Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaðir, JÓHANN VILHJÁLMSSON, Norðurbraut 24, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum 31. marz. Halldóra Guðjónsdóttir, börn og tengdasynir. t ARNÓR SIGURJÓNSSON, lézt 24. marz og jarðarförin hefur farið fram. Viö þökkum hjúkrun og aðhlynningu, sem hann naut í veikindum sínum og samúð í okkar garö. Helga Kristjánsdóttir og fjölskylda. t Minningarathöfn um móður okkar ELÍNU LÁRUSDÓTTUR, Yzta-Mói í Fljótum, verður í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður frá Barðskirkju sama dag kl. 15. Börn hínnar látnu. t Útför eiginmanns míns, föður, stjúpfööur, tengdafööur, afa og langafa JANUSAR SIGURÐAR ÞORBJARNARSONAR, frá Flateyri, Blönduhlíð 21, fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. aprfl 1980 kl. 10.30. Magnúsína Þóroddsdóttir, Halla Janusdóttir, Narfi Hjartarson, Þorgerður Halldórsdóttír, Siguröur Kristjánsson, börn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð viö andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu MAGNEU S. MAGNÚSDÓTTUR Gísli Arason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við þeim sem vottuðu okkur samúð viö andlát og útför föður okkar og tengdaföður BETÚELS JÓNS BETÚELSSONAR, frá Görðum, Laugarnesvegi 106. Jósef Markússon, Magnea Sigurjónsdóttir, Anna Betúelsdóttir, Þorkell Guðmundsson, Ingibjörg Betúelsdóttir, Sigurður Arnórsson, Margrét Betúelsdóttir, Guðbjartur Jónsson, Betúel Betúelsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sturla J.B. Betúelsson. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐJÓNS SVEINBJÖRNSSONAR, vélstjóra, Ásvallagötu 10. Sérstakar þakkir viljum við færa stjórn og forráöamönnum Slysavarnafélags íslands. _ Oddný Guömundsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Guðmundur Baldvinsson, Guðmundur Guöjónsson, Björg Björgvinsdóttir, Hulda G. Guðjónsdóttir, Garðar H. Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og jarðarför SIGRÍDAR HELGADÓTTUR, Heiðargerði 55. Elín Guðmundsdóttir, Siguröur H. Guömundsson, ólafía Guðnadóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Magnús Guömundsson, Guörún Benediktsdóttir, María Guðmundsdóttir, Páll Ólafsson, Sigurmunda Guðmundsdóttir, Skarphéöinn Eyþórsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Baldvin Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Janus Sigurður Þorbjarnarson í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Janus Sigurður Þorbjarnarson, sem lést í Landa- kotsspítala 25. mars eftir 8 mán- aða legu. Hann var fæddur að Hrauni á Ingjaldssandi við Önundarfjörð, sonur hjónanna Kristínar Sig- mundsdóttur og Þorbjarnar Guð- mundssonar, yngstur 3ja systkina, sem nú eru öll látin. Þau voru: Jón verkstjóri á Flateyri, lést 1954, var kvæntur Svanbjörgu Arngríms- dóttur; og María, gift Jónasi Guðmundssyni skipstjóra á Flat- eyri. Hún missti mann sinn 1953 AA kynning- arfundur á Hlégarði AA-samtökin halda kynn- ingarfund I Hlégarði í Mos- fellsveit föstudaginn langa klukkan 16. Allir eru vel- komnir á fundinn, sem hald- inn er á vegum Mosfellsdeild- ar AA-samtakanna. frá 5 börnum, bjó allan sinn búskap á Flateyri, lengst hjá dóttur sinni og tengdasyni, hún lést 1979, mikil sæmdarkona. Með þeim systkinum var mikill kær- leikur. Ungur fluttist Janus með for- eldrum sínum til Flateyrar, þar sem hann stundaði sjómennsku, fyrst á smærri mótorbátum en síðan á togurum frá Reykjavík. Seinna var hann landformaður á bátum frá Flateyri og vann einnig í frystihúsinu þar um árabil. 19. júní 1934 er mikill gæfudag- ur í lífi Janusar, þá giftist hann eftirlifandi konu sinni Jónu Magn- úsínu Þóroddsdóttur frá Alviðru í Dýrafirði, mikilli myndar- og sæmdarkonu, sem reyndist manni sínum traustur lífsförunautur. Þau eignuðust eina dóttur, Höllu gifta Narfa Hjartarsyni, en þau eru búsett í Reykjavík, börn þeirra eru 3. Áður hafði Magnúsína átt eina dóttur, Þorgerði sem gift er Sigurði Kristjássyni, þau eru bú- sett í Grindavík, þörn þeirra eru 5. Janus og Magnúsína bjuggu á Flateyri til ársins 1956, en þá fluttust þau til Reykjavíkur til dóttur sinnar, sem þá var nýgift. I Reykjavík vann Janus meðan heilsan entist í fiskbúðinni Sæ- björgu, þar kunni hann vel við sig hjá þeim heiðursmönnum, Björg- vini og Óskari. Janus var mikill bókamaður, hafði sérstaklega gott minni, sem dæmi má nefna að fræðimenn að vestan leituðu til hans með gaml- ar sagnir og ættartölur. Hann var mikið góðmenni, sérstaklega barn- góður, og nú kveðja systkinin í Blönduhlíð 21 með söknuði góðan afa, sem alltaf hafði tíma til að tala við þau og kenna þeim, jafnvel fyrstu sporin, segja þeim sögur og fara með þeim í göngu- ferðir og ég sem þessar línur rita tel það mikið lán að hafa fengið að kynnast jafn góðum manni, sem Janus var. Blessuð sé minning hans. Tengdasonur Ljósm: Hlynur Ólafsson Leikarar í Sjóleiðinni til Bagdad. Leikstjórinn, Andrés Sigurvinsson lengst til hægri, Leikfélag Vestmannaeyja sjötíu ára Á ÞESSU ári eru 70 ár liðin frá stofnun Leikféiags Vestmanna- eyja. í tilefni af því hafa verið æfð upp tvö leikrit og er sérstaklega til þeirra vandað Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson verður frum- sýnd miðvikudaginn 2. apríl kl. 20.30 í Bæjarleikhúsinu. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson, sem er Vestmannaeyingum að góðu kunn- ur. Andrés hefur nýlokið námi við Leiklistarskóla ríkisins. Hann hef- ur haldið fjölmörg leiklistarnám- skeið með góðum árangri og í vetur vakti uppsetning hans á Sköllóttu söngkonunni í Menntaskólanum við Hamrahlíð mikla athygli. Lýs- ingu annast Lárus Björnsson, sviðsmynd er eftir Arnar Ingólfs- son og tónlist er eftir Gísla Helga- son. Næstu sýningar verða 3., 5. og 8. apríl kl. 20.30. Á annan í páskum kl. 15.00 verður svo frumsýnt barnaleikritið Nornin Baba Jaga í leikstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Búningar og leikmynd eru fengin að láni frá Alþýðuleikhúsinu og er höfundur þeirra Guðrún Svava Svavarsdótt- ir. Lýsingu annast David Walker og tónlist er í höndum Eggerts Þorleifssonar. Leikarar i Leikfélagi Vestmannaeyja í leikritinu Nornin Baba Jaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.