Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980
,/Lð kalla dægurtónlist alþýðutón-
list er álika mikil hrœsni og kalla
Austur-Þýzkaland alþýðulýðveldV‘
Tónskáld á íslandi eru ekki mörg — og ung tónskáld má telja á
fingrum annarrar handar. Fyrir skömmu sat blaðamaður stund úr
degiyfir kaffibolla með tveimur ungum tónskáldum vestur í bæ. Þar
var spjallað um heima og geima. Hvernig það er að vera ungt
tónskáld á íslandi. Ungu tónskáldin eru þau Karólína Eiríksdóttir
og Hjálmar Ragnarsson. Bæði hafa tiitölulega nýlega snúið heim
eftir nám erlendis. Karólína kennir í Tónlistarskólunum í Reykjavík
og í Kópavogi. Fyrir skömmu frumflutti Sinfóníuhljómsveit Islands
verk eftir hana, „Notes“. Karólína nam við Tónlistarskóla
Reykjavíkur og síðan við The University of Michigan. Hjálmar
Ragnarsson er ísfirðingur. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla
ísafjarðar og síðan í Reykjavík. Þá nam hann við Brandeis
University og Cornell University í Bandaríkjunum og Háskólann í
Utrecht í Hollandi. Hann hefur samið söngverk, kammerverk,
elektróníska tónlist og tölvutónlist.
Gagnrýni hér
á landi er
yfirborðskennd
Talið barst fyrst að verki Kar-
ólínu — „Notes", sem Sinfóníu-
hljómsveitin frumflutti fyrir
skömmu. Af hverju kallaðir þú
verk þitt „Notes"? „Astæðurnar
eru tvær, annars vegar er verkið
byggt á minnispunktum og hins
vegar eins og nafnið bendir til,
nótum. Það tók mig hálft ár að
semja verkið, sem var 10 mínútur
í flutningi." Hvernig var að heyra
eigið hugarfóstur í flutningi Sin-
fóníuhljómsveitarinnar? „Þegar
ég heyrði verkið fyrst þá hafði ég
nýlokið samningu þess. Það var
enn mjög tengt mér. Það var því
eins og að fá gusu af eigin
sálarlífi framan í sig.“ Og gagn-
rýnin — varstu ánægð með hana?
Hún varð hugsi og sagði svo:
„Mér finnst gagnrýni hér á landi
fremur yfirborðskennd. Það er
mjög erfitt að skrifa tónlistar-
gagnrýni svo vel fari. Tónlistin er
ekkí eitthvað áþreifanlegt. Hún
varir aðeins tiltekinn tíma —
síðan er öllu lokið, punktum
basta.
Ég samdi þetta tónverk og það
tók mig hálft ár. Svo koma menn
og tala um íslenzkt landslag.
Ekkert var mér fjarlægara þegar
ég samdi verkið. Ég skynja ekki
tónlist í máli og myndum, —
heldur tónlistina, bara tónlist-
ina.“
„Sjálfur hef
ég verið gagn-
rýndur fyrir
að semja bara
akademíska
tónlist
Hvernig skynjar þú tónlist,
Hjálmar? Sérð þú fyrir þér
landslag þegar þú semur? „Nei,
ég skynja tónlistina sem tónlist.
Sjálfur hef ég fengið þá gagnrýni,
að ég semji bara akademíska
dauðsmannstónlist. Að tónlistin
verði í mínum verkum bara
„intellectual game“ fyrir ein-
hverja fáa útvalda. Sjálfum
finnst mér það ekki...“
„Ég er ekki sammála því, að þú
sért akademískur, fjarri því,
skaut Karlólína ínn í. Þessi aka-
demíska grýla hefur gjarnan ver-
ið sett á ung tónskáld. Þegar ég
sem tónverk, þá er ég að segja
það sem mér býr í brjósti. Ég er
að gera það sem mér finnst
eðlilegt, af þörf. Ég heyri tón-
verkið í huga mér þegar ég sem
það. „Notes“ kom mér því ekkert
á óvart í flutningi. Það er nú svo
með tónlistina, eins og raunar
alla hluti, að fólk verður að leggja
sig eftir hlutunum. Maður þarf að
einbeita sér til að heyra, skilja."
