Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 VER<jLD „Við höfum okkar siðalögmár EQUADOR Indíánum í Suður-Ameríku hefur farið ört fækkandi. Hafa þeir orðið að bráð ýmsum sjúkdómum, sem borizt hafa til þeirra, útþensla hinna iðnvæddu ríkja hefur þrengt mjög að þeim og loks hefur þeim verið útrýmt á miskunnarlausan hátt. Kaingang-indíánarnir í Brasilíu, sem fyrr á tímum báru höfuðið hátt og börðust gegn Portúgölum í þrjár aldir, mega muna sinn fífil fegri. Nú hefur þeim verið holað niður á nokkrum, hrjóstrugum vernda- svæðum. Arhuacosindíánarnir í C< umþíu hafa verið flæmdir í burtu fjallasvæðunum, þar sem þeir ha lengi búið. Þurftu þeir að víkja fyrir ræktendum marihuana, og í Cauca- héraðinu drápu hermenn og leigu- skyttur 40 indíánaleiðtoga á einu ári. Ache-þjóðflokkurinn í Paraguay sætir grimmdarlegri meðferð og viðgangast þar enn indíánaveiðar til skemmtunar og til þess að útvega þræla. í Equador hefur þessari háska- legu þróun skyndilega verið snúið við, og indíánar rifja nú upp með stolti forn skeið frægðar- og menn- ingar. Forgöngu þar um hefur indíánaþjóðflokkur, sem nýtur stuðnings hinnar borgaralegu ríkis- NEYTENDARAUNIR Fátt um fína drætti í Moskvubúðum Almennum neytendum í Moskvu gengur mjög illa að verða sér úti um hvers kyns kornvöru í verzlunum. Frá þessu var skýrt í opinberri skýrslu fyrir skömmu, og var þar skuldinni skellt á verzlunarstjóra, en ekki Bandaríkjamenn, en þeir hafa sem kunnugt er sett kornsölubann á Sovétríkin. Skýrsla sú, sem hér um ræðir, er unnin af embættismönnum Moskvu- borgar og var birt í dagblaðinu Moskovskaya Pravda. Þar er viður- kennt fullum fetum, að verzlanir í höfuðborginni skorti oft og tíðum algerlega ýmsar nauðsynjavörur, svo sem kornmeti, kjöt, salt og ost. Það kom fram, að skortur á hveiti og annarri kornvöru viðist vera mjög áberandi, en í skýrslunni var það engan veginn sett í samband við kornsölubann það, sem Carter Banda- ríkjaforseti setti nýlega á Sovétríkin, vegna innrásarinnar í Afganistan. Á hinn bóginn var fullyrt, að verzlunar- stjórar hylltust til þess að geyma fágætar vörutegundir í bakherbergj- um i þeim tilgangi að selja þær fyrir geypiverð á svörtum markaði, sem er mjög blómlegur i Moskvu. I skýrslunni segir, að eftirlitsmenn hafi á tveimur dögum rannsakað 34 verzlanir, þar sem fullyrt var, að ekkert hveiti og makkaronni væri á boðstólum. „En við rannsókn á birgðageymslum verzlananna komu í Ijós 45 vörutegundir að verðmæti 150.000 rúblur (90 milljón ísl. krónur). Eftirlitsmennirnir kröfðust þess að fá að skoða birgðageymslur í verzlun í Paraguay telst það enn til skemmtana að bregða sér á indí- ánaveiðar! Rauðskinn- ar rétta úr kútnum stjórnar landsins, sem tók við völd- um í ágústmánuði sl., eftir að herforingjastjórn hafði verið lengi við völd. „Fyrst þurftum við að skipuleggja starf okkar til þess að berjast fyrir löglegu eignarhaldi í löndum okk- ar,“ segir Ampam Karakras leiðtogi Shuar-sambandsins, sem umheim- urinn þekkir betur undir nafninu „hinir hræðilegu Jiavaro-höfðaveið- arar“, enda er aðeins einn manns- aldur síðan þeir herjuðu grimmilega á granna sína og gerðu þá höfði styttri. „Þegar þessari skipulagn- ingu er lokið, verðum við að halda áfram og tryggja rétt okkar til hagnýtingar á auðlindum landa okkar, t.d. olíu og úraníums," heldur hann áfram. Fyrir tveimur árum hóf olíufélag vinnslu á landsvæði Haorani- ættflokksins, sem er talsvert fá- mennari en Shuar-sambandið, en það telur nú um 20.000 manns. Haorani-menn brugðust illa við, og þegar verkamenn olíufélagsins komu til starfa, stungu þeir þrjá þeirra til bana með spjóti. Shuar- indíánarnir ætla að fara öðruvísi að. Þeir leggja nú stund á löggjöf Equador og kynna sér fordæmi annarra þjóða af olíuvinnslu. Þeir ætla nefnilega að láta vinna olíu samkvæmt þeirra eigin skilmálum. Fyrsta skilyrðið er, að frumskóga- svæðin við Amazon-fljót verði vernduð gegn umhverfisspjöllum, og þau verði nýtt í þágu ættflokksins. Þetta ætla þeir að tryggja sér með lögum. Indíánar beittu sér nýlega fyrir ráðstefnu í þorpinu Colta í Andesa- fjöllum, og komu þar saman 200 manns undir kjörorði Equador- stjórnar „lýðræði í reynd“. Þetta var í fyrsta sinn sem indíánar frá frumskógum og hita- beltishéruðum Kyrrahafsstrandar- innar áttu þess kost að hitta frændur sína úr fjallahéruðunum, sem hafa varðveitt næstum óbreytt tungumál, þjóðfélagsbyggingu og erfðavenjur Inkaríkisins, sem spænskir landnemar lögðu í rúst fyrir 450 árum. - TIMOTHY ROSS nokkurri. „Þegar þeir tóku til við að fylla út skýrslur sínar, hófst starfs- fólkið handa við að bera út hveiti- poka, makkaronnipakka, osta og pyls- ur,“ að því er segir í skýrslunni. „í annarri búð í sama hverfi fundu eftirlitsmennirnir 1.433 pund af sól- blómaólíu, hundruð pakka af sóda- dufti og hundruð punda af pylsum að andvirði 10.000 rúblur (6.000.000 ísl. kr.). Þessar vörur voru allar í birgða- geymslum á mesta annatíma dagsins, þegar Moskvubúar voru að flýta sér við innkaupin að loknum vinnudegi. Að sjálfsögðu kemur þetta sér mjög illa fyrir þá. En það er til önnur hlið á málinu. Ef birgðirnar eru hafðar frammi, getur verið erfitt fyrir fólk að standast freistingarnar og láta sér nægja aðeins einn hveitipoka í stað þess að reyna að birgja sig upp.“ Sovézkir neytendur verða æ skefld- ari yfir vöruskortinum og biðraðirnar í verzlununum lengjast stöðugt. Mori Izumi er foringi eins af sjö stærstu glæpahringjum í Japan, en þeir telja um 130 þúsund félaga, sem taka þátt í hvers konar glæpastarfsemi, allt frá eiturlyfjasölu og fjárkúgun til fjárhættuspils. Foringinn er snyrtilega klæddur í svartan jakka og rúllukra/apeysu og bros hans er ómótstæ.Mlegt. Það má aðeins ráða hvert hið sanna starf hans er af því, að framan á einn fingurinn vantar einn kögg- Tugþúsundir í einum og sama glæpahringnum ulinn. Hann hefur verið skorinn af til að gefa í skyn, að foringinn hafi „borið ábyrgð á“ blóðugum bardaga milli tveggja glæpa- flokka. „Við erum fyrsta flokks glæpa- samtök“, segir foringinn með stolt i röddinni er hann ræðir um glæpahringinn, Inagawa-kai, sem dregur nafn sitt af þjóósagna- kenndum leiðtoga sínum frá fyrri dögum. „Áður fyrr rákum v?