Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 49 Þrjár kynslóðir fávita eru meira en nóg... (SJA HNEYKSLISMAL) Hurst, sem hefur kannað ítarlega undirheima Japans. „Aðgerðir stjórnvalda til að brjóta glæpa- hringina á bak aftur eru meira eða minna sýndarmennska,“ bæt- ir hann við. Árangurinn er næsta lítill eins og t.d. þegar lögreglan i Kobe kom nýlega á fót sérstökum „baráttuhópi“ tii að yfirheyra glæpaforingja, þar á meðal Kaz- ua Taoka. sem stjórnar Yamag- uchi-hringnum, líklega stærsta glæpafélagi veraldar. Lögreglan í Japan hefur mest- ar áhyggjur af því, hversu vel glæpamönnunum gengur að skipuleggja markað fyrir eitur- lyf. Fyrst var byrjað á því að selja öðrum glæpamönnum eit- urlyfin, því næst fólki í skemmt- anaiðnaðinum, og nú upp á siðkastið skólaæskunni og hús- mæðrum. Það má ráða af þvi, á hvaða bekk glæpamönnunum er skipað i hinni þrautskipulögðu þjóðfé- lagsbyggingu i Japan, að þeir reka skrifstofur sínar fyrir opn- um tjöldum i mörgum borgum landsins, og koma oft hundruðum saman til að vera við íburðar- miklar útfarir og samkomur við foringjaskipti, þótt fyrst kasti tólfunum þegar þeir hópast sam- an i veizlufagnaði til að hylla félaga sem sleppt hefur verið úr fangelsi. Félagar i yakuza benda alltaf á fornar venjur, þegar þeir rétt- læta starfsemi sína og þeir segj- ast umfram allt bundnir af holl- ustu gagnvart hverjir öðrum. „Það er aðeins mannlegt að berjast fyrir fjölskyldu sína og vini,“ segir einn helzti foringi Yamaguchi-glæpahringsins. Og rétt sí svona til að undirstrika einlægni sina opnar hann lófann til að sýna stýfðan fingur. „Við höggvum framan af fingri til að innsigla samkomulag eftir flokkadrætti eða þá til að bæta fyrir misgerðir," segir hann og bætir síðan við hátíðlegur á svip: „Við höfum okkar siðalögmál." - DONALDKIRK. hvað í raun og veru hafði gerst eftir ósigurinn þegar hann aðstoð- aði hermenn Bandamanna við að finna lík 20.000 manna sem höfðu látist í búðunum. Sú reynsla hafði mikil áhrif á Nagase og olli honum hugarangri um margar ára skeið. Það var svo loks á miðjum sjöunda áratugnum að hann treysti sér til að vitja aftur fornra slóða. Á brúnni yfir Kwai-fljótið, þeim sögufræga stað, strengdi Nagase þess heit að gera allt sem hann gæti til að vinna bug á hatrinu og biturleikanum og þrátt fyrir litlar undirtektir og andúð af beggja hálfu hefur hann aldrei hvikað frá settu marki. í þessari „einmana- legu“ baráttu gerir hann hvort tveggja í senn að vera samviska þjóðar sinnar og bera sáttarorð á milli þjóða. Meðal annars sem Nagase hefur tekið sér fyrir hendur er að skrifa bók á ensku þar sem hann skýrir afstöðu Japana. „Ég þorði ekki að segja það sem mér bjó í brjósti meðan á stríðinu stóð, því að þá hefði ég verið handtekinn og pynt- aður, en nú get ég sagt sem satt er, að við vorum sekir um hægfara fjöldamorð. Við vorum verri en grimmar skepnur. Þetta hefur haft svo mikil áhrif á mig, að enn þann dag í dag get ég ekki dregið japanska fánann að húni. Hvítur grunnurinn minnir mig á skinin bein fórnarlambanna, rísandi sólin er blóðið sem litar svörðinn. Ég held að enginn þeirra, sem komust af, geti gleymt því sem gerðist, en ef við biðjum einlæglega fyrirgefningar vona ég að þeir geti tekið í útrétta vinar- hönd.