Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 26

Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 Þórir Haukur Einarsson, Drangsnesi: Forystumistök 1. Halaklippuhlaup krata út úr stjórnarherbúðum V-3 eftir þrettán mánaða pólitíska sirkushátíð af lægstu gráðu var upphafið. Síðdeg- ispressan sá svo um afganginn. Með æsifréttakenndum könnunarniður- stöðum ærði hún forystu Sjálfstæð- isflokksins og ritstjóra Morgun- blaðsins. Meðan þrúgandi sorti skammdeg- isins hvolfdi sér markvisst yfir land og lýð með tilheyrandi tíðarfari og meiri eða minni samgöngulegum annmörkum ef ekki einangrun heilla landshluta og byggðarlaga, var þjóðinni hundsigað út á vetrar- gaddinn til að ráða örlögum sínum til lykta. Það sem tíðkast hafði að gera um Jónsmessuleytið með bjartar nætur og angan frá grasi og mold að bakhjarli skyldu menn nú kjaga við í skafmold og náttmyrkri. Því að steiktar kosningasigur- gæsir Sjálfstæðisflokknum til handa héldu stöðugt áfram að marséra út úr eldhúsi síðdegis- pressunnar með hníf og gaffal í bakinu. Forystunefið á Sjálfstæðis- flokknum stóðst ekki þennan un- aðslega ilm. Hann var svo lokkandi. En eitt er að verða gapyxna og gestíkúlera, og annað að grípa gæsina. Það væri fróðlegt að vita, hvaða aðilar í stjórnarforystunni bera mesta ábyrgð á því, að rasað var út í þessar niðdimmu vetrar- kosningar í stað þess að láta pólitískt þrotabú V-3 blasa við um stund og virða fyrir sér viðskilnað- inn. Mörg ráð voru sjálfsagt tiltæk til að halda þjóðarskútunni á floti í fáeina mánuði meðan tíminn væri notaður til að yfirfara, stilla og smyrja kosningavél Sjálfstæðis- flokksins og hefja síðan hnitmiðað- an kosningaundirbúning með hækkandi sól og vorkosningar fyrir stafni. Gormánaðargalsi sjálfstæðisfor- ystunnar með tilheyrandi skamm- degisskærum mæltist illa fyrir meira og minna í öllum flokkum, einnig í Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki færi hátt. Enda var þess nú skammt að bíða, að blóðgir brandar og bræðravíg upphæfust og settu svip sinn á kosningaundirbúning sjálfstæðismanna. Var engu líkara um hríð en að leiftursókn gegn verðbólgu ætlaði að kristallast í pólitískri kviðristu Sjálfstæðis- flokksins, hvernig sem það mátti nú ske. Raunar er það spurning út af fyrir sig, hvort þaö er ekki ábyrgð- arhluti frá sálfræðilegu sjónarmiði séð, að leggja það á geðheilsu venjulegs fólks að standa í kosn- ingaati í svartasta skammdeginu. Virðist ósjaldan vilja slá út í fyrir mörgum góðum dreng við slíkar kringumstæðui, jafnvel þótt sól- gullnir dagar og bjartar nætur styðji við bakið. Sá stjórnmálaflokkur, sem seint og snemma klifaði á því, að hann hefði ekki beðið um þessar kosn- ingar, vann veglegan kosningasig- ur. Enda þótt ekkert verði um það fullyrt, má vel láta sér detta í hug, að framangreind afstaða til skammdegiskosninga hafi verkað sem góð smurning á kosningavélar framsóknarmanna við síðustu kosningar og stuðlað með öðru að óvæntum kosningasigri þeirra. 2. Það er stórt orð, forystumistök. Ætli maður verði ekki að bera sig að rökstyðja þá fullyrðingu eitt- að nánar. Það er alkunnugt, að Sjáifstæðis- kurinn hefur um nokkurt árabil ristaðið af tveimur meginfylk- Þessar fylkingar hafa í .aglegu tali dregið nöfn af þeim piönnum, er verið hafa leiðtogar þeirra leynt eða ljóst hvorrar um sig. íhaldssamari armur flokksins undir forystu Geirs Hallgrímsson- ar, og frjálslyndari armurinn undir forystu Gunnars Thoroddsens. Það hefur löngum verið litið svo til, að Geirsarmurinn væri megin- hluti flokksins, en Gunnarsarmur- inn einungis minnihlutabrot. Ef litið er á núverandi forystulið flokksins, þar sem það stillir sér vígalega upp í kring um flokksvél- arnar og stjórnarapparötin, virðist þetta mat hljóta fulla staðfestingu. En ekki er allt sem sýnist. Hafa ber það í huga, að undanfarin ár hafa farið meira og minna í þáð að sætta sjónarmið þessara tveggja póla Sjálfstæðisflokksins og fá þá til að vera til friðs á kostnað minnihlutans. Þetta hefði átt að takast ef Geirsmenn hefðu ekki stöðugt verið að færa sig upp á skaftið í óbilgirni og hroka gagn- vart Gunnarsmönnum, sem enda- laust hafa slegið undan til að bjarga friði og einingu í flokknum og tryggja honum sæmilega trú- verðugt andlit út á við. Á 23. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins höldnum í Sigtúni í Reykjavík dagana 3.-6. maí 1979 var enn einu sinni tekist í hendur varðandi þetta vandamál, þar sem var kjör formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geirs Hallgrímssonar og varaformanns flokksins, Gunnars Thoroddsens. Handaband þetta var að vísu grútlint og fýlulegt af hálfu Geirsmanna, sem höfðu endanlega ætlað sér að taka öll ráð í sínar hendur, kveða Gunnar Thoroddsen niður fyrir fullt og allt og verða alfa og ómega flokksins um ókomna daga. — Já, þetta málamiðlunar- handtak þeirra Geirsmanna var svo sannarlega lint og luntalegt, og efndirnar og árangurinn blasa við í dag. Eg sagði, að það hefði löngum verið litið svo á, að Geirsmenn í flokknum væru uppistaðan og Gunnarsmenn minnihlutinn. Sam- kvæmt því, sem hér hefur verið rakið gæti þetta verið sjónhverfing, ef miðað er við úrslitafylgi hins almenna kjósanda. Vegna hógværð- ar, friðsemdar og sáttfýsi Gunnars- manna hefur ekki enn verið látið til skarar skríða og reyna á þetta. Því er fyllilega mögulegt, að báðar fylkingarnar hafi misreiknað raun- verulegan styrk sinn, Geirsmenn ofmetið sinn, Gunnarsmenn van- metið sinn. En raunar eru þessar vangavelt- ur varla nauðsynlegar lengur eftir atburði síðustu daga, hvað snertir heimilisfriðinn í Sjálfstæðisflokkn- um. Geirsklíkan hefur með svo óendanlega heimskulegum og heift- úðugum hætti kastað skítugum hanska í andlit frjálslyndari hluta flokksins með svívirðingarherferð sinni á hendur Gunnari Thoroddsen og útskúfunarópum, að óhjákvæmi- legt er með öllu að fram fari endanlegt og afgerandi uppgjör þessara mála innan flokksins. Afturhaldsfylkingin með Geir Hallgrímsson í fararbroddi hefur að undanförnu í villtu bræðikasti gert úrslitatilraun til að ganga milli bols og höfuðs á Gunnari Thoroddsen pólitískt séð. Sigað hefur verið á hann sérhverjum blóðhundi, sem til hefur náðst og í hann grýtt hverju því sem hendi var næst. „Svikari" — „níðingur" — „sóðaskapur" — „ekki æskilegur í flokknum". Eitthvað í þessum dúr hefur aðalstefið í æðiskastinu hljómað. Geir Hallgrímsson hefur nú með öllu rofið á sjálfum sér sérhver vébönd hollustu og einingarhelgi með því að hvetja og leggja blessun sína yfir ofstopafulla framkomu manna sinna að undanförnu. Hér eftir verður talað við hann og fylgifiska hans afdráttarlaust, skýrt og skorinort, hvenær sem því er að skipta. Og Geir Hallgrímsson getur ekk- ert sagt við því. Hann verður einfaldlega að horfast alvarlega í augu við eigin orð og gerðir minn- ugur þeirra sanninda, að sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. 3. Geir Hallgrímssyni flokksfor- ingja urðu á alvarleg mistök síðastliðið haust í sambandi við framboðsmál Sj álfstæðisflokksins. Þar á ég að sjálfsögðu við klofning- inn í Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi. Að mínum dómi var þetta örlaga- prófið, sem Geir féll svo greinilega á, að það eitt væri fullnægjandi ástæða til þess að hann drægi sig í hlé með skaplegum hætti og léti flokksbræðrum sínum eftir að finna sér nýjan leiðtoga. Örlítinn formála áður en ég kem að því, með hvaða hætti Geir Hallgrímsson brást sem flokksfor- maður varðandi framangreind framboðsmál. Dagana 20.—21. október sl. var haldinn í Hnífsdal kjördæmisráðs- fundur Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi. Aðalverkefni fundarins var eftir atvikum undir- búningur eða fullur frágangur framboðslista flokksins í Vest- fjarðakjördæmi við komandi Al- þingiskosningar. Nokkru áður hafði kjörnefnd, sem dreifð er um allan Vestfjarða- kjálkann, borið saman bækurnar símleiðis og samþykkt með nokkr- um meirihluta, að fram skyldi fara prófkjör í Vestfjarðakjördæmi varðandi röðun á framboðslista. Samþykkt þessi var samkvæmt lögum kjördæmisráðs háð staðfest- ingu áðurnefnds kjördæmisráðs- fundar í Hnífsdal. Undirritaður meðlimur kjör- nefndar, sem greiddi atkvæði með prófkjörinu, var alls hugar glaður á leiðinni til kjördæmisráðsfundar í Hnífsdal. Satt að segja hvarflaði það ekki að mér, að prófkjörið yrði fellt á kjördæmisráðsfundi. Fyrir kosningarnar 1978 höfðu prófkjörs- hugmyndir koðnað niður en jafn- framt verið látið mjög líklega í því sambandi hvað snerti framtíðina. En sérhver gleði tekur enda og Adam var ekki lengi í Paradís. Prófkjörið var eftir allt saman fellt á Hnífsdalsfundinum með þeim höfuðrökum, að það væri vart framkvæmanlegt við ríkjandi að- stæður. Það er dagsatt, að álitamál var, hvernig til tækist með prófkjör sjálfstæðismanna í Vestfjarðakjör- dæmi á s.l. hausti vegna staðhátta og árstíðar. Eigi að síður er ég enn sem fyrr sannfærður um, að við áttum að vera djörf og ganga til prófkjörs með oddi og egg í von um heppni hvað tíðarfar og samgöngur snerti. Staðreyndirnar töluðu sínu máli næstu daga og vikur. Prófkjör- ið hefði heppnast áfallalítið veður- fars vegna. En hvers vegna hefði átt að vera prófkjör? Vegna þess, að þá hefði ríkt meiri baráttugleði meðal sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum fyrir síðustu kosningar. Vegna þess, að unga fólkið hefði þá komið meira til okkar en raun varð á. Og síðast en ekki sist vegna þess, að þá þurfti, enginn frambjóðandi að vera í minnsta vafa um að hann væri á réttum stað á framboðslistanum. Þeir, sem töldu sig vera í réttum og sanngjörnum sætum, hefðu fengið það staðfest og skipað sætin með því meiri reisn. Þeir, sem haldnir voru efasemdum varðandi sitt sæti, hefðu verið dæmdir í það af próf- kjörinu, látið sér vel lynda og setið stilltir og prúðir. Eða þá að þetta hefði farið á einhvern annan veg og sætaröð orðið önnur samkvæmt ákvörðun tilvonandi kjósenda. En hver hefði þá treyst sér til að vefengja slíkan dóm? Próflcjör er samkvæmt eðli sínu tvennt í senn. Það er í fyrsta lagi frelsun frá meira eða minna niður- lægjandi oti og poti, streitu og stimpingum varðandi röðun á