Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
Pottarim
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
að undirbúa matinn að hluta
með fyrirvara og síðasti undir-
búningurinn sé fljótlegur, því
margir reyna að vera sem mest
úti við um páskana, ef þeir á
annað borð eru heima. Það er
sjálfsagt að nota tækifærið og
skunda út, ekki sízt ef veðrið
verður í skárra lagi, og reyndar
ekki síður, þó á móti blási og
jafnvel nokkuð napurlega. Það
er notalegt að koma heim eftir
hressandi útiveru og röskan
PASKAMATUR
Það er ekkert of snemmt að
fara að huga að páskamáltíðinni,
því ekki er ráð nema í tíma sé
tekið. Páskarnir eru nú einu
sinni meginhátíð, svo það er
ekkert undarlegt þó við viljum
gera okkur dagamun og þera
eitthvað sérlega gott á borð.
Lambakjöt hefur löngum þótt
viðeigandi páskamatur, svona af
gamalli hefð. Og það er nú ekki
amalegt hér, því við erum býsna
vel sett með það, eins og ég hef
oft nefnt áður. Ég nefndi í haust,
að þá væru uppi ráðagerðir um
að flytja út kjöt af nýslátruðum
lömbum, auðvitað ófrosið. Nú er
enn rætt um það og á reyndar að
framkvæma samkvæmt blaða-
fregnum. Það er meira að segja
búið að ákveða hvaða dag. Mér
finnst það vægast sagt afar
móðgandi, að hvergi er minnzt á,
að það eigi að gefa mörlandan-
um kost á lostætinu. Aðeins
nefnt, að það eigi að gæða
frændum okkar Dönum á því. Ef
svo er, og ekki á að gefa okkur
hér heima á skerinu kost á
þessu, þá er þetta enn eitt dæmið
um, hvernig ýmislegt af því
bezta sem hér er að fá er aðeins
flutt út. Það hefur löngum verið
sagt, að hér sé lítil matarmenn-
ing, en varla bætir það þessa
blessaða matarmenningu, ef
ekkert er gert til að fá okkur hér
heima til að borða það sem
landið og hafið í kringum okkur
býður upp á. Það er víst óhætt að
segja, að við viljum svo sannar-
lega sjá fleiri tegundir af
íslenzku úrvals hráefni, og
reyndar innflutt líka. Það kann
að taka sinn tíma að koma okkur
upp á ýmislegt, en það gerir það
alls staðar og alltaf og kaup-
menn og aðrir hlutaðeigandi
verða að hafa þolinmæði. Er
ekki alltaf verið að tala um
meiri, betri og bættari þjónustu?
Fjölbreytnin lengi lifi ... og hún
lengir lífið ...
Uppástungan um páskamat-
inn er miðuð við það að hægt sé
göngutúr eða skíðaferð, og vita,
að það er ekki alltof langt í
matinn. Og þá er ekki úr vegi að
láta sem flesta njóta þess og hóa
saman góðu fólki.
Á undan gætuð þið t.d. haft
kæfu úr reyktri síld, sem ég hef
áður haft uppskrift að. Þá hrær-
ið þið einfaldlega saman hakk-
aðri reyktri síld, smjöri, gjarna
ósöltuðu, og svolitlu af rjóma.
Þetta getur fólk nartað í meðan
beðið er eftir aðalréttinum, þá
gjarnan inni í stofu, áður en sest
er við sjálft matarborðið. Með
kæfunni getið þið borið fram
gott, gróft kex, eins og fæst víða
núorðið. Ef þið viljið bera kæf-
una fram við borðið, getið þið
kælt hana í sandkökuformi,
skorið hana í sneiðar, og sett
eina sneið á disk handa hverjum
og einum. Með kæfunni getið þið
svo haft 1—2 þunnar sneiðar af
melónu. Melóna á ótrúlega vel
við allt sem er reykt. Það er til
frægur ítalskur forréttur, mel-
ónubátur með sneiðum af
reyktri skinku frá héraðinu
Parma, en skinkan þaðan þykir
sérstakt afbragð. En okkar út-
gáfa, melónan og kæfan úr
reyktu síldinni er ekki síður góð
og falleg á að líta, fölgræn
melónan og fölbleik kæfan. Hver
segir að matur sé aðeins bragðið
og ekkert annað. Þarna er sem
sagt komin uppástunga um for-
rétt, sem má útbúa nokkrum
dögum fyrirfram eða jafnvel
frysta, og svo bera fram á bæði
formlega og óformlegan hátt,
allt eftir því hvað hverjum
sýnist.
