Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 NÝ KYNSLÓÐ ' Snúningshraðamælar með raf- eindaverki engin snerting eða tenging (fotocellur). Mælisvið 1000—5000—25.000 á mín- útu. Einnig mælar fyrir allt að 200.000 á mínútu. Rafhlööudrif léttir og einfaldir í notkun. Vesturgötu 16, sími 13280. Segulstál Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum. Stærö 8x9x3 sentimetrar. Gott til að „fiska" upp járnhluti ár sjó, ám, vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til að halda verkfærum og smíðahlutum. Sendum í póstkröfu. Söyfftenujgjcujtr <yj<§>irЮ®©[n) (it CSío) Vesturgötu 16, sími 13280 Hitamælar SöyoHa&ðuyr & (<£& Vesturgótu 16, simi 13280 Sjónvarp í kvold kl. 22.10: um austurlenskar aöferðir og fleira. megrunar- Nýr framhaldsmyndaílokkur: Útvarp í kvöld klukkan 20.45: Fyrsti þátturinn af f jórum um megrun og megrunaraðferðir Ríkisútvarpiö hefur látið gera fjóra þætti um megrun- armálefni, og er sá fyrsti á dagskrá í kvöld klukkan 20.45. Þar fjallar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir um líkams- rækt og tilbúið megrunarfæði, og ræðir við Svövu Svavars- dóttur heilsuræktarþjálfara, Báru Magnúsdóttur ballett- kennara og Laufeyju Stein- grímsdóttur næringarfræðing um þau mál. I næsta þætti mun Guðrún Guðlaugsdóttir síðan fjalla um Heilsuhælið í Hveragerði og náttúrufæði. í þriðja þættinum fjallar svo Ingvi Hrafn Jónsson um Línuna, og í þeim síðasta fjallar Kristján Guðlaugsson Leikarinn Malcolm Stoddard í hlutverki Charles Darwins, en mynd um ævi hans er á dagskrá sjónvarps klukkan 21.10 i Ævi og störf Charles Darwins I kvöld hefst í sjónvarpi sýning á leiknum heimilda- myndaflokki um hinn kunna enska vísindamann Charles Darwin, sem uppi var á árun- um 1809 til 1882. Þættirnir eru að verulegu leyti byggðir upp á sjálfsævisögu Darwins, en þessi fyrsti þáttur gerist við Suður-Ameríku sumarið 1831. Darwin er einn kunnasti vísindamaður sem uppi hefur verið, og enn í dag eru rit hans og skoðanir í miklum metum þrátt fyrir miklar framfarir í vísindum hvers konar á þessari öld. Kunnastur er Darwin lík- lega fyrir keflningar sínar um uppruna tegundanna, þar sem hann meðal annars setti fram þá kenningu að maðurinn hefði smám saman þróast í það sem hann nú er, á þús- undum ára, líkt og aðrar lífverur jarðarinnar. Þes^i kenning olli á sínum tíma miklu fjaðrafoki, ekki hvað síst innan kirkjunnar. En margir kirkjunnar þjónar töldu að kenningar Darwins gætu alls ekki komið heim og saman við frásagnir Bibl- íunnar af sköpun heimsins. Hér hlyti því að vera á ferðinni kenning sem hættu- leg gæti reynst kristinni trú, Christophcr Plummer í hlut- vcrki sínu í myndinni um rétt- arhöld í máli Jesú Krists frá Nazaret. Réttað í máli Jesú frá Nazaret í kvöld verður í sjónvarpi sýndur þriðji þátturinn um „réttarhöldin yfir Jesú frá Naz- aret“, sem sýnd hafa verið und; anfarin kvöld í sjónvarpinu. I þáttum þessum er fjallað um það, hverjir áttu sök á dauða hans, voru það Gyðingar, eða voru það Rómverjar, eða hverjir voru þar að verki? Þessi spurn- ing hefur verið brennandi á vörum kristinna manna allt frá árdögum kristninnar, og sumir telja hana jafnvel hafa ýtt undir Gyðingahatur víða um heim, svo sem í Evrópu. Útvarp Reykjavík w vMIÐMIKUDbGUR 2. apríl MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: í páskaleyfinu. Stjórnendur: Sigríður Eyþórsdóttir og Jakob S. Jónsson. M.a. spjall- ar dr. Jakcb Jónsson _ um páskahátiðina og Árni Björnsson þjóðháttafræðing- ur segir frá ýmsum siðum kringum páska. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar. Tak- ashi Ochi og Kammersveit Paul Kiints leika mandólín- konsert í C-dúr eftir Antonio Vivaldi / Vladimir Ashken- azy og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika Píanókonsert í d-moll eftir Johann Sebast- ian Bach; David Zinnman stj. 11.00 Föðurhlutverkið að skiln- ingi Biblíunnar. Benedikt Arnkelsson cand. mag. les þýðingu sína á grein eftir Hans Kvalbein lektor í Nor- egi. 11.20 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Tónlist úr ýms- um áttum, þ.á m. léttkl- assisk. SÍDDEGID 14.30 Miðdegissagan: „Helj- arslóðarhatturinn“ eftir Richard Brautigan. Hörður Kristjánsson þýddi. Guð- björg Guðmundsdóttir les (2). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatíminn. Oddfríður Steindórsdóttir sér um tímann, talar um örugg ieiksvæði og les sög- una „Slysið á götunni“ eftir Jennu og Hreiðar Stefáns- son. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Glaumbæingar á ferð og flugi“ eftir Guðjón Sveins- son. Sigurður Sigurjónsson les (4). 17.00 Síðdegistónleikar. Fílharmoníusveitin í Vín leikur „Hamlet“, fantasíu- forleik eftir Pjotr Tsjaí- kovský; Lorin Maazel stj. / Hjómsveit Tónlistarskólans í París leikur Sinfóníu nr. 3 i c-moll op. 78 eftir Camille Saint-Saens. Georges Prétr stj. SKJANUM MIÐVIKUDAGUR 2. apríl 18. 00 Börnin á eldfjallinu. Nýsjálenskur mynda- flokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 18.25 Einu sinni var. Teiknimyndaflokkur. Þýðandi- Friðrik Páll Jónsson. Söguménn Ómar Ragn- arsson og Bryndís Schram. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir. 21.10 Ferðir Darwins. V Leikinn. breskur heim- ildamyndafiokkur í sjö þáttum, byggður að veru- legu leyti á ævisögu Charl- es Darwins (1809-1882). Aðalhlutverk Malcolm Stoddard og Andrew Burt. Fyrsti þáttur. Sumarið 1831 cr lítið, breskt herskip gert út til sjómælinga við strendur Suður-Ameríku og víðar. Skipherra er ungur mað- ur, Robert FitzRoy, og með í leiðangrinum er kornungur náttúrufræð- ingur, Charles Darwin. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Réttað i máii Jesú frá Nasaret. Þriðji þáttur. Þýðandi dr. Björn Björns- son. 23.05 Dagskrárlok. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar.. KVÖLDID 19.35 Einsöngur í útvarpssal: Olafur Þorsteinn Jónsson syngur lög eftir Maríu Brynjúlfsdóttur og Sigurð Ágústsson. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur á píanó. 20.00 Úr skólalifinu. Stjórn- andi þáttarins: Kristján E. Guðmundsson. Fjallað um nám í uppeldisfræði við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands. 20.45 Megrun: Líkamsrækt og tilbúið megrunarfæði. Rætt við Svövu Svavarsdóttuf heilsuræktarþjálfara, Báru Magnúsdóttur ballettkenn- ara og Laufeyju Steingríms- dóttur næringarfræðing. Umsjónarmaður: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 21.10 Píanókvartett i h-moll op. 3 eftir Felix Mendels- sohn. Eva Ander. Rudolf Ulbrich, Joachim Schindler og Ernst Ludwig Hammer leika (Hljóðritun frá austur- þýzka útvarpinu). 21.45 „Belphagor“. ævintýri eftir Niccolo Machiaveíli. Þorvarður Magnússon íslenzkaði. Guðrún Guð- laugsdóttir les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (49). 22.40 Hallgrimur Pétursson í þjóðarvitund og veruleika. Finnbogi Hermannsson kennari á Núpi flytur erindi. 23.00 Djass. Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.