„Maður fær ekki innblástur
nema með mikilli vinnu. Maður
verður að vera heima þegar
tónlistargyðjan kemur í heim-
sókn,“ bætti Hjálmar við.
Mörg tónskáld sögunnar hafa
skapað sér ódauðlegt nafn í
sögunni — dreymir ykkur um
frægð og frama? „Frægð,“ segir
Hjálmar, „það er í sjálfu sér
innihaldslaust að vera að semja
upp á frægð. Margir eru reyndar
frægir um öll suðurnes, eða eru
frægir að endemum. Það er ósköp
heimóttarlegt að álíta frægð eitt-
hvert æðsta takmark, að hún í
sjálfu sér veiti einhverja lífsfyll-
ingu. Yfirleitt er það nú í nútíma-
þjóðfélagi þannig, að sé löngun í
frægð á annað borð fyrir hendi,
þá er hún tilkomin af þröngsýni.
Fólk fer ekki í listsköpun í von
um frægð og frama, að ekki sé
talað um gull og græna skóga.
Frægðin er hverful, ég nefni
poppbransann sem dæmi. Ég sem
af þörf, nauðsyn beinlínis, — að
koma því á framfæri, sem mér
býr í brjósti."
Ef ég kærði mig
um gæti ég vafa-
laust samið lít-
ið vinsælt lag
Hafið þið áhuga á að slá um
ykkur í poppbransanum, semja
dægurtónlist? Enn er það Hjálm-
ar sem hefur orðið. Sko, sjáðu til
— ef ég kærði mig um, þá gæti ég
vafalítið samið lítið vinsælt lag.
En það freistar mín ekki. Popp og
dægurtónlist er iðnaður — ekki
listsköpun."
En af hverju höfðar nútíma
tónlist ekki til fólks, svipað og
Beethoven, nú eða Gamli Nói og
Brunaliðið. „Þeirra tónlist er
byggð upp á hefðbundnum tón-
kerfum. í byrjun þessarar aldar
varð algjör umbreyting — tón-
skáld brugðu út af hinu viðtekna
tónlistarkerfi eins og það birtist,
til að mynda í Gamla Nóa. Þegar
fólk hlustar á Gamla Nóa, þá
ánetjast það ómeðvitað tónkerf-
inu. Þetta tónkerfi er ekkert
lögmál. Það sést best af því, að
hin ýmsu menningarsamfélög
hafa þróað með sér mismunandi
tónkerfi, sem brjóta í bága við
tónkerfi Vesturlandabúa. Þess
vegna hefur þessi breyting valdið
svo mikilli andstöðu," svarar
Karólína.
Þessi svokölluðu
nútímatónskáld
hafa verið hrokafull
En eruð þið ekki með þessu að
segja að þið þráist við — að þið
viljið ekki semja tónlist, sem fólk
vill heyra? „Kjarninn er sá,“ og
nú er það Hjálmar sem hefur
orðið, „að svokölluð nútímatón-
skáld hafa verið hrokafull. Þau
hafa gengið fram af hlustendum
og ekki sinnt tengslum við al-
menning. Því hefur myndast gjá
fordóma en ég held að sú gjá sé
ekki eins breið og var fyrir svo
sem áratug síðan."
„Tónskáld samtímans bera nú
klafa sögunnar á bakinu — sögu
snillinganna Mozarts, Beethov-
ens, Wagners og fleiri og fleiri,"
segir Karólína.
„Þetta er hárrétt," segir
Hjálmar. „Við höfum ekki náð til
hlustenda. Þeir vilja fremur
hlusta á Mozart og Beethoven. En
tónskáld nú á tímum hafa komist
niður á jörðina. Það er nauðsyn
hverju tónskáldi að fá uppörvun
frá hlustendum sínum."
Þið hafið ekki náð lýðhylli.
Freistar það ykkar ekki að taka
upp þráðinn, segjum með ein-
hverri vinsælli poppgrúppu og
semja vinsæl lög, sem færðu fé í
vasa?
*
„Islenzk dægur-
tónlist endur-
speglar ameríska
glanstónlist“
„Það væri ósköp einfalt að taka
þátt í þeim leik. Hella sér út í
lystisemdir neyzluþjóðfélagsins.
En ég held því fram að popptón-
list, sölutónlist væri nær að nefna
hana, hafi svæfandi áhrif á fólk,“
segir Hjálmar og heldur áfram.
„Hún er ekki skapandi list, hún er
yfirborðskennd. Því fer fjarri að
popptónlist sé alþýðutónlist eins
og gjarnan er flíkað. Það er
fölsun. Það sem flutt er inn, —
bæði á erlendum hljómplötum og
eins það sem íslenzkir popparar
semja, er innflutt amerísk glans-
tónlist. Að kalla dægurtónlistina
í dag alþýðutónlist er álíka mikil
hræsni og kalla A-Þýzkaland
alþýðulýðveldi. Islenzk dægur-
tónlist endurspeglar ameríska
glanstónlist. Það sem flestir
íslenzkir dægurlagahöfundar eru
að gera, er einfaldlega það sem
kollegar þeirra í Ameríku hafa
verið að gera, — misseri eða
misserum áður.“
„Hitt er svo,“ segir Karólína,
„að æðisöldur verða miklu sterk-
ari hér á landi en í Ameríku. Ég
er nýkomin frá Bandaríkjunum
og varð aldrei var við þetta
svokallaða „Greaseæði", sem átti
að fara um eins og logi um akur.“
„Ég held að fjölmiðlar hér á
landi leggist á eitt að beinlínis
búa til æði og vegna fámennisins
hér verði áhrifin miklu sterkari
og meiri," segir Hjálmar.
„Dægurtónlistin
er nauðsynleg“
Er þá dægurtónlistin, eða
glanstónlistin eins og þið kallið
hana af hinu illa? „Nei, dægur-
tónlistin er nauðsynleg en það er
mikilvægt að hún sé góð. Dægur-
tónlistinni hefur hrakað mjög
undanfarin ár eftir að hafa náð
hátindi eftir Bítlana á árunum
1965 til 1970,“ segir Karólína.
„Það er nauðsynlegt að hafa í
huga að tónlist hefur víðtæk
áhrif á fólk,“ skýtur Hjálmar inní
og heldur áfram. „Þjóðfélag nú-
tímans gerir einstaklinginn að
neytanda, — hann er mataður af
öllum mögulegum og ómöguleg-
um hlutum. Avallt verður að
finna eitthvað nýtt til að selja.
Það verður að sporna við og
stuðla að sjálfstæðari hugsun
meðal fólks. Að fólk verði ekki
bara óvirkir neytendur og sjálfs-
vitund þeirra sljóvgist smám
saman. Það er nú einu sinni svo,
að það er auðveldara að sitja
fyrir framan sjónvarp og rrieð-
taka afþreyingarefni þar en sitja
og lesa góða bók. Það er á fleiri
sviðum en í tónlistinni, þar sem
lægsti samnefnarinn er ríkjandi."
Tortímir þá neyzluþjóðfélag
samtímans sér innanfrá? „Jú,
eðlinu samkvæmt en það er
einnig margt, sem hamlar gegn
tortímingu nútíma samfélags.
Það eru alltaf einhverjir sem ekki
meðtaka hlutina gagnrýnislaust.
Ég held að fólk sé að opnast fyrir
hættunni — að meðtaka hlutina
gagnrýnislaust og verða óvirkir
neytendur," svarar Karólína.
Listin er nauð-
syn framgangs
mannlegrar
hugsunar
Er listin líkleg til að hamla
gegn þessu?
Rœtt við tvö ung tónskdld,
Karólínu Eiríksdóttur og
Hjdlmar Ragnarsson