Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980
Einkaatvinnu-
rekstur tann-
læknaprófessora
Greinargerð frá tannlæknadeild Háskóla Islands
Stutt greinargerð trá tann-
læknadeiid Háskóla Islands af
gefnu tilefni, þ.e. skrifum Þjóð-
viljans um svokallaðan einkaat-
vinnurekstur tannlæknaprófess-
ora.
Forsendur þær sem hönnunar-
aðilar fyrirhugaðs húsnæðis fyrir
tannlæknadeild gefa sér í sam-
bandi við þetta tiltekna húsnæði
eru í stuttu máli þessar.
Aðstaða til klíniskrar sýni-
kennslu, kiíniskra rannsókna,
„konsultationa", öflunar klíniskr-
ar kennslugagna og eins og segir í
samþykkt háskólaráðs þann 8.
febrúar 1974 „til klíniskra starfa
þeirra föstu kennara, er klíniskri
kennslu stjórna, til þess að þeir
megi viðhalda þjálfun sinni og
þróa hana á eðlilegan hátt“.
Þetta húsnæði er sem sé ekki
nema að hluta til ætlað til þessa
svokallaða einkareksturs, sem
Þjóðviljinn og aðrir, væntanlega
vegna misskilnings, halda fram,
heldur til kennslu og rannsókna,
og eru því meir en nægar forsend-
ur fyrir því að tannlæknadeild fái
þetta rými þó að enginn „einka-
rekstur" færi þar fram.
Þess skal sérstaklega getið að
þetta er í fyllsta samræmi við
tillögur þeirra óhlutdrægu er-
lendu sérfræðinga, sem til hefur
verið leitað af Háskóla Islands í
sambandi við hönnun byggingar-
innar, enda er slík aðstaða í öllum
tannlæknaskólum nágrannaland-
anna, Sem byggðir eru í seinni tíð.
Sem dæmi má nefna að í
Finnlandi er prófessorum látin í
té aðstaða til að veita einkasjúkl-
ingum sérhæfða þjónustu í allt að
þrjár klukkustundir á dag.
Þetta þykir sjálfsagt og nauð
synlegt af eftirtöldum megin-
ástæðum:
_1) Þeir sem klíniskri kennslu
stjórna, verða að geta við-
haldið sérhæfðri þekkingu
sinni og þjálfun, annaðhvort
innan veggja skólans eða
utan. Annars forpokast þeir
og verða óhæfir kennarar á
fáum árum.
2) Þessir kennarar eru sérfróðir,
hver á sínu sviði. Ef þeim væri
meinað að stunda sérgrein sína
við meðhöndlun sjúklinga,
mundu margir fara á mis við
hæfustu meðferð sem völ er á í
landinu. Sem dæmi má nefna
þá, sem fæddir eru holgóma og
þá, sem fá illkynja æxli í kjálka
eða munn.
3) Meðferð slíkra „tilfella" er að
sjálfsögðu ekki á færi stúdenta,
en hins vegar afar æskilegt að
þeir fái tækifæri til að fylgjast
með og aðstoða við meðferð.
Það fá þeir ekki, nema að
meðferðin fari fram á skólan-
um, og þá þarf aðstaða að vera
til þess.
Til samanburðar má nefna að
læknanemar fá tækifæri til að
fylgjast með samsvarandi með-
ferð á spítölum borgarinnar.
Að lokum má geta þess, að
húsnæði það er um ræðir, er
einungis 130 fermetrar af a.m.k.
6000 fermetra húsnæði byggingar-
innar og getur því vart skipt
sköpum fyrir læknadeild.
A þessum 130 fermetrum munu
a.m.k. 7 kennarar starfa að öllum
áðurnefndum þáttum í væntan-
legri byggingu.
Orn Bjartmars Pétursson
forseti tannlæknadeildar
Iláskóla íslands.
