Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
Haukur Már Haraldsson:
Pétur Björnsson forstjóri Vífil-
fells hf. setur mig satt að segja í
hálfgerðan bobba með gréin sinni
„Ráðist á Coca Cola“, sem birtist í
Morgunblaðinu 14. mars sl. Grein
Péturs á að vera svar við grein
minni „Þokunni létt af kókmál-
inu“, sem birtist í Þjóðviljanum 7.
Að
við
mars og Morgunblaðinu samhliða 1
svargrein Péturs.
Pétur kýs í grein sinni að setja
jafnaðarmerki á milli Vífilfells hf.
og Embotelladorá Guatemalteca
SA. Hann axlar þannig ávirðingar
John Trotters í Guatemala og ég*
verð að segja að mér finnst það
öldungis óþörf og óviðeigandi
greiðasemi við þann mann.
Þessi afstaða Péturs kemur
fram í upphafi greinar hans (og
víðar raunar), þar sem hann segir:
„Haukur Már Haraldsson, rit-
stjóri Vinnunnar, dregur óvenju
sóðalega grein upp á síður Þjóð-
viljans á föstudaginn var og fer
stórum Ijótum orðum um verk-
smiðjuna Vífilfell, Coca Cola og
ríkið Guatemala.“
Mér þætti vænt um ef Pétur
Björnsson gerði mér og lesendum
þann greiða að benda á eina
einustu setningu í grein minni,
sem getur átt við þá fullyrðingu að
ég hafi ráðist með stórum og
ljótum orðum á verksmiðjuna
Vífilfell. Þetta er að vísu stór bón,
enda kemur hún til með að vefjast
fyrir forstjóranum.
Grein mín „Þokunni lyft af
kókmálinu" er skrifuð af gefnu
tilefni. Þetta tilefni var plagg sem
Pétur afhenti Morgunblaðinu til
birtingar 22. febrúar, þegar blaðið
bað um álit hans á kókmálinu.
Plaggið er annars vegar yfirlýsing
frá stjórn Vífilfells (að því er
virðist), en hins vegar yfirlýsing
frá Coca Cola Company, Atlanta.
Fullyrðingar sem fram koma í
þessum yfirlýsingum eru ástæðan
til þess að ég skrifa grein mína.
Yfirlýsingarnar gera nefnilega
báðar ráð fyrir því að almenning-
ur viti ekki hvað er að gerast í
Guatemala, og hafi ekki aðstöðu
til að fræðast um kókmálið og
gang þess. Einmitt þess vegna
þótti mér nauðsynlegt að lesendur
gerðu sér grein fyrir sögu málsins
og þeim forsendum sem liggja að
baki kröfu um sölubann á Coca
Cola víða um heim. Meðal annars
þótti mér nauðsynlegt að kveða
strax niður þá fullyrðingu í yfir-
lýsingu Vífilfells (eða Péturs
Björnssonar) að hér væri um að
ræða einkaupphlaup ótilgreinds
sænsks verkalýðsfélags.
Stutt upprif jun
á gangi mála
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst
með málinu til þessa, er rétt að
rifja stuttlega upp það sem gerst
hefur hjá kókverksmiðjunni í
’uatemala:
Frá því að verkalýðsfélag var
'nað meðal starfsfólks í verk-
ju Embotelladora Guatemalt-
ca, sem er framleiðsluaðili Coca
Cola í Guatemala, hefur starfs-
fólkið orðið að þola margvísleg-
ustu þrengingar. Tveir af forystu-
mönnum þess hafa verið myrtir og
formaður verkalýðsfélagsins, Is-
rael Marquez, varð að flýja land
eftir að gerð hafði verið tilraun til
að ræna honum. Marques komst á
aðalfund hluthafa í Coca Cöla
Company fyrir atbeina kristilegra
samtaka sem eru meðal hluthafa.
Á fundinum þrábað hann eigend-
urna að beita áhrifum sínum á
John Clinton Trotter, eiganda
kókverksmiðjunnar í Guatemala,
til að hann léti af ofsóknum
sínum, en aðild eigandans var
verkafólkinu ljós frá upphafi.
Þessari bón var vísað á bug af
fundarmönnum og því haldið
fram, að atferli leyfishafa til
kókframleiðslu kæmi Coca Cola
Company ekki við að öðru leyti en
því sem snerti framleiðslu drykkj-
arins.
Einnig hafa stjórnendur Coca
Cola Company haldið því fram, að
engar haldbærar sannanir lægju
fyrir um aðild eiganda Embotella-
dora Guatemalteca að ofsóknum
þessum. Til þess að sýna vilja sinn
til að komast að hinu sanna setti
fyrirtækið fyrrverandi FBI-for-
ingja, Leo E. Conroy að nafni, til
að rannsaka málið. Að sögn Coca
Cola Company hefur hann átt
„fjölda viðtala í mörgum löndum
við þá aðila sem þóttust búa yfir
sönnunargögnum sem tengdu
verksmiðjustjórnina við ofbeldis-
verkin. Samhliða þessu var haft
náið samstarf við rétta opinbera
aðila," segir í yfirlýsingu frá Coca
Cola Company.
Að sögn Coca Cola Company
fundust ekki „haldbærar" sannan-
ir fyrir ábyrgð verksmiðjustjórn-
arinnar í ofsóknunum á hendur
starfsfólkinu. Einnig leggur Coca
Cola Company á það áherslu, að
„hin réttu og löglegu yfirvold í
Guatemalaríki hafa hvorki borið
fram ákærur í þessu máli né því
síður dæmt nokkurn aðila fyrir
ábyrgð á ofbeldisverkum“, eins og
segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.
Eg get auðvitað haldið áfram að
þræta við Pétur Björnsson um það
hverjir hafi rétt fyrir sér, stjórn-
endur Coca Cola Cornpany í Atl-
anta eða starfsfólkið sem vinnur
við verksmiðjuna í Guatemala,
sem hefur fullyrt að það sé eigandi
verksmiðjunnar sem standi að
baki ofsóknunum. En lesendur
verða engu nær þótt við Pétur
þrætum. Þess vegna er kannski
rétt að skoða vitnisburð þriggja
aðila sem við Pétur getum áreið-
anlega orðið sammála um að
byggja ekki afstöðu sína á pól-
itísku hatri á Vífilfelli hf. eða
Coca Cola.
Hvað segir Alþjóða
lögfræðinganefndin?
19. júní 1979 varð Silveiro Vaz-
quez fyrir skotárás. Vazquez er
virkur félagi í verkalýðsfélagi
kókverksmiðjunnar í Guatemala
og slapp naumlega frá þessari
árás. Árásarmaðurinn reyndist
vera Federico Linares, liðsmaður í
„öryggissveitum" verksmiðjunnar.
Frá þessu atviki segir í skýrslu
Alþjóða lögfræðinganefndarinnar,
sem kannað hefur ástandið í
Guatemala og telur sig hafa sann-
anir fyrir því að „öryggissveitir"
verksmiðjunnar taki þátt í ofsókn-
Haukur Már Haraldsson
Svar til Péturs
Björnssonar um
atburðina í
Guatemala og
þátt Coca Cola
Company i þeim
unum á hendur starfsfólkinu. I
framhaldi af frásögn nefndarinn-
ar af þessu atviki segir í skýrslu
Alþjóða lögfræðinganefndarinnar:
„Samhliða þessu (þ.e. árásinni á
Silveiro Vazquez, athugasemd
HMH) urðu félagsmenn verka-
lýðsfélagsins fyrir ýmis konar
hótunum, bæði á vinnustað og
utan hans, af hendi liðsmanna úr
Policia Militar Ambulante (mætti
þýðast sem hreyfanlegar sveitir
herlögreglunnar) og manna úr
öryggissveitum verksmiðjunnar,
en þær eru að meirihluta mannað-
ar fyrrverandi yfirmönnum úr
hernum."
Finnst þér líklegt, Pétur
Björnsson, að Alþjóða lögfræð-
inganefndin léti frá sér fara svo
afdráttarlausa yfirlýsingu, ef hún
hefði ekki í höndum „haldbærar"
sannanir fyrir innihaldi hennar?
Don Pease tekur
dýpra í árina
Bandaríski þingmaðurinn Don
Pease tekur dýprá í árina. Hann
heldur því beinlínis fram að yfir-
stjórn Coca Cola Company sé
meðsek í morðunum á leiðtogum
verkafólksins við verksmiðjuna.
Þessu heldur þingmaðurinn fram í
bréfi til Carters Bandaríkjafor-
seta, jafnframt því sem hann
sakar forsetann um að halda
hlífiskildi yfir Coca Cola Company
vegna örlætis fyrirtækisins í garð
forsetans. Bréf þingmannsins var
ekki opinbert, en blaðamaðurinn
frægi Jack Anderson komst yfir
það og birti í blaði sínu Washing-
ton Post. í bréfinu segir m.a., í
lauslegri þýðingu:
„Mikilsverðar sannanir benda
til meðsektar í þessu mikla ofbeldi
og þeim blóðsúthellingum sem
eiga sér stað.“ Mestar áhyggjur
hefur þingmaðurinn af „hinni
augljósu tregðu sem Coca Cola
sýnir í að gera eitthvað til að
hindra þau morð, pyntingar,
mannrán og hótanir sem beinast
að starfsfólki Coca Cola í Guate-
mala“.
