Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 51 skáka einvígi um þriðja sætið. Sú keppni fór fram í Búdapest og eins og flestir bjuggust við tók Ribli strax örugga forystu og hafði tvo vinninga yfir eftir þrjár skákir. En þá virtist sem andinn frá Riga rynni á Adorjan enn á ný. Hann vann tvær næstu skákir og þótt þeirri síðustu lyki með jafntefli komst hann áfram vegna hag- stæðari Sonneborn-Berger stiga á mótinu í Riga. Það verður að segjast eins og er að möguleika Adorjans í einvíginu við Hiibner verður að telja mjög litla ef skákferill beggja er tekinn með í reikninginn. En Adorjan hefur þegar sýnt að viljinn getur stundum flutt fjöll og þegar öðr- um eru öllum sund lokuð, er hann fyrst að hefja keppni. Robert Htibner Þeir tímar virðast nú vera liðnir er öflugustu skákmennirnir voru venjulega hámenntaðir menn sem auk þess að taka þátt í einu eða tveim skákmótum á ári voru uppteknir í háskólum eða við önnur störf er kröfðust flókinnar tæknimenntunar. Nú er skáklistin orðin svo krefjandi að hún hlýtur að taka tíma skákmannsins óskiptan, svo framarlega sem hann hyggst keppa um æðstu metorð. Að vísu bera nokkrir stórmeistarar doktorsnafnbætur en slíka menn er auðvitað ekki að finna í áskorendakeppninni, þó með einni undantekningu, en það er vestur-þýzki stórmeistarinn dr. Róbert Hbner. A meðan flestir aðrir stórmeist- arar hafa látið sér nægja að ljúka menntun sinni, oft á næsta yfir- borðskenndan hátt, er dr. Hubner einn af lærðustu mönnum í sinni fræðigrein, en það er ráðning eldfornra papýrushandrita. Robert Hubner, sem nú er 31 árs, þótti snemma efnilegur skák- maður í heimalandi sínu. Hann var t.d. sendur til þátttöku á heimsmeistaramóti unglir.ga árið 1967 og þótti þar sigurstranglegur því að austantjaldsþjóðirnar sendu ekki fulltrúa. Hubner varð þó að sjá á bak Kaplan frá Puerto Rico og eftir þetta tók hann ekki þátt í fleiri unglingamótum. Á næstu árum tók hann ótrú- lega skjótum framförum og strax árið eftir varð hann efstur á alþjóðlegu móti í Busum í Vestur- Þýzkalandi. Árið 1969 var hann sæmdur alþjóðlegum meistaratitli og sama ár tókst honum öllum að óvörum að komast áfram í milli- svæðamót af svæðamótinu í Aþenu, þar sem hann lenti í öðru til þriðja sæti ásamt Hort á eftir Matulovic. En þó að þessi frábæri árangur hafi komið mörgum á óvart rak menn í rogastans árið eftir er þeir fylgdust með gengi Húbners á millisvæðamótinu á Mallorca. Á tímabili ógnaði hann jafnvel sjálf- um Fischer og hann endaði í öðru til fjórða sæti ásamt þeim Larsen og Geller. Þetta var svo sannar- lega óvæntur árangur hjá alþjóð- legum meistara, enda var Alþjóðaskáksambandið ekki lengi að veita Húbner stórmeistara- nafnbót. Eftir áramótin 1970/71 tók Húbner þátt í hinu geysiöfluga Wijk aan Zee skákmóti og hafnaði í 6—9. sæti sem var mjög sóma- samlegur árangur. Um vorið fékk hann síðan eldskírn sína í áskorendakeppn- inni. Andstæðingur hans var engu minni maður en Petrosjan, sem tveimur árum áður hafði tapað heimsmeistaratitlinum til Spassk- ys. Fáir bjuggust við því að róður Petrosjans yrði þungur gegn þjóð- verjanum unga, en það fór þó að mörgu leyti á annan hátt. sú leikaðferð heimsmeistarans fyrr- verandi að svæfa andstæðinginn með jafnteflum virtist ekkert bíta á Hubner og í sex fyrstu skákun- um hafði hann sýnt af sér síst lakari taflmennsku. Húbner var hins vegar mjög óánægður með aðstæður á keppnisstað, þar sem skákstaðurinn var beint undir járnbrautarstöð. Þegar lestir komu eða fóru var hávaðinn hreint óþolandi að áliti Húbners. Engin kvörtunarbréf bárust aftur á móti frá Petrosjan. Hann er heyrnardaufur og fann einfalda lausn á vandanum, hann tók bara heyrnartækið úr sambandi. I sjöundu skákinni fékk Húbner ágæta stöðu, en þá fannst honum hávaðinn keyra um þverbak. Hann fór fram á það við dómarann að taflið yrði flutt, en ekki var orðið við þeirri ósk hans. Hann lék nokkru seinna gróflega af sér og tapaði skákinni. Hann ákvað síðan að hætta við frekari keppni og tapaði því einvíginu með fjórum vinningum gegn þremur auk þess sem hann varð af því verðlaunafé sem komið hefði í hans hlut. Næstu árin tefldi hann lítið, enda upptekinn við nám sitt, en 1972 náði hann þeim ágæta ár- angri að verða efstur fyrsta borðs manna á Ólympíumótinu í Skopje. Sætasti sigurinn þar hefur vafa- laust verið er hanrí felldi Petrosj- an á tíma í jafnteflisstöðu, en það mun vera eini ósigur Petrosjans á Ólympíumóti frá upphafi og hefur hann þó teflt í ófáum slíkum. Á millisvæðamótinu í Len- ingrad árið eftir stóð Húbner sig ágætlega og lenti í 5—6. sæti ásamt Larsen og hann var sá eini sem tókst að koma Karpov í taphættu, þó að ekki kæmist hann áfram. Húbner varð síðan efstur á alþjóðlegu skákmótunum í Ósló og Houston árið eftir en sem áður tefldi hann lítið miðað við flesta aðra stórmeistara. Á millisvæðamótinu í Biel 1976 vegnaði honum framan af mjög vel, allt þar til undir lokin að hann mætti gömlum kunningja, Tigran Petrosjan. Húbner fékk gjörunnið tafl eftir byrjunina, fékk tvö peð yfir og sókn. En á úrslitastundu sást honum yfir þvingað mát, hann lék hroðalega af sér og skyndilega var það kóngur hans sjálfs sem lenti í mátneti. Hann varð því að sætta sig við 5—7. sætið á mótinu, hálfum vinningi lægri en þeir sem tefldu til úrslita um tvö sæti. Húbner var að vonum sár yfir þessum málalokum og einbeitti sér nú 'að fræðigrein sinni. Hann fékk styrk frá þýzka ríkinu til rannsókna og því gafst lítill tími til skákiðkana. 1977 tók hann þó þátt í tveimur öflugum skákmótum í Bad Lauter- berg og Tilburg og stóð sig mjög frambærilega í bæði skiptin. Svip- að er að segja um árangur hans í Bugojno og Tilburg 1978. Á því ári hóf hann aftur að stunda skákina af krafti og árangurinn lét að sjálfsögðu ekki á sér standa. Hann kom tvíefldur á svæða- mótið í Luzern í sumar eftir að hafa tekið þátt í risamótinu í Montreal. Þar stóðst honum held- ur enginn snúning að hann vann bæði undanrásariðil sinn, svo og úrslitin með geysilegum yfirburð- um. Á millisvæðamótinu í Ríó var hann í svipuðu formi og náði fyrsta til þriðja sæti ásamt þeim Petrosjan og Portisch. Sem kunn- ugt er var Guðmundur Sigurjóns- son aðstoðarmaður hans á því móti og mun einnig verða aðstoð- armaður hans í einvíginu við Adorjan svo framarlega sem að það rekst ekki á við Reykja- víkurskákmótið í febrúar. Það er því ekki laust við að við íslend- ingar eigum nokkurn þátt í vel- gengni Húbners og getum verið stoltir af, því hann hefur sýnt að hann er til alls vís svo framarlega sem hann gefur sér tíma til þess að sinna skákinni fyrir alvöru. Segja má að hann hafi verið mjög heppinn með andstæðing í fyrstu umferð áskorendakeppn- innar, þar sem Adorjan er, því að Ungverjinn er langstigalægstur allra þátttakendanna auk þess sem hann er eini nýgræðingprinn í áskorendakeppninni að þessu sinni. Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stæróum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátir velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Gjöfin sem gleður Kodak EKTRA vasamyndavél með handfangi KodakEKTRA vasamyndavélarnar eru í tösku, sem myndar handfang þegar hún opnast. Þú nærð þannig trausti taki á vélinni og hún verður stöðugri og þú tekur betri og skarpari myndir. Skemmtileg gjöf sem á eftir aö veita ómældar ánægjustundir. Verð frá kr. 18.180 —43.920 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 AUSTURVER S: 36161 GLÆSIBÆR S: 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.