Höfðabakkabrú og
umhverfismálaráð
í umræðum um Ilöfðabakka-
brú hefur afstöðu umhverfis-
málaráðs Reykjavíkurborgar
borið á góma og gætt misskiln-
ings um afgreiðslu þess á málinu.
7. september 1977 féllst Umhverf-
ismálaráð einróma á tillögu um
brúarbygginguna, og stóðu 7
fulltrúar allra flokka í ráðinu að
þeirri samþykkt. Þegar kom að
ákvörðun um fjárveitingu til
verksins í vetur fjallaði núver-
andi umhverfismálaráð um málið
á tveimur fundum, 27 febrúar og
5. marz. Á seinni fundinum féll
framkomin tillaga um að ekki sé
tímabært að ráðast í framkvæmd-
ir við lagningu Höfðabakkavegar
og brúargerðina á jöfnu með
atkva'ðum. Þrír greiddu atkvæði
með en þrir á móti. Með tillög-
unni greiddu atkvæði Álfheiður
Ingadóttir, Iljörleifur Stefánsson
og Ilaukur Morthens. Á móti
Elín Pálmadóttir. Magnús L.
Sveinsson og Sverrir Seh. Thor-
steinsson. Vísuðu þau síðar-
nefndu í svohljóðani bókun sína:
„Hinn 7. september 1977 féllst
Umhverfismálaráð Reykjavíkur
einróma á tillögu um tengingu
Höfðabakka yfir Elliðaárdal, eftir
að farið hafði verið að óskum
ráðsins um staðsetningu og tilhög-
un meðal annars hækkun brúar
svo hún trufli sem minnst útivist
við ána og umferð útivistarfólks
gæti farið óhindrað undir brúna.
Að baki þessari einróma sam-
þykkt lá löng og mjög ítarleg
rannsókn. Jafnframt því að lögð
var áherzla á að staðsetning
brúarinnar ylli sem minnstri
röskun frá umhverfissjónarmiði
var málið skoðað í ljósi þess, að
nauðsynlegt er talið vegna öryggis
borgarbúa, að fleiri en ein leið
liggi út úr höfuðborginn yfir
Elliðaárnar. Staðsetning brúar-
innar var einnig skoðuð í ljósi
æskilegrar tengingar íbúabyggðar
Breiðholtshverfa og vinnustaða í
Ártúnshöfða og Borgarmýri, sam-
eiginlegra framhaldsskóla Árbæj-
ar- og Breiðholtshverfa og stað-
setningu slökkvistöðvar og sjúkra-
bifreiða fyrir þessi nverfi.
Aðallega hafa verið athugaðir
þrír möguleikar: Ofan við Ker-
móafoss neðan við Árbæjarstíflu
og Ofanbyggðavegur við Skyggni.
Frá umhverfissjónarmiði teljum
við versta kostinn veg yfir Elliða-
árnar hjá Kermóafossi, sem er
einn fallegasti staðurinn í Elliða-
árdal. Ofanbyggðavegur liggur að
mestu um ósnortið land, sem er
vinsælt útivistarsvæði. Brekkan
ofan við Breiðholt er mikið notuð
af börnum sumar sem vetur og
mjög mikið er um hestamenn á
svæðinu við Selás, sem yrði að
fara yfir þann veg. Auk þess má
benda á, að helmingur þess vegar
lægi í landi Kópavogs, sem
Reykjavíkurborg hefur ekki ráð-
stöfunarrétt yfir.
Með tilliti til allra þátta, sem
þetta mál snerta, og að vandlega
athuguðu máli, sem m.a. hefur
leitt í ljós, að meginforsendur
málsins eru óbreyttar, teljum við
brú yfir Elliðaárnar við Höfða-
bakka, þar sem mannvirki er
þegar fyrir (Árbæjarstíflan),
bezta kostinn, en leggjum áherzlu
á, að við hönnun vegarins og
brúarinnar verði lögð áherzla á, að
það valdi sem minnstri röskun frá
umhverfissjónarmiði.“
Hrafn frá Holtsmúla
í Reykjavik í vor
STÓÐHESTURINN Hrafn 802
írá Holtsmúla hefur í vetur
verið fóðraður hjá Hestamanna-
félaginu Fáki og er ætlunin að
mönnum gefist kostur á að
halda hryssum sínum undir
hann í Reykjavík á tímabilinu
frá mánaðamótum apríl—maí
og til 10. júní. Þá fer Hrafn
austur í Gunnarsholt á Rang-
árvöllum og síðari hluta sumars
verður hann í Kjarnholtum í
Biskupstungum.
Hrafn 802 hefur hlotið góða
dóma á þeim mótum, sem hann
hefur verið sýndur á og má
nefna að á Fjórðungsmótinu á
Vindheimamelum 1974 varð
Hestar
Umsjón* Tryggvi
Gunnarsson
Framkvæmdastjóri
L.H. heimsækir
skóla og hesta-
mannafélögin
hann efstur í flokki stóðhesta 6
vetra og eldri, sem sýndir voru
án afkvæma með aðaleinkunn-
ina 8,56 en 8,40 fyrir byggingu og
8,72 fyrir hæfiieika. A Fjórð-
ungsmótinu á Vindheimamelum
í sumar hlaut Hrafn 802 1.
verðlaun fyrir afkvæmi með
einkunninni 7,95. í umsögn um
afkvæmin sagði að reiðhests-
kostir væri ótvíræðir, viljinn
ákveðinn og mikill en lundin
heldur þung. Allur gangur er í
afkvæmunum, vel rúmur og
hreinn með góðum fótaburði.
Veiki punkturinn í byggingu
Hrafns er of grönn afturbygging
og þröng fótstaða.
Myndin hér að ofan var tekin
nú 21. marz af Sveini Þormóðs-
syni við Fákshúsin.
Boðað til framhaldsfundar hjá Fáki
AÐALFUNDUR Hestamanna-
félagins Fáks í Reykjavík var
haldinn fimmtudaginn 27. marz
sl. en ekki tókst þó að ljúka
aðalfundarstörfum og var því
ákveðið að boða til framhalds-
aðalfundar 10. apríl nk. kl.
20.30. Á aðalfundinum lögðu
formaður Fáks, Guðmundur Ól-
afsson, og gjaldkeri félagsins,
Jón Björnsson, fram skýrslu
stjórnar og reikninga félagsins.
Verður síðar hér í þættinum
getið helstu atriða úr þeim.
Einnig flutti Ragnar Tómasson
formaður íþróttadeildar Fáks
skýrslu um störf deildarinnar á
síðasta ári.
Við stjórnarkjör var Guð-
mundur Ólafsson endurkjörinn
formaður félagsins með 156 at-
kvæðum en nokkrir hlutu 7
atkvæði og færri. Úr stjórn áttu
einnig að ganga ritari og annar
meðstjórnenda. Valdimar Jóns-
son var endurkjörinn ritari Fáks
með 94 atkvæðum en Kristján
Guðmundsson fékk 83 atkvæði.
Við kjör meðstjórnenda var
Hjördís Björnsdóttir endurkjör-
inn með 98 atkvæðum en Krist-
ján Guðmundsson hlaut 44 at-
kvæði og Þórdís Jónsdóttir 20
atkvæði. Sem varamenn voru
endurkjörnir Gunnar Steinsson
með 135 atkvæðum og Ólafur
Magnússon með 81 atkvæði en
Viðar Halldórsson fékk 75 at-
kvæði og náði ekki kjöri.
Samkvæmt tillögum stjórnar
Fáks var samþykkt að félags-
gjald á næsta ári yrði 8.000 kr.
og sérstakt framkvæmdagjald
yrði 5.000 krónur.
Aðalfundinum var frestað eft-
ir að liðurinn önnur mál hafði
verið tekinn á dagskrá þar sem
klukkan var langt gengin í tvö
um nóttina og nokkrar tillögur
þegar fram komnar. Tillögur,
sem fyrir framhaldsaðalfundin-
um liggja, fjalla meðal annars
um könnun á óskum félags-
manna varðandi félagsstarf
Fáks, komið verði upp einföldum
rásbásum á skeiðvelli félagsins
og að framvegis verði stjórn
félagsins ekki heimilt að skora á
fráfarandi stjórnarmenn og
stinga upp á þeim á aðalfundi.
Kristín Bögeskov formaður Gusts
— íþróttadeild stofnuð hjá félaginu
FORMANNASKIPTI urðu ný-
lega í Hestamannaíélaginu
Gusti í Kópavogi. Ilreinn Árna-
son, sem verið hefur formaður
félagsins síðast liðin 4 ár, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs á
aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var 26. febrúar s.I. í hans
stað var Kristín Bögeskov kjör-
in formaður og með henni í
stjórn eru Þorleifur Pálsson,
ritari, Stefán Pálsson, gjald-
keri. Þorkell Jónsson,
spjaldskrárritari og Grímur
Runólfsson, varaformaður. í
varastjórn eru Sigrún Sigurð-
ardóttir og Bjarni Sigurðsson.
Hinn 6. marz s.l. var stofnuð
hjá Gusti íþróttadeild og voru
stofnendur hennar 49. Formaður
íþróttadeildarinnar var kjörinn
Bjarni Sigurðsson og með hon-
um í stjórn Benedikt Garðars-
son, ritari og sem meðstjórnend-
ur Halldór Svansson, Sigrún
Sigurðardóttir og Örn Karlsson
en í varastjórn Hreiðar Hugi
Hreiðarsson og Óli P. Gunnars-
son.
Gustur heldur jafnan uppi
fjölbreyttu félagsstarfi og hafa
svonefndar héraðsvökur sem fé-
lagið hefur efnt til að undan-
förnu vakið sérstaka athygli.
Kristin Bögeskov formaður
Gusts á hesti sínum Vindi ætt-
uðum úr Skagafirði.
Eru þá fengnir gestir úr kunnum
hrossasveitum, sem fjalla um
hross og hrossakyn þar. Á
síðasta ári var haldin Húnavaka
með Páli Péturssyni á Höllu-
stöðum og Grími Gíslasyni á
Blönduósi, Dalavaka með Jó-
hannesi á Kleifum og Árnes-
ingavaka með þeim Steinþóri
Gestssyni á Hæli og Sveini
Skúlasyni í Bræðratungu. í
febrúar í ár heimsótti Árni
Magnússon frá Akureyri Gusts-
félaga og ræddi um hross í
Eyjafirði.
Kristín Bögeskov sagði í sam-
tali við þáttinn að framundan
væri fjölbreytt starf á vegum
félagsins og mætti þar nefna
firmakeppni, íþróttamót og
kappreiðar. í sumar yrði reið-
skóli starfræktur í samvinnu við
Tómstundaráð Kópavogs en
Kristín tók fram að það væri
ánægjulegt hve margir ungl-
ingar og börn hefðu lært að
umgangast hross bæði fyrir til-
stilli reiðskólans og eins væri
góð reynsla að svokölluðu ungl-
ingahesthúsi, sem félagið ræki í
samstarfi við Tómstundaráðið.
Þar væri fóðurkostnaður greidd-
ur niður til að auðvelda krökk-
unum að stunda þessa þroskandi
íþrótt, sem hestamennskan væri.
„Verkefnin eru vissulega mörg
hjá félagi eins og Gusti en
margar hendur vinna létt verk.
Samstaða er mjög góð í félagiu
og við reynum að dreifa verkun-
um á sem flestar hendur og
teljum að með því fáist bestur
andi meðal félagsmannanna,"
sagði Kristín.