„I meira en fjögur ár,“ segir
Pease, „hefur verkafólkið orðið að
þola miskunnarlausa og harða
baráttu við hótanir og hryðjuverk,
sem stjórnað er af stjórn verk-
smiðjunnar og hinum bandaríska
eiganda hennar, John Clinton
Trotter."
Finnst þér líklegt, Pétur
Björnsson, að þingmaðurinn hefði
tekið svo mjög upp í sig, ef hann
teldi sig ekki hafa „haldbærar
sannanir" fyrir ásökunum sínum?
Hvað segir Amn-
esty International?
Þriðji aðilinn sem við skulum
leiða til vitnis hér er Amnesty
International: íslandsdeild þess-
ara samtaka gerði einmitt athuga-
semd við þá yfirlýsingu Coca Cola
Company, sem grein mín „Þok-
unni lyft af kókmálinu" var að
nokkru svar við.
í yfirlýsingu Coca Cola Comp-
any segir, að mikilvægt sé að
menn geri sér ljóst, „að hin réttu
lögreglu yfirvöld í Guatemala"
hafi ekki borið fram ákæru eða
dæmt „nokkurn aðila“ fyrir áb-
yrgð á ofbeldisverkum.
Islandsdeild Amensty Inter-
national segir í athugasemd sinni
um þetta atriði: „Við lestur þess-
arar setningar ber að hafa í huga,
að „rétt og lögleg" stjórnvöld hafa
árum saman staðið beint eða
óbeint að ofbeldisverkum."
Síðar í athugasemdinni segir:
„Með óbeinum hætti hafa stjórn-
völd staðið að ofbeldisverkum með
því að leyfa svonefndum „dauða-
sveitum“ að leika lausum hala.
Morðsveitir þessar hafa birt lista
með nöfnum manna sem þær
segjast hafa „dæmt til dauða",
einkum fyrir afskipti af verka-
lýðs- og stjórnmálum, félagsmál-
um og menningarmálum indíána.
Miðað við hve lítið hefur verið
reynt til þess af hálfu stjórnvalda
á undanförnum.árum að rannsaka
starfsemi þessara sveita og hand-
taka forsprakka þeirra, og miðað
'úð hve greiðan aðgang þær virð-
ast hafa átt að upplýsingum
stjórnvalda, kemur engum á óvart,
sem fylgst hefur með málum í
Guatemala, að hin „réttu og lög-
legu“ yfirvöld landsins hafi hvorki
borið fram kærur vegna ofbeldis-
verkanna í Coca Cola verksmiðj-
unni þar né dæmt nokkurn aðila
fyrir ábyrgð á þeim.“
Þetta hefur íslandsdeild Amn-
esty International m.a. til mál-
anna að leggja. Telur þú líklegt,
Pétur Björnsson, að félagar deild-
arinnar beri í brjósti pólitískt
hatur á Vífilfelli hf. eða Coca Cola,
og séu með þessu að svala hatri
sínu?
KGB og Sovétið
komin i málið!
Þessi er vitnisburður þriggja
aðila sem ég býst við að varla
verði sakaðir um pólitíska blindu,
böðulshátt eða ací séu hnepptir í
pólitíska fjötra, — en allt þetta og
meira telur Pétur hrjá mig og mín
skrif.
Það er augljóst af grein Péturs
að hann vill ekki ræða þetta
viðamikla mál á málefnalegum
grunni. Hann kærir sig kollóttan
um staðreyndir málsins og þær
forsendur sem að baki þessari
deilu liggja. Þvert á móti er hann
búinn að koma sér upp einfaldri
skýringu á öllum þessum hama-
gangi: Það eru ótilgreindir vondir
menn, afvegaleiddir af Svíum, sem
standa fyrir tilhæfulausri rógs-
herferð á hendur Vífilfelli, Coca
Cola og Guatemala.
Mér hlýtur til dæmis að fyrir-
gefast þótt ég verði dálítið átta-
villtur, þegar Pétur blandar KGB
og Sovétríkjunum inn í málið á
eftirfarandi hátt:
„Greinina skreytir hann (þ.e.
Haukur Már) mynd, sem helst
líkist skuggalegum KGB-manni
sem er að skjóta varnarlausan
mann, bundinn við Coca Cola-
flösku, undir rauðum Sovéthimni."
Og áfram er haldið:
„Pólitísk óskhyggja hans (þ.e.
