Morgunblaðið - 11.05.1980, Side 2

Morgunblaðið - 11.05.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1980 Ljósm. Mbl. Emilía. UNGFRÚ Útsýn var kjörin á lokahátíð ferðaskrifstofunnar sl. föstudagskvöld. Ungfrú Útsýn 1980 var valin Margrét Alice Birgisdóttir, 19 ára Hafnfirðingur. Elísabet Traustadóttir, ungfrú Útsýn i fyrra, krýndi Margréti, en Elisabet var kjörin ungfrú Reykjavík á dögunum. Margrét hlaut ferðaverðlaun frá Útsýn, svo og aðrar stúlkur, sem tóku þátt i keppninni, en þær voru 12 að tölu. Hátt á tíunda hundrað manns sóttu vorhátíðina, þar af 600 matargestir. Mun þetta vera aðsóknarmet á Hótel Sögu. Myndin er frá krýningarathöfninni í fyrrakvöld og sjást í fremstu röð Ingólfur Guðbrandsson forstjóri, Margrét Alice og Elísabet. Engel Lund Mishermt var í blaðinu í gær, að söngkonan Engel (Gagga) Lund hefði orðið áttræð sl. föstudag, en þá var haldin sérstök dagskrá í Norræna húsinu henni til heiðurs. — Hún verður áttræð 14. júlí n.k. Morgunblaðið biður hina merku listakonu afsökunar á þessum mistökum. Samvizkufangar efni bænadagsins ÁRLEGUR bænadagur íslenzku þjóðkirkjunnar er í dag og er bænaefnið samvizkufangar. Hefur bænadagurinn um langt skeið verið haldinn fimmta sunnudag eftir páska. í bréfi biskups til safnaða landsins fyrir bænadaginn segir hann m.a. að bænaefni skorti ekki, „glæpir gegn einföldustu kröfum um mannhelgi eru drýgðir dögum oftar. Þrátt fyrir mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna og eiðhelga sáttmála á grunni hennar eru frumlægustu mannréttindi fyrir borð borin í fjölmörgum löndum," segir bisk- up og biður menn hugsa til þeirra sem illt þola sakir þess að þeir séu ándstöðu við ómennska stjórnarháttu. Ýmis alþjóðleg samtök vinna að málum samvizkufanga, m.a. Amnesty-samtökin, alþjóða- nefnd lögfræðinga og Rauði krossinn. Alkirkjuráðið hefur einnig unnið mikið starf á þess- um vettvangi, m.a. með öflun upplýsinga og dreifingu þeirra til kristinna safnaða og með beinum aðgerðum. Með bænar- efni þessu vill íslenzka þjóð- kirkjan styðja starfið til lausnar samvizkufanga og leggja áherzlu á mililvægi þess. Kópavogur 25 ára ANNAÐ fjölmennasta bæj- arfélag landsins, Kópa- vogskaupstaður, á 25 ára afmæli í dag. Afmælisins verður minnzt með ýmsum hætti í dag, en í skólunum í Kópavogi var haldið upp á afmælið í vikulokin með sérstakri hátíð, sem nefnd- ist „Vor í bæ“. Hátíðarguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju klukkan 11 í dag og síðdegis hefjast sýn- ingar á kvikmynd, sem bæjar- stjórn Kópavogs hefur látið gera um bæinn og einnig verður sýning á vegum Lista- og menningarsjóðs Kópavogs. Bæjarbúum gefst kostur á að kynna sér starfsemi bæj- arstofnana og munu bæjar- starfsmenn verða til staðar og kynna fólki starfsemi stofn- ana og húsakynni. I tilefni afmælisins ferðast Kópavogs- búar ókeypis með strætisvögn- unum í dag. Síðar er svo ráðgerð bæjar- keppni í skák við Hafnfirð- inga, íþróttahátíð og sérstakir tónlistardagar. Vinningshaf- ar í getraun Útsýnar Á lokahátíð Útsýnar sl. föstu- dagskvöld var dregið úr réttum lausnum í ferðagetraun Útsýnar, sem birtist í Útsýnarblaði, sem fylgdi Mbl. 3. apríl. Nokkur þús- und lausnir bárust og eru vinn- ingshafar þessir: 1. Elías Jóhann Leósson, Blöndu- bakka 16, Reykjavík. 2. Ágústa Guðmundsdóttir, Hjallabrekku 12, Kópavogi. 3. Ágúst Stefánsson, Dunhaga 11, Reykjavík. 4. Jóhanna Björnsdóttir, Hólavegi 40, Sauðárkróki. 5. Bragi Björnsson, Vogatungu 11, Kópavogi. 6. Jakob Olafsson, Mávahlíð 11, Reykjavík. 7. Viðar Ágústsson, Stelkshólum 12, Reykjavík. 8. María Valdimarsdóttir, Lang- holti 6, Keflavík. 9. Ólína Jónsdóttir, Arnarhrauni 5, Grindavík. 10. Sólveig Sveinsdóttir, Vogatungu 12, Kópavogi. Vinningshafar hljóta 300 þúsund króna ferðaverðlaun hver. Listmunauppboð Klausturhóla Á NÆSTUNNI munu Klausturhól- ar gangast fyrir nokkrum list- munauppboðum. Á fimmtudaginn verður uppboð á málverkum á Hótel Sögu og verða myndirnar sýndar í Klausturhólum á þriðjudag og miðvikudag. Mynt- uppboð verður að Laugavegi 71 nk. laugardag og bókauppboð á sama stað annan laugardag, 24. maí. Kastaðist í gólfið með- an bíllinn sveif í loftinu - Dolfallinn yfir að sleppa svona vel, segir Sigurður B. Ringsted, sem fór út af Óshliðarvegi fyrir viku. ísatirði. 