Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 47 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Nú liður senn að páskum, svo það er ekki úr vegi að huga að páskaeggjunum. Ein leiðin er að labba sig út í búð og fjárfesta í tilbúnum páska- eggjum. Önnur og skemmti- legri leið er að búa eggin til sjálfur. Egg hafa lengi verið tengd páskum, en það voru venjuleg hænuegg fyrst framan af. Eggin höfðu trúarlegt gildi. í Grikk- landi, sem er grísk-kaþólskt land, tíðkast að baka sérstök páskabrauð, „lambropsomo". Nafnið er tengt upprisunni og fögnuðinum vegna hennar. Brauðið er gjarnan fléttað eða vafið fallega, og í brauðið er stungið lituðum eggjum, oftast rauðum. Rauði liturinn á að minna á blóð Krists. Áður fyrr tíðkaðist líka að gefa páskaegg, ekki síður en núna. Þá voru venjuleg egg skreytt og síðan gefin vinum og kunningjum. Eggin voru soðin og síðan lituð eða máluð, og gátu síðan geymzt von úr viti og voru dregin fram um hverja páska til skrauts. Þetta er reyndar skemmtilegur siður, sem á skilið að gleymast ekki alveg. Það væri vafalaust vel þegið hjá krökkum að fá að mála egg, annaðhvort soðin eða tóma skurn, og gefa ömmum og öfum, frændum og frænkum, vinum og kunningjum og öðru uppáhaldsfólki. Já, hvernig væri það? En það er þetta með súkku- laðieggin, hvernig eru þau búin til? í fyrsta lagi er hægt að tæma hænuegg og fylla síðan skurnina með einhverri lysti- legri súkkulaðifyllingu. í öðru lagi er hægt að móta egg úr einhverju góðgæti, og hjúpa þau síðan með súkkulaði. Þá er stærðin ekki háð náttúru- legri stærð hænueggja. Og í þriðja lagi er hægt að kaupa lítil ófyllt súkkulaðiegg, skera þau í sundur, fylla þau og festa þau saman aftur. Við hugum nánar að þessu öllu hér á eftir. Súkkulaði er megin hráefni í páskaeggjagerð. Þá kemur upp smá vandamál. Bæði í kök- ur, súkkulaðihjúp og fleiri súkkulaðirétti er æskilegt að nota það sem á útlenzku kall- ast biturt súkkulaði eða ósætt súkkulaði. Slíkt súkkulaði er búið til úr kakóbaunamassa, sem fitan hefur að mestu verið hreinsuð úr og á helzt að vera heldur aðeins að það væri óneitanlega vel þegið, að einhver framleiðandi sæi ástæðu til þess að koma með verulega gott og lítið sætt matarsúkku- laði. Verð á kakóbaunum hefur verið nokkuð hátt til skamms tíma a.m.k., svo að slíkt súkkulaði væri e.t.v. fremur dýrt, en það væri óneitanlega ánægjulegt að eiga kost á slíku súkkulaði. En það þýðir ekki að gefast upp fyrir ófullkomnu hráefni, svo að maður bætir bara sitt súkkulaði sjálfur, þó út- koman verði kannski ekki algóð. Eins er ráðlegt að nota minni sykur en t.d. súkkulaði- kökuuppskriftir segja til um og/eða bæta svolitlu af kakó- dufti í. Fyllt hænuegg Mótin eru útbúin þannig að þið takið ykkur egg í hönd og skerið lítið lok, svona á stærð við 5-króna pening á mjórri enda þið plokkið skurnina utan af áður en þið gefið eða berið eggin fram. Ef þið skreytið skurnina er e.t.v. bezt að gera það áður en eggið er fyllt, svo að enginn litur berist í fyllinguna. En auðvitað er hægt að passa sig vel og mála eggið eftir á. Svo er hægt að binda slaufu um eggið, sem þá hylur opið og lokar egginu. Ef þið fjarlægið skurnina áður en eggin eru borin fram, er bara að banka varlega í eggið, eða berja það létt að utan. Síðan er tekið utan af því eins og venjulega harðsoðnu eggi. Því er ekki að leyna, að það getur verið svolítið pot a taka skurnina utan af, og stundum er bezt að nota lítinn, nettan og beittan hníf. Við þetta skrám-> ast eggið kannski svolítið en slíkir fegurðarblettir auka aðeins á girnileikann. Þannig sést að eggið er heimatilbúið og allt handgert þykir eftirsókn- P ÁSKAEGG ósætt eða mjög lítið sætt. Þetta súkkulaði er mjög dökkt, andstætt ljósu mjólkur- súkkulaði, og minnir því í útliti á það sem við köllum suðusúkku- laði og notum gjarnan við matargerð. En það er aðeins útlitið sem er svipað. íslenzkt suðusúkkulaði er því miður alltof sætt til þess að vera verulega gott í mat. Það þarf ekki mjög næma bragðlauka til þess að finna muninn á góðu erlendu suðusúkkulaði og þessu íslenzka sætmeti. Hreint súkkulaðibragð hefur algjörlega vikið fyrir væmnu sykurbragði. Auðvitað má í öðrum löndum finna gott og vont súkkulaði, en við erum óneitanlega illa sett hér, því við eigum ekki úr - neinu að velja. Á sumum erlendum súkkulaðitegundum er gefið upp á pakkanum hversu mikið súkkulaðið inniheldur af kakói. Slíkt er ekki að finna á neinu íslenzku súkkulaði, hvorki suðusúkkulaði né mjólkursúkkulaði. En vissu- lega eru íslenzkir sælgætis- framleiðendur þar í stórum hóp íslenzkra framleiðenda sem merkja vörur sínar slælega. En hver hefur sinn smekk og ég er ekki éndilega að halda því fram að allt íslenzkt suðu- súkkulaði eigi að hverfa, eggsins. Lokið er hægt að skera annað hvort með mjög beittum og nettum hníf, eða þá með því að gera lítil göt með grófri nál í kring um toppinn. Götin mynda þá gatalínu, þannig að auðvelt er að losa toppinn af, t.d. með hníf. Stingið síðan í guluna og hellið innan úr egginu. Skolið eggið vel að innan úr köldu vatni, stillið því síðan upp í eggjabakka þannig að vatnið renni úr egginu. Það er reynd- ar gott að hafa nóg af eggja- bökkum við hendina, því þeir eru heppileg undirstaða. Þegar eggið er orðið alveg þurrt að innan, hellið þið nokkrum dropum af olíu innan í skurnina og veltið egginu til þannig að olían þeki alla skurnina að innan. Síðan er eggið aftur sett öfugt í eggja- bakka, svo að umfram olía renni úr. Það er bezt að nota maís- eða sólblómaolíu, því hvorug olían er bragðmikil. Þar með er mótið tilbúið og aðeins er eftir að fylla það með einhverri gómsætri fyllingu, svona rétt eins og hugmynda- flugið og sælgætisvitið býður manni. Fyllingunni má koma í með teskeiðum, en þó er e.t.v. þægilegra að nota kökusprautu með víðu gati eða útbúa litla trekt, t.d. úr álpappír. Þegar svo eggið er orðið fullt af góðgæti er það sett í kæliskáp svo fyllingin storkni nú vel og tryggilega. Það er rétt að hafa biðlund í sólarhring. Nú er um tvennt að ræða, annað- hvort getið þið skreytt skurnina að utan, þ.e. litað hana eða málað á einhvern hátt, eða að arvert. Þar er hægt að slétta yfir það ef til vill með því að strjúka eggið með volgum hníf. Volgt hnífsblaðið sléttar súkkulaðið. Síðan má skreyta eggin með því að velta þeim upp úr söxuðum hnetum, festa heilar hnetur utan á eða setja doppur úr bræddu súkkulaði, e.t.v. mjólkursúkkulaði, utan á. Ef þið sprautið það, er bezt að láta það standa í t.d. eggjabik- ar á meðan. Eggin getið þið svo borið fram í eggjabikurum, eða útbúið litla pappahólka sem þau geta staðið á. Þarna eigið þið að hafa allt sem máli skiptir um fram- kvæmdina, en þá er það sjálft innihaldið. Fyrst er tvenns konar krem, sem dugir í 4—6 