framboðslista. í öðru lagi verkar það sem frjódögg á vaxtarbrodd flokksins. Unga fólkið fær tækifæri til að hafa áhrif á skipan og röðun framboðslistans. Það vekur áhug- ann og síðar baráttugleðina. Fyrst og fremst fyrir framtak og milligöngu nokkurra kvenskörunga á kjördæmisráðsfundinum í Hnífsdal tókst að forða slysi á síðustu stund hvað snerti fram- boðslistann. Framboðslisti sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum við síðustu Alþingiskosningar var prýðilega skipaður og kjördæminu til sóma. En það lá við slysi eigi að síður. Ennfremur var aðdragandinn svo dapurlegur í mínum augum, að ég var ekki í skapi til að óska hinum fimm útvöldu aðalmönnum listans til hamingju þótt ég væri sáttur við þá alla, vegna hinna, sem hafnað var með þeim hætti eða öllu heldur háttleysi, að mér rann til rifja. En einnig í því efni bjargaðist allt. Þeir, sem lutu í lægra haldi, voru nægilega stórir til þess að láta gleymt og grafið það sem ósagt mátti vera í þeirra garð í hita samkeppninnar, og una sínum hlut með drengskap og glæsimennsku, sem lengi verður í minnum höfð. Það skal tekið fram, að þegar ég tala um dapurleika og háttleysi í sambandi við smíði framboðslista sjálfstæðismanna í Vestfjarðakjör- dæmi fyrir síðustu kosningar, þá ber ekki að skilja það svo, að þar hafi verið um eitthvað hrikalegt að ræða. Þvert á móti vil ég meina, að þessir tveir fundardagar í Hnífsdal hafi verið gott dæmi um tiltölulega milda útgáfu af þeim erfiðleikum og átökum, er ávallt munu bíða við dyrnar hér eftir, ef prófkjör verða sniðgengin. Það er út í hött að vísa til fortíðarinnar í þessum efnum. Prófkjörin eru nú einu sinni komin til skjalanna og hafa slíka yfirburði gagnvart gamla laginu, að það jaðrar við sálfræðilegt flokkspóli- tískt skipulagshneyksli að sjá ekki til þess, að prófkjör séu í það minnsta annað hvort í öllum kjör- dæmum eða engu hjá einum og sama flokki. Það er líka út í hött að skírskota til annarra flokka í þessu sambandi. Enginn annar flokkur hefur innan sinna vébanda slíka pólitíska breidd og einstaklings- hyggju sem Sjálfstæðisflokkurinn. Því eru prófkjörin nánast eins og sköpuð fyrir hann. 4. Því var ég að rifja þetta upp frá Hnífsdalsfundinum, að það stóð mér allt lifandi fyrir hugskotssjón- um, þegar missætti og vandræði upphófust bæði nyrðra og syðra varðandi framboðsmál Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu kosningar. Hvers vegna í ósköpunum gátu stjórnir kjördæmisráðanna ekki áttað sig á hættunni í tæka tíð og forðað ógæfu með því að láta það eftir að viðhafa prófkjör, sem allir hefðu orðið að lúta og sætta sig við? Og þá kem ég að flokksforingjan- um. Hvernig stendur á því, að Geir Hallgrímsson lét það viðgangast, að báðar þessar örlagaskyssur ættu sér stað? Flokksformaðurinn hefur vikið sér undan ábyrgð í þessu máli með því að lýsa því yfir, að æðsta vald í þessum efnum sé hjá kjör- dæmisráðunum. Þetta er ekki rétt. I 56. gr. skipulagsreglna Sjálf- stæðisflokksins segir svo: „Stað- festingar miðstjórnar þarf á fram- boðslista svo að hann verði fram borinn í nafni flokksins." Svo mörg eru þau orð. Og til hvers skyldu þau standa þarna? Það er ekki nein tilviljun, að kaflanum um þing- framboð lýkur á þessari grein. Hún er skynsamlegt öryggisákvæði, til þess ætlað að flokksforystan geti beitt lífsnauðsynlegum áhrifum og þrýstingi, ef eitthvað ætlar að fara háskalega úrskeiðis varðandi fram- boðsmál úti í hinum einstöku kjör- dæmum. Auðvitað er 56. greinin ekkert nema marklaus lagalegur hortittur ef ekki má til hennar grípa og við hana styðjast í krítískum tilfellum á borð við það, er átti sér stað í Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi sl. haust. Auðvitað átti flokksformaðurinn að koma í veg fyrir slys með því að knýja fram prófkjör á báðum stöðum fyrir atbeina miðstjórnar. Slíkt hefði aldrei verið dæmt sem flokksræði í neikvæðri merkingu. Það hefði verið kallað flokksforsjá. En ekki er ein báran stök. Mátt hefði ætla að flokksforystan hefði dregið lærdóm af biturri reynslu og einsett sér að festa prófkjör sem mest í sessi og standa um þau vörð, til þess að sigla með þeim hætti fram hjá óteljandi boðum og blindskerjum í framboðslistabarn- ingi framtíðarinnac. Ónei, ekki aldeilis. Eins og til að bíta höfuð af skömminni og til að setja framboðsmálin í svo mikinn hnút og þvælu bæði í nútíð og framtíð sem hugsast gat, fann Ellert B. Schram það út af vísdómi sínum, að það myndi verða pólitísk- ur leikur aldarinnar að fara að káfa í prófkjörið í Reykjavík og braska eftir eigin geðþótta með sæti það á listanum, er prófkjörið hafði skenkt honum. Til þess hafði hann að sjálfsögðu ekki minnsta siðferði- legan eða pólitískan rétt. Með þessu var hann að hrifsa til sín vald, sem enginn hafði falið honum á hendur. Þarna var hann að ráðskast með og rugla niðurstöðu, sem þúsundir kjósenda höfðu tekið þátt í að móta í góðri trú. Látið var að því liggja, að þessi riddaramennska beindist fyrst og fremst að Pétri Sigurðssyni. Sterkar líkur benda þó til, að ofurhuginn hafi ekki síður haft Ragnhildi Helgadóttur í huga og viljað hafa í heiðri riddararegluna alkunnu, daman fyrst. Frúin varð nú utandyra eigi að síður, því miður. En þó skiptir það ekki máli í því sambandi, er hér um ræðir. Með þessu ógæfusamlega for- dæmi Ellerts B. Schram í sambandi við það, sem ég enn leyfi mér að nefna brask með prófkjör, eru galopnaðar upp á gátt dyrnar fyrir óteljandi og endalaus vandræði og misklíð varðandi röðun á fram- boðslista í framtíðinni. Jafnvel þótt búið sé að framkvæma prófkjör eftir kúnstarinnar reglum, geta einar eða aðrar ástæður framvegis orðið tilefni til þess, að einhverjir sprellikarlar taki til við að leika sér á höfrungahlaupi fram og aftur um listann og ómerkja þar með og klúðra niðurröðun væntanlegra kjósenda og stuðningsmanna. Og nú stóð ekki á flokksformann- inum. Eins og eldibrandur var hann kominn fram á sviðið til að standa á öndinni af lotningu og láta drjúpa af sér aðdáunina gagnvart þessum lokahnykk í forklúðrun og forystu- leysi hvað snerti kosningaundir- búninginn hjá sjálfstæðismönnum fyrir síðustu kosningar. Stórkostlegt, fáheyrt, lof sé for- manninum sem farinn er að skilja, undursamlegt, óumræðilegir for- ystuhæfileikar hjá Ellert, yfirnátt- úrulegt hugmyndaflug, ómótstæði- legur frumleiki, pólitískt klofbragð á Guðmund jaka, gloría, gloría, gloría. Lofsöngurinn ómaði af síðum Morgunblaðsins dag eftir dag. En svo datt riddarinn á rassinn með frúna í fanginu rétt fyrir utan dyrnar og óútreiknanleg hurð Al- þingishússins féll að stöfum með dramatískum dynk. Sic transit gloria mundi. 5. Það er í senn ótrúlegt og óhugn- anlegt að virða fyrir sér hvernig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.