Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 30

Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 Minning - Þorgeir Ingi Jóelsson í gær var gerð útför starfsfé- laga míns Þorgeirs Inga Jóelsson- ar, sem í rúmlega þrjá áratugi starfaði hjá Rafmagnsveitum rík- isins. I byrjun sem verkstjóri raflínulagna, svo aðalverkstjóri birgðadeildar, en síðustu árin skrifstofumaður hjá bókhaldi. Til feðra sinna hefir safnast gegn maður, sem gott og vert er að minnast. Áður en Þorgeir hóf störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins hafði hann um árabil starfað hjá Lands- síma Islands við símalagnir, vítt og breitt um landið. Þorgeir var Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 11.12.1909, sonur hjónanna Margrétar Einarsdóttur og Jóels Ulfssonar trésmiðs að atvinnu. Þetta var fáum árum eftir að þjóðin hafði öðlast heimastjórn og aðeins byrjuð að rétta úr bognu baki margra alda erlends oks. Foreldrar hans áttu þess kost, sem þá var ekki sjálfsagður hlut- ur, að setja son sinn til mennta, að vísu ekki til langskólanáms. Verzl- unarskólinn varð fyrir valinu. Góð greind, róleg íhugun og skapfesta eru gott fararnesti ungu náms- fólki, þessu var Þorgeir gæddur í ríkum mæli. En þrátt fyrir verzl- unarskólamenntun sína, haslaði hann sér völl á allt öðrum vett- vangi. Kreppan svokallaða sem ungt fólk í dag, þekkir ekki nema af bókum, sneið íslenzkum at- vinnuvegum svo þröngan stakk, að langtímum saman var erfitt að fá verkfúsum höndum verk að vinna. Á þessum árum, nánar tiltekið, alþingishátíðarárið 1930, hóf Þorgeir störf hjá Landssíma Islands við símalagnir, og þar starfaði hann til ársins 1948. Einmitt þau störf gáfu honum færi á að ferðast um landið og kynnast því. Og segja má, að í vissum skilningi hafi örlög hans ráðist. „Fjallkonan fríð“, varð sú álfkona, er með dulmögnuðum seið batt hann böndum allt til æviloka. Frá þeim tíma urðu ferðalög um ísland og þess óbyggðir, ljósmynd- un þess, hans hálfa líf, lífsnautn- in. Einn var sá staður, sem hann unni öðrum fremur, seiddi hann stöðugt til sín — Þórsmörkin. Þær eru ófáar ferðirnar hans Þorgeirs inn í Mörk. Sem samstarfsmaður hans átti ég þess kost að eiga hann að ferðafélaga í mörgum sumarferð- + Faöir minn HALLDOR THIMGREN, Stokkhólmi, lést aöfaranótt 28. febrúar 1980. Kerstin Halldórsdóttir Falk, H. Thimgren & Co. Konan mín GUORUN GÍSLADÓTTIR, Skipasundi 62, andaöist í Landspítalanum aöfararnótt 2. marz. Svavar Gíslason. Móöir okkar + LÁRA ARNÓRSDÓTTIR frá Eskifirói, Álftahólum 4, Reykjavík, lést aö Borgarspítalanum sunnudaginn 2. marz. Arnór Erling Óskarsson, Tómas P. Óskarsson, Óskar Þór Óskarsson. + Fósturmóöir mín ELÍSABET KRISTJANSDOTTIR, frá Meóaldal, andaöist aö Hrafnistu laugardaginn 1. marz. Sigríóur Benónýsdóttir. + Eiginkona mín og móöir okkar GUÐRÍDUR SIGURÐARDÓTTIR, Dalalandi 8, andaðist sunnudaginn 2. marz. Siguróur Jónsson, Sigrún Siguróardóttir, Gerður Siguröardóttir, Örn Sigurösson, Rúnar Sigurósson. um starfsfólks Rafmagnsveitna ríkisins og það veit ég, að ég mæli þar fyrir munn okkar allra, að ljúfari, traustari og ánægjulegri ferðafélaga varð ekki á kosið. Og nú þegar hann er allur, er okkur söknuður efst í huga. Mér hefir sagt kunningi hans, er hafði lengri kynni af honum en ég, að senmma hafi hugur hans heill- ast af leikstarfsemi og leikbók- menntum. Jafnvel komst „á fjal- irnar", eins og sagt er um þá, sem stíga dans við ungfrú Thalíu, ef svo óskáldleg samlíking er við hæfi. Áhugi hans hafði verið slíkur, að hann fékkst við að snara leikverkum úr erlendum málum. Eins og títt er um sanna fagurkera var Þorgeir „fjöllynd- ur“ listunnandi. Gyðja hljómlistar átti hug hans ekki síður en Thalía eða bókmenntagyðjan. Hann var óþreytandi unnandi sígildrar tón- listar og átti í fórum sínum ágætt hljómplötusafn, og segja má, að til hinztu stundar hafi hann sýnt þennan áhuga sinn í verki. Sama dag og hann lést, sátum við skammt frá hvorum öðrum og nutum lystilegs söngs Sigríðar Eliu, þegar hún túlkaði Ijóð og lög stórmeistaranna. Gott væri að vera sunginn í svefn svo ljúfum tónum. Þorgeir var með hærri mönnum og vörpulegri eftir því. Hægur í framkomu, ódeilinn, en fastur fyrir. Jafnan glaður án þess að vera flysjungur. Ef til vill seintek- inn, en fastur vinur vina sinna. Pétur Kristófer Ragnarsson - Kveðja Fæddur 12. apríl 1961. Dáinn 11. febrúar 1980. Því verður ekki með orðum lýst hversu sárt það er að horfa á eftir vini og jafnaldra á vit hins ókunna, þó við eigum öll eftir að mætast á þessari leið þegar okkar tími er kominn. Það var um sumar fyrir næstum þremur árum að við kynntumst Pétri og eftir það vorum við góðir vinir. Hann var alltaf sami ljósi og fjörugi strákurinn sem tilbúinn var til að rétta vini sínum hjálp- arhönd og sneið af örlæti sínu hvenær sem var. Það verða seint taldir upp allir hans kostir og hæfileikar sem voru svo fjölmarg- ir og lifandi en samt var hann mannlegur og hafði sína galla eins og við öll. Á þeim þremur árum sem kynni okkar náðu yfir þroskaðist hann mikið eins og allir sem ganga upp úr barnsskónum. Nú fyrir stuttu síðan kom hann í heimsókn til okkar fullur af orku og vilja til að ná eins miklu út úr lífinu og hægt væri. Hann reri til fiskjar og eftir vertíðina ætlaði hann út í heim, sumarið var fullt af ótal áætlun- um og í náinni framtíð ætlaði hann að finna námsbraut við sitt hæfi. En forlögin komu þarna inn í líf þessa unga manns og þetta urðu aldrei annað en fallegir draumar. Á hverjum degi verða slys og alltaf er jafn leiðinlegt að heyra um þau en þegar það einn daginn snertir mahn svo náið verður manni á að hugsa: af hverju hann svo ungur og hraustur? Er ekkert réttlæti í þessum heimi? Þetta er eitt af því fáa sem maðurinn getur ekki útskýrt, það er eins og einum sé ætlað að lifa lengi og reyna margt en öðrum ætlað að kveðja ungum og ómótuðum úr þessum heimi. Fráfall Péturs Kristófers Ragn- arssonar skilur eftir sig stóra eyðu í hugum okkar og margar góðar minningar um okkar samveru- stundir og myndin af honum mun lifa með okkur þar til við hittumst aftur. Hér kveðjum við okkar vin með þá von í huga að honum líði vel handan við hið ókunna. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við fjölskyldu hans, unnustu og öllum hans fjölmörgu vinum sem nú syrgja ungan vin. I>að endist þér eins lengi og þú lifir hið Ijúfa ævintýr. I>að lagði þér á tungu orð, sem yfir þeim undramætti býr að fella rúbínglit á mýri og móa. I>ú mældir grýtta jörð við pálmaskóga. Þvi töfraorðið, það var æskan þín, (>K þú varst sjálfur lítill Aladdín. (Tómas Guðmundsson) Lilja og Þyri Grétarsdætur. + Jarðarför sonar míns og bróöur okkar, INGIMARS HALLDÓRSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 5. marz 1980 kl. 1.30 e.h. Halldór Oddsson, Kárastíg 8, og systkini hins látna. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og bróöir GARÐAR G.S. ANDRÉSSON, Unufelli 23, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 5. marz kl. 3 e.h. Birna Svala Pálsdóttir, bðrn og systur. + SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, frá Dufþaksholti, Hvolhreppi, lézt aö Elliheimilinu Grund 20. febrúar. Jaröaförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hinnar látnu. Vandamenn + Faöir minn, tengdafaöir og afi, JON RAFNSSON, Hátúni 10, Reykjavík, sem andaöist 28. febrúar, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 6. marz kl. 13.30. Valdimar Jónsson Ásdís G. Ragnarsdóttir og börn. Fyrir nokkrum árum kenndi hann hjartameins, en síst var honum í hug að rifa seglin eða leggja árar í bát. Um hann á við hið fornkveðna „Glaður og reifur skyli gumna hverr, unz sinn bíður bana“. Þorgeir var einhleypur maður alla tíð og lét sér nægja samlíf við fyrrnefndar listgyðjur. Nú þegar leiðir skilja og við lítum þennan „öldung" ekki framar ganga um vinnusal, minnist ég þess, að hinn „slyngi sláttumaður" hefir nú með ekki löngu bili, höggvið tvisvar í sama knérunn. Ingibjörg frændkona hans og samstarfsmaður, hvarf okkur starfsfélögunum, eftir margra ára hetjulega baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Um þau bæði vildi ég segja. Farnir eru traustir og góðir félag- ar, sem mikill sjónarsviptir er að og eftirsjá í. Stofnun okkar hefir misst prýðisgóða starfsmenn og skarð er fyrir skildi, Um leið og ég votta ættingjum þeirra beggja samhug minn, þakka ég samfylgdina. H.H. Tregt er mér tungu að hræra. Svo fór fyrir mér er ég frétti að einn góðkunningi minn og æskufé- lagi Pétur Kristófer Ragnarsson væri látinn. Nokkrum dögum fyrir fráfall hans hitti ég hann hressan og kátan og lífslöngunin geislaði af honum. Hann sagði mér frá því hvað hann hygðist gera þegar hann væri hættur á bátnum og það að hann hygðist setjast aftur á skólabekk með komandi hausti. Þessar áætlanir og hugmyndir gat hann aldrei framkvæmt því einn daginn var hann svo skyndilega horfinn á brott. Pétur Kristófer Ragnarsson var fæddur 12. apríl 1961, sonur hjón- anna Ragnars Ágústssonar skip- stjóra og Guðnýjar Pétursdóttur. Nokkurra ára gamall fluttist hann í Laugarneshverfið, þar sem okkar kynni urðu og blómguðust þar til dauðinn aðskildi okkur. Frá þess- um 14—15 árum sem við áttum saman er margs að minnast, hvort heldur var í blíðu eða stríðu. Hæfileikar Péturs á hinum ýmsu sviðum voru gífurlegir. í íþróttum var hann snillingur og ber þar helst að nefna sundið, sundmanns- efni var hann mikið og lagði hann töluverða rækt við það í nokkur ár og náði mjög góðum árangri. Skólagangan átti ekki hug hans allan, þó svo að hann hafi verið afburða námsmaður, hann var bara eins og svo margt ungt fólk á hans aldri, hann vissi ekki hvað hann vildi. Vinasnauður var hann aldrei, því hann var vinur allra og allir vinir hans. Ég enda svo þessi fátæklegu orð mín með kveðju til unnustu hans, foreldra, bræðra og allra aðstand- enda og vina, megi góður guð blessa þau í sorg sinni. Lát hljóma söngsins himinglaða mál, þótt hugann kvelji sorgin þung sem blý, og brátt mun vorið vitja þín á ný og vorsins kliður óma i þinni sál. (Jón frá Ljárskógum) Sigurjón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.