Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 37 N or ðurlandar áð og smáþjóðirnar Dagana 25.-27. jan. sl. gekkst Norræni lýðháskól- inn í Snoghöj í Danmörku fyrir ráðstefnu er fjallaði um Norðurlandaráð og smá- þjóðirnar. Til ráðstefnunnar var þingmönnum er sæti eiga í Norðurlandaráði boðið auk fulltrúa ýmissa félagasam- taka og fulltrúaráðs skól- ans. Af íslands hálfu sóttu ráðstefnuna Hjálmar Ól- afsson formaður Norræna félagsins og Stella Guð- mundsdóttir kennari úr fulltrúaráði skólans. Ib Christensen þingmaður sem sæti á í laganefnd Norðurlanda- ráðs f.h. Dana gerði fyrst grein fyrir stöðu smáþjóða og þjóðar- brota í norrænni samvinnu. Hann taldi að það myndi styrkja Norð- urlandaráð að þessir aðilar fengju aðild að ráðinu. Færeyingar Síðan gerðu Færeyingar, Græn- lendingar, Samar og Álandsey- ingar grein fyrir stöðu og kröfum þjóða sinna til Norðurlandaráðs. Fyrir hönd Færeyinga talaði Er- lendur Patursson og Ingrid Sond- um. Færeyingar hafa tvívegis lagt fram beiðni um sjálfstæða þátt- töku í Norðurlandaráði, en þeirri beiðni verið synjað. Síðast þegar slík beiðni kom til atkvæða- greiðslu greiddu allir íslensku fulltrúarnir henni atkvæði. Er- lendur Patursson lagði áherslu á þá skoðun sína að Færeyingar myndu fyrr eða síðar fá fulla aðild að Norðurlandaráði. Nú væru þeir hluti af dönsku sendinefndinni. Þessu fyrirkomulagi fylgdu þeir annmarkar að þeim gæfist eigi kostur á að taka þátt í störfum hinna ýmsu stofnanna Norður- landaráðs. Grænlendingar Fyrir hönd Grænlendinga var Jonathan Motzfeldt aðal-fram- sögumaðurinn. Grænlendingar hafa ekki átt sæti í Norðurlanda- ráði, en lögðu fram ósk um sjálfstæða aðild í nóv. 1979. Jona- than sagði að Grænlendingar þyrftu að kynnast nánar lýðræð- Erlendur Patursson islegum vinnubrögðum sem hann taldi einkenna Norðurlandaráð. Auk þess taldi hann Grænlending- um nauðsyn á nánari samvinnu í menningar-, samgöngu- og tækni- málum. Hann gat þess að Græn- lendingar legðu einnig áherslu á aukin tengsl við kynbræður sína í Alaska og Norður-Kanada. Hann var ánægður með þau samskipti sem hafin væru milli íslendinga og Grænlendinga. Samar hefur verið komið á fót Samaþingi sem er stjórnvöldum landsins ráðgefaridi aðili í málefnum Sama. Segja má því, að almenningur sé aðeins að vakna til skilnings á aðstöðu Sama og rétti þeirra til að lifa við þau kjör sem þeir kjósa og hafa búið við frá fornu fari. Hungurverkfall Sama fyrir fram- an Stórþingið í Ósló á liðnu ári hafði þau áhrif að norska ríkis- stjórnin hefur slegið framkvæmd- um við Altavirkjunina á fremst. Mikil réttarhöld fara nú fram í Svíþjóð um svonefnt Storfjallsmál sem litið er á sem prófmál um réttindi Sama. Samar hafa farið fram á aðild að Norðurlandaráði en fengið synjum. Álendingar Álendingar kynntu land sitt og stöðu innan Finnska ríkisins. Þar kom fram að þeir eiga tvo fulltrúa á þingi Norðurlandaráðs í sveit Finna. Sænski minnihlutinn í Finn- landi, finnski minnihlutinn í Svíþjóð, Frísir, þýski minnihlut- inn á S-Jótlandi og danski minni- hlutinn í Schlesvig kynntu sjón- armið sín. Þessir aðilar töldu ekki ástæðu til að þeir ættu séraðild að Norðurlandaráði. Umræður voru mjög málefna- Jonathan Motzfeld legar og fróðlegar. Rétt er að benda á að menn töldu einkum mjög óráðlegt að vísa Grænlend- ingum frá Norðurlandaráði þar sem viðbúið væri að þeir myndu þá alfarið snúa sér að kynbræðr- um sínum í Norður Ameríku. Eftirfarandi ályktun til Norður- landaráðs var samþykkt. „Þátt- takendur á ráðstefnu um Norður- landaráð og smáþjóðirnar sem staðið hefur á Snoghej, Norræn- um lýðháskóla, dagana 25.-27. janúar 1980 ályktar: Á þingi Norðurlandaráðs 1975 kom fram þingsályktunartillaga um aðils Samaþjóðarinnar að Norðurlandaráði, Tillagan var felld árið 1976. Á þingum norðurlandaráðs 1976 og 1978 voru lagðar fram tillögur um sjálfstæða aðild Færeyinga. Tillögurnar voru felldar, sú fyrri 1978 og sú síðari 1979., Grænlenska landsstjórnin hefur lagt fram ósk um sjálfstæða aðild Grænlendinga að Norðurlanda- ráði. Varðandi þessar tillögur og synjun þeirra fram til þessa vilj- um við benda á, að á Norðurlönd- um hafa ekki verið tækifæri til almennra umræðna um þessi mál, en að okkar áliti eru þær forsenda þess, að ákvörðunaraðilar geti af réttsýni gert upp hug sinn í samræmi við norræna hefð. Aðild smáþjóðanna að Norðurlandaráði er í grundvallaratriðum próf- steinninn á, hvernig okkur tekst sambúðin hér í Norðurlöndum og er háð þeim skilyrðum, sem hver einstök þjóð býr við til þess að móta norrænt samstarf. Þess vegna viljum við vekja athygli á þeirri miklu ábyrgð, sem hvilir á fulltrúum hverrar þjóðar og starfsfólki þeirra, hvað varðar öflun nauðsynlegra upplýsinga til þess að skilja aðstæður þeirra þjóða sem hér um ræðir. Við skorum ennfremur á full- trúa í Norðurlandaráði að veita Grænlendingum, Færeyingum og Sömum beinan stuðning í viðleitni þeirra til þess að fá sjálfstæða og beina aðild að Norðurlandaráði. Þá var og send ályktun sama efnis til Norrænu félaganna og Sambands norrænu félaganna. Niðurlag þeirrar ályktunar var á þessa leið: „Þess vegna skorum við á Nor- rænu félögin að stuðla að og styðja þá fræðslustarfsemi sem er forsenda þess, að umræður um þessi mál nái til alls almennings. Við skorum ennfremur á Nor- rænufélögin að styðja ákveðið þá viðleitni sem uppi er höfð til þess að Grænlendingar, Færeyingar og Samar fái sjálfstæða og beina aðild að Norðnrlandaráði." Fyrir hönd Sama talaði Lars Anders Baer frá Samaráði. Vandamál Sama eru geypileg. Þeir búa í þremur Norðurlöndum og tala 10 mismunandi tungumál. Þar af eru þrjú sem verulegur hluti þeirra talar. Hætta er á að menning þeirra þurrkist út ef þeirra málum er ekki sinnt. Norð- urlandaráð styður nú Samaráð, stofnun sem vinnur að hagsmun- um Sama í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. I ráðinu eiga sæti 5 Samar frá Noregi, 4 frá Svíþjóð og 3 frá Finnlandi. Ennfremur var Samastofnuninni komið á laggirn- ar í Kautokeíno í Norður-Noregi fyrir tilstuðlan Norðurlandaráðs. Menntamenn Sama hafa seinni árin endurvakið kröfur sem g/rð- ar voru á síðustu öld um að réttur þeirra til afnota á landinu sé virtur og þeim sé gert kleift að viðhalda tungu sinni. Viðhorf til Sama og aðstaða þeirra er mjög mismunandi í hinum þremur Norðurlöndum. í Finnlandi er réttur Sama helst virtur, þar rafeinda íhlutira raff einda íhlutír Display Perur Spennar Leiðslur Prentplötur Gaumljós Skiftarar Öryggjahöldur Kassar Plöggar Relay Loftnetstengi Öryggi heimilistæki hf SÆTÚNI8.SÍMI 24000. Verður fiskeldi þýð- VCrkSlllld] IIS313 ingarmikil atvinnu- ~ grein í Færeyjum? FÆREYINGAR hafa mikinn áhuga á að hefja fiskeldi i stórum stíl og telja, að ef rétt verður að málum staðið, geti þeir að nokkrum árum liðn- um framleitt 10 þúsund tonn af eldisfiski og áætla útflutn- ingsverðmætið um 500 millj- ónir danskra króna eða sem nemur um 3,7 milljörðum islenzkra króna. Á siðasta ári nam útflutningur Færeyinga á sjávarafurðum rúmlega 760 milljónum danskra króna. I blaðinu Sósíalurinn var nýlega fjallað um þessi mál og segir þar m.a., að sjávarútvegurinn, sem Færeyingar hafi að mestu byggt tilveru sína á, hafi tekið miklum breytingum síðustu ár. Sókn á fjarlæg mið hafi minnkað og það sé vafasamt að Færeyingar geti notið sömu lífsgæða og á síðustu árum ef þeir verða að treysta eingöngu á heimamið. Bendir blaðið á, að fiskeldi hafi gengið vel í Noregi og í Danmörku og að tilraunir með fiskeldi í Færeyjum hafi gefið góða raun, auk þess sem sérfræðingar álíti að aðstaða til fiskeldis í Færeyjum sé sérlega góð. Blaðið varar við því að flanað sé að neinu í þessum efnum og vill að stjórnmálamenn sjái til þess að fiskeldi fái fjár- hagslegan stuðning, meðan þessi atvinnuvegur er að komast á legg. Fyrirtækið Fiskaling hefur gert tilraunir með silungsræktun allt frá 1970 og keypti á sínum tíma regnbogasilungshrogn frá fiskeld- isstöðinni Laxalóni við Reykjavík. Árið 1971 voru flutt út um 8 tonn af regnbogasilungi frá Fiskaling, en síðustu árin hefur útflutning- uinn verið um 100 tonn og er stór hluti silungsins seldur danska verzlunarhringnum IRMA, Buxur denim, flaueli, kakí og flannel. Góö efni, fjölbreytt sniö, fallegir litir, gott verö. Margar stæröir og geröir. Gott verö. Ulpur Geriö góö kaup í úrvalsvöru. Opið virka daga kl. 9—18. Föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.