Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 47 Yfir 50 slasast í átök- um í Amsterdam Amsterdam. 3. marz. AP. TIL átaka kom í Amsterdam í dag, þegar lögregla réðst gegn hindrunum, sem fólk er sest hefur að í auðum húsum hafði sett upp. Hundruð manna gengu í lið með fólkinu í baráttunni gegn lögregl- unni og að sögn fréttamanns á staðnum taldi hann að yfir 50 manns hefðu slasast í átökunum. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að 25 lögregluþjónar hefðu verið fluttir á sjúkrahús en 13 þeirra hlutu minni háttar meiðsl. Lögreglan réðst aðeins gegn hindrunum, sem fólkið hafði kom- ið upp en rýmdi ekki hús sem fólkið hafði sest að í. Það krefst að fá að setjast að í húsnæði sem ekki er notað. Talið er að í Amsterdam sé þarna um að ræða 6000 manns. Spenna hefur undanfarið verið milli borgaryfirvalda og þessa fólks. Um 1000 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum lögreglu í dag og hafði lögreglan mikinn viðbúnað vegna aðgerðanna. Frydenlund aðvar- ar Sovétmenn Ósló, 3. marz. AP. KNUT Frydenlund utanríkis- ráðherra Noregs varaði Sovét- menn við endurteknum árásum á Norðmenn fyrir vígbúnað, þar sem árásirnar gætu spillt sambúð ríkjanna tveggja. togstreitu í heiminum. Sagði Frydenlund að ákvörðun um nýlegar endurbætur á vopnum og eftirlitstækjum væri í engu tengd innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Frydenlund sagði að nor3ka þingið hefði samþykkt fyrir þremur árum þau vopnakaup sem farið hefðu fram að undan- förnu, og að varnir landsins á norðurslóðum yrðu endurbættar. Því væri út í hött að saka Norðmenn um að kynda undir Selveiði hef st við Kanada St. Johns, 3. marz. AP. BÆNAGJÖRÐ fyrir kana- dísku selveiðiskipin sem brátt hefja selveiðar í norð- urhöfum fór fram i dag og fór athöfnin friðsamlega fram, þar sem engir and- stæðingar selveiðanna voru viðstaddir athöfnina áður en skipin létu úr höfn. Við sama tækifæri í fyrra efndu félagar í samtökum grænfriðunga til aðgerða og reyndu að hindra að selveiði- skipin létu úr höfn. Talsmenn grænfriðunga sögðu í dag að þeir yrðu komnir á vettvang er veiðiskipin kæmu inn á veiðisvæðið við norðaust- urströnd Kanada. Sex kanadísk selveiðiskip hafa fengið leyfi til veiðanna, og mega þau veiða 46.500 seli í Norðvestur-Atlantshafi. Tvö skip fá að veiða 19.750 seli í St. Lawrenceflóa. Þrjú norsk skip fá að veiða 20.000 seli á svæðinu. Sjö menn úr leynifélagi teknir af lífi í Teheran Kuwait. Teheran. 3. marz. AP. ÚTVARPIÐ í Teheran skýrði, frá því í dag að sjö menn úr Forgan neðanjarðarsamtökun- um hefðu verið teknir af lífi í dag, en samtökin höfðu lýst ábyrgð sinni á morði nokkurra trúarleiðtoga og embætt- ismanna á síðasta ári. Skömmu fyrir aftökuna kvaddi Sadegh Ghotbzadeh utanríkis- ráðherra einn af gíslunum í bandaríska sendiráðinu, Victor Thomseth, á sinn fund, en náms- mennirnir sem halda sendiráðinu lýstu því yfir að þeir hefðu fundið gögn sem sýndu fram á tengsl Thomseths við Forgan samtökin. Eru Thomseth, Mike Holland öryggisfulltrúi sendiráðsins og Bruce Laingen sendiráðsfuiltrúi nú í haldi í utanríkisráðuneytinu. Bani Sadr forseti gaf til kynna í dag að langur tími liði áður en gíslarnir yrðu látnir lausir. Það yrðu þó ekki námsmennirnir í sendiráðinu sem afgreiddu mál gíslanna, heldur stjórnvöld landsins. Hann sagði að yfirvöld gæfu sér góðan tíma til að kanna alla þætti málsins áður en af því gæti orðið að gíslarnir yrðu látnir lausir. Byltingarráðið samþykkti sam- hljóða í dag að leyfa fimm manna rannsóknarnefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna, sem vinnur að rannsókn á valdaferli íranskeis- ara, að ræða við gíslana í banda- ríska sendiráðinu, en ekki er vitað hvenær af fundinum verð- ur. Nýr forsætisráð- herra í Thailandi Haiurkok. 3. marz. AP. PREM Tinsulanond var í dag settur í embætti forsætisráð- herra Thailands eftir að hann var kjörinn fyrr í dag. Hann tekur við af Kriansak Chomanan, sem sagði af sér embætti á föstudag. Ein helsta ástæðan fyrir falli Kriansak var óðaverðbólga í landinu. Tinsulanond er 59 ára gamall hershöfðingi og aðeins eru liðin þrjú ár frá því að hann hóf að hafa afskipti af stjórn- málum. N óbelsv er ðlaunahaf ar leggja sæði sitt á banka Escundio, Kaliforníu. 3. marz. AP. KAUPSÝSLUMAÐURINN Robert K. Graham, sem stofnað hefur sæðisbanka sem einungis tekur á móti framlögum frá Nóbelsverð- launahöfum. neitaði í dag sögusögnum um að hugmyndin með bankanum væri að framleiða yfirburða kynflokk. Hann sagði að það eitt vekti Graham, sem er 74 ára, stað- fyrir sér, að tryggja það að bornir yrðu gáfaðir menn, sem ella kæmu ekki í heiininn. „Ég vil að afkomendum okkar snjöll- ustu vísindamanna fjölgi, og að gáfum prýddar ungar og hraust- ar konur geti valið úr sæði þriggja Nóbelsverðlaunahafa. festi að fimm bandarískir Nób- elsverðlaunahafar hefðu lagt inn sæði á bankann. Einn þeirra William Shockley er hlaut verð- laun fyrir hönnun smára. Gra- ham sagði einnig að þrjár konur hefðu þegar þegið sæði úr bank- anum á síðustu þremur mánuð- um, en að svo komnu máli væri ekki hægt að segja til um árangurinn með vissu. Svissneski Nóbelsverðlauna- hafinn Werner Arber, er hlaut verðlaunin fyrir störf á sviði lífeðlis- og læknisfræði, lýsti í dag andúð sinni á sæðisbankan- um. Hann sagði yfirlýsingar um tilgang bankans villandi, engin ástæða væri til að halda að Nóbelsverðlaunahafar væru gáf- aðri en aðrir. Arber sagðist ekki ætla að veita framlag í bankann. Khomeini trúarleiðtogi kom í dag í fyrsta skipti fram opinber- lega í 38 daga. Kom leiðtoginn fram á svalir sjúkrahúss í Teher- an, þar sem hann héfur verið til meðferðar vegna hjartaveilu. Þúsundir manns fögnuðu Khom- eini og hvatti hann viðstadda til góðrar þátttöku í þingkosningun- um 14. marz næstkomandi. Kissinger sam- tölin ekki birt WashinKton. 3. marz. AP. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna hnekkti í dag tilraun fréttamanna og sagnfræðinga til að fá afrit af símtölum Henry Kissingers þegar hann var utanríkisráðherra og ráðu- nautur í Hvíta húsinu. Dómstóllinn úrskurðaði með 5 atkvæðum gegn 2 að lög um upplýsingafrelsi heimiluðu ekki alríkisdómstólum að fyrirskipa að upplýsingarnar yrðu fluttar frá bókasafni Þjóðþingsins þar sem þær eru geymdar til utanríkisráðuneytisins til birt- ingar. Samkvæmt úrskurðinum er utanríkisráðuneytinu frjálst að fara fram á að skjölunum verði skilað. Líklegt er talið að lagt verði fast að ráðuneytinu að gera það. Með úrskurðinum í dag er hnekkt úrskurðum lægri dóm- stóla sem heimiluðu aðgang að minnsta kosti hluta hljóðritaðra samræðna Kissingers er hann var utanríkisráðherra. Æfa landgöngu í Noregi Norfolk. 3. marz. AP. FLOKKUR 1.800 landgönguliða hélt í dag áleiðis til Norður- Noregs til að taka þátt í sérstök- um æfingum þar í aðeins 600 kílómetra fjarlægð frá sovézku flotastöðinni í Murmansk, en flotastöðin er sögð vera stærsta herstöð í heimi. Svo stórt Hð úr bandaríska sjóhernum hefur ekki tekið þátt í Lesley-Anne giftir sig Lundúnum. 2. marz. AP. BREZKA leikkonan Lesley-Anne Down, sem lék í hinum vinsælu sjónvarpsmyndaþáttum Hús- bændur og hjú gifti sig í Kairó í dag. Sá hamingjusami er arg- entískur, Henry Gabríel. Lesley- Anne leikur nú í kvikmynd í Egyptalandi. Eftir að hún hafði leikið í Húsbændum og hjúum hefur vegur hennar farið vaxandi í heimi kvikmyndanna. Lesley- Anne hitti Henry sinn í Ungverja- landi í janúar síðastliðnum. landgönguæfingum í norðurhlut- um Evrópu. Æfingarnar fara fram frá 14. til 19. marz næst- komandi. Aðstæður eru eins erf- iðar og hugsast getur. Plata ársins London. 3. marz. AP. BREZKA blaðið „Gramophone“ valdi i dag upptöku á verkum Haydens fyrir þrjú píanó með bandariska tríóinu „American Beaux Arts“ sem hljómplötu árs- ins 1979. Verðlaun fyrir bezta kórverkið hlaut upptaka með Sinfóníu- hljómsveitinni í Boston og Tangle- wood kórnum undir stjórn Seiji Ozawa á „Gurrekieder“ eftir Schönberg. Bezti konsertinn var valinn upptaka með Maurizio Poll- ili og Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago á píanókonsertum nr. 1 og 2 eftir Bartok. Bezta hljómsveitarverkið var valið „Images" eftir Debussy í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Lundúna, og óperan „Lulu“ eftir Berg í flutningi Parísaróperunnar var valin ópera ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.