Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 28

Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 sættir talar nú hástöfum við sjálft sig um söguleg svik og er óðamála. Hin raunverulegu sögulegu svik í Sjálfstæðisflokknum í dag verða að sjálfsögðu aldrei heimfærð upp á Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans, hversu ægilegt sem Morgun- blaðið gerir sig í andlitinu og hversu hátt sem það reiðir upp hnefann. Hin raunverulegu sögulegu svik, sem verið er að fremja um þessar mundir innan Sjálfstæðisflokksins, eru þau, sem hér skal greina: Tiltölulega fámenn, ætthelguð, tryggðabundin og hagsmunatengd afturhaldsklíka í Sjálfstæðis- flokknum með Morgunblaðið í broddi fylkingar hefur komist að þeirri heimskulegu og hættulegu niðurstöðu, að hún geti keyrt flokk- inn alfarið eftir sínum kompás. Með mikilmennskubrjálæði sínu og valdagræðgi er þessi klíka nú að efna til brennufara og bræðravíga og kveikja elda ófriðar og upplausn- ar innan Sjálfstæðisflokksins. Með pólitískum einstefnuakstri sínum er hún að skera niður pólitíska breidd flokksins að minnsta kosti um helming. Þar með er hún að ræna flokkinn einu elsta og helsta vígorði sínu: Flokkur allra stétta. Með því að slá þröngan einkapóli- tískan hagsmunahring utan um foringjann, einangra hann frá hin- um frjálslyndari öflum innan flokksins og gera hann að háheilög- um einvaldskonungi fyrir afturhald sitt og fordóma, er kjarni Geirs- klíkunnar að svíkja sjálfa sjálf- stæðishugsjónina, sem felst enn sem forðum í einkunnarorðunum: Sjálfstæði. Frelsi. Framtak. Slíkir svikarar við flokkshugsjón- ina eiga að sjálfsögðu ekkert heima í Sjálfstæðisflokknum, sem sam- kvæmt uppruna sínum er íhald í bestu merkingu og frjálslyndi sam- anfléttað. Þessir dragbítar á vöxt og viðgang flokksins ættu að koma sér í burtu á einhvern afvikinn stað, stofna sér nýjan flokk og koma sér upp fána með hrægammi eða hý- enu. Afturhaldsöflin í Sjálfstæðis- flokknum ættu að hafa vit á því að láta hið fyrsta af djöfulskapnum í garð Gunnars Thoroddsens. Þess í stað ættu þau að láta sér nægja að dæma stjórnina einungis eftir verk- um hennar jafnóðum og þau koma í ljós og átta sig á því í eitt skipti fyrir öll, að það sem sagt er um Gunnar og stjórnarmyndunina, er um leið sagt við þá, sem vinna með honum og fylgja honum að málum innan flokksins, þ.e. gervallan frjálslyndari arm Sjálfstæðis- flokksins. Sú kemur tíð, að ekki tjáir lengur að vera með úrelta skammbyssu- stæla frá villta vestrinu við bakið á mönnum á samkundum Sjálfstæð- isflokksins, enda verður það æ ljósara með hverjum deginum sem líður, að byssuræfíllinn er að verða svo gamall, að bráðum fást engin skot í hana lengur. Framangreinda samlíkingu leyfi ég mér að viðhafa um eftirfarandi klausu úr leiðara Morgunblaðsins 12. febrúar sl. þar sem sagt er frá flokksráðsfundinum: „Á flókks- ráðsfundinum lýstu menn stuðn- ingi við formann sinn með yfir- gnæfandi meirihluta. „Hljóti for- maðurinn vantraust, er Sjálfstæð- isflokkurinn rjúkandi rúst,“ sagði einn ræðumanna.