Hauks Más), uppblásin af ofbeld-
isákærum, stóryrðum og
staðhæfulausum aðdróttunum og
berja höfðinu
kókflösku
ætluð til þess að slæva dómgreind
alþýðu manna, er ekki vel fallin til
þess að slá ryki í augu almenn-
ings. Sauðargæran er of götótt.“
Stóryrði? Sei, sei; ekki allt búið
enn:
„Hann (þ.e. Haukur Már) geng-
ur meira að segja svo langt að
nota starf Amnesty International
til framdráttar staðhæfulausum
ásökunum sínum á Coca Cola
félagið og starfsemi Vífilfells ...
Með svona böðulshætti og pól-
itískri blindu getur Hauki orðið
það eitt ágengt að koma fjölda
meðbræðra sinna í hættu, um leið
og hann vegur að starfsemi Vífil-
fells ...“
Það er að því leyti þakkarvert af
Morgunblaðinu að birta svargrein
Péturs samhliða grein minni, að
lesendur geta auðveldlega borið
saman ofanskráð sýnishorn úr
rósagarði Péturs Björnssonar við
grein mína. Þá sést í fyrsta lagi að
ekki er minnst einu aukateknu
orði á starfsémi verksmiðjunnar
Vífilfells í allri greininni, auk þess
sem þá kemur í ljós hvor okkar
Péturs það er sem stundar stór-
yrðasmíð og blandar kókið með
stjórnmálum.
Pétur hrekur ekkert
Ég hafði satt að segja gert mér
vonir um að hægt væri að koma af
stað umræðu um kókmálið hér á
landi; slíkt er í rauninni nauðsyn.
En þegar ég tala um umræðu á ég
ekki við prentuð geðvonskuköst á
borð við grein Péturs Björnssonar
(þótt vitanlega sé hverjum manni
heimilt að tjá sig eins og hann er
maður til), heldur umræður sem
hefðu það að markmiði að komast
að og ræða kjarna málsins. Ég tel
mig hafa reynt þetta í greininni
„Þokunni lyft af kókmálinu", en
verð jafnframt að segja, að svar
Péturs veldur mér vonbrigðum.
Auðvitað er ekki nema sjálfsagt
og eðlilegt að hann hafi aðra
skoðun á þessu máli en ég, en það
er alltof ódýr lausn að afgreiða
svona mál með því að kenna það
vondum Svíum og blanda KGB svo
í allt saman. Slíkt er ákaflega
hæpið innlegg. Sérstaklega held
ég að þeir hjá Alþjóðasamtökum
starfsfólks í matvælaiðnaði yrðu
langleitir ef þeir vissu að þeir
væru bendlaðir við kommúnisma.
Síðari hluti greinar Péturs
Björnssonar ber yfirskriftina
„Staða Coca Cola og saga“. Að vísu
er saga kóksins ekki rakin þar, en
hins vegar er þar skráð einhver
stórbrotnasta söguskoðun sem ég
man eftir að hafa séð á prenti. Það
er þegar Pétur heldur því fram að
kalda stríðið milli Rússa og Vest-
urveldanna hafi hafist með því að
rithöfundurinn Ilja Ehrenburg
„réðist með kjafti og klóm á Coca
Cola ...“.
Þar höfum við það. Mikill er
máttur kóksins, og nú er ekki
annað að gera en að drífa í að
endurskoða sögubækurnar.
Annars er þessi síðari hluti
greinar Péturs alls ekki innlegg í
umræðu um kókmálið í Guate-
mala, heldur óður um dásemd
Coca Cola Company og dóttur-
fyrirtækia þess. Má að vísu gera
æði hressilegar athugasemdir við
ýmislegt sem þar er upp talið, en
það myndi aðeins drepa á dreif því
máli sem við Pétur vorum að ræða
um; ofsóknum þeim sem starfsfólk
kókverksmiðjunnar í Guatemala
hefur sannanlega orðið fyrir und-
anfarin ár og þátt eiganda fyrir-
tækisins í þeim ofsóknum. Og það
sem meira er: Þegar stóryrðum,
pólitískum gífuryrðum og fúkyrð-
um hefur verið flett ofan af grein
Péturs er ekkert eftir.
Hann gerir ekki minnstu tilraun
til að hrekja eitt einasta atriði í
grein minni og meðan hann ber-
sýnilega telur sig ekki geta það,
hlýt ég að líta svo á að efnisinni-
hald hennar sé óhrakið og sann-
leikanum samkvæmt.
Sem það og er, eins og Pétur
Björnsson bersýnilega veit, en fær
sig ekki til að viðurkenna. Það er
mannlegt að vísu, — en ekki
stórmannlegt.
17. mars 1980.
Haukur Már Haraldsson
ritstjóri.