Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 Jóhann Frímann Jónsson frá Torfa- læk — Minning Fæddur 5. febrúar 1904. Dáinn 21. marz 1980. Hann var fæddur að Torfalæk á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 4. febrúar 1904, sonur hjónanna Ingibjargar Björnsdóttur og Jóns Guðmundssonar. Faðir hans var þar einnig fæddur, en Ingibjörg Björnsdóttir var fædd á Marðar- núpi í Vatnsdal. Jóhann ólst upp á mikiu myndarheimili hjá foreldr- um sínum í hópi 6 bræðra og þriggja fóstursystra, sem þau hjónin tóku til fósturs og ólust þar upp sem væru þær þeirra eigin börn. Torfalækur var eitt hinna þekktu og viðurkenndu fyrir- myndarheimila, sem margir kynntust, því að segja mátti um það, að það væri um þjóðbraut þvera, enda gestkvæmt mjög og húsbændur veitandi bæði í sam- ræðum og risnu. Á þessu stóra heimili ólst Jó- hann upp og varð það honum gæfuríkur skóli. Einkenni þess báru börnin öll og naut heimilið viðurkenningar þeirra sem til þekktu og nutu. Auk búskaparins voru bæði hjónin mikið í félags- málastarfi sveitarinnar, án þess að vanrækja búskapinn, enda vel til forystu fallin. Jóhann annaðist mikið búskaparstörfin og féll það meira í hans hlut, því að þrír eldri bræðranna lögðu fyrir sig lang- skólanám og unnu á því sviði þegar námi lauk. Búskaparstörfin hvíldu því mikið á Jóhanni með foreldrum sínum, sem hann rækti með mikilli prýði, enda þótt hann einnig væri þátttakandi í sveita- og félagsmalum. Eftir að „Ingi- björg á Torfalæk" dó, en það nafn var vel þekkt um héraðið og víðar, hætti maður hennar fljótlega búskap, en einn bræðranna tók við jörðinni og búskap þar og er nú fjórði ættliður sem þar rekur búskap, að sjálfsögðu undir öðrum aðstæðum en fyrr með breyttum búnaðarháttum. Torfalækur verð- ur ætíð í hugum þeirra, sem til þekktu einn og hinn sami. Fram er haldið þó með breyttum staðhátt- um eftir breytingum nútímans og nútíma tækni. I hugum manna skýtur þó jafnan upp minningum um Ingibjörgu og Jón á Torfalæk, sem ætíð voru svo veitandi á mörgum sviðum. Jóhann fluttist til Reykjavíkur 1947, og var því 43 ára, þegar hann yfirgaf sitt bernskuheimili. Tók hann þá að sér umsjón barna- heimilanna að Jaðri og Silunga- polli, sem rekin voru fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar og Oddfellowreglunnar. Þar kynntist hann konu sem hann giftist, Önnu Sigurðardóttur, ættaðri frá Akur- eyri. Eftir að ég fluttist frá Blönduósi á sama tíma og Jóhann frá Torfalæk, urðu samfundir okk- ar færri, en slitnuðu þó ekki, enda voru vináttutengsl við Torfalækj- arheimilið og fjölskylduna orðin svo náin og sterk að þau rofnuðu ekki, þótt bil yrði breiðara milli vina, en það var orðinn aldarfjórð- ungur. Jóhann hélt sínu hlýja og glaðlega vináttuviðmóti, en af því var hann auðugur. Hann var einn þeirra manna, sem hjálpsemin og góðleikinn streymdu frá. Honum mun því hafa verið auðvelt að umgangast börn og unglinga í sínu starfi. Fyrir nokkrum árum kenndi Jóhann sjúkleika og eftir það þurfti hann oft á sjúkrahúsvist að halda. Síðari árin gekk hann ekki heill til skógar. Þá naut hann góðrar ummönnunar og ástúðar konu sinnar, sem var honum vinur bæði heilbrigðum og sjúkum. Síðasta sjúkrahúsvist Jóhanns varð stutt, ein vika, og hinn 21. marz leið hann yfir landamæri þessa lífs og hins æðra heims. Við hjónin blessum minningu Jóhanns og færum konu hans og öðrum ástvinum einlægar samúðarkveðj- ur. Karl Helgason. Það er misjöfn afstaða fólks til lífsins og tilverunnar og margar eru manngerðirnar, „Sumir gera allt í felum," eins og Davíð frá Fagraskógi segir, en aðrir eru eins og opin bók. Mörgum er það tamast að lifa lífi sínu bak við luktar dyr og eiga sínar beztu stundir í einrúmi, en svo eru hinir, sem með sanni geta kallazt félags- verur, beinlínis njóta samvista við annað fólk og er það lífsins elexír heit og mjúk i morgunsárió Opnum kl.7 j Komió og kaupið sjóóandi heit og mjúk brauó meó morgunkaffinu að blanda geði. Til þess síðast- nefnda hópsins heyrði Jóhann Fr. Jónsson, sem verður borinn til moldar á morgun. Hann hafði unun af að hitta fólk, skeggræða, umgangast fólk, bardúsa með fólki eitt og annað í dagsins önn og gleðjast með fólki á góðri stund. Aldrei leit ég hann fremur í essinu sínu en einhvern hátíðisdaginn í