Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 33
fólk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
41
+ Á þessum AP-myndum eru 5
sendiherrar, af þeim 15 sendiherr-
um, sem eru meðal gíslanna, sem
hafa verið í haldi í sendiráði
Dominikanska lýðveldisins í Bo-
gota, höfuðborg Colombía, í S-Am-
eríku. — Samkvæmt síðustu fregn-
um munu gíslarnir alls vera 20
talsins. — Þessir fimm sendiherr-
ar, sem hér eru á myndinni, eru í
efri röð frá vinstri: Sendiherra
Ástralíu, dr. Edgar Selzer, sendi-
herra Bandaríkjanna, Diego Asen-
cio og sendiherra Mexico Ricardo
Galan. — Og hér að neðan eru
sendiherra Venezuela, Virgilio Lo-
vera (til vinstri) og sendiherra
Sviss, Jean Bourgeois.
Hnerrametinu hnekkt!
+ Horfur eru á þvi að 12 ára
gömul brezk skólastúlka. Tricia
Reays að nafni, muni komast í
Heimsmetabók Guinness. — í
októbermánuði siðastl. kvefað-
ist Tricia. — En er hún var
orðin heil heilsu af þessu kvefi,
hætti hún ekki að hnerra og
hefur ekkert hlé orðið á, að þvi
er blaðafregnir herma en hún
hefur að sjálfsögðu leitað
lækna. — Þeir hafa gert allt
sem i þeirra valdi stendur til
þess að stöðva hnerrann, en allt
hefur verið árangurslaust. M.a.
var nef stúlkunnar fryst! Hún
er nú komin upp i 20 vasaklúta
á dag, blessuð stúlkan og bata-
horfur óbreyttar. — Gamla
hnerrametið í Heimsmetabók-
inni er 155 daga hnerri. Átti
það 17 ára gömul stúlka í
Miami. En læknum tókst loks
að stöðva hnerrann og var beitt
raflosti.
Hátíð í Róm
+ Litríkar gleðisamkomur — kjötkveðjuhátiðir hafa
undanfarið verið á nær hverju strái í löndum S-Evrópu. —
I fjölda borga eru þessar hátíðir með svo miklum
glæsibrag að þær þykja slá hátt upp í þjóðhátíð
Islendinga, hvað snertir gleði, söng og hugmyndaflug. —
Það er t.d. ekki langt síðan slík hátíð var suður í Róm.
Náði hún þá inn yfir landamæri Vatikanríkisins. — Lítill
drengur klæddur búningi hins svissneska lífvarðar
páfans, sést hér færa Jóhannesi Páli páfa stóran
blómvönd.
+ Af blaðafregnum frá Ítalíu
virðist mega ráða að lögreglu-
yfirvöldum hafi orðið allnokk-
uð ágengt nú upp á siðkastið i
haráttunni gegn hryðjuverka-
mönnum þar í landi, t.d. félög-
um í Rauðu herdeildunum.
Þessi mynd birtist fyrir
skömmu í blöðum þar syðra og
er af einum af foringjum
Rauðu herdeildanna, Rocco
Micaletto. Lögreglan í Torino
tilkynnti fyrir skömmu að þar
í borg hefðu verið handteknir
tveir þeirra manna sem lög-
regluyfirvöld telja í hópi yfir-
manna Rauðu herdeildanna,
nefnilega þennan Micaletto og
annan til, Patrizio Peci að
nafni. Þeir höfðu verið hand-
teknir er þeir knúðu dyra hjá
hryðjuverkamanni, sem lög-
reglan hafði handtekið daginn
áður, en þeir vissu það ekki.
Lögreglan segir að báðir þessir
menn hafi komið mjög við sögu
við ránið og morðið á ítalska
stjórnmálamanninum Aldo
Moro, foringja Kristilega
demókrataflokksins þar i
landi.
Þau eru komin
... Fermingarfötin sem allir hafa
beðiö eftir.
2. hasö. Sími 85055
Kápur o. m. fl.
MJÖG
HAGSTÆTT
VERÐ
Dragtir með pilsi eða/og buxum.
Föt eða stakur jakki og buxur.
Skyrtur — Blússur — Skór — Bindi —
1. flokks efni og 1. fl. ísl. framleiðsla.
Lærið
vélritun
Ný námskeið hefjast þriöjudaginn 4. marz.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin
heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma
41311 eftir kl. 13.
Vélritunarskólinn
Suöurlandsbraut 20
EF ÞAÐ ER FRÉTT- 9J NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU