Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 5
Sjónvarp í kvöld kl. 20.40: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 5 I dagsins önn: Mynd um forna búskapar- hætti á Suðurlandi í dagsins önn nefnist kvikmynd sem byrjað verður að sýna í sjónvarpi í kvöld, þar sem fjallað er um forna búskaparhætti í sunnlenskum sveitum, en myndin er gerð að frumkvæði félagssamtaka á Suðurlandi. Gerð myndarinnar hefur tekið langan tíma en byrjað var á töku hennar um 1960. Myndin á fyrst og fremst að sýna forn vinnubrögð eins og þau voru almennt í sveitum á Suðurlandi áður en vélaöldin gekk í garð. Vigfús Sigurgeirsson ljós- myndari hefur tekið myndina og klippt hana, en dr. Harald- ur Matthíasson menntaskóla- kennari á Laugarvatni og Þórður Tómasson safnvörður í Skógum höfðu umsjón með verkinu, sáu um texta og flytja hann. Þegar byrjað var á töku myndarinnar voru flest þau vinnubrögð, sem sýnd eru á myndinni alveg að leggjast niður og mátti ekki seinna vera að festa þau á filmu þar sem fólk sýnir þau sem kunni hin réttu handtök. Hægt er að fullyrða að núna væri tæpast hægt að gera svona mynd, svo vinnur tímans tönn hratt. Nú er búið að fullvinna 12 þætti af myndinni og tekur sýning þeirra um tvær klukku- stundir. Þessir þættir eru: ca. mínútur 1. Heyskapur, sýningartími 16 2. Heyskapur 2 10 3. Kaupstaðarferð með baggahesta 14 4. Kaupstaðarferð með hestvagna 9 5. Vorsmölun — ullarþvottur 15 6. Vorverk 14 7. Mótekja 14 8. Þúfnasléttun — túngarður hlaðinn 7 9. Girðingarvinna 6 10. Vegagerð 6 11. Vinna við túnasléttun 7 12. Plægt og herfað með hestum 6 Auk þessara 12 þátta sem búið er að fullvinna eru nokkr- ir þættir sem eru fullfrá- gengnir, að öðru leyti en því að ekki er búið að ganga frá texta og síðustu handbrögðum. Þessir þættir bera m.a. nafnið: „Mjólk í mat“, „Ull í fat“. Þá er stuttur þáttur af kopar- steypu. Einnig er sýnd smölun afréttar að hausti, safnrekstur o.fl. Sýningartími þessara þátta er um ein klukkustund. Þriggja manna nefnd hefur séð um framkvæmdir og verið fuiltrúi þeirra félagasamtaka sem hafa látið gera myndina. Þessir menn eru í nefndinni: Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, formaður, Ólafur H. Guðmundsson, bóndi Hellna- túni Rang. og Jón Guðmunds- son bóndi Fjalli Skeiðum. Útvarp í dag kl. 15.00: Dauðinn, sorg og sorgarviðbrögð í útvarpi i dag klukkan 15 er á dagskrá þátturinn Dauði, sorg og sorgarviðbrögð, siðari hluti, i um- sjá Þóris S. Guðbergssonar. í þættinum verður rætt við Margréti Hróbjartsdóttur geðhjúkrunar- fræðing, Pál Eiriksson jækni, og lesið verður úr verkum Önnu-Kar- inu Öygarden. Þórir sagði í samtali við Morgun- blaðið, að meðal annars yrði rætt við þau Pál og Margréti um viðhorf til sorgarinnar, hvernig fólk bregst við missi ástvina, eða þegar það flyzt landa á milli og kveður góða vini, lendir í slysi, missi líkamshluta og margt fleira. Einnig yrði fjallað um það, hvort líta beri á það sem „aumingjaskap" þegar fólk grætur eða syrgir, eða hvort fólk eigi að bera harm sinn í hljóði. Þórir S. Guðbergsson EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLVSINGA- SÍMINN EK: 22480 Úr myndinni 1 dagsins önn, sem byrjað verður að sýna í sjónvarpi í kvöld. Sunnlenskt hændafólk á leið heim úr kaupstaðarferð með baggahesta i lest. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson. Spyrjið vini og kunningja um Portoroz - einn vinsælasta sumarleyfisstað íslend- inga síðustu árin. Löng reynsla og örugg viðskiptasambönd tryggja farþegum okkar fullkomna þjónustu og lægsta mögulega verð. friðsæl og falleg sólarströnd Stórbrotin náttúrufegurð og ná/ægð stór- borga gefa möguleika á fjölda ógleyman- /egra skoðunarferða, m.a. til Feneyja, Bled vatnsins, Postojna dropasteins- hellanna og víðar. BEINT DAGFLUG auðvelt og áhyggjulaust Munið einkarétt okkar a heilsugæslu Dr. Medved «0* Utaf a Hnngtð eða skrtfið eftir nýja Júgóslavíubæklingnum Samvinnuferðir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SIMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.