ð spilavíti í einkaíbúðum, en nú höK*n við mestar tekjur af lög- mætum fyrirtækjarekstri," segir hann. Lögreglan myndi hafa sitt- hvað við þessa fullyrðingu að athuga. Satt bezt að segja rakst ég á Izumi nokkrum dögum eftir samtal okkar á kaffihúsi fyrir utan fangelsi nokkurt, þar sem hann beið ásamt 50 félögum sínum úr glæpahringnum eftir þvi að heimsækja innilokaðan félaga. „Við skiljum ekkert í því, hvers vegna lögreglan er alltaf á hælum okkar,“ sagði Izumi særðri röddu. Og félagar hans kinkuðu kolli til samþykkis. „Þetta er mjög óréttlátt. Við segjum lögreglunni ætíð, að við séum allir af vilja gerðir til að aðstoða hana eftir mætti.“ Japan hefur mátt umbera skipulagða glæpastarfsemi í meira en 400 ár og þar i landi gengur mafían undir nafninu yakuza. Glæpahringirnir eru þáttur í daglegu lífi fólksins, sem sér bófana slegna til riddara í kvik- myndahúsum og skáldsögum. Og þeir gera sitt til að viðhalda ævintýraljómanum með því að skera eins og einn köggul framan af fingri og skreyta sig með íburðarmiklum tattóveringum. „Mafían telur aðeins örfá þús- und félaga,“ segir háttsettur lögregluforingi, „en hér í Japan telur hver glæpahringur tugi þúsunda.“ „Skipulögð glæpastarfsemi blómstrar svo mjög í Japan, að hvergi á byggðu bóli kemst neitt i hálfkvisti við það,“ segir banda- rískur sérfræðingur, Eric von HNEYKSLISMAL Matthew og Doris Figgins gátu aldrei barn, þó að þau ættu sér ekki aðra ósk heitari, og lækn- arnir stóðu ráðþrota frammi fyrir vandamálinu því að þeir fundu ekkert athugavert við þau. Doris, sem er nú 69 ára gömul, komst að því nú fyrir skömmu hvernig í öllu lá. Litla örið á maganum á henni var ekki um- merki eftir botnlangauppskurð eins og henni hafði verið sagt. Árið 1928, þegar Doris var 16 ára gömul, hafði hún verið gerð ófrjó að boði yfirvalda í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum. I síðasta mánuði var dregin fram í dagsljósið harmsaga Dor- isar Figgins og margra annarra kvenna og manna, sem á ungl- ingsárum hafði verið komið fyrir á stofnun nokkurri í Virginíu sem á sínum tíma gekk undir nafninu Hæli fyrir flogaveika og vangefna. Upplýst var, að á 48 ára tímabili fram til ársins 1972 höfðu yfirvöld í Virginíu-fylki látið gera ófrjóa án vitundar þeirra og vilja 7.500 menn og konur, sem höfðu hlotið þann dóm, að þau væru „vangefin" eða „andfélagslega" sinnuð. Lögin sem heimiluðu ófrjósem- isaðgerðirnar hafa enn ekki verið afnumin en þeim hefur þó ekki verið beitt síðustu átta árin. Vegna uppistandsins sem varð við uppljóstrunina keppast nú þingmenn fylkisins við það hver M'« S! H S« 55 51 ii iMiiiiiniiu nm ii i «mi tt ii ii •« a, i «i n «i u ii «i= **• ma. Þinghöllin i Richmond. höfuðborg Virginíu. Þingheimur komst i uppnám þegar ófrjósemisaðgerðirnar spurðust. I>úsundir gerðar ófrjó- ar að þeim forspurðum sem betur getur að taka þau til umræðu og endurskoðunar og ekki hefur það heldur dregið úr framtaksseminni, að ýmis mannréttindasamtök, sem hafa látið málið til sín taka, hafa sagt, að málið allt minni helst á fræðikenningar og tilraunir vísindamanna í Þýskalandi nas- ismans. Enn er verið að skoða lækna- skýrslur til að komast að því nákvæmlega hve margir hafa verið gerðir ófrjóir en rannsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.