Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐ’ SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
70 ára:
Jónas Geir Jóns-
son íþróttakennari
Það er ágætur siður hjá okkur
íslendingum, þótt misjafnlega
takist til, að fara nokkrum orðum
um hvern annan, þegar merkisaf-
mæli ber að höndum.
Ég ætla að freista þess að segja
nokkur orð um vin minn, Jónas
Geir, íþróttakennara hér á Húsa-
vík, en hann verður 70 ára núna
31. mars.
Svo ég byrji á byrjuninni þá er
Jónas Geir fæddur að Rifkels-
stöðum í Öngulstaðahreppi í Eyja-
fjarðarsýslu. Að honum standa
sterkir stofnar. Hann er Eyfirð-
ingur í móðurætt, en í föðurætt er
hann Þingeyingur, — af Skútu-
staðaætt.
Afi hans, Hallgrímur Hall-
grímsson var hreppstjóri í Öngul-
staðahreppi í áratugi. Að Kaup-
angi í Eyjafirði dvelur Jónas Geir
ungdómsár sín, eða frá því hann
er 6 ára til 18 ára aldurs, en þá
leggur hann land undir fót og fer
til Akureyrar. Hann stundar nám
í Gagnfræðaskóla Akureyrar og
vinnur fyrir sér við verksmiðju-
störf í Krossanesi, hjá norskum,
og í síldarvinnu á Siglufirði.
Og ef ég fer fljótt yfir sögu
þessara ára, enda þekki ég lítið til
þess hvernig honum vegnaði í
lífsbaráttunni fyrr en hann flytur
hingað til Húsavíkur, þá er það,
þegar hann er 22ja ára að hann
ákveður lífsstarf sitt.
Og það lífsstarf sem hann valdi
sér hefur vérið okkur Húsvíking-
um giftudrjúgt. Hugsandi
mönnum á þeim tíma hefur sjálf-
sagt ekki litist alltof vel á að ætla
að leggja fyrir sig kennslu í
íþróttum, en árið 1932 fer Jónas
Geir til náms í íþróttaskólann að
Laugarvatni. Björn Jakobsson frá
Narfastöðum í Reykjadal hefur
það ár stofnsett þennan skóla.
Nemendur eru aðeins tveir þetta
fyrsta ár, en auk Jónasar Geirs
kemur þangað Ólafur Pétursson
núverandi garðyrkjubóndi að Ökr-
um í Mosfellssveit. Þessir tveir
ungu menn útskrifast svo vorið
1933 og eru þarmeð fyrstu heima-
menntuðu íþróttakennararnir á
íslandi.
Um þetta leyti er mikill áhugi
hér á Húsavík fyrir öllum greinum
íþrótta. í.f. Völsungur er stofn-
aður 1927 og hefur að aðal mark-
miði iðkun fótbolta. Frjálsar
íþróttir eru lítt þekktar, sundiðk-
un á við erfiðleika að stríða sökum
aðstöðuleysis, skíði lítið stunduð
og glíma líklega bara í heimahús-
um. En eins og áður segir, áhuginn
var fyrir hendi og potturinn og
pannan í í.f. Völsungi er Jakob
Havsteen, formaður, ásamt bróð-
ur sínum, Jóhanni og fleiri ungum
mönnum. Þeir bræður eru ekkert
feimnir við hlutina og gangast
fyrir því strax þegar Jónas Geir
hefur lokið námi að hann er
ráðinn hingað sem íþróttakennari
félagsins og um leið við Barna-
skóla Húsavíkur. Þar kennir hann
einnig önnur fög í forföllum.
Koma hans hingað varð í stuttu
máli mikil lyftistöng fyrir íþrótta-
líf staðarins og fór árangur að
koma í ljós fljótlega í hinum ýmsu
greinum íþrótta.
Þeir Húsvíkingar, sem voru í
leikfimikennslu hjá honum í
gamla samkomuhúsinu, en kennsl-
an fór fram í „litla salnum" niðri,
minnast þeirra ánægjustunda enn
þann dag í dag. Ferskur blær
fylgdi honum, andrúmsloft, sem
ekki var þekkt hér áður. Vel
menntaður íþróttakennari var
kominn til starfa og hugsaði sér
gott til glóðarinnar. Jónas Geir
hafði meðal annars kynnt sér
handknattleik á Akureyri áður en
hann kom hingað og komst hann
fljótt að því að hér var góður
efniviður til þerrar íþróttar,
einkanlega leist honum vel á
kvenfólkið.
Og hann hóf að æfa kvennalið
um vorið 1934 og gef ég honum
sjálfum nú orðið um hvernig það
gekk fyrir sig í stórum dráttum.
„Hinn gamli handknattleikur
var að mínum dómi skemmtilegri
bæði að horfa á og vera með í. Þá
lék maður á mann, en mörkin urðu
að vísu færri. Núna fer leikurinn
fram á öðrum hvorum vallarhelm-
ingi, ýmist allir í sókn eða allir í
vörn. Ein þvaga upp við mark,
bitist, barist og fórnað höndum.
En hvað gerðu þessar fyrstu
valkyrjur Völsungs annað en leika
sér í handknattleik? Ekki gátu
þær lifað á honum? Nei, en máske
fyrir hann. Þær unnu flestar í
beituskúrunum. Stóðu við balann
frá morgni til kvölds. Stundum
gafst varla tími til að hafa
fataskipti áður en hlaupið var útá
völl. En þær fundu ráð við því.
Beitingapilsin vour látin falla og
þá komu handknattleiksbuksurn-
ar í ljós. Matur varð að bíða betri
tíma. Stundum var líka skroppið á
völlinn, ef bíða þurfti eftir báti.
Allar stundir voru notaðar. Og
hvernig stóð á því að þessar ungu
stúlkur lögðu svona mikið á sig
fyrir íþróttina? Varla var hægt að
búast við mörgum keppnisferðum
eða stórsigrum er gæfu frægð í
aðra hönd. Ferð til Akureyrar var
meira fyrirtæki þá en að fara á
milli landa nú í dag. Hér réði
mestu ánægjan af leiknum, — holl
útivera frá stöðu við bala eða
búrbekk, — góð kynni við margan
keppinaut og félagsskapur, sem
ætíð hefur haldist síðan. Þar kom
að við skyldum reyna hvar við
stæðum í leiknum. Afráðin var
ferð til Akureyrar 17. júní 1935.
Ég get í fáum orðum sagt frá
ferðinni og talið upp þær stúlkur,
sem tóku þátt í henni, en engin
mynd er til af þeim fríða flokki.
Þær voru: Anna á Melum, Áslaug
á Hóli, Regína og Stína Bjarna-
dætur, Stjana Fúsa, Stjana
Kobba, Guðný á Helgastöðum,
Gunna í Braut, Þórhildur Skarp-
héðins, Kæja í Traðagerði, Sigrún
Páls og Fríða Stjana. Knatt-
spyrnustrákar voru með í þessari
för. Safnast var saman í lautinni
við sýslumannshúsið áður en lagt
var upp. Frú Þórunn gaf öllum
kaffi er vildu og sýslumannshjón-
in óskuðu hópnum góðrar ferðar.
Farkosturinn var kassabíll, sem
Sveinbjörn Helga ók. Með þessari
ferð hófust ánægjuleg samskipti á
milli í.f Völsungs og Akureyrar-
félaganna, sem hafa haldist til
þessa dags.“
Jónas Geir, ásamt þeim nöfnum
Þórarni Þórarinssyni og Þórarni
Sveinssyni á Eiðum, komu á
íþróttasamskiptum milli Austfirð-
inga og Þingeyinga árið 1936.
Þessi mót fóru fram í mörg ár.
Keppt var til skiptis á Húsavík og
Páskabrauð
Sérstakt kynningarverð
á Myllubrauði fyrir páskana
Ef þú ætlar í ferðalag út á land eða vilt
eiga nóg af góðu brauði í frystikistunni
yflr hátíðarnar hringir þú í síma 85078
kl. 2-4 og talar við Viðar.
Hann aðstoðar þig við val á brauði sam-
kvæmt neðangreindum pöntunarlista og
þú sækir síðan glænýtt brauðið vel
pakkað þegar þér hentar.
r PÖNTUNARLISTI — Slmi 85078
1 □ Franskbrauö 18 □ ... Birkibrauö 35 □ ... Snittubrauö 52 □ Toskakökur
2 □ Formbrauð 19 □ ... Rúsínubrauð 36 □ ... Rúnnstykki 53 □ ... Marsarínukökur
3 □ Formbrauö, skorin 20 □ ... Rúgbrauð 12 sn. 37 □ do. m/birki 54 □ ... Kryddkökur
4 □ Samlokubrauö 21 □ ... Rúgbraúð 7 sn. 38 □ ... Heilhveitihorn 55 □ ... Vínartertur
5 □ Heilhveitibrauð 22 □ ... Maltbrauö 7 sn. 39 □ ... Kúmenhringir 56 □ ... Brúntertur
6 □ do. form 23 □ ... Snúðar 40 □ Tvíbökur 57 □ ... Rúllutertur
7 □ ..... Kornformbrauö 24 □ ... Vínarbrauð 41 □ Brauöbotnar 58 □ ... Hunangsrúllutertur
8 □ Skólabrauð 25 □ ... Sérbökuö vínarbrauð 42 □ ... Marensbotnar 59 □ ... Glassúrtertur
9 □ ... 1—1 Munkabrauð 26 □ ... Bollur 43 □ ... Svampbotnar 60 □ ... Sveskjutertur
10 □ r—1 do. skorin 27 □ ... r—i Butter-vlnarbrauð 44 □ Marenstoppar 61 □ Fimmlagatertur
11 □ ... Munchenarbrauö 28 □ ... Lengjur 45 □ Maccarónur 62 □ ... Djöflatertur
12 □ Bóndabrauö 29 □ ... Hringir 46 □ Sandkökur 63 □ ... .... Gráfíkjutertur
13 □ ... Maltbrauð 30 □ ... Smjörkökur 47 □ Marmarakökur 64 □ .... Gráfikjulengjur
14 □ Sigtibrauö 31 □ Vínarbr.lengjur st. 48 □ Brúnkökur 65 □ .... Tebollur
15 □ Hafrabrauö 32 □ ... Ávaxtalengjur 49 □ Jólakökur 66 □ .... Tartalettur
16 □ Heilkorns-rúgbrauö 33 □ ... Pylsubrauð 50 □ Möndlukökur 67 □ .... Rasp
17 □ ... Kúmenbrauö 34 □ ... Hamborgarabrauö 51 □ ... Hunangskökur 68 □ ... .... Rúgkex 4
HíuiicLn
Verið velkomin
Sértilboð sem gildir til 1. apríl
BRAUÐ HF. - SKEIFUNNI11 - SÍMI 83277