9. maí. IIÉR Á sjúkrahúsinu liggur enn Sigurður B. Ringsted. ökumaður bifreiðarinnar, sem fór út af Óshlíðarvegi síðastliðinn laugar- dag. Fréttamaður Morgunblaðs- ins hitti hann að máli í dag og leitaði frétta af þessari miklu lífsreynslu hans, en það má teljast með ólikindum, að hann komst Hfs af úr óhappinu, svo ekki sé talað um það, að hann er óbrotinn með öllu eftir að hafa flogið af vegi í 30 metra hæð yfir sjó niður í flæð- armál. Sigurður var hinn hressasti, en kvaðst ekki muna mikið hvað gerðist. Hann var að koma akandi af ísafjarðarflugvelli eftir að hafa flogið milli Reykjavíkur og Þing- eyrar, þar sem ekki hafði gefið að fljúga til ísafjarðar í tvo daga. Hann er skipverji á skuttogaran- um Dagrúnu frá Bolungarvík. Þar sem hann hafði frétt af því, að Dagrún gæti farið að koma að landi varð að samkomulagi milli hans og konu hans að Sigurður færi með vélinni til Þingeyrar, en konan og ársgömul dóttir þeirra kæmi þegar gæfi að fljúga til ísafjarðar. Þess vegna var Sigurð- ur einn á ferð. Sigurður hafði ekið stutt á eftir öðrum fólksbíl út Óshlíðina, en hafði hægt á til að kveikja sér í vindlingi skömmu áður en slysið varð. Hafði hann ekið aðeins greiðara við að ná hinum bílnum aftur. Þegar hann kom á Steinsófæruhornið lagðist stýrið skyndilega til hægri og án þess að ráðrúm gæfist til nokkurra aðgerða þeyttist bíllinn fram af horninu. Sigurður man það síðast, að hann kastaðist niður í gólfið meðan bíllinn sveif í loftinu. Næsta sem hann man var, að læknar voru að plokka glerbrot úr andliti hans á sjúkrahúsinu. Sigurður B. Ringsted er frá Akureyri, en fluttist til Bolungarvíkur síðastliðið sumar þar sem hann hefur verið skipverji á Dagrúnu. Hann er víða marinn að eigin sögn, en reiknar með að fara heim allra næstu daga. „Maður er alveg dolfallinn yfir að sleppa svona vel og ég velti fyrir mér hvaða kraftur hafi haldið verndarhendi yfir mér,“ sagði Sig- urður í lok samtalsins. - Úlíar GudlauKur Þorvaldsson Hvert er álit forsetaframbjóðenda á vínveitingum á vegum embættisins? „Þannig gæti næsti forseti íslands vart gefið þjóð sinni betri gjöf en þá að afnema vinveitingar á vegum æðsta embættis hennar,“ sagði Árni Gunnlaugsson. Ilafnarfirði, m.a. í niðurlagi greinar: „Ný stefna í áfengismálum er aðkallandi“, sem birtist í Mbl. þriðjudaginn 6. maí. Mbl. hafði samhand við forsetaframbjóðend- urna fimm og spurði: „Hvert er þitt viðhorf til vinveitinga á vegum forsetaembættisins?" Svör þeirra birtast hér: ,,Ég er einn af forystumönnum SÁÁ og hef starfað að þeim málum frá stofnun samtakanna án þess að hafa verið vínhneigður um ævina. En áfengisvandamálið hrópar á samtaka baráttu þjóðar- innar gegn þessum sjúkdómi," sagði Albert Guðmundsson. Áfengisnotkun í heimahúsum verður ávallt að takmarka, ekki sízt á þjóðarheimilinu. Bessa- staðaheimilið verður ávallt að vera hreint andlit þjóðarinnar.“ ★ „Ég tel sjálfsagt, að ávallt sé gætt hófs í vínveitingum á vegum forsetaembættisins," sagði Guð- laugur Þorvaldsson. „Aðstæður hverju sinni hljóta svo að ráða því, hvort áfengir drykkir eru hafðir um hönd eða aðrar veit- ingar fram bornar." ★ „Á meðan engin heildarstefna hefur verið mótuð af íslenzkum stjórnvöldum varðandi áfengis- veitingar á vegum hins opinbera virðist mér rétt að fylgja alþjóð- legum venjum, hvað snertir vín- veitingar á þjóðhöfðingjasetrinu, en að sjálfsögðu þannig að fyllstu hófsemi sé gætt,“ sagði Pétur Thorsteinsson. ★ „Ef ég næ kjöri í forsetaemb- ættið mun ég skilyrðislaust af- nema allar vínveitingar á þess vegum," sagði Rögnvaldur Páls- son. „Persónulega tel ég, þótt ég sé enginn engill sjálfur, að ekkert gæti bjargað þjóðinni eins vel og að lokað yrði fyrir áfengi í opinberum veizluhöldum." „Ef ég teldi víst, að ég sem forseti íslands gæti haft áhrif til hins betra á þá íslendinga, sem fara óhóflega með vín, mundi ég taka af skarið, hvenær sem er og hvar sem er,“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir. . . „Eg var meðal stofn- enda Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið — SÁÁ — 1977 og á þá ósk, sem Halldór Laxness orðar á einum stað, að inn í mitt hús komi aldrei drukkinn maður, né fari drukk- inn maður út úr því.“ Albert GuAmundsson Pétur Thorsteinsson Rögnvaldur Pálsson Viffdís Finnbofíadottir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.