Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 Áhrif skattalagabreytinganna á atvinnureksturinn í landinu Margir velta því fyrir sér , hvaða áhrif skattalagabreytingarnar koma til með að hafa á atvinnureksturinn í landinu. Mbl. ræddi við forystumenn þriggja höfuðatvinnuvega landsins, þ.e. sjávarútvegsins, verzlunar og iðnaðar, og spurði þá hvert álit þeirra væri á áhrifum breytinganna á rekstur atvinnufyrirtækja í þeirra starfsgreinum. Fara svör þeirra hér á eftir: „Skattstigar mjög háir og gefa litið svigrúm44 Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú.: „Dregur úr áhuga fólks á tekjuöflun“ VALUR Valsson, framkvæmda- stjóri Félags ísl. iðnrekenda, sagði eftirfarandi álit Félags íslenzkra iðnrekenda á skatta- lagabreytingunum: „Árið 1980 verður tekjuskatt- ur og eignarskattur lagður á tekjur ársins 1979 og eignir í árslok eftir nýjum skattalögum, þ.e. lögum nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignaskatt ásamt breytingum á þeim lögum, sem samþykktar voru á Alþingi 20. febr. s.l. Nýju skattalögin hafa stórfelldar breytingar í för með sér á skattlagningu atvinnu- rekstrar. Megininntak breyt- inganna miðast við að aðlaga skattalögin að verðbólgunni, en það verður að telja að helsti ókostur skattlagningar fram til þessa hafi verið sá, að skattalög- in hafa að óverulegu leyti tekið tillit til verðþróunar. Þessi galli hefur komið þannig fram, að fyrirtæki hafa borið skatta, sem hafa verið verulega í ósamræmi við raunverulega stöðu þeirra. Það var því mjög knýjandi að breyta skattalögunum og færa þau í það horf, að skattbyrði fyrirtækja færi eftir raunveru- legri stöðu þeirra. Of snemmt er að meta hvernig til hefur tekist, enda er mjög erfitt að áætla raunveruleg áhrif þeirra. Aðdragandinn að núgildandi skattalögum hefur verið mjög langur og mikil vinna liggur þar að baki. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að menn líktu þessari lagabreytingu við „helj- arstökk út í náttmyrkrið", enda eru breytingarnar óvenju rót- tækar og hafa mikla óvissu í för með sér. Á meðan unnið var að skattalagabreytingunum hafði F.Í.I og önnur samtök atvinnu- veganna fyrirhugaðar breyt- ingar til gaumgæfilegrar athug- unar. Sú athugun leiddi til þess, að samtök atvinnuveganna lögðu sameiginlega fram ítarlegar til- lögur til breytinga á fyrirhuguð- um skattalögum. Auk þess lagði F.Í.I sérstaklega fram breyt- ingartillögur í samræmi við skattakaflann í stefnuskrá sinni. Ýmsar tillögur um breytingar náðu fram að ganga, en þó eru í skattalögunum ýmis ákvæði, sem kunna að valda atvinnulíf- inu verulegum erfiðleikum. Ber þar hæst tekjufærsluna vegna verðbreytinga, en samfara henni er veruleg hætta á að greiðslu- geta fyrirtækisins falli ekki saman við álagningu og greiðslu skattanna. Jafnframt er ljóst, að fyrirhugaðir skattstigar samkv. fyrirliggjandi frumvarpi eru mjög háir og gefa lítið svigrúm fyrir vöxt og viðgang atvinnu- starfseminnar. Af hreinum tekj- um félaga er áætlað að taka 65% til þarfa ríkissjóðs og fá fyrir- tækin þannig einungis 35% til eigin uppbyggingar. Fyrir- hugaður eignaskattur er 1.2% af eignaskattsstofni og óhætt að fullyrða, að það er með því hæsta sem þekkist í nálægum löndum. Félag íslenzkra iðnrekenda er hlynnt skattalögum sem taka mið af verðbólgunni, og að þann- ig verði stuðlað að heilbrigðu og sterku atvinnulífi. Hins vegar er ljóst, að stórhækkun skatta er ekki lausnarorðið fyrir atvinnu- starfsemi landsmanna, og sú hækkun, sem er boðuð, getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þróun atvinnulífs- ins.“ Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands ísl. út- gerðarmanna, hafði eftirfar- andi að segja um áhrif skatta- lagabreytinganna á útgerð- ina að hans mati: „Skattalagabreytingar, sem gerðar hafa verið að undan- förnu, eru margbreytilegar fyrir útgerðina. Afskriftahlut- fall hefur verið lækkað úr 15 í 8. Felldar hafa verið niður flýtifyrningar, sem námu allt að 30% á sex árum og verð- stuðulsfyrning. í stað þessa kemur endurmat á skip, sem afskriftir verða miðaðar við. Skattlagningu einstaklinga í atvinnurekstri verður breytt og skattlagningu þeirra verður hagað þannig, að miðað verður við tekjur í sambærilegu starfi hjá öðrum. Á öll þessi atriði hefur L. í. Ú. fallist með tilliti til þess að skattlagning verði sanngjarnari. Ennfremur hefur verið ákveðið að reikna til tekna hlutfall af skuldum vegna verðbólgu og skattleggja þá tekjufærslu. Ekki býr slík tekjufærsla til tekjur nema á blaði og verða því ekki til peningar til skattgreiðslu í því tilfelli. Lagt hefur verið til að tekjuskattshlutfall verði hækkað úr 45 í 65% og eign- askattar stórhækkaðir vegna uppfærslu eigna. Þessi skatt- lagning er úr hófi og rýrir alla möguleika til eðlilegrar end- urnýjunar og hagræðingar í rekstri. Sérstaka athygli vekur, að ríkisstjórnin ætlar að auka enn á skattlagningu einstakl- inga og rýra þannig ráðstöfun- artekjur, sem leiðir til krafna um hækkað kaup og aukna verðbólgu. Þessi skattlagning dregur úr áhuga fólks á tekj- uöflun og rýrir þjóðarframl- eiðsluna. Þessi áhrif munu koma sérstaklega fram hjá fólki sem vinnur við fiskveiðar og fiskvinnslu. „45% af tekjum þjóðarinnar til ríkis og sveitarfélaga“ Árni Árnason, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands, svaraði spurningu Mbl. þannig: I nýjum lögum um tekju- og eignarskatt felst gjörbreyting á skattlagningu tekna og eigna í atvinnurekstri. Ástæðan er sú, að nú er í fyrsta sinn leiddar í lög reglur um heildarendurmat eigna og tekna í atvinnurekstri vegna áhrifa verðlagsbreytinga. Með þessum reglum er reynt að eyða skekkingaráhrifum verð- bólgunnar í rekstraruppgjörum fyrirtækja, þannig að rauntekj- ur fyrirtækja myndi grundvöll til álagningar tekjuskatts. Sömuleiðis verður nú eignar- skattsstofn fyrirtækja allur annar, því að fyrnanlegar eignir í atvinnurekstri hafa verið end- urmetnar til gildandi verðlags. Með þessum breytingum er fundinn mun réttlátari grund- völlur til álagningar tekjuskatts, þótt það sama verði ekki sagt um eignarskattinn, því að sá skattur er í eðli sínu óréttlátur skattur sem ætti ekki að vera til, enda þekkist slíkur skattur á félög yfirleitt ekki í grannríkjum okk- ar. Þessar breytingar gerast hins vegar tíu árum of seint. Allan þennan áratug hefur efna- hagsstefnan og aðgerðir stjórn- valda stuðlað að því, að atvinnu- reksturinn væri í vaxandi mæli fjármagnaður með lánsfé. Víðtækt fjárfestingarsjóðakerfi fyrir atvinnureksturinn hefur verið byggt upp með skattlagn- ingu á fyrirtæki og framlögum úr ríkissjóði. Þá má nefna Byggðasjóð, vaxandi erlendar lántökur og aukna ásókn at- vinnulífsins í lánsfé úr banka- kerfinu. í reynd hefur atvinnu- lífinu verið sagt að bæta sér upp rýrnandi eiginfjárstöðu með óverðtryggðum lánum. Nú er hins vegar nær fyrirvaralaust gjörbreytt um stefnu og allt hagræði fyrirtækja af notkun lánsfjár fært þeim til tekna, áður en útreikningur tekjuskatts fer fram. I þessu felst svo veigamikil breyting, að það hlýtur að vera ábyrgðarhluti að innleiða hana án nokkurrar aðlögunar, sér- staklega þegar áhrif hennar eru mjög óljós. Verzlunarráðið lagði því til við alþingi, að áhættufé í atvinnurekstri yrði ekki lengur mismunað í skattalegu tilliti gagnvart öðru sparifé, fyrir- tækjum yrði