Hvað gerum við þá við lamba-
kjötið? Kínverjar, og Japanir og
fleiri nágrannaþjóðir þeirra,
eiga sér pottrett, svipaðan því,
sem við köllum „foundue" sem er
komið frá frönskumælandi
Svisslendingum. Þeir Austur-
landamenn nota gott soð í stað
olíu og sjóða kjötið þar í. Reynd-
ar fara þeir eins að t.d. með fisk
og skeldýr, en það er önnur saga.
Kínverjar kenna sína útgáfu
gjarnan við Mongólíu og kalla
mongólskan eldpott, svo við sjá-
um hvaðan þeir álíta hugmynd-
ina komna. Japanir kalla sína
útgáfu „yosenabe", sem mun
þýða sitt lítið af hverju. Það er
alveg óhætt að taka Japanina á
orðinu og fylgja þessu ráði
þeirra, nota sem sé það sem
okkur lízt bezt í það og það
skiptið.
Nú, hvað getum við þá haft í
eftirrétt? Þar er auðvitað af
ýmsu að taka. Kannski er hann
óþarfur, ef það er kaffi og
(heimatilbúin?) páskaegg á eftir,
kökur eða annað sætmeti. Ef við
viljum nú samt sem áður halda
okkur við eftirréttinn, er auðvit-
að alltaf handhægt og prýðilegt
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
dreng og vottum aðstandendum
hans okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Hafsteinn Hannesson var
tryggur vinum sínum og ástmenn-
um. Hann hafði mikið skap og tók
ekki hverjum sem var. Hann hafði
næma réttlætiskennd og sárnaði
mjög, ef honum fannst sér eða
öðrum sýnt óréttlæti. Hafsteinn
var mikill trúmaður en var ekkert
að flíka því. Það er alltaf mikill
missir að sjá á bak mönnum eins
og Hafsteini.
Hafsteinn hafði verið í sambúð,
áður en hann giftist eftirlifandi
konu sinni Sigrúnu Línu Helga-
dóttur. I þeirri sambúð eignaðist
hann tvö börn. Hafsteinn reyndist
þeim mjög vel eins og hans var
von og vísa. Þegar þau Sigrún
Lína og Hafsteinn giftust, átti
Sigrún sex börn fyrir. Hafsteinn
varð þeim hinn besti faðir enda
bæði elskaður og virtur af börnum
sínum, stjúpbörnum og barna-
börnum. Sigrún og aðrir aðstand-
endur hans hafa því mikið misst
og söknuður þeirra eftir látinn
drengskaparmann sár. Guð leggi
þeim líkn í þraut.
Stefán Trjámann Tryggvason.
Hér er margs konar bakstur: Hrökkbrauð, Matbrauð, Hveiti-
brauðskrans, Toskakaka, Möndlusnúðar, Kryddað rúgbrauð, Tví-
bökur, Ávaxtakaka, Ananaskaka, Fyllt smjördeigslengja, Kransa-
kökur, Hunangskökur, Appelsínuhorn, Franskar súkkulaðikökur,
Austurrísk plómukaka, Terta frá Svartaskógi, Sænskar möndlu-
kökur, Napóleonskökur, Blúnduterta með jarðarberjum, — svo
eitthvað sé nefnt.
Vinstra megin í hverri opnu, inni í bókinni, er stór mynd af
bakstrinum tilbúnum, en hægra megin eru uppskriftirnar ásamt
litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og bakstur.
I bókinni eru 360 litmyndir stórar oa smáar.
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari
þýddi, staðfærði og prófaði uppskriftirnar.
SETBERG
Hafsteinn Hannes-
son — Minningarorð
Fæddur 29. apríl 1924.
Dáinn 21. mars 1980.
MÁTBRA^oG^ÖKUR
„Sælir eru hógværir,
þvi aó þeir munu landið erfa.“
Föstudaginn 21. mars sl. bárust
okkur í Sundhöllinni þau hörmu-
legu tiðindi að félagi okkar og
samstarfsmaður Hafsteinn Hann-
esson væri látinn. Við áttum erfitt
með að sætta okkur við þessi
tíðindi, fannst Hafsteinn fallinn í
valinn um aldur fram, enda þótt
við vissum að hann hefði um langt
árabil átt við lasleika og vanheilsu
að stríða. En kannski blekkti það
okkur, að Hafsteinn var ekki
vanur að kvarta, þótt hann væri
stundum þjáður bæði í vinnunni
og annars staðar.
Hafsteinn var elskaður og virt-
ur af samstarfsfólki sínu í Sund-
höll Reykjavíkur, enda var hann
framúrskarandi trúr og samvisku-
samur í öllum störfum sínum. Við,
samstarfsfólk hans í Sundhöllinni,
sjáum mikið eftir þessum góða
l>t Altil.YSIR IM AI.LT I.AND ÞEGAR
Þl AIGI.ÝSIR I MORGl'NBLAÐINL