Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
Sigfríður Georgsdótt-
ir sextug á morgun
í huga árda«atjarnarpúka á
fimmtuKsaldri er hún ennþá Fríða
á SkothúsveKÍnum, þó nær aldar-
fjórðungur sé síðan hún flutti
inná Bústaðaveg; ímynd þeirra
kvenna íslenzkra er (íennum aldir
hafa mætt óblíðum aðstæðum
sínum af slíku sjálfsgeði að það
ætti að vera bannað; slíkri óbifan-
legri trú á forsjón og betri tíð
einhverntíma seinna, sama hve-
nær, að nútíma ungmenni, er
fyndi til slíks æðruleysis sjálfs
sín, myndi umsvifalaust ganga á
fund tízkusérfræðings í sálar- eða
geðflækjum og krefjazt innlagn-
ingar fyrir sína hönd og nánustú
vandamanna.
Sigfríður heitir hún Georgsdótt-
ir, ættuð úr Njarðvíkum suður;
sextug á morgun, margfalt eldri
að reynzlu en þó með slíku bragði
og sinni, að hefði ég ekki aldur
minn og elztu sona hennar að
óþægilegu viðmiði, lýsti ég hvern
ósannindamann er segði mér og
það þó börn hennar séu tíu — öll
uppkomin.
Fram á miðjan sjötta áratug
aldarinnar stóðu tvær byggingar
við Skothúsveg vestan Tjarnar,
báðar að lotum komnar og stungu
um margt harkalega í stúf við
umhverfi sitt. Annað, Skothúsveg-
ur 9, var í upphafi íshús, Isbjörn-
inn, sérkennilegt fiskverkunarhús
af timbri, frá tímum ístöku á
Tjörninni, rekið á undanþágum
síðustu fiskverkunarárin; í lokin
pakkhús og uppeldisstöð fyrir
rottur, sem gjarna sprönguðu um
nágrannabyggðina á vorkvöldum,
engu óstoltari íbúunum allt upp í
virðingarstiga forsætisráðherra
þjóðarinnar. Hitt, Skothúsvegur 7,
var íbúðarhús, kannski ekki svo
mjög fornt, en alveg einstaklega
illa viðhaldið; gert af steini á
skrokk, en timbri allt innan. I
þessu húsi höfðu reyndar búið
ýmsir þekktir borgarar í gegnum
tíðina. Sómahjónin Guðrún Þórð-
ardóttir og Eggert heitinn Krist-
jánsson stórkaupmaður bjuggu
þarna á sínum fyrstu hjúskapar-
árum; þar bjó í mínu minni til
hárrar elli, Jóhann Ögmundur
Oddsson, þekktur stúkumaður á
sinni tíð og sporgöngumaður
barnablaðsins Æskunnar; einnig
Morthensbræður, og, á undan
þeim, Svavar Gests. En, við upp-
haf míns tímatals, um eða í
stríðsbyrjun, hefir hrörnun sett
sinn svip á húsið, sem muna má
sinn fífil fegurri; það hefir fengið
á sig þennan ömurlega leigihjalls
blæ, sem færri þekkja nú nema af
lestri bóka í kalstjörnustíl og
söguhetja mín, afmælisbarnið
Fríða á Skothúsveginum og sóma-
karlinn maður hennar, Jón P.
Einarsson, leigubílstjóri úr Vest-
mannaeyjum suðraf, eru flutt þar
inn í tvær kjallarakytrur vondar,
með eldhússómynd innan og náð-
hússaðgangi að utan, gegnum-
gengu um þvottahús myrkt á
húsinu bakverðu; á stundum munu
jafnvel fjórfættir gestir úr íshús-
inu, við hliðina hafa deilt með
þeim íbúðinni, óboðnir upp um
feyskið gólfið.