“ (Leturbr. mín - ÞHE.) 7 Lík börn leika best. Hér að framan hefur verið talað við ófyr- irleitna andstæðinga Gunnars Thoroddsens með því tungutaki einlægninnar, er þeir sjálfir hafa innleitt að undanförnu. Ég endurtek það, sem ég hef áður sagt. Sá veldur miklu, sem upphaf- inu veldur. 7. Skjaldarmerki Sjálfstæðisflokks- ins er fálki, öðru nafni haukur, með þanda vængi á stuðlabergshamri, reiðubúinn að lyfta sér til flugs. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa löngum skemmt sér við að undirstrika rándýrseðli og grimmd fálkans og heimfæra þessa eigin- leika yfir á sjálfstæðisstefnuna og fylgjendur hennar. Slík túlkun er að sjálfsögðu afbökun og útúrsnún- ingur. Ef fálkinn er slæmur fugl fyrir það, að hann veiðir sér til viðurværis, þá erum við mennirnir engu skárri, nema síður sé. Við veiðum okkur til viðurværis bæði beint og óbeint, og þarf ekki að fjölyrða um það. Þau atgerviseinkenni í fari fálk- ans, er hrifið hafa sjálfstæðismenn og komið þeim til að gera fuglinn að ímynd stefnu sinnar og hugsjóna, eru ötulleikinn, sjálfstæðisþráin, þrekið, þorið og tíguleikinn. Drengskaparmaðurinn Gunnar Thoroddsen hefur allt til að bera, sem til þess þarf að fullnægja þessari ímynd sjálfstæðishugsjón- arinnar. Þrek hans og kjarkur og æðruleysi á örlagastundum, lát- laust viðmót hans, höfðinglegt og alþýðlegt í senn, víðsýni, fjölmennt- un og góðar gáfur. Allt vekur þetta aðdáun og traust langt út yfir flokksraðirnar. Vængjaburðurinn leynir sér ekki og enn eru styrkur- inn og stinnar fjaðrir til staðar. Því skal enn á ný lyft sér yfir storð og flogið veglega. Með honum fljúga fjórir haukar í fallegu mynstri að morgni dags. Það er vor' og vængjaþytur í lofti og hópinn ber tígulega við himinbláma sjálf- stæðis, frelsis og framtaks. Því skulu þetta verða mín lokaorð til félaganna minna fimm, er halda merki sjálfstæðisstefnunnar eftir atvikum hátt á loft um þessar mundir og bjarga því sem bjargað verður í bili á þjóðmálasviðinu, á meðan halelújakrákurnar í kring- um flokksformanninn garga af bræði niðri á flatneskju meðal- mennskunnar og skaka klístraða vængi en þora ekki að fljúga: Vegleg hauksins vængjatök vekja stolt og gleði. Vaskra drengja bök við bök bjarga þjóðarveði. Þórir Haukur Einarsson Krakkarnir, sem sáu um þorrablótið. Karólína Þorsteinsdóttir, Seyðisfirði: Fjölskyldan sam- an í leik og starfi Upphaf barnaárssöngs Lillu, á Þorrablóti Seyðfirðinga: ■Árið mltt er búið út í huskan flúiö. Mér fannst bara fjári Kaman á því ári æ, æ ok ég kveð það nú með trega tári.“ Um áramót stíga menn gjarnan á stokk og strengja heit, og fyrirheit barnaársnefndar Sf. var að öll ár skildu vera ár barnsins og æsku staðarins. Sennilega eru þorrablót orðin fastur liður til þess að hressa uppá skammdegið um land allt. Þetta eru miklar hátíðir, þar sem flutt er löng dagskrá, samin og flutt af heimamönnum, stórir hópar vinna að þessu í langan tíma og mæta síðan allir sem vettlingi geta valdið og eyða kvöldinu í dýrðleg- um fagnaði, yfir hlöðnum borðum og dýrum veigum. En laugardaginn 2. febr. var haldið hérna all nýstárlegt þorra- blót, þar var aldurstakmark 13 ára og uppúr. Hópur af lífsglöðum unglingum marseraði inn, söng sinn þorrablótssöng og bað gesti að taka til matar síns, af hinum hefðbundna þorrablótsmat. Gestir þessa þorrablóts