Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
29
Minning:
Pétur Valgarð Jóhanns-
son, Bíldudal
í dag, 22. marz, er þessar línur
eru skrifaðar, fer fram minn-
ingarathöfn í Isafjarðarkirkju um
ísfirsku rækjusjómennina fjóra,
sem fórust á ísafjarðardjúpi í
mannskaðaveðrinu, er gekk yfir
landið 25. feb. sl. Á föstudaginn
langa, 4. apríl n.k., minnast Bild-
dælingar sinna manna tveggja, er
fórust þennan sama dag á Arnar-
firði.
Með hörmulegu fráfalli þessara
sex vösku drengja er enn eitt
skarð höggvið í raðir vestfirskra
sjómanna. Það hefur oft skeð
áður, að þeir hafi beðið lægri hlut
í hetjulegri baráttu við ofurefli
hamslausra náttúruafla, sem eng-
inn mannlegur máttur fær staðist.
Þannig hefur það ávallt verið —
og verður, — hlutskipti sjómanns-
ins: Vonin um góða lífsbjörg,
erfiði og áhætta, sem höfða til
hreysti og manndóms. Og þeir eru
fleiri, sem hér eiga hlut að máli og
deila með sjómanninum hlutskipti
hans. Fjölskylda hans í landi,
konan hans og börnin heima,
foreldrar, systkini og aðrir ástvin-
ir, sem bíða í von og bæn, að
hverri sjóferð ljúki farsællega
með fögnuði og feginleik við heim-
komuna. Við vitum öll, að vonin og
tilhlökkunin er oft blandin ótta og
kvíða. íslensku vetrarveðrin eru
hörð og mislynd, áhlaupin sneggri
en við verði séð, jafnvel inni á
fjörðunum okkar vestfirsku, þar
sem kyrrð og fegurð er mest á
íslandi á lognværum vor- og
sumarkvöldum. Við þekkjum það
vel, hve aðstæður sjómannskon-
unnar hafa gert henni eiginlegt að
bregðast við því, sem að höndum
ber af kjarki og æðruleysi.
Kannski veit hún og þekkir það
betur en nokkur annar, hve „ör-
stutt er bil milli blíðu og éls og
brugðist getur lánið frá morgni til
kvelds."
Það er vel, að við búum í dag við
betri og mannúðlegri þjóðfélags-
aðstæður, heldur en áður var,
þegar skipstapar leiddu iðulega til
örbirgðar og upplausnar sjó-
mannsfjölskyldnanna, sem eftir
stóðu í sárum. Nógu mikill er samt
missir þeirra, nógu sár harmur
þeirra við snöggt og fyrirvara-
laust fráfall nánustu ástvina. Á
slíkum örlagastundum sameinast
allir Islendingar í djúpri hryggð
og einlægri samúð með þeim, er
um sárast eiga að binda.
Ég þekkti meira og minna til
allra þessara sex ágætu ungu
sjómanna, sem við nú höfum misst
langt fyrir aldur fram. Með
bræðrunum Ólafi og Valdimari
Össurarsonum fékk ég í nóv. sl.
far inn í Djúp, er þeir héldu-
þangað á Gullfaxa sínum til
rækjuveiða og lögðu mig af í Vigur
í leiðinni. Ég var þeim þakklát
fyrir greiðvikni þeirra og mér er í
fersku minni, hve bæjarljósin á
ísafirði spegluðust fallega í lá-
dauðum sjávarfletinum, er við
sigldum út Sundin snemma um
morguninn.
Pétur Valgarð Jóhannsson, er
fórst ásamt Hjálmari Einarssyni
með vélbátnum Vísi frá Bíldudal
þennan skelfilega febrúardag,
þekkti ég mjög vel. Pétur var einn
af þessum mönnum, sem maður
mat því meir, sem kynni við hann
urðu lengri, yfirlætislaus, traust-
ur og raungóður. Hann var fæddur
á Bíldudal 17. ágúst 1935, sonur
Jóhanns Jóhannssonar og Kristín-
ar Pétursdóttur, Bjarnasonar
skipstjóra á Bíldudal, mestu ágæt-
iskonu. Ólst Pétur upp hjá móður
sinni og eiginmanni hennar,
Kristni Péturssyni.
Sjómennskan var Pétri í blóð
borin, hans ævistarf og lífsköllun.
Á yngri árum stundaði hann um
alllangt skeið sjóinn á ýmsum
togurum frá Reykjavík, en var alla
tíð heimilisfastur á Bíldudal. Arn-
arfjörðurinn var honum ávallt
einkar kær og tryggð hans við sína
heimabyggð traust og fölskvalaus.
Bíldudalur hefur oft átt í vök að
verjast. í sögu hans hafa skipst á
skin og skúrir og vart mun
nokkurt annað byggðarlag á
Islandi hafa orðið fyrir öðru eins
áfalli og Þormóðsslysinu í
febrúar—mánuði 1943, er 31
maður fórst, þar af 22 frá
Bíldudal, eða nánast tíundi hver
þorpsbúi. Þeirra á meðal voru
margir helstu máttarstólpar at-
vinnulífs á staðnum. Og þar voru
tveir móðurbræður Péturs.
Við fráfall Péturs Jóhannssonar
nú sjá Bílddælingar á bak einum
sinna dugmestu og farsælustu
aflamanna. Dugnaði hans og elju
var við brugðið og sjómenn sóttust
eftir skipsrúmi hjá honum. Bar
þar hvorttveggja til, að Pétur var
jafnan aflahæstur á rækjuvertíð-
inni og ekki síður hitt, hve gott orð
hann hafði á sér sem afbragðs
sjómaður, gætinn og traustur
skipstjóri og góður félagi. Hjá
Pétri var alltaf allt í lagi, enda
vakað yfir hverjum hlut af ein-
stakri samviskusemi og árvekni.
Báturinn hans, Vísir, 16 tonna
eikarbátur, smíðaður hjá Marsel-
íusi 1943, hafði reynst honum
mikil happafleyta, og Pétur búinn
að endurbæta hann og endur-
byggja, svo að allir vissu, að hann
gaf ekki hinum yngri eftir að
traustleika og sjófærni. í síðustu
sjóferð Péturs á Vísi mun hann
hafa átt varla meira en steinsnar
ófarið í höfn, þegar yfir lauk í
trylltum veðurham og sortaéli.
Þar mátti víst ekki sköpum renna.
í samtali nú á dögum við
Sigríði, eftirlifandi konu Péturs,
rifjaði hún upp gamlan draum, er
hún hafði sagt mér fyrir nokkrum
árum, en ég var búin að gleyma.
Það var Kristínu, móður Péturs,
sem dreymdi þennan draum, þeg-
ar hún ung stúlka um tvítugt
stundaði nám hér syðra við
Kvennaskólann í Reykjavík.
Kristínu fannst hún stödd heima á
+
Utför móður okkar
CLÖRU BIRGITTE ÖRVAR
Auöarstræti 7,
verður gerð frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 1. apríl kl. 3 e.h.
Anna Sigrún Örvar,
Jóhanna Kjartansdóttir,
Björn K. örvar.
Útför móöur okkar,
LUISE WENDEL,
fædd RICKERT
fer fram frá Kristkirkju, Landakoti, þriöjudaginn 1. aprít kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö. Þeim, sem vildu mlnnast
hennar, er bent á Karmelsystur í Hafnarfiröi eða líknarfélög.
Adolf Wendel,
Ragna Wendel,
Svanhild Wendel,
Kristjén Wendel.
Bíldudal og sá þá allt í einu
sortaský, á himni, er bar fyrir frá
suðvestri í átt til norðurfjalla. í
skýinu sá hún bregða fyrir tölunni
1980. Kristín sagði tengdadóttur
sinni frá þessum draumi, þegar
Sigríður gekk með yngsta son
þeirra Péturs, sem nú er fimm ára
og ber nafn föður síns, Pétur
Valgarð, en Pétri eldra sögðu þær
aldrei drauminn. Kristín gerði sér
vissar hugmyndir um þýðingu
þessa draums, sem þó tengdust
ekki á neinn hátt þeim mikla
sorgardegi 25. feb. 1980. Með þeim
mæðginum, Kristínu og Pétri var
alla tíð mikið ástríki. Dvaldi hún
löngum á sumrum með fjölskyldu
hans heima á Bíldudal, eftir að
hún fluttist búferlum til Reykja-
víkur árið 1971. Kristín er látin
fyrir þremur árum.
Pétur var mikill hamingju-
maður í sínu einkalífi. Árið 1959,
10. sept, gekk hann að eiga
eftirlifandi eiginkonu sína, Sigríði
Pálsdóttur, Hannessonar hrepp-
stjóra á Bíldudal, af Vatnsfjarðar-
ætt, og konu hans Báru Krist-
jánsdóttur frá Húsavík, af þing-
eyskum ættum. Sigríður er vel
gefin mannkostakona og hjóna-
band þeirra Péturs eins farsælt og
hamingjuríkt og best varð á kosið,
svo að þar bar aldrei skugga á.
Pétur var einstakur heimilisfaðir
og þau hjónin samhent í besta
lagi, enda heimilisbragur allur til
fyrirmyndar á hinu fallega og
hlýlega heimili þeirra að Dalbraut
18 á Bíldudal. Þar liggur að baki
þrotlaus vinna, ósérhlífni og um-
hyggja fyrir heimili og fjölskyldu.
Pétur Jóhannsson var hávaðalaus
maður, hógvær og dagfarsprúður
og lagði engum manni illt til. í
vinahópi á góðri stund brá hanp
þó gjarnan á glaðværð og glens og
margar ánægjulegar minningar á
ég, sem þessar línur skrifa um
notalegt rabb að kvöldinu, þegar
Pétur var kominn í land af
sjónum, um menn og málefni,
sjómennsku og aflabrögð og sitt-
hvað fleira, er á döfinni var.
Þau Pétur og Sigríður eignuðust
fjögur falleg og mannvænleg börn.
Þau eru: Páll Ægir 21 árs við nám
í Stýrimánnaskóla Islands, mikill
efnispiltur, með hugann allan við
sjó og sjómennsku. Hann var ekki
hár í loftinu, þegar hann hóf róðra
með pabba sínum á Vísi. Hin þrjú
yngri í föðurhúsum eru: Kristín 15
ára, Hannes Sigurður bráðum 10
ára, og svo litli Pétur Valgarð 5
ára. Pétur átti auk þess einn son,
aður en hann kvæntist, Guðberg
27 ára, sem búsettur er á Tálkna-
firði.
Ég veit, að Sigríður hefur tekið
þessu þunga áfalli eins og hetja,
og víst á hún dýran auð í garði,
þar sem er barnahópurinn hennar,
sem nú nýtur styrks og huggunar
undir verndarvæng kærleiksríkr-
ar móður þessa sorgardaga.
Ástríkir foreldrar hennar standa
þeim öllum við hlið, sem og annað
frændlið og vinir á Bíldudal. í svo
litlu byggðarlagi á hvert manns-
barn hlutdeild í sorg og söknuði
ástvina hinna tveggja ágætis-
manna, sem nú er séð á bak.
Ég og fjölskylda mín vottum
Sigríði vinkonu minni og hennar
fólki öllu okkar innilegustu samúð
og þökk fyrir elskulega vináttu á
liðnum árum. Einnig Margréti
Einarsdóttur, könu Hjálmars Ein-
arssonar og ungu börnunum henn-
ar fjórum.
Sómamanninum Sigurði Gísla-
syni frá Selárdal, heimilisvini
þeirra Sigríðar og Péturs, sem
búið hefur hjá þeim undanfarin ár
að Dalbraut 18, sendi ég einnig
einlægar samúðarkveðjur, vegna
andláts Gests bróður hans, er
fórst í bifreiðaslysi á Hálfdáni af
völdum sama mannskaðaveðurs-
ins, sem varð sjómönnunum sex að
grandi.
Góður Guð veiti ástvinum
þeirra öllum huggun og styrk í
sorg þeirra, kjark til að horfa
vondjörf fram á veginn mót hækk-
andi sól, — til vorsins í nánd.
Sigurlaug Bjarnadóttir
frá Vigur