anum niðri og tókst það nokkuð vel. Þó var á köflum fullmikið aðgerðarleysi og lítil ógnun í leik liðsins. Varnarleikurinn hefði get- að verið betri. Þar vantaði meiri baráttu og kraft, sem kom of seint. Það fer ekki milli mála að Valsmenn hafa fengið góðar upp- lýsingar um A-Madrid af mynd- segulbandsspólunum sem skoðað- ar voru heima fyrir leikinn. { stuttu máli: Evrópumeist- arakeppnin, fjogra- lióa úrslit. Atletico Madrid-Valur 24—21 (11-8) Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 7, Steindór Gunnarsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Stefán Halldórsson 3 (2 víti), Jón Karls- son, Gunnar Lúðvíksson, Stefán Gunnarsson og Brynjar Harðar- son allir eitt mark hver. Mörk: A-Madrid: Alonso 5, Mil- ian 5, Manrig 5, Uria 5, Puente 2, Novales 1, Parrellia 1. Brottrekstur af velli: Stefán Gunnarsson í 4 mínútur, Aperdar í 2 mín. og Puente í 4 min. Misheppnuð viti: Manrig skaut í stöng á 56. mín. Dómarar: Lux og Lelarge Frakklandi og voru þeir afar slakir. Brynjar Kvaran varði 11 skot í leiknum, Ólafur Benedikts- son 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.