egg, eftir því hversu stór þau eru. 250 gr kókosfeiti (palmín) 2egg l—l'Æ dl sykur, gjarnan púð- ursykur, eða 1 msk. hunang og V2—I dl sykur, gjarnan púður- sykur lk dl kakóduft, alls ekki svokallað kókómalt V2—I tsk kanell) 1 Bræðið feitina ásamt hunanginu, ef þið notið það, og látið mesta hitann rjúka úr. Þeytið eggin og sykurinn svo eggin freyði vel. Bætið nú feitinni, kakóduftinu og kan- elnum, ef þið notið hann, út í eggjahræruna. Þar með er fyllingin tilbúin. í þetta krem er so hægt að setja saxaðar hnetur, smá bita af marsipani, smátt saxaða þurrkaða ávexti, svona allt eftir því hvað ykkur lízt og finnst. Ef eggin eru ekki handa smábörnum, er hægt að bragð- bæta fyllinguna með örlitlu af víni, t.d. koníaki, líkjörum, eða t.d. sérríi. Einnig getið þið gert eggið röndótt, með því að bræða núggat sem fæst í búð- um, og setja það í 1—2 lög til skiptis við kremið. Þá þarf aðt láta hvert lag storkna inn á milli. Það gengur fljótt í frysti eða kæliskáp. Önnur útgáfa af kremfyll- ingu er: 200 gr. suðusúkkulaði 100 gr kókosfeiti 1—2 kúfaðar msk kakóduft (1 tsk kanell) 2 egg 1 Bræðið feitina og súkku- laðið saman. Setjið kanelinn, ef þið notið hann. Áthugið að bræða súkkulaði aldrei á háum hita, þá er hætta á því að sykurinn brenni og hlaupi saman og súkkulaðið verði kekkjótt. Því er bezt að bræða súkkulaðið í skál yfir rjúk- andi heitu, en ekki endilega bullsjóðandi vatni. Hrærið kakó- duftið saman við og látið mesta hitann rjúka úr. Þeytið eggin svo þau verði ljós og freyðandi. Bætið súkkulaðiblöndunni í og fyllið síðan eggin. Þið getið auðvitað bragð- bætt þetta krem rétt eins og kremið hér að ofan. Ef ykkur sýnist svo, getið þið byrjað á því að setja súkkulaðihjúp innan í eggin, áður en þið fyllið þau. Þannig verður kremið innan í súkku- laðieggi. Þið útbúið þá hjúp- súkkulaði, sbr. hér að neðan, og farið eins með eggjaskurnina, þ.e. olíuberið hana að innan. Síðan hellið þið bræddu súkku- laðinu innan í og veltið egginu til, svo að súkkulaðið hjúpi eggið vel að innan. Hellið því sem ekki festist við aftur í skálina. Látið nú súkkulaðið storkna í kæliskápnum. Það tekur um 15 mín. Endurtakið þetta síðan, þ.e. hellið öðru lagi af súkkulaði í skurnina. Nú þarf súkkulaðið um 30 mín. til að storkna tryggilega í kæli- skápnum, en síðan er hægt að setja fyllingu í. Hjúpsúkkulaði getið þið keypt, eða notað venjulegt suðusúkkuiaði. Ég kýs þó að nota eftirfarandi útgáfu: 100 gr. suðusúkkulaði 1 msk kókosfeiti 1 msk kakó (1 tsk kanell) 1. Bræðið súkkulaðið eins og lýst er hér að ofan, ásamt öllu hinu. Hrærið vel í. Ég kýs að nota kanel í súkkulaðið, því mér finnst hann gefa mjög gott bragð, og draga úr því sem ég álít vera óæskilegt aukabragð af suðusúkkulaðinu. Ég held svo áfram með eggjagerðina næsta sunnudag, því sitthvað er enn ósagt um hana. SKÁKSAM BAINID ÍA ÍS Skákþing Islands 1980 Skákþing íslands veröur haldið 27.3—7.4. ’80. Teflt veröur í landsliösfl., áskorendafl., meistarafl., öldungafl., (50 ára og eldri) kvennaflokki, opnum fl. og telpna- og drengjaflokki (14 ára og yngri). Innritun í síma 75893 eftir kl. 17. Stjórnin Páskaferð — Benidorm 15 dagar Brottför 3. apríl Verð frá kr. 267.000- Nokkur sæti laus. SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI M Feröamiöstööin hf. y5'"' " ' '' A ^ _ i — — «• m Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.