Þau fluttu þarna inn með þrjá
stráka sína, sinn á hverju ári, frá
þriggja ára og niðurúr; níu voru
börnin og það tíunda á leiðinni
þegar þau fluttu inná Bústaðaveg
sextán árum síðar og enn hafði ég
ekki heyrt Fríðu kvarta — hins-
vegar heyrði ég hana oft hlæja. Er
ég hugsa til baka, tel ég mig aldrei
hafa þekkt manneskju, sem hafði
minni ástæðu til hláturs en Fríða,
þessi sextán ár hennar á Skothús-
veginum — nema kannski daginn
sem hún fór. Þó býr mér í grun að
hún hafi vatnað músum daginn
þann — og Tjarnarinnar saknar
hún enn.
Á stríðsárunum, þrátt fyrir
mikla vinnu, svo og á áratugnum
næsta á eftir, vegna lítillar vinnu,
mátti áhugafólk um barneignir
vissulega halda á spöðunum til að
endar næðu saman. Þetta var
fyrir uppfinningu barnabóta og
trygginga velferðarþjóðfélags
uppá nútímasænsku; menn
skrimmtu uppá sjálfa sig og stolt-
ið — eða sögðu sig á bæinn. Það
þótti þó ennþá til nokkurrar
skammar og Jón á Skothúsvegin-
um manna ólíklegastur til að
berja þar á dyr. Er tjarnarpúka í
barnsminni að með ólíkindum
þótti svefnlétta mannsins; hann
virtist við akstur allan sólarhring-
Kodak filmur
þegartaka á góðar
myndir
Kodacolor II
FILM
C135-36
n
L
Kodacolor II » ll-M
10110-201
1880
100ÁRAFAGREYNSLA
1980
Kodacoior II
FII.M
C 126-20
Gæðin eru í gulu Kodak pökkunum.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR
S:20313 S:36161 S:82590
Umboðsmenn um allt land
inn, en mun þó einstaka sinnum
hafa náð að halla sér, því nær
árlega bættist þeim barn.
Hlutur Fríðu í framfleytingu
þessa þunga heimilis verður vart
tíundaður á blaði, en börnin báru
óþreytandi eljusemi hennar vitni
og þá ekki einsömul mergðin. Þau
voru ævinlega hrein og sælleg, þó
ekki inuni ávallt hafa verið kræs-
ingar á borðum í magni; föt vel
nýtt og gengu að erfðum niður
aldursstigann, snyrtilega viðgerð.
Myndi samanburður margri ein-
birnis nútímakonunni óhagstæð-
ur, þrátt fyrir þvottavélina, þurrk-
arann og tölvustýrðu saumavélina
— að ógleymdu dagheimilinu, sem
verður að vera í hverfinu.
Þrátt fyrir óblíðar ytri aðstæð-
ur, eða kannski vegna þeirra,
virkaði Fríða á okkur nágranna-
strákana sem segull. Með barna-
mergðina, óskyggð ytra glysi, var
hún einskonar náttúrleg mömmu-
ímynd hverju barni sem var og
hafði alltaf tíma fyrir eitt í viðbót.
Þótt margir okkar í samanburði
væru fæddir með silfurskeið í
munni — að minnsta kosti húðaða
— sóttum við ekki síður í maga-
rínsmurt heilhveitibrauð og
mjólkurbland hjá Fríðu en smá-
kökur og súkkulaði hjá vinnukon-
um annarsstaðar; stundum var
jafnvel snúður til hátíðabrigða,
enda bezt bakkelsa í minningunni.
Hún hafði þann eiginleika að tala
ekki niður á börn, heldur við þau
— og hún kunni öðrum betur að
hlusta. Sennilega man tjarnarpúki
hana þessvegna betur heldur en
aðrar konur í öðrum húsum — og
tengslin við hana og fjölskyldu
hennar hafa aldrei rofnað, þó
stundum líði fleiri ár milli funda.
Mér hefur orðið tíðrætt um
Skothúsvegsár Fríðu og að vonum.
Fjölskylda mín var næstu grannar
þeirra þessi ár, synirnir leikfélag-
ar okkar bræðra og því mikill
samgangur milli heimilanna, enda
tel ég okkur silfurskeiðamunna
hafa haft nokkurn þroska af
uppeldiskynningunni við lífsbar-
Kvennadeild Styrkt-
aríélags lamaðra
og fatlaðra:
Bingó til
styrktar
Æfinga-
stöðinni
KVENNADEILD Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra efnir á
fimmtudag til bingós í Sigtúni til
eflingar starfsemi Æfingastöðv-
arinnar við Háaleitisbraut i
Reykjavík.
Þar standa nú yfir byggingar-
framkvæmdir er miða að bættri
æfingaaðstöðu, en stækkun henn-
ar er mjög aðkallandi vegna sívax-
andi þarfar á meðferð af völdum
slysa og annarra orsaka. Rennur
ágóði af bingóinu til tækjakaupa
og vonast Kvennadeildin eftir
góðum stuðningi almennings.
áttu þessa dugmikla fólks; sírósa-
dans var ekki lífið og tilveran og
veður fleiri en lognmolla sólar í
hádegisstað. Tjarnarpúki var við
nám á erlendri grund þegar þau
fluttu; þegar hann kom heim var
slétt ferhyrnt moldarbeð á
grunnstærð þar sem Skothúsvegur
7 hafði staðið og æskan bara saga
til að muna.
Eftir að þau Jón, með dyggri
aðstoð þá allstálpaðra eldri barna
sinna, flytja í nýtt eigið húsnæði
að Bústaðavegi 105, árin líða með
skini og skúrum, eins og gengur,
og ungar skríða úr hreiðri, þykir
Fríðu sem afköst séu ekki að baki
og hún, sem ávallt hefur verið
sívinnandi heima fyrir, fer út á
vinnumarkaðinn að líta á heim-
inn. Lífshlaup hennar segir til sín,
henni er ekki um að deila trúnaði
mörgum vinnuveitendum, frekar
en öðrum mönnum en Jóni Einars-
syni; hún ílengist hjá hinu ný-
byggða álveri ISAL við Straums-
vík og hefir starfað þar síðan — í
15 ár.
Við upphaf starfa Fríðu hjá
ISAL urðu nokkur þáttaskil í lífi
hennar; þáttaskil sem tjarnarpúki
og áhorfandi gegnum tíðina átti
vart von á frá þeirri konu, sem
aldrei heyrðst gera kröfur til
annarra en sjálfrar sín; þeirri
konu, sem tjarnarpúka virtizt
fremur há æðruleysi en skortur
þess að sætta sig við kyrrstöðu
gengins hugsunarháttar um óum-
breytileik ímyndaðra örlaga for-
sjónar, sem segði einum að vera
hér og öðrum þar; þeirri konu, sem
lét aðra um þjóðfélagið en undi
heima við börn á meðan þau vildu
vera börn og flugu ekki úr hreiðri;
þessi kona gerðist verkalýðssinn-
uð og fór að gera kröfur — fyrir
aðra.
í dag er þessi kröfulausa vin-
kona frá árum Tjarnarinnar
virðulegur trúnaðarmaður stétt-
arfélags síns á vinnustað; tals-
maður hins bezta í aðbúnaði og
afkomu starfssystra sinna. Ekki
kæmi tjarnarpúka þó á óvart ef
sjálf hefði hún gleymst í því
fyrirtali — svona eins og af
gömlum vana.
Það er tilhlökkunarefni árdaga-
aðdáanda að sækja Fríðu heim á
sextugsafmælinu, 31. marz. En
sennilega verður tjarnarpúka ekki
boðið upp á snúð.
Tómas Agnar Tómasson.
Davis
skri&tofu-
stólar
Hannaðir af Vico Magistretti.
Stakur stóll, sem hallast og snýst,
hækkar og lækkar og er á hjólum.
Setan og bakið er hannað með tilliti
til réttrar og þægilegrar setu,
í hvaða stöðu sem er.
Vönduð bólstrun með mjúku leðri
eða litaglöðum áklæðum,
sem auðvelt er að taka
af og hreinsa.
Komið og kynnist þessum
frábærastól.
6 DeRadova
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartún 29 Simi 20640