fjölskyldunni, í miðjum hópnum í hrókasamræðum, einlægan, ákaf- an með glettni í augunum, en þéttingsfastan fyrir í skoðunum. Jóhann Frímann Jónsson var borinn og barnfæddur Húnvetn- ingur, sonur hjónanna Ingibjargar Björnsdóttur og Jóns Guðmunds- sonar, sem bjuggu að Torfalæk um 40 ára skeið. Jóhann fæddist 5. febrúar árið 1904, og var því liðlega 76 ára er hann lézt nú fyrir nokkrum dögum. Hann ólst upp á mannmörgu rausnarbúi foreldra sinna, og hefur það ef til vill átt einhvern þátt í að móta áðurnefnt félagslyndi Jóhanns, að á bernsku- og æskuheimilinu var sannkall- aður ys og þys, margir að störfum og gesti bar oft að garði, enda Torfalækur í þjóðbraut. Þegar eitt árið var til gamans haldin skýrsla um gestakomur á Torfalæk, þá er Jóhann var ungur maður, kom í ljós að þangað höfðu komið í heimsókn 1100 manns, þar af um 730 næturgestir. Allt á einu og sama árinu. Ekki kann ég margt að segja af Jóhanni ungum manni í Húna- vatnssýslu, þar sem hann stundaði búskapinn ásamt með foreldrum sínum og bræðrum fimm, þeim Birni L., lækni og veðurfræðingi, sem var tvíburabróðir Jóhanns og er nú nýlátinn, Guðmundi, fyrrum skólastjóra á Hvanneyri, Jónasi, fyrrv. fræðslustjóra í Reykjavík, Ingimundi og Torfa bónda að Torfalæk. En það mun hafa verið á árinu 1947 sem Jóhann sagði skilið við búskapinn. Þá liðlega fertugur maður tók hann hnakk sinn og hest, eða öllu heldur steig upp í jeppann og hélt sem leið lá suður yfir heiði til Reykjavíkur. Hér syðra varð síðan starfs- vettvangur Jóhanns um þriggja áratuga skeið, en allan þann tíma var hann starfsmaður Reykja- víkurborgar, hafði m.a. umsjón með barnaheimilum að Jaðri og Silungapolli, starfaði einnig við ýmsa skóla borgarinnar að um- sjónarstörfum og kynntist á starfsævi sinni miklum fjölda fólks, sem nú minnist með söknuði hins síkvika manns, er alltaf var svo einkar fús að rétta hjálpar- hönd, veita lið og greiða götuna þegar á þurfti að halda. Eg treysti mér engan veginn til að gera ævi Jóhanns nokkur viðhlítandi skil með þessum orð- um og stikla aðeins á mjög stóru, en þáttaskila skal minnzt, og ein hin mestu slíkra urðu þá er Jóhann kynntist eiginkonu sinni, sem síðar varð, Önnu Sigurðar- dóttur, er nú lifir mann sinn. Þeirra kynni urðu skömmu eftir að Jóhann flutti alfarinn suður á bóginn, en nokkrum árum seinna hófu þau Anna búskap. Þau reistu sér hús og byggðu sér bú og með miklum sanni má segja, að Jóhann hafi gengið börnum Önnu þrem, þeim Sigurði, Svanhildi og Loga, í föður stað. Á sama hátt fullyrði ég, að betri tengdaföður hefði ég ekki með nokkru móti getað kosið mér. Jóhann var vakinn og sofinn yfir heimili þeirra Önnu og barn- anna og lét sig velferð þess skipta umfram aðra hluti. Samt átti hann alltaf tíma aflögu fyrir aðra samferðamenn, og margir eru þeir nágrannar Önnu og Jóhanns, sem einhvern tíma á undanförnum mörgum árum hafa notið fúslega veittrar aðstoðar eða ráðlegginga Jóhanns. Nokkur ár eru nú liðin síðan fyrst varð vart hins illkynjaða sjúkdóms, er um síðir sigraði og varð banameinið. Ekki mun sjúk- dómurinn þó hafa orðið verulegur fjötur um fót fyrr en nú undanfar- ið ár, að hið óviðráðanlega mein varð sífellt harðskeyttara. Þá komu í ljós óvenjuleg hetjulund og kjarkur, því gera verður ráð fyrir, að Jóhanni hafi verið vel ljóst að hverju hlaut að draga fyrr en síðar. Ekki skal hér fremur tíund- að það æðruleysi, en ég leyfi mér að votta látnum heiðursmanni virðingu mína. Við fjölskyldan hans söknum hans innilega og nú er skarð fyrir skildi. Börnin sjá á bak góðum afa. Við kveðjum um stund ljúfmennið hjálpfúsa og hreinskiptna. Þar er genginn góður drengur. Blessuð sé minning hans. Ólafur Gaukur. t Móðir okkar, DOMHILDUR SVEINSDÓTTIR, Karfavogi 38, lézt föstudaginn 28. marz. Olga Óladóttir, Svanhildur Óladóttir, Kriatín Óladóttir, Ólafía Óladóttir. f Eiginkona mín, móðir og tengdamóöir okkar, JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR Hagamel 18, andaöist 28. marz að Hátúni 10 B. Guóbjörn Guömundsson, Magnús Guöbjörnsson, Elín Guöbjörnsdóttir, Björn Halldórsson. + Útför eiginmanns míns JÓHANNS FR. JÓNSSONAR frá Torfalæk fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 31. mars kl. 3 e.h. Anna Siguröardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.