Morgunblaðið - 11.05.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.05.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980 3 Hljómleikar í tilefni ítalskra vordaga í DAG klukkan 15 verður efnt til tónleika í Háskólabíói i tilefni „ítölsku vordaganna“, en aðsókn hefur verið svo mikil að þeim, að margir hafa orðið frá að hverfa. Á tónleikunum koma fram ítölsku óperusöngvararnir Pietro Bottazzo og María Lor- aden, en þau eru meðal fremstu söngvara ítala í dag, Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Alan Marks píanóleikari frá Bandaríkjun- um, sem bæði eru ungir tón- listarmenn í mikilli framför. Þá verður ennfremur ítölsk tískusýning undir stjórn tízