Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 84% Dana telja að heimsf riðnum staf i ógn af Sovétmönnum Danir bera minna traust til Bandaríkjanna en áður Kaupmannahöfn. 3. marz. AP. 84% DANA telja að heimsfriðn- um stafi hætta af Sovétríkjunum. Þetta kom fram í skoðaðakönn- un, sem Jyllands Posten lét gera. Þá kom einnig fram i skoðana- könnuninni, að Danir bera nú minna traust ti) Bandaríkjanna en áður og að 34% Dana teíja að heimsfriðnum stafi hætta af Bandaríkjunum. Alls voru 1297 manns spurðir í skoðanakönnuninni, sem Ob- serva-stofnunin gerði. Stofnunin framkvæmdi sams konar könnun fyrir ári síðan. Þá sögðust 49% álíta að heimsfriðnum stafaði hætta af Sovétríkjunum en 35% sögðu, að Sovétríkin stuðluðu að friði í heiminum. í skoðanakönn- uninni nú sögðust aðeins 9% Dana álíta að Sovétríkin stuðluðu að heimsfriði. Sú niðurstaða að Bandaríkin ógnuðu heimsfriði hefur einnig breyst mjög á þessu eina ári. Fyrir ári síðan sögðust 16% Dana álíta að heimsfriðnum stafaði hætta frá Bandaríkjunum. Þá sögðust 56% Dana álíta að Bandaríkin stuðluðu að friði í heiminum en fyrir ári sögðust 69% álíta svo. 43% Dana álíta, að Kínverjar stuðli að friði í heiminum og 23% sögðust álíta að heimsfriðnum stafaði hætta frá Kína. Bjarga mistök veiðiþjófnum? Frá fréttaritara Mbl. Góð von, Grænlandi. í gær. MISTÖK stjórnvalda geta leitt til þess að ekki verði grundvöliur til Týndi sonur- inn í leitirnar — sjö árum eftir að mannræningjar námu hann frá foreldrum sínum Ukiah. Kaliforniu, 2. marz. AP. FJÓRTÁN ára gamall drengur, sem rænt var fyrir sjö árum síðan, fannst í gær á gangi ásamt fimm ára gömlum dreng, sem einnig hafði verið rænt fyrir skömmu síðan í Ukiah í Kaliforniu. Drengurinn, Steven Stayner vissi nafn sitt og hvaðan hann kom. Lögregluyfirvöld handtóku 48 ára gamlan mann, Eugene Parnell, fyrir mannránið á litla drengnum, Tim- othy Lee. Steven Stayner var talinn af fyrir sjö árum. Móðir hans var í sjöunda himni yfir að hafa fundið hinn týnda son á ný. „Við vissum alltaf að hann myndi snúa heim á ný,“ sagði móðirin. Engin skýring fékkst á af hverju drengurinn kom ekki fyrr í leitirnar en svo virðist sem hann hafi komist í kynni við fólk, sem annaðist hann og hann hafi ekki viljað særa það með því að fara frá því. Þetta gerðist 1975 — Vestur-þýzka stjórnmálamanninum Peter Lor- enz sleppt úr gíslingu og ræn- ingjar hans sendir til Jemen. 1973 — Átta hryðjuverkamenn „Svarta septembers" hætta töku saudi-arabíska sendiráðsins í Khartum eftir morð á þremur diplómötum. 1971 — Tyrkneskir hryðju- verkamenn ræna fjórum banda- rískum flugmönnum og hóta að myrða þá (sleppt fjórum dögum síðar). 1970 — Franskur kafbátur með 57 innanborðs týnist undan strönd Riviera. 1965 — Sýrlendingar þjóðnýta niu olíufyrirtæki. 1962 — 111 fórust með brezkri leiguflugvél eftir flugtak í Douala í Kamerún. 1943 — Bandaríkjamenn sigra Japani í orrustunni í Bismarck- hafi. 1933 — Franklin D. Roosevelt boðar stefnu sína „nýskiptingu" í embættistökuræðu. 1931 — Gandhi hættir óhlýðn- iaðgerðum samkvæmt samningi við Irwin lávarð og pólitískum föngum er sleppt á Indlandi. 1919 — Komintern stofnað. 1917— Meiriháttar undanhald Þjóðverja hefst á vesturvígstöðvunum. 1857— Stríði Breta og Persa lýkur með Parísar-friðnum og Persakeisari viðurkennir sjálf- stæði Afganistans. 1797 — Brezkt herlið Lakes lávarðar bælir niður uppreisn í Úlster. 1789 — Stjórnarskrá Bandaríkj- anna tekur gildi. 1681 — Karl II úthlutarT/illiam Penn landi í Norður-Ameríku. 1632 — Pfalz-herferð Gustafs Adolfs hefst. 1606 - Hinrik IV af Frakklandi hertekur Sedan til að binda endi á uppreisn hertogans af Bouill- on. Afmæli. Hinrik sæfari, portú- galskur prins (1394—1460) — Sir Henry Raeburn, skozkur list- málari (1756-1823) - Miriam Mikabe. suður-afrísk söngkona (1932----). Andlát. 1852 Nicolai Gogol, rit- höfundur — 1953 Serge Prokov- iev, tónskáld. Innlent. 1213 • Hrafnseyrar- brenna, d. Hrafn Sveinbjarnar- son — 1263 Brandur ábóti vígður til biskups — 1798 f. Sigurður Breiðfjörð — 1876 f. Ásgrímur Jónsson — 1283 d. Þórður pr. Sturluson — 1697 d. Sigurður lögmaður Jónsson — 1829 d. Grímur Thorkelin leyndar- skjalavörður — 1852 f. Kristján Jónsson ráðherra — 1861 d. Ól. pr. Indriðason — 1834 Aftaka Sigurðar Gottsveinssonar vegna Kambsránsins — 1904 Hannes Hafstein situr í fyrsta sinn ríkisráðsfund — 1944 Alþingi samþykkir stjórnarskrá lýðveld- isins — 1968 Víðtæk verkföll hefjast — 1971 íslendingum sleginn uppstoppaður geirfugl. Orð dagsins. Vitneskjan um eigin vanþekkingu er stórt skref í átt til þekkingar — Benjamín Disrael, brezkur stjórnmálaleið- togi (1804-1881). að höfða mál gegn vestur-þýzka verksmiðjutogaranum „Heidel- berg“ fyrir meinta ólöglega veiði. Ástæðan er sú að reglugerð sem kveður á um bann við þorskveiði við Grænland tók ekki formlega gildi fyrr en 30. janúar sl. Verj- andi „Heidelbergs" hefur því kraf- izt þess að málið verði látið niður falla og Vestur-Þjóðverjar sýkn- aðir af ákæru um ólöglega veiði. Ákæruvaldið hefur neyðzt til að viðurkenna að ef til vill sé um „glufu" að ræða í lögunum. Úr- skurðar landsréttar er að vænta á morgun og hans er beðið með miklum spenning. Ef úrskurðurinn verður „Heid- elberg" í vil getur hann haft áhrif á dóm sem var kveðinn upp yfir öðrum vestur-þýzkum verksmiðju- togara, „Geeste" fyrir ólöglega veiði í janúar. _ Lauritze„. ERLENT Simamynd AP. Ungfrú Austurríki, Katrín Zorn, var krýnd ungfrú Evrópa á Kanaríeyjum um helgina og var hlutskörpust nítján keppenda. Ungfrú Belgía, Christine Cailleau, er til vinstri og ungfrú Spánn, Lola Forner, til hægri. Sungu sjómannalög til að halda rónni Grímsbæ, 3. marz. AP. ÞRÍR brezkir sjómenn velktust um á öldum Norðursjávar í þrjá sólarhringa áður en þeim var bjargað um borð í danska skipið Pansy í dag. Styttu sjómennirnir sér stundir í volkinu með því að kyrja sjómannaslagara. Sprenging varð um borð í báti Mannskaðaveður í suðurfylkjum Bandaríkjanna þremenningana og björguðu þeir sér um borð í gúmbjörgunarbát áður en báturinn sökk í hafið. Eiginkona skipstjórans, hins sex- tuga Henry Hansen, sagði í dag að þess yrði ekki lengi að bíða að maður hennar færi aftur á sjóinn, „Sjómennskan er honum í blóð borin, hann unir sér hvergi nema á sjónum. Hann fer sennilega í gott bað og hvílir sig örlítið áður en hann svipast um eftir nýjum bát,“ sagði konan er hún frétti um björgun eiginmanns síns. Hansen bjargaðist úr sjávarháska einnig árið 1964. Hann er sex barna faðir. NEW York. 3. marz. AP. AÐ minnsta kosti 27 manns fórust i óveðri, sem gekk yfir suðurhluta Bandaríkjanna um helgina. Yfir 30 sm af snjó kyngdi niður í Virginíu og fylkisstjórinn, John Dalton, lýsti yfir neyðarástandi. í Norfolk í Virginíu var fólki sagt að vera ekki á götum úti og allt atvinnulíf var lamað í dag. Óttast er að helmingur ávaxta uppskerunnar í Flórdía hafi eyði- lagst vegna kuldanna. í Flórida þyrptist fólk út á götur með myndavélar til að taka myndir af snjónum. Óveðrið gekk síðan yfir Ohio og Indiana. Mörg lík hafa fundist hulin í snjó í Missouri og Virginíu. Dregur til úrslita á hafréttarráðstefnu? Sameinuðu þjóðunum, 3. marz. AP. HAFRÉTTARRÁÐSTEFN A Sameinuðu þjóðanna hóf í dag tíu Eldur í DC-9 Saxreb, 3. marz. AP. ELDUR kom upp í lendingar- búnaði farþegaþotu af gerð- inni DC-9 frá SAS er vélin ók af flugbraut að flugstöð á flugvellinum í Sagreb á laug- ardag. Engin slys urðu á farþegum eða áhöfn. Viðgerð fór fram á lendingarbúnaðin- um um helgina og sneri vélin aftur til Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Ekki var gefið uppi hvað olli eldsvoðanum. vikna fund sinn, og er þess vænst að þegar fundunum lýkur 4. apríl næstkomandi liggi fyrir uppkast að drögum að hafréttarsáttmála, sem síðan verði staðfestur á fundum hafréttarráðstefnunnar er hefjast 29. ágúst. Samkvæmt heimildum fengu strandríki 12 sjómílna landhelgi og 200 mílna efnahagslögsögu í nýja sáttmálanum, en undir viss- um kringumstæðum fengu önnur ríki að veiða í efnahagslögsögu annars ríkis. Þá yrði sett á laggirnar alþjóðleg stofnun til að stjórna nýtingu á auðæfum hafs- botnsins, svo sem vinnslu mang- ans, nikkels, kopars og kóbalts. Veður Akureyri 7 skýjað Amsterdam 7 skýjað Aþena 15 heiðskírt Berlín -1 skýjað BrUssel 7 heiðskírt Chlcago -6 skýjað Dyflínni 7 heiðskírt Feneyjar 10 þokumóöa Frankfurt 7 skýjaö Genf B skýjað Helsinki 0 heiðskírt Jerúsalem 4 heiöskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Lissabon 13 rigning London 7 heiöskirt Los Angeles 17 rigning Madrid 17 rigning Malaga 16 alskýjað Miami 34 heiðskírt Moskva -3 skýjað New York -2 heíöskírt Osió 0 heiðskírt París 7 skýjað Reykjavík 7 súld Rio de Janeiro 37 heiðskírt Róm 14 skýjað Stokkhólmur -3 heiöskírt Tel Aviv 13 heiðskírt Tókýó 33 heiðskfrt Vancouver 10 heiöskírt Vinarborg 10 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.