Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 „Nafnaskráin" er undirstaða valdakerfisins í Sovétríkjunum. Þaö er listi yfir nöfn þeirra, sem hafa aðgang að valdastiga flokksforyst- unnar. Ef nafn einhvers er á þess- um lista, tilheyrir sá hinn sami valdastéttinni. Hann á rétt á forrétt- indum, sem öðrum er meinað um, og á hlutdeild í samþjappaðri völd- um en fyrirfinnast nokkurs staðar í Evrópu eða Noröur-Ameríku. Efst á þessum pýramída situr aðalúrvalið — æðstaráðið. Og það lýtur ekki stjórn neins annars. Fjórtán gamlir menn, sem flestir eru komnir yfir eftirlaunaaldur, hafa heimsfriöinn í hendi sér. Hvort sem um er aö ræða, að öflugasti her í heimi ráðist á nágrannaríki eða hvort skriðdrekar þeirra skuli loka þýöingarmikilli flutningaleið eða ráðast gegn mót- mælagöngu verkamanna, hvort Ekkert þing, enginn dómstóll og ekkert stéttarfélag lýtur gagnrýnum augum á athafnir æðstaráðsins, aöalritarans eöa annarra, er skipa valdaúrval Sovétríkjanna. Aldrei nokkru sinni í sögu Sov- étríkjanna hefur efsta sovétiö, sem er æösta fulltrúasamkunda þjóðar- innar, boriö brigður á ákvörðun æðstaráðsins. Það er reyndar ekki svo undarlegt, þar eð meðlimir efsta sovétsins eru valdir af sjálfum flokksleiðtogunum. Stéttarfélögin eru alveg jafn auð- sveip. Eina verkefni þeirra er að sjá svo um, að framleiðni fari vaxandi og að úthluta greiðslum fyrir auka- vinnu. Starfsmenn þeirra eru skip- aöir af starfsmannadeild viðkom- andi flokksdeildar og hún fer eftir leiðbeiningum og ákvörðunum æðstaráðsins. Dómarar og blaða- menn eru skipaðir á sama hátt, svo þeim frestað og tilraunir eru gerðar til aö ná samkomulagi í tveggja manna viðræðum. Stöku sinnum tekst þetta ekki. Þegar svo fer, er orðalaginu „ein- róma samþykkt" sleppt í hinni opinberu fréttatilkynningu æðsta- ráðins um ákvörðunina. Ágreiningur og valdabarátta í augum almennings verður æöstaráðið hins vegar að vera sammála. Þess vegna er farið með ágreining meðal leiötoganna sem algjört leyndarmál í Kreml. Ef skoð- anaágreiningur hefur í för með sér innbyröis valdabaráttu, fá borgarar landsins því aöeins vitneskju um það, aö ritstjórnargrein í dagblað- inu þeirra fjalli um þörfina á meiri einingu. Slík áskorun blrtist í des- friðardúfurnar. Þeir sem höfðu ver- ið á móti íhlutun árið 1968 fengu ekkert. Þetta var næg sönnun fyrir ágreiningnum. Fræðilega séð geta meðlimir æðstaráðsins skotiö alvarlegum ágreiningsefnum til miöstjórnarinn- ar. Þegar allt kemur til alls er vald þeirra einmitt þaöan runnið. Til dæmis gæti endurskoðun á ákvöröuninni um Afganistan — ef æöstaráöið sjáft fær enga bak- þanka — komið frá fullskipaðri samkundu hinna 287 meðlima mið- stjórnarinnar. Hún kemur saman reglulega tvisvar á ári, næst líklega í apríl. Þegar miðstjórn breytti ákvörðun aðstaráðs Aðeins er vitað um eitt tilfelli, þar flokksstofnunina á næsta þrepi fyrir neöan. Sá sem hundsar þessi meömæli á ekki mikinn frama í vændum. Kerfiö er tryggt í báða enda, þar eö allar kosningar þarfn- ast staðfestingar að ofan. Aðferðin nefnist lýöræðisleg miöstýring og var tekin upp af Lenín fyrir 59 árum. Með henni er tryggt, að valdhafa- úrvaliö endurnýjar sjálft sig. Mikilvægustu embætti forystunn- ar á hverju stigi eru skipuð þeim, sem viökomandi flokksstofnun vel- ur. Valdakerfið byggist á 250.000 embættismönnum og gengur undir heitinu „nafnaskráin". Hver sá, sem tekst að komast á þennan lista, tilheyrir yfirstétt Sovétríkjanna og er stoltur af nafngiftinni. Fari öldungarnir 14 í Kreml eftir áliti einhvers hóps í landinu, þá er það álit þeirra, sem eru á „nafna- skfanni”, en það eru þeir sem styöja þá til valda, breiöa yfir mistök þeirra og gætu hugsanlega svipt þá völdum. Hvergi annars staöar í Evrópu er til þjóðfélag meö jafn rígskorðaðan valdastiga og hvergi annars staðar hefur yfirstéttin jafnmikil völd. Hún hefur á valdi sínu her og lögreglu, rithöfunda og klerka, stjórnendur fyrirtækja og ferðamenn í viö- skiptaerindum, stjórnendur stór- býla og sölumenn. Hún hefur öll framleiðslutæki í sameiginlegri eign sinni og dreifir allri þjóöarframleiðslunni. Hún ákveöur laun hvers einasta manns og næstum allt verðlag. Allur iðnaöur og hver þverþuml- ungur lands er samkvæmt lögum eign sovézka ríkisins. Og ríkið er í Úr sumarhúsi Krúsjeffs. rauöa flotanum skuli beitt gegn fjarlægum fjandmanni eöa kjarn- orkuknúnum eldflaugum skotið á fjarlægar heimsálfur, eru allar ákvaröanir teknar af hinum 14 meðlimum æöstaráðs, Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Hingaö til hafa aldur þeirra og reynsla verið talin trygging fyrir friöarvilja þeirra og jafnvel kannski vizku, en a.mík. fyrir vissu afskipta- leysi. Síöan ákvörðun Sovétmanna um að ráöast inn í hlutlaust nágranna- ríki var tekin, hefur umheimurinn farið aö efast um, hvort gamlingj- arnir í Kreml séu eins vitrir og hræddir við að taka áhættu og álitið var, og þeir eru sannarlega ekki afskiptalausir. Þeir vita lítiö um veröldina Mennirnir 14, en meöalaldur þeirra er 68 ár, sem stjórna stærsta ríki veraldar, vita mjög lítið um veröldina. Fyrir utan slökunar- þrenninguna, Brésnef, Kosygin og Gromyko, hafa þeir lítið séð af umheiminum, þeir kunna varla nokkurt erlent tungumál og aðeins fáeinir hafa nokkru sinni litið Vest- urlönd meö eigin augum. Þeir hafa árum saman veriö úr tengslum við eigin þjóð, þeir byrgja sig bak viö viðamikil skrifborðin, klædd grænu filti. Þeir búa viö nokkurn munað handan vandlega varinna járngiröinga og lesa það eitt, sem þeirra eigin fréttastofa ber þeim á borð. Enginn hefur eftirlit með þeim. Þaö eru engin frjáls blöö, engir óánægöir kjósendur, sem kalla þá til ábyrgöar. í kerfinu, sem þeir stjórna, fyrirfinnst enginn búnaður, er getur neytt þá til að leiðrétta rangar ákvarðanir. og ritskoöunarmenn hinnar ríkis- reknu blaöaútgáfu. Öldungafundur Öldungarnir 14 hittast einu sinni í viku á fimmtudögum á reglulegum fundum í Kreml. Hlífðarskýli kemur í veg fyrir, að forvitnir vegfarendur geti séð bygginguna, sem þeir hittast í, bregða fyrir. Það er „Gamla öldungaráðið", gul bygg- ing, sem Katrín mikla keisaraynja lét reisa fyrir þjóðarsamkundu, er aldrei kom saman. Frá því á síðustu öld er oröið „sakon", sem merkir „lög“, greypt inn í gaflinn. Hinir þrír meðlimir utan æðsta ráösins sækja ekki fundi reglulega, en venjulega eru hinir átta „fram- boðsmeðlimir", sem ekki hafa at- kvæðisrétt, viöstaddir ásamt ritur- um miðstjórnar og einstaka sinnum sérfræöingum, en oftast eru hag- fræöingar eöa herforingjar. Á hátindi valdakerfisins sitja menn, er ráöstafa ekki aðeins málum, er varöa líf og dauöa, svo sem stríði eða friöi, heldur einnig fjárfestingum, framleiðslukvótum, hvenær uppskera skuli hefjast í Kazakstan, hvort banna eigi ein- hverja skáldsögu eða veita leyfi til viötals við einhvern útlending. Undirbúningur dagskrár fer fram á skrifstofu miðstjórnar undir stjórn Brésnefs aðalritara, sem er 73 ára að aldri. Hinir 10 ritarar hans ásamt 22 stjórnardeildum, en helmingur þeirra hefur á hendi hagstjórnar- málefni, undirbúa sérhvert mál nákvæmlega fyrirfram, svo að ein- ungis þarf að taka ákvörðun í því. Æðsta ráöiö kemst aö niður- stööu um ákvaröanir sínar meö umræöum. Og umræðum er haldiö áfram , þar til öll andstaö við skoðun meirihlutans er horfin. Ef umræður taka of langan tíma, er Lenin, sem lagöi grundvöllinn