Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 22

Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 NÝTT GÖNGUSVÆÐI I MIÐVÆNUM — Þróunarstofnun Reykjavíkur- borgar hefur «ert uppdrátt og tillogu að nýu göngusvæði í miðbæ Reykjavíkur, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. Svæðið afmarkast af Austurstræti, Lækjargötu, Skóiabrú og Pósthússtræti. í umsögn Þróunarstofnunar segir, að svæði þetta hafi gengt mikilvægu hlutverki í miðbæjarlifi Reykjavíkur, allt frá fyrstu árum kaupstaðarins. Þá segir: „Randbyggingarnar við Pósthússtræti hafa sett sterkt svipmót á horgarmyndina og mynda hakgrunn Austurvallar, sem hefur sérstöðu í borgarmyndinni. Umhverfi Dómkirkjunnar og Alþingishússins undir- strika virðuleika þessa staðar. Auk þess hefur byggðin á reitnum megin áhrif á helztu götur borgarinnar. Austurstræti og Lækjargötu, og mætir fyrst auganu, þegar komið er úr austurbæ niður Bankastræti". Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Þróunarstofnunar sagði í samtali við Mbl., að stofnuninni hefði verið falið að gera tillögu að þessu, auk þess að kynna hana fyrir öllum hlutaðeigandi húseigendum, en tillagan hcfði cnn ekki komið fyrir borgarráð til samþykktar. Ljósmynd Mbl. Kristján. Albert Guðmundsson: Á móti hækkun söluskattsins „ÉG ER á móti þessari álagningu," sagði Albert Guðmundsson alþing- ismaður, er Mbl. spurði hann í gær um afstöðu hans til frumvarps rikisstjórnarinnar um söluskatts- hækkun. „í fyrsta lagi tel ég þessa álagningu of háa. þar sem hún gefur ríkinu tekjur umfram það, sem fer til þess að greiða olíustyrk- ina, og að mínu mati á að greiða olíustyrki af tekjum ríkissjóðs af innflutningi á olíunni sjálfri." Mbl. spurði Albert, hvort þetta þýddi að hann væri fylgjandi sér- stakri viðbótarálagningu vegna þessa. „Ég er hlynntur því að bæta þann mismun, sem er á húshitunar- kostnaði fólks eftir búsetu, en ég vil ekki gera það með viðbótarálagningu á innlenda orku,“ sagði Albert. „Eg tel að þetta eigi að greiða úr sameiginlegum sjóði okkar, ríkis- sjóði, og það á að koma út af þeim tekjum, sem ríkissjóður hefur af innflutningi á olíu til landsins." Mbl. spurði Albert einnig um afstöðu hans til heimildar um hækk- un á útsvari um 10%, í 12,1%. „Ég sat hjá í því máli,“ sagði Albert. „Ég veit að sveitarfélögin þurfa á meiri tekjum að halda vegna verkefna, sem þeim hafa verið falin. En ég vil Leiðrétting — Minningarorð í MINNINGARGREIN um Sigurð Guðmundsson símamann, sem birt- ist í blaðinu í gær, urðu þau leiðu mistök að niður féll einn kafli úr greinni. — Biður blaðið alla aðila afsökunar á mistökunum. Þessi kafli er svohljóðandi: „í hinum erfiðu og löngu veikind- um sýndi Sigurður mikið sálarþrek, helstríð við miskunnarlausan ólækn- andi sjúkdóm var erfitt. Sigurður stóð ekki einn í þjáningum sínum, Laufey og börnin lögðu sig öll fram um að létta honum byrðina og dvöldu hjá honum daglega alla þá mánuði sem hann var í sjúkrahúsi.“ ekki að tekjur sveitarfélaganna verði auknar, nema ríkið lækki sínar tekjur á móti. HjáSeta mín var því viðurkenning á þörf sveitarfélaganna fyrir auknar tekjur, en ég var á móti því að þeirri þörf væri fullnægt með frekari álagningu á fólkið í landinu." Mbl. spurði Albert álits á ákvörð- unum ríkisstjórnarinnar um gengis- fellingu: „Þetta er gríðarlega stórt dæmi og þar spilar margt inn í, eins og fiskverðsákvörðun," svaraði Al- bert. „Mér hefur ekki gefizt tími til að kynna mér málið nægilega vel til að láta hafa eitthvað eftir mér um það nú.