heimilað að auka eigið fé sitt á árinu í ár og teldist sú aukning með eiginfjárstöð- unni í ársbyrjun, en jafnframt kæmi tekjufærsla vegna verð- breytinga einungis til fram- kvæmda í áföngum. Þannig mætti skapa atvinnulífinu að- lögunarmöguleika að þessum gjörbreyttu aðstæðum, treysta eiginfjárstöðu þess og ná því fram, sem reyndar virðist vera tilgangur laganna, að atvinnulíf- ið sé í auknum mæli fjármagnað með eigin fé. Því miður var ekki tekið tillit til þessara ábendinga Verzlunarráðsins og því erum við uggandi um áhrif þessara breytinga á tekjuskattlagningu fyrirtækja á þessu ári og sér- staklega á næstu árum. Hér er fullrar varúðar þörf, því að fjármögnun fyrirtækja með lánsfé geta nú fylgt verulegir greiðsluerfiðleikar og hagur al- mennings af því að leggja at- vinnurekstrinum til áhættufé er engu meiri, en verið hefur. Þess- ar breytingar geta því hæglega leitt til samdráttar í atvinnulíf- inu og færri atvinnutækifæra, ef fyrirtæki draga úr notkun láns- fjár, en auka ekki eigið fé sitt að sama skapi, vegna ákvæða skattalaganna, sem gera spari- fjáreigendum það mun hag- kvæmara að fjárfesta í spari- skírteinum ríkissjóðs í stað þess að leggja sparifé sitt í atvinnu- reksturinn. Það eykur heldur ekki á bjartsýnina, að skatthlut- fall félaga skuli nú ráðgert 65% í stað 53% eins og verið hefur á undanförnum árum, þar til hlut- fallið var hækkað í 65% á síðasta ári. Þótt margt sé óvíst um tekju- skatt fyrirtækja í ár, er hins vegar ljóst hvert stefnir með eignarskattinn. Víðtækt end- urmat eigna stórhækkar að sjálfsögðu eignarskattsstofn fyrirtækja. Sú óeðlilega breyting er einnig gerð, að eignarskattur verður ekki lengur frádráttar- bær til tekjuskatts hjá félögum eins og verið hefur. Vegna þess- ara breytinga hefði verið eðliegt, að eignarskattshlutfall félaga hefði verið lækkað frá því, sem er í gildandi lögum. Því er ekki að heilsa, heldur er lagt til að hækka hlutfallið um 50%, úr 0,8% í 1,2%. Það er því ljóst að eignarskattur fyrirtækja marg- faldast á þessu ári. Hér er farið inn á óheillabraut, að gera þenn- an skatt, sem ætti ekki að vera til, að svo mikilvægum tekju- stofni fyrir ríkissjóð. Þegar þess er einnig gætt að ráðgert er að framlengja sérstakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði og gera hann víðtækari á sama tíma og sveitarfélag, eins og t.d. Reykjavík, hefur hækkað fast- eignagjöld af atvinnuhúsnæði í löglegu hámarki, er þessi skatt- heimta komin út fyrir öll eðlileg mörk. Þessir þrír skattar sam- anlagðir nema 3,85% af fast- eignamati þessa húsnæðis, þannig að á 26 árum er andvirði þess greitt í skatta til ríkis- og sveitarfélaga. Þegar svo er komið er von að menn spyrji, hvaða hald er í 67. gr. Stjórnarskrárinnar, sem seg- ir, að eignarréttur sé friðhelgur. Ljóst er, að stefnt er að verulegri aukningu skattheimt- unnar á þessu ári. Ráðgert er að hækka fjölda skatta og innleiða enn nýja. Svo langt er gengið, að ætla einstaklingum að greiða 65% af tekjum sínum á síðast liðnu ári, sem voru umfram 6 millj. í skatta til ríkis- og sveitarfélaga. Samkvæmt áætl- unum Verzlunarráðsins bendir allt til þess, að 45% af tekjum íslenzku þjóðarinnar renni til að fjármagna rekstur ríkis- og sveitarfélaga í ár. Þegar skatt- heimtan er komin á það stig, að við þurfum að vinna hálft árið til að fjármagna rekstur ríkis- og sveitarfélaga eru við komin út í ógöngur. Það hefur sýnt sig að óhófleg skattheimta dregur úr vinnuvilja og lamar framfarir. Hún leiðir til skattsvika, hún rýrir lífskjör þjóðarinnar til lengri tíma litið og vinnur gegn búsetu í landinu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.