Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 106. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samkomulag í Ósló: Sairmingur lagður fyrir stjórnvöld beggja landa Laugardagur. 10. maí. Frá Árna Johnscn. hlaOamani Mhl. í Ósló. „Á FUNDI nú á eftir verður gengið frá samkomulagi, sem ekki verður undirritað heldur tekur hvor aðili samkomulagið til síns heima til afgreiðslu þar,‘“ sagði Ólaíur Jóhannesson utanríkisráðherra í samtali við Mbl. í gær að loknum samningaviðræðunum í Ósló. „Ég tek samkomulagið heim og legg það fyrir hlutaðeigandi aðila þar. Það er um það að ræða að hafna því eða taka því. Samkomulagið verður frágengið. Brúin hrundi St. PctersburK, Florida. 10. maí. AP. AÐ MINNSTA kosti 32 biðu bana þegar flutningaskip rakst á brúna Sunshine Skyway yfir Tampaflóa á Florida í ofsaveðri í gær. En talið er að ennþá fleiri hafi týnt lífi og kafarar leituðu i dag að fleiri líkum. Aðeins 18 lík hafa enn fundizt, aðallega farþegar Greyhound- farþegabíls sem hrapaði í flóann með 23 farþega og úr þremur einkabílum og vörubifreið, en fár- viðrið hefur hamlað björgunar- störfum. Aðeins einn maður fannst á lífi, ökumaður vörubílsins, er gat svamlað í land. Það var flutningaskipið „Sum- mit Venture“, 33,912 lestir skráð í Líberíu, sem rakst á brúna sem er 263 metra löng og liggur yfir flóann milli St. Petersburg og Bradenton. Skipið var á leið til hafnar frá Houston og átti að sækja fosfatfarm til Kóreu. Likum náð upp úr Tampaflóa. „Sæmileg^ viðunandi fyr ir okkur Islendinga“ Meginatriðin í þessu samkomu- lagi, sem við teljum skipta mestu, eru varðandi fiskveiðiréttindin og fiskveiðimálin. Þar er um að ræða, að Islendingar ákveða hámarks- afla, en Norðmenn hafa þó þann fyrirvara á, að sé um að ræða bersýnilega ósanngjarna ákvörð- un, þá hafi þeir neitunarvald. Ákveðin er skipting á afla, 85% til handa Islendingum og 15% til Hungur í aðsigi Kampala, 10. maí. AP Hungursneyð vofir yfir hundruðum þúsunda i Ug- anda, Eþíópíu og Sómalíu og þúsundir hafa þegar orðið hungurmorða því að mat- vælaskortur verður alvar- legri með hverjum deginum sem líður að sögn hjálpar- stofnana í dag. Aðeins í Uganda bíður hungursneyð 500.000 manna. Fjórar milljónir manna, þriðj- ungur landsmanna, líða þján- ingar vegna þurrka í norður- hluta landsins. Rúmlega ein milljón manna sveltur í Ogaden-héraði í Eþí- ópíu þar sem styrjöld hefur geisað. Um 1.000 flýja daglega yfir landamærin til Sómalíu þar sem nú er ein og hálf milljón flóttamanna. handa Norðmönnum. Þá er viður- kenning Norðmanna á 200 mílna efnahagslögsögu Islands, og það er ákveðið samkvæmt þessu sam- komulagi, að Norðmenn færi að- eins út fiskveiðilögsöguna, meðan landgrunnsmálin eru ekki endan- lega afgreidd. Það er þó viður- kennt í þessu samkomulagi, að við eigum rétt til hafsbotnsins, en um það verður fjallað sérstaklega í sáttanefnd. Þetta er málamiðlunartillaga. Hvorugur aðilinn er fullkomlega ánægður, en ég tel, að við höfum fengið fram mörg mikilsverð at- riði. Það er mín persónulega skoðun. Menn verða að gera upp við sig, hvort leyfa á stjórnlausa veiði á loðnunni eða ekki.“ Þau atriði, sem íslenzka við- ræðunefndin gat ekki fallizt á vörðuðu þriðja aðila. Norðmenn drógu þau síðan til baka í dag. Varðandi hafsbotnsmálin má geta þess, að í einkaviðræðum hefur komið fram, að Norðmenn gætu hugsanlega fellt sig við þá rétt- arskiptingu, að íslendingar fái % hlutana og Norðmenn M . Síðustu fréttir • Á blaðamannalundi i Ósló að loknum samningafundunum sagði ólafur Jóhannesson, að samkomulagið yrði lagt fyrir Alþingi að lokinni meðferð í þingflokkunum. • Þá kom það fram siðdegis i gær, að fulltrúar norska sjávar- útvegsins eru andvigir ýmsum ákvæðum samkomulagsins. FYRIR sameiginlegan lokafund viðræðunefnda íslendinga og Norðmanna í Ósló i gær, ræddi blaðamaður Mbl., Árni Johnsen, við nokkra samninganefnda- menn. Ummæli þeirra fara hér á eftir: Matthias Bjarnason, alþingis- maður: Eins og fram kemur af þessum samningsdrögum höfum við íslend- ingar slegið mjög af okkar uppruna- legu kröfum, enda var regindjúp á milli skoðana þjóðanna í þessum efnum. Þegar tvær þjóðir þurfa að ná samkomulagi um mikilvægt mál fer ekki hjá því, að báðir