“ Flugleiðir: Bjóða 76 manns end- urráðningu FLUGLEIÐIR gengu í gær frá endurráðningu 14 flugmanna á DC—8 þotur og tveggja flug- manna á Fokker vélar og er ráðningartími frá 1. april. Einnig var gengið frá endurráðningu 7 flugvélstjóra á DC—8 og 7 flug- virkjar, sem sagt hafði verið upp störfum hafa verið endurráðnir í viðhaldsdeild félagsins. Endurráðningar þessar eru vegna verkefna hjá Cargolux, sem standa munu fram í september og vegna þess að þriðju DC—8 þot- unni verður bætt í Norður— Atlantshafsflugið. Þá hefur í tengslum við þessar ráðningar ver- ið ákveðið að endurráða 20 flug- fréyjur. Þá segir í frétt frá Flug- leiðum að 26 starfsmönnum í flugstöðinni í Keflavík hafi verið boðin endurráðning til haustsins og hefur því 76 manns alls verið boðin endurráðning. Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra: TollafgreiÖsla mið- ist við gengislækkun „ÞAÐ verður engin gengisfell- ing," sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra í samtali við dagblaðið Vísi árla á mánu- dagsmorgun, en þá um helgina hafði ríkisstjórnin fjallað um gengismál og fiskverð alla helg- ina. Blaðið spurði Tómas, hvort hann sem yfirmaður bankamála myndi samþykkja gengisfellingu, ef Seðlabankinn samþykkti hana. Svaraði hann þá stutt og laggott „Nei!" Klukkan 13 þennan sama dag, gaf Seðlabankinn út nýja gengisskráningu og kom þá í ljós að íslenzk króna hafði fallið gagnvart Bandaríkjadollar frá því á föstudag um 3,5%. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra og jafnframt bankamála- ráðherra hélt blaðamannafund þriðjudaginn 25. marz síðastliðinn 5 dögum áður en hann tók ákvörð- un um gengisfellingu krónunnar. Þá sagði hann samkvæmt frásögn liti svo á að fyrri yfirlýsingar Tómasar stönguðust ekki á við gengisfellinguna, sem þá hafi ver- ið orðin að verðuleika. Tómas svaraði: „Nei, ég tel það ekki vera. Ég tel þetta vera lið í ráðstöfun- um, einn þátt í margháttuðum ráðstöfunum, sem kemur þannig fram, að í staðinn fyrir að láta gengið síga t.d. um 1 % þessa viku, 1% næstu viku og 1% þriðju vikuna, þá var tekin sú ákvörðun að láta síga um 3% í einu stökki." Hinn 8. desember 1978 gaf Tómas Árnason þáverandi fjár- málaráðherra út auglýsingu, sem hann sjálfur undirritaði um toll- afgreiðslugengi. Þar segir að toll- afgreiðslugengi fyrir hvern al- manaksmánuð skuli ákvarðast af sölugengi 28. dag mánaðarins á undan og gilda síðan allan alman- aksmánuðinn. í auglýsingu þessari segir síðan að verði „veruleg breyting á gengi íslenzkrar krónu gagnvart erlendri mynt, skal við tollafgreiðslu strax á eftir miðað við nýja gengið.“ Hinn 31. marz 1980, sama dag og krónan féll um 3,5% gagnvart Bandaríkjadoliar, gaf Björn Haf- steinsson út auglýsingu fyrir hönd Ragnars Arnalds fjármála- ráðherra, þar sem vitnað er til auglýsingar Tómasar Árnasonar, sem áður er getið og þess undan- þáguákvæðis, sem þar er um ákvörðun tollafgreiðslugengis. Þar segir, „að það sölugengi krónunn- ar, sem skráð var hér á landi í bönkum á hádegi hinn 31. marz 1980, skuli gilda við ákvörðun tollverðs fyrir aprílmánuð n.k.“ Með öðrum orðum það er ljóst að um er að ræða „verulega gengisbreytingu", þótt Tómas Árnason vilji ekki tala um gengis- fellingu, heldur stökksig. Enn eitt nýyrðið hefur fæðzt, orðabækur bólgna eins og verðlag. Tómas Arnason viðskiptaráðherra: Ekki gengisfelling held- ur gengissig í einu stökki Morgunblaðsins af blaðamanna- fundinum: „Það er engin gengis- felling á döfinni yfirleitt, hvorki nú á næstunni, né síðar á árinu,“ en til fundarins var stofnað þar sem Tómas vildi kynna samþykki ríkisstjórnarinnar á niðurtalningu verðlags. Tómas kvaðst vona að samkomulag væri innan ríkis- stjórnárinnar um það að ekki yrði gripið til gengisfellinga og víst væri að það væri ekki á stefnuskrá framsóknarráðherranna að fara þá leið. Hann kvaðst þó ekki vilja tjá sig um stefnu annarra ráð- herra í málinu. Síðan segir í frásögn af fundinum: „Kvaðst hann þó vilja benda á, að hann væri bankamálaráðherra og þyrfti ákvörðun um gengisfellingu því að fara um sínar hendur, en það væri sem sagt ekki á döfinni." 1 fréttaauka ríkisútvarpsins á mánudagskvöldið, daginn, sem krónan féll átti Helgi H. Jónsson samtal við Tómas Árnason. Þar spurði Helgi Tómas, hvort hann ^norskra tilhanda fjólskyldu hvers mannt, sem lési I slysinu á Alex- ander Kieiland — ATA/JEG-Osló ab nokkur skuli hafa sloppið Hf- andi íir þetsu umferftartlytl, sagöi lögreglan f Reykjavlk um bflveltu sem varft á Klepptvegi t fótksbfT^MI^^Iraatentist utan vegar og hafnatH lokt inn I hdta- garM Tvelr liggja t gjörgrslu deild meO höfuðmeiðsl. en hinlr fengu aft fara helm eftir aft gerl haffti verlO aft tárum þelrra. SJá frisögn og myndlr á blt. ( (Vltitm. Helgl HálfdáAarton vélin er t trýni Méliö er nú f rannsökn hjáy Loftferöaeftirlitinu —HS M ENGIN GENGISFELUHG segír Tómas Árnason viðskiptaráðherra 99 ,,l>að verftur engin morgun, en rikisstjórnin gengisfelling”. sagfti fjallafti einmitt um Tómas Arnason vift- gengismálin á fundum skiptaráftherra þegar sinum vfir helgina. Vísir ræddi vift hann i Tómaí. var tpuröur hvort þa yröi hratt gengissig en hann vildi ekkertum þaösegja Þá var hann spuröur um þá yfirlýsingu Gunn ars Thoroddsens forsætisráö herra aft þaö væri Seölabankans aöákveöa gengiftog svaraöi hann þa. aö þaft færi eflir þvl hvaöa niöurstööu Seölabankinn kæmist aö Gengismálm væru mjrtg sér kennileg um þestar mundir þar sem gcngiö heföi sigiö gugnvari dollara um 4.H% frá áramrtluni en heldur hækkaö gagnvarl Kvrrtpti gjaldiniöli l d þyska markinii Þa var Tömas spuröur hvort hann sem yfirmaöur bankamala mundi samþvkkjd þaö ef Seöla hankinn tamþykkti gengisfell mgu «>g tvaraöi hann stutl og lag gott . Nei'" - IIK Óðal feðranna: Gunnar Þórðarson og Magn- ús Eiríksson semja tónlistina KVIKMYNDIN Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson er nú í lokavinnslu og er gert ráð fyrir að hún verði frumsýnd síðast í júní eða byrjun júlí. Að sögn þeirra Hrafns Gunn- laugssonar og Snorra Þórissonar hefur myndin að undanförnu verið í klippingu og hljóðsetningu, en lokastig þeirrar vinsslu, hljóð- blöndun, fer fram erlendis. Tón- listarmennirnir Gunnar Þórðar- son og Magnús Eiríksson hafa verið fengnir til að semja tónlist við myndina og munu þeir vinna að því næstu vikur og verður Jóhann EFTIR fimm umferðir á Skák- þingi íslands hefur Jóhann Hjartarson tekið örugga forystu. Hefur hann unnið allar sínar tónlistin síðan tekin upp fljótlega eftir páska, en upptakan fer fram í Hljóðrita. efstur skákir og hlotið 5 vinninga. Næst- ir koma Júlíus Friðjónsson og Ingvar Ásmundsson með 3 vinn- inga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.