Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
vlfO
MORödiv-
IÍAfPínu
GRANI GÖSLARI
Mér er sama um hvort þau eru skotin hvort í öðru eða ekki,
ég hef ótrú á kynhlöndu!
Ég keypti allar
vítamíntöflurnar, en ég
hef ekki krafta i kögglum
til að opna glösin.
Er almennt bjór-
þamb hugsjónarmál?
Samkvæmt skrifum í blöðum,
eru einhverjir menn mjög ánægðir
yfir því, sem þeir kalla fyrsta
skrefið, sem stigið hefur verið í
því, að veita frjálsan innflutning
og frjálsa neyslu á sterkum bjór.
(sjá t.d. Mbl. 6/2, 1980). Og
forkólfar þessarar baráttu vilja
innlenda stórframleiðslu á þessum
görótta vökva, svo allir landsmenn
geti á sem ódýrastan og þægi-
legastan hátt drukkið frá sér vitið
án ámælis. Unglingar gætu þá t.d.
næstum án eigin vitundar og vilja
ánetjast Bakkusi og orðið þrælar
áfengisins, þar með talið sterkra
drykkja, áður en þeir vissu af. Það
er eins og almennt bjórþamb sé
þessum áróðursmönnum hug-
sjónamál, rétt eins og þeir haldi
að slík drykkja lyfti þjóðinni á
hærra menningarstig. — Hitt
mun heldur, að verði sala á
sterkum bjór gefin hér alfrjáls,
mun slíkt aðeins auka almenna
áfengisneyslu, ekki síst ungl-
inganna og draga þjóðina niður á
lægra menningarstig en hún nú
stendur á. Fyrir því eru nóg
dæmin annarsstaðar frá, og engin
ástæða er til að ætla, að svo verði
ekki einnig hér, verði bjórneysla
gefin frjáls.
Líklega er ekki nema stigsmun-
ur en ekki eðlismunur á kröfunni
um frjálsa bjórsölu og kröfunni
um frjálsa sölu á hassi: Hvort
tveggja mun aðeins leiða til auk-
innar neyslu sterkari efna.
í Reykjavík hefur verið stofnað
félag þeirra, sem berjast fyrir
frjálsri sölu á hassi og öðrum
vægum eiturefnum, og sjálft sjón-
varpið hefur gert þessu þokkalega
félagi svo hátt undir höfði, að
birta viðtal við einn af forustu-
mönnum þess, svo að hann gæti á
sem auðveldastan hátt komið
áróðri sínum fyrir þessu eiturlyfi
til alls almennings í landinu.
Auðvitað nær engri átt, að svo
áhrifamikill fjölmiðill sem sjón-
varpið taki þátt í þeim ljóta leik, á
sama tíma sem ábyrg stjórnvöld
landsins berjast gegn eiturlyfja-
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Enn er hér spil frá Eyjum. Og
engu er líkara en, að mikið hafi
verið um skiptingarspilin í
hraðsveitakeppni félagsins. En
það er nú gjarna svo, að fremur
er eftir þeim munað en öðrum.
Vestur gaf, allir á hættu.
Norður
S. Ádx
H. xx
T. KD
L. KGlOxxx
Vestur
S. Kxx
H. ÁDlOxxx
T. x
L. Dxx
Austur
S. xxx
H. Gx
T. GlOxxxxx
L. x
Suður
S. xxxx
H. Kxx
T. Áxx
L. Áxx
Sagnir gengu þannig:
Vestur Norflur Austur Suður
1 Hjarta 2 I.auf P 2 Grond
P 3 Laul P 3 Grönd
P P P
Útspil vesturs var lítið hjarta
og þegar gosinn kom frá austri
neyddist suður til að taka á
kónginn. Suður spilaði þá lágum
tígli að heiman á kónginn, drottn-
ingin tekin og tígullegan kom í
ljós. Austur hafði átt sjö tígla í
upphafi. En ekki voru það nægar
upplýsingar. Suður spilaði sig
heim á laufás og spilaði aftur
laufi. Lítið frá vestri og eftir
nokkurt hik bað suður um kóng-
inn. En þegar austur var ekki með
varð tapið óumflýjanleg stað-
reynd.
Suður gat gert betur í spilinu.
Allt mælir með því, að vestur eigi
laufdrottningu þar sem hann vek-
ur í fyrstu hendi. Hann á einfald-
lega ekki nógu marga punkta til
að vekja ef drottninguna vantar.
Já það er auðvelt að vera vitur
eftirá í bridge.
Hér með lýkur Eyja-bridsinum
nú og við þökkum fyrir lífleg spil.
Maigret og vínkaupmaðurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslensku
61
Hann minntist annars máls
sem var löngu liðið — þá hafði
morðinginn á hverjum degi
skrifað honum br?f upp á marg-
ar siður frá hinum ýmsu veit-
ingastöðum. En einn morgun-
inn hafði hann svo beðið eftir
honum þegar hann kom í vinn-
una. Þá var hann húinn að fá
nóg og vildi gefa sig fram.
— Hvað íáum við að borða.
— Bollur í smjöri. Ég vona
það sé ekki of þungmelt fyrir
þif?-
— Mér er ekkert illt í mag-
anum.
— Á ég að hringja til Par-
dons læknis?
— Nei. leyfum blessuðum
manninum að borða í friði.
Hann hefur vist nóg með að
sinna sjúkum.
— Viltu ég færi þér matinn í
rúmið?
Ilann var ófáanlegur til þess,
en hann afklæddist og fór í
slopp og inniskó. Ilann reyndi
að festa sig við að líta yfir
blöðin en hugur hans var viðs
fjarri og hvarflaði alltaf á ný til
Pigous, litla bókarans sem
hafði gert sig að þjófi vegna
þess að konan hans ásakaði
hann fyrir að vera raggeit sem
þyrði ekki að hiðja yfirmann
sinn um launaha kkun.
. Hvar var hann á þessari
stundu? Ilafði hann enn ein-
hverja peninga? Og hvar hafði
hann þá orðið sér úti um þá?
Ilonum varð líka hugsað um
Chabut, sem var hrokafullur og
hafði af því unun að auðmýkja
alla sem í návist hans voru. Með
ofsa og ósviíni hafði hann unnið
sig upp og gert fyrirtæki sitt að
veldi en hann var enn viðkvæm-
ur og óöruggur innst inni eins
og hann hafði verið meðan
hann gekk milli húsa og seldi
vaming.
Maigrct hafði þekkt annað
feimið fólk sem lét allt bitna á
þeim sem í kringum þá voru.
— Jæja, þá er maturinn til.
Hann var ekki svangur. en
borðaði samt. Ilann átti dálítið
erfitt með að kyngja. Kannski
yrði hann búinn að missa rödd-
ina á morgun.
Mennirnir á Quai des Orfevr-
es voru nú sjálfsagt komnir
hver á sinn stað. Hann hafði
langað til að bæta við:
— Ilafið einnig varðmann
við hús mitt á Boulevard Rich-
ard Lenoir.
En hann hafði ekki kunnað
við að gera það. Kannski þeir
héldu þá að hann væri hræddur.
Þegar hann reis upp frá borð-
inu gekk hann að glugganum
og leit út. Það var ekki rigning.
en hafði hvesst að norðan. Ilann
sá ungt ástfangið par ganga
þarna arm í arm og virtist ekki
finna fyrir kuldanum og öðru
hverju námu þau staðar og
kysstust innilega.
— Viltu horfa á sjónvarpið?
— Nei.
Hann langaði ekki til neins.
Nema að vera önugur og pirr-
aður eins og hann var alltaf
þegar honum leið ekki vel eða
þegar mál sem hann var að
vinna við dróst um of á langinn.
Hann fór aftur að glugga i
blöðin. Ilálftima síðar gekk
hann aftur út að glugganum og
leit niður í þeirri von að sjá
veruna einhvers staðar i grend-
inni. þessa veru sem hann var
nú farinn að kannast harla vel
við.
Á gangstéttinni var ekki sálu
að sjá og afar lítil bílaumferð
var um götuna.
— Heídurðu að hann komi?
- Hvernig ætti ég að vita
það?
— Það lítur út fyrir að þú
sért að bíða eftir einhverju?
— Ég er alltaf að biða eítir
einhverju. Það gæti eins verið
upphringing frá Lapointe.
— Er hann einhvers staðar á
vakt?
— Já. i alla nótt. Það er
hann sem á að safna öllum þeim
upplýsingum sem koma inn um
málið.
— Heldur þú að maðurinn sé
að missa stjórn á sér?
— Nei. hann heldur rósemi
sinni. Hann gerir sér ekki
fullkomlega grein fyrir málinu.