aö forréttindum yfirstéttarinnar í Sovétríkjunum. ember síðastliðnum, skömmu fyrir innrásina í Afganistan í málgagni miðstjórnarinnar, „Kommúnisti". Svipaöur ágreiningur átti sér stað í æðstaráðinu fyrir hina um- deildu ákvörðun 16. ágúst 1968 um aö beita herliði í Tékkóslóvakíu. Á þeim tíma bárust til Vesturlanda óljós merki um skiptar skoðanir í æöstaráöinu, enda þótt hér hafi hugsanlega veriö um vísvitandi rangar upplýsingar að ræöa í þeim tilgangi að koma friðsamlegri ímynd ákveðinna sovézkra stjórn- málamanna til bjargar. Sérfræðingar í málum, er varöa Kreml, skrifuöu lista yfir „dúfurnar“ í Kreml, sem höfðu oröiö að láta í minni pokann árið 1968. Efstur á blaði var Alexei Kosygin forsætis- ráöherra. Þremur árum síöar veittu hinir nýju leiötogar í Prag oröu öllum meðlimum æðstaráðsins, sem ekki voru á lista þessum yfir sem miðstjórn breytti ákvöröun æöstaráðsins. „Flokksráðiö" eins og ðstaráðið nefndist þá, ákvað með meirihluta aö setja Nikita Krúsjéf flokksforingja frá embætti árið 1957. Herforingjarnir voru þó á öðru máli og með aðstoð flughersins var flogið með næstum alla meölimi miðstjórnarinnar til Moskvu. Meöan hinn örlagaríki fundur æðstaráðsins stóð yfir, opnaöi Krúsjéf dyrnar að fundarsalnum með áhrifaríkum hreyfingum og benti miðstjórnar- fulltrúunum, sem sátu í Sverlov- salnum við hliðina, að koma en þeir greiddu allir atkvæði með honum. Síöan Brésnef komst til valda árið 1964, hafa fundargerðir miö- stjórnar ekki verið gefnar út. Þó er öruggt, aö ákvaröanir æöstaráös- ins og stundum flokksþingsins eru stöku sinnum endurskoöaöar í mið- stjórninni. Ein slík ákvörðun var um að efla framleiðslu neytendavarn- ings á kostnaö þungaiðnaðar. Flokksþingið tók ákvöröum þar að lútandi árið 1971 samkvæmt tilmælum Brésnefs. Ári síöar virti miðstjórnin hana að vettugi og æ síðan hefur iðnaöur í Sovétríkjun- um framleitt meira af byssum en smjöri. Rígskorðaðir valdastigar Samkvæmt lögum kommúnista- flokksins á flokkurinn í heild að kjósa 5000 fulltrúa á flokksþingið, sem kemur saman á fimm ára fresti og kýs miðstjórn. í framkvæmd er þaö svo, að flokksvél helztu ritara í öllum svæöa- og verksmiðjuhópum undir stjórn miðstjórnarskrifstofu Brésnefs sér svo um, að réttir fulltrúar séu kosnir. Flokksstofnanir á hverju stigi mæla meö ákveðnum mönnum við Brésnéff í veiðíhúsi sínu. höndum eina stjórnmálaflokksins, Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Hinir 16 milljón flokksfélagar — sem eru rúmlega 6% af heilda- mannfjöldanum — eru algerlega á valdi flokksforystunnar. Klíkumyndun í 59 ár hefur myndun hópa innan flokksins verið bönnuö án leyfis aö ofan. En kerfið ýtir undir myndun klíkna og hópa með sameiginlega hagsmuni, sem eru myndaðir til að hjálpa mönnum aö klífa metorða- stigann. Til eru svæðisbundnar klíkur svo sem Dnieprepetrovsk-hópurinn umhverfis Brósnef. Sumar klíkurnar hafa viss félög sem sína opinberu framhlið, íhaldsmenn hafa þannig Félagiö til varðveizlu gamalla minn- ismerkja og frjálslyndir hafa sín menntamanna- og sérfræðingafé- lög, þar á meðal lærdómsakademí- una. Stjórnkrefið, sem byggist á stjórn æðsta fjórðungs einnar millj- ónar, þar sem einn af hverjum þúsund sovézkum borgurum stjórnar hinum 999, var skipulagt af stofnanda ríkisins, Lenín. Árið 1917 skrifaði hann, aö Rússlandi væri stjórnað af 130.000 landeigendum. Hann sæi ekki, hvers vegna 240.000 félagar Bolsévikka-flokks- ins gætu ekki stjórnað ríkinu jafn- vel. Sovétríkin hafa enn u.þ.b. sama fjölda „valdafulltrúa“, eins og þeir eru kallaðir í hinni opinberu mann- fjöldaskýrslu. í sameiningu stjórna Sjá nœstu l síöu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.