“ á vegum blaðsins Winchester Evening Star leiddi í ljós, að á árinu 1952 höfðu 6.080 menn og konur verið gerð ófrjó á geð- sjúkrahúsum í Virginíu — eða 20 árum áður en aðgerðunum var hætt. Mörg fórnarlambanna eru enn á lífi og mörg hafa þau um ævina varið miklu fé og mikilli fyrir- höfn í það að finna út hvers vegna þau gátu ekki átt börn. Ógiftar mæður, vændiskonur, smáglæpamenn og unglingar, sem áttu við hegðunarvandkvæði að stríða, voru á meðal þeirra sem voru gerð ófrjó, að sögn opinberra embættismanna, en þeim var mest hætta búin sem komu frá fjölskyldu þar sem geðveila var algeng. „Þrjár kynslóðir fávita eru meira en nóg,“ sagði Oliver Wendell Holmes hæstaréttar- dómari í frægum úrskurði árið 1927 þar sem hann studdi ófrjó: semisáætlanir Virginíu-fylkis. „í stað þess að hafast ekki að og verða síðar að taka af lífi vegna glæpaverka úrkynjuð afkvæmi eða horfa upp á þau verða hungurmorða vegna fávitahátt- ar, væri betra fyrir alla heims- byggðina að hægt væri að koma í veg fyrir, að þeir, sem eru greinilega óhæfir, héldu áfram að geta af sér sína líka.“ Læknar eru á einu máli um að fólk eins og Doris Figgins væri nú á dögum ekki álitið „vangefið" á nokkurn hátt. „Ég féll saman og grét,“ sagði Doris þegar hún hafði komist að hinu sanna. „Manninn minn og mig langaði svo ákaflega að eignast börn. Við þráðum það svo heitt. Ég vissi aldrei hvað þeir höfðu gert mér.“ Systir Dorisar Figgins, Carrie Buck, var eitt af fórnarlömbum ófrjósemisáætlunarinnar. Nítján ára gömul var hún úrskurðuð „vangefin", ógift móðir og að dóttir hennar væri „sein“. Móðir hennar var sögð „andfélagslega" sinnuð og „trúlega vændiskona". Nú hefur verið skýrt frá því, að geðlæknaráð Virginíu-fylkis hafi bannað ófrjósemisaðgerðirnar árið 1972 og að tveimur árum síðar hafi lögunum verið breytt til að koma í veg fyrir að sjúklingar á ríkisspítölunum væru gerðir ófrjóir án undan- gengins dómsúrskurðar. Ekki hefur þó verið sagt frá því hve margir hafa verið gerðir ófrjóir síðan 1974 eftir núgildandi lög- um, en mál Dorisar Figgins, Carrie Buck og um 7.500 annarra, jafnvel þó að sum þeirra séu orðin hálfrar aldar gömul, hafa stuggað allrækilega við löggjaf- anum í Virginíu. „Þetta mál er allt mjög átak- anlegt," hefur talsmaður meiri- hlutans í öldungadeildinni látið hafa eftir sér. —ANTHONY HOLDEN HARÐRÆÐI F órnarlömb beðin forláts í augum sumra Japana er Tak- ashi Nagase vandræðamaður og jafnvel svikari, sem gerir allt hvað hann getur til að vekja til lífsins óskemmtilegar endurminningar sem hafa verið gleymdar og grafn- ar um langan aldur. Gleymdar og grafnar fyrir flest- um Japönum, ef til vill — en ekki fyrir þeim þúsundum hermanna Bandamanna, sem nægir að heyra orðið „Japan" til að minnast þeirr- ar villimannlegu meðferðar, sem þeir sættu sem stríðsfangar í SA-Asíu. Þeir minnast enn þrælk- unarvinnunnar við Thai-Burma- brautina með sama hryllingi og beiskju og fyrir fjórum áratugum. Nagase, sem er sextugur ensku- kennari, skilur stríðsfangana vel. Hann var hertúlkur í einum stríðsfangabúðunum og eftir upp- gjöf Japana hjálpaði hann til við að finna fjöldagrafirnar þar sem fórnarlömb brautarlagningarinnar voru husluð. Nú hefur hann helgað líf sitt tvennu: að fá landa sína til þess að biðjast fyrirgefningar og að telja stríðsfangana fyrrverandi á að takast í hendur við þessa gömlu óvini sína. Til þessa hefur honum orðið heldur lítið ágengt. Mestu óvildarmenn Nagase er Samband fyrrverandi hermanna, þeirra sem önnuðust járnbrautar- lagnir á vegum japanska hersins á stríðsárunum, en það voru einmitt þeir sem neyddu fangana til að ryðja Thai-Burma-brautinni leið í gegnum frumskóginn. „Samviskan hrjáir ekki þessa menn,“ segir Nagase. „Þeir minn- ast ekki hryðjuverkanna, miklu fremur eru þeir stoltir af starfi sínu sem þeir líta á sem tæknilegt afreksverk." Nagase segist sjálfur ekki hafa séð nein grimmdarverk unnin þann stutta tíma sem hann starf- aði í stríðsfangabúðunum í Kanch- anaburi, en hann sá þegar fang- arnir voru neyddir til að vinna þrátt fyrir ónógan mat og enga læknishjálp. Honum varð ljóst Uppgjöfin — Japanir játa sig sigraða um borð í bandariska or- ustuskipinu Missouri þann 2. september 1945. Ekki tekið út með sældinni að skara fram úr I Þýskalandi hafa verið stofnuð samtök til hjálpar mjög vel gefnum börnum og er þá átt við alhliða greind börn fremur en þau sem gædd eru listrænum hæfileikum að ein- hverju leyti. Stofnandi samtakanna, Wilhelm Wieczerkowski prófessor við háskól- ann 1 Hamborg, segir að börn með listræna hæfileika eigi sjaldan í miklum erfiðleikum. Ungur tónlist- armaður fær fljótt þá viðurkenningu og hvatningu sem hann á skilið, en barn sem stendur framar jafnöldrum sínum getur átt erfiða daga. Foreldrar og kennarar eiga úr vöndu að ráða og nemandinn hefur við fátt að fást sem veitir honum einhverja ánægju. Wieczerkowski prófessor nefndi sem dæmi banda- rísku foreldrana sem stefndu fræðsluyfirvöldum og fóru fram á eina milljón dollara vegna þess að kennararnir hefðu ekki haft skilning á hæfileikum sonar þeirra. „Við viljum nú ekki ganga svo langt,“ sagði Wieczerkowski. „Við viljum aðeins vekja athygli á vanda- málum og þörfum þessara barna og reyna að hjálpa þeim.“ „Kennarinn segir að dóttir okkar sé mjög erfið og standi fyrir alls konar uppákomum í bekknum," er haft eftir móður í Hamborg. „Hún hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með skólann vegna þess, að hún hélt, að kennararnir kynnu svör við öllum spurningum. Þegar hún komst að þvi, að hún gat meira en krafizt var af henni, vildi hún hætta alveg við skólagönguna." Afburða greind börn koma fram i öllum þjóðfélagsstéttum. Til að vekja athygli á erfiðleikum þessara barna, sem hann líkir í mörgu við fatlaða, stofnaði Wieczer- kowski fyrrnefnd samtök og eru félagsmenn foreldrar, kennarar, læknar og sálfræðingar. M.a. annars vilja þau benda á, að það sé rangt að mjög greind börn eigi auðvelt með að komast áfram í lífinu. „Þessi börn eiga oft í miklum félagslegum erifðleikum. Þau eiga enga leikfélaga sem standa þeim jafnfætis og vegna þess að þau líta hlutina öðrum augum en önnur börn vilja þau verða útundan. Oft draga þau sig inn í sína eigin skel.“ Foreldrarnir vita ekki hvernig þeir eiga að umgangast þessi vel gefnu börn. Ósjaldan hafa aðrir í fjölskyld- unni aðeins venjulega greind og barnið verður óhamingjusamt og finnst það einangrað. Enginn virðist skilja það. Afburða greind börn koma fram í öllum stéttum þjóðfélagsins. Aðeins 27% koma frá fjölskyldum þar sem foreldrarnir hafa notið æðri mennt- unar. Börn lágstéttarfólks þurfa einkum á- mikilli hjálp að halda vegna þess að hættara er við að uppalendum sjáist yfir hæfileika þeirra eða jafnvel að foreldrarnir bæli þau af því að þau falla ekki að hugmyndum þeirra um börnin sín. Hvernig má þekkja mjög greint barn? „Við erum andvíg öllum próf- unum,“ segir Wieczerkowski prófess- or, en vegna þess að nauðsynlegt er að komast að því hvort barn er afburða greint svo fljótt sem auðið er hefur verið gerður listi til hjálpar foreldrum. Meðal spurninganna á listanum eru t.d. þessar: „Er barnið mjög athafnasamt; þarf það á minni svefni að halda en önnur börn á þess reki; gat það einbeitt sér að ákveðnum athöfnum mjög snemma; fór það að ganga og tala mjög snemma — eða kannski mjög seint?" Mjög greind börn þroskast oft ekki á sama hátt og önnur börn og sýna ekki hvað í þeim býr nema þegar þau eru viss um að þeim mistakist ekki. Þau eru mjög námfús, reiðast ef þeim er svarað á órökrænan hátt, hugsa rökrétt, minnast ýmislegs sem foreldrarnir hafa löngu gleymt, læra að lesa nær hjálparlaust og taka sér önnur börn til fyrirmyndar. Spurningalistinn er að sjálfsögðu ekki einhlítur og þó að svörin væru öll jákvæð er ekki þar með sagt að barnið beri af öðrum hvað greind snertir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.