var skemmtinefnd frá aðal-þorrablóti bæjarins, sem flutti dagskrá sína, við mikinn fögnuð. Einsog vænta Heildarútgáfa á verkum Jóhanns G. komin út — alls 5 plötur frá árunum 1970—1979 KOMIN er á markað heildarút- gáfa á verkum Jóhanns G. Jó- hannssonar. tónlistarmanns, þ.e. 5 hljómplötur frá árunum 1970 — 1979. Á plötum þessum eru 50 lög eftir Jóhann og texta þeirra flestra hefur hann sjálfur samið. Flestar þessar plötur hafa lengi verið uppseldar, en úr því er nú bætt með þessu framtaki útgáfu- fyrirtækjanna Sólspils og ÁÁ- hljómplatna. í fréttatilkynningu frá útgáfuað- ilum segir, að heildarútgáfa þessi spanni 10 ár af tónlistarferli höf- undar sem laga- og textahöfundar, söngvara og hljóðfæraíeikara. Plöt- urnar eru: Óðmenn (tvöfalt albúm) 1970, Langspil 1974, Mannlíf 1976 og íslenzk kjötsúpa 1979. Hljómsveitina Óðmenn, sem á i sínum tíma var talin framúrstefnu- hljómsveit, var skipuð, auk Jó- hanns G., Finni Torfa Stefánssyni og Ólafi Garðarssyni, en síðar tók Reynir Harðarson sæti Ólafs. Al- búm Óðmanna var tekið upp í Kaupmannahöfn og var kosin plata ársins 1970. Á henni eru m.a. lög og textar úr poppleiknum Óla, sem var fyrsta leikhúsverk er samið var og flutt hér á landi. Verk þetta var útgefið af Fálkanum h.f. og er löngu ófáanlegt. Hljómplatan Langspil, útg. Sól- spil 1974, var fyrsta sóló-plata höfundar, tekin upp í Bretlandi. Til aðstoðar við gerð hennar hafði Jóhann G. marga heimskunna tón- listarmenn að því er segir í frétta- tilkynningunni. Vinsælustu lögin á þessari plötu voru: „Dón’t try to fool me“ og „I need a woman.“ Síðustu plöturnar tvær í heildar- útgáfunni eru Mannlíf, útg. sólspil 1976, og íslenzk kjötsúpa 1979, báðar teknar upp hér á landi. Koma ýmsir aðrir flytjendur við sögu á báðum plötunum. Útgáfan er í albúmi, sem hannað er og prentað af Kassagerð Reykja- víkur. Formála að útgáfunni skrif- aði Þorgeir Ástvaldsson. Upplagið er takmarkað og af því eru 500 eintök tölusett og árituð af höfundi. Verkið kostar kr. 15.900.> má var að lokum stiginn dans af miklu fjöri. Einkenni þessa þorrablóts var lífsgleði og fjör þó hvergi væri sterkari drykkur í glasi en kók. Þó stærsti hluti þeirra sem mættir voru væru unglingar, mátti sjá þarna fólk á öllum aldri. Undir- búning allan og matreiðslu önnuð- ust unglingar á aldrinum 13—14 ára undir stjórn Hilmars og Ernu, og Rúnars og Oddu, sem Seyðfirð- ingar eru farnir að þekkja af starfi þeirra í þessum málum. Barnaársnefnd var kölluð sam- an sl. haust að tilhlutan kvenfél. Seyðisfjarðar. En í nefndinni eru fulltrúar allra félaga í bænum. Starf nefndarinnar bar kannske of mikið mót af kerfinu, sem er að vaxa okkar litlu þjóð yfir höfuð, frá henni hefur komið mikið pappírsflóð, en óneitanlega marg- ar hugmyndir sem síðan hefur verið unnið að mjög vel, en því miður af of fámennum hóp. í nóvember var fjölskyldudans- leikur í félagsheimilinu Herðu- breið, þar voru bornar fram veit- ingar og dansað af miklu fjöri, yngstu þátttakendum fannst það ekkert smá ævintýri að vera á alvöru-dansleik með mömmu og pappa. 1. des sl. var opið hús hjá dagheimili Seyðisfj. þar sem for- eldrum var boðið með börnum sínum til þess að vinna við jóla- skreytingar. Undirbúningur starfsstúlkna dagheimilisins und- ir stjórn fóstrunnar Ólafíu Stef- ánsdóttur var alveg frábær. Það var glaður barnahópur sem vann þarna með foreldrum sínum þenn- an dag. í desember sýndi Leikfélag Seyðisfjarðar barnaleikritið „Leif Ljónsöskur". 20 manna hópur stóð að þessu leikriti og helmingur börn og unglingar. Hér á Seyðis- firði voru þrjár sýningar á leikrit- inu, auk þess sem farið var í sýningarferð til nágrannabyggð- anna. I þeirri ferð lenti hópurinn í hrakningum á Fagradal á leið sinni til Reyðarfjarðar. Útvarpið var beðið um að birta smáfrétt um þessa ferð, en sá sér ekki færi á því. Á aðfangadagskvöld söng sam- kórinn Bjarmi ásamt barnakór við guðsþjónustu í kirkjunni. Kirkjan var alveg troðfull, og þessi há- tíðlega stund fjölskyldunnar, hef- ur áreiðanlega átt þátt í því að flytja réttan svip jólanna inná heimilin í þessu litla bæjarfélagi. Jólin voru síðan kvödd með álfabrennu á þrettándanum í dá- samlegu veðri. J.C. menn stóðu að þessari brennu. Ég var ekki þarna viðstödd, en álit manna er að vel hafi til tekist. í samræmi við áramótafyrirheit Barnaársnefndar, er sitthvað á döfinni. T.d. kynningarkvöld á verkum Péturs Gunnarssonar og fá hann hingað í því tilefni, og sitthvað fleira. Þetta átti ekki að vera neinn annáll eða fréttabréf. Mig langar aðeins að vekja athygli á því sem hér er að gerast og hvernig að því er staðið. Allsstaðar heyrast frétt- ir af því að skólar séu að gefast uppá því að halda skemmtanir vegna óreglu unglinga, aldur þeirra sem drekka færist neðar og neðar, óeirðir á Hallærisplani og haldnar eru ótal ráðstefnur til að ræða vandamálin. Hér er einfaldlega reynt að fá alla fjölskylduna með, reynt að brjóta á bak aftur þá hefð sem skapast hefur á undanförnum árum að til sé eitthvert kynslóða- bil, þar sem unga fólkið er dregið í sér dilka. Allt sem hér hefur verið gert, hefur miðast að því að fá fjölskylduna saman í leik og starfi. Á þeim skemmtunum sem sagt hefur verið frá, hefur sú regla hvergi verið brotin að hafa ekki áfengi um hönd og alltaf hefur unga fólkið komið og skemmt sér af lífi og sál og óskað eftir að fá þá 1 sem eldri eru með. Engin lögregla, ekkert vandamál, þessum hópi er einfaldlega treyst til þess að standa að þessum skemmtunum og enginn leyfir sér að bregðast þessu trausti. Hrafn Baldursson frá Stöðvar- firði sagði í morgunútvarpinu á dögunum að spurning dagsins þar, væri ekki hvort sendir yrðu íþróttamenn til Moskvu, heldur hvort togarinn á staðnum yrði sendur til Reykjavíkur til viðgerð- ar. Já spurningar landsbyggðar- innar eru ekki alltaf þau stórmál sem fylla rúm allra fjölmiðla daglega. Mál málanna er vissulega hvort þessi lífsakkeri þessara byggða um land allt, togararnir, sem öll vinna byggist á, gangi, hvort loðnan komi, og einnig og ekki síst hvernig til tekst við uppeldi þeirrar kynslóðar sem þar elst upp. Spurningin er hvort okkur tekst að gera þetta unga fólk að hraustum lífsglöðum ein- staklingum sem vinna síðan sinni heimabyggð til heilla. Þessvegna eru öll ár, ár barnsins, ár æskunn- ar, ár fjölskyldunnar. Seyðisfirði 3. febr. 1980 Karólína Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.