verði að slá verulega af sínum kröfum. Það fer ekki á milli mála, að ég er óánægður með þá hlutdeild, sem Norðmenn fá í loðnuaflanum og í heild, og ég hygg, að ég megi segja svipað um aðra samningamenn íslenska. Ég tel að samkomulagið eins og það liggur nú fyrir sé sæmilega viðunandi fyrir okkur Islendinga. Þaðer skynsamlegra að mínum dómi að ná samningum við Norðmenn um Jan Mayen-svæðið en að þar sé ekkert samkomulag, því að framund- an eru erfiðir tímar vegna útfærslu Dana við Grænland og samningar við Efnahagsbandalag Evrópu í kjölfarið um fiskverndar- og fiskveiðiaðgerðir. Ég tel, að í norsk-íslensku samn- ingsdrögunum hafi náðst allgóður árangur hvað snertir hafsbotnsrétt- indi og eins tel ég það mikilvægt atriði, sem var ófrávíkjanleg krafa okkar Islendinga, að þeir viðurkenna 200 mílna efnahagslögsögu óskerta við ísland. Þá bendi ég einnig á það atriði, að um víðtæka samvinnu er að ræða milli þessara tveggja þjóða hvað varðar fiskvernd og hafsvæðið við Jan Mayer,. Ég mun styðja þessi samningsdrög fyrir mitt leyti, ef til kemur að þau verði lögð fram á Alþingi og mun mæla með þeim við Sjálfstæðisflokk- inn, þann flokk, sem sendi mig til þessara viðræðna sem sinn fulltrúa. Knut Frydenlund utanrikisráð- herra Norðmanna: „Ég held að báðir aðilar hafi gengið eins langt og mögulegt var til þess að ná samkomulagi, þó að óánægja sé á bæði borð. Við höfum orðið sammála um það, að mikilvægt sé að ná samkomulagi og samvinnu um þessi atriði. Á því byggist þetta samkomulag. Ólafur Ragnar Grimsson alþing- ismaður mun hafa lýst því yfir á sameiginlegum samninganefndar- fundi í dag, laugardag, að hann styddi ekki samkomulagið, eins og það lægi fyrir. Mun fyrirvari Norð- manna varðandi ákvörðun um heild- arafla valda þessari afstöðu. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur: „Ef ekki verður samið nú er ljóst, að loðnan verður kláruð stjórnlaust." Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra: „Ég er alls ekki ánægður með allt eins og það stendur í samkomulag- inu, en það er kjarnapunktur, hvort við viljum hafa stjórn á veiðunum eða ekki. Ég tel aflahlutfall Norð- manna of hátt og hefði viljað hafa ákvörðunarrétt okkar ótvíræðan í heildarsamningnum. Þetta er þó tvímælalaust vinning- ur miðað við að hafa veiðarnar stjórnlausar. Þá er það mikill kostur að meiri viðurkenning hefur fengizt í landgrunnsmálinu." Samkomulagið í Ósló Drögin að samkomulagi. sem liggja nú fyrir eftir viðræðurn- ar í Ósló hefjast á almennum inngangi, þar sem lögð er áhersla á skyldur beggja rikjanna til að stuðla að fisk- vernd og skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins. Viðurkennd er 200 mílna efnahagslögsaga íslendinga og skýrt frá því, að Norðmcnn muni færa út fisk- veiðilögsögu sína. Þá er viður- kennt, hve efnahagslega háðir íslcndingar séu fiskveiðum. • Að loknum þessum almenna inngangi kemur samkomulagið sjálft í ellefu greinum. Fjalla fyrstu greinarnar um fiskveiði- málin og skipun sérstakrar fiskveiðinefndar. Ákveðin er hlutfallsleg skipting heildar- aflamagns loðnu 15% til Norð- manna, sem þeir geta aðeins veitt utan íslenskrar lögsögu, og 85% til íslendinga, og sagt, að þeir geti veitt jafn mikið magn á Jan Mayen-svæðinu og nemur aflahlutdeild Norð- manna. Gildir þessi skipan frá árinu í ár og næstu fjögur ár, en þá er möguleiki á því, að ríkisstjórnirnar taki málið til meðferðar að nýju. íslendingar ákveða heildarafla loðnu með íhiutunarrétti Norðmanna sé um bersýnilega ósanngirni að ræða. • Skipuð skal þriggja manna sáttanefnd til að fjalla um landgrunnsréttindin. einn frá hvoru landi og sá þriðji, sem þau bæði verða sammála um. Er í samkomulaginu lagður grunn- ur að starfsreglum þessarar nefndar en hún á að skila áliti innan 5 mánaða og eru ríkis- stjórnirnar óbundnar af því. Þá er í samkomulaginu að finna ákvæði um náið samráð og samstarf ríkjanna við alla vinnslu auðlinda af hafsbotnin- um milli íslands og Jan Mayen og um öryggisreglur til að koma í veg fyrir mengun í tengslum við slíka vinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (11.05.1980)
https://timarit.is/issue/117828

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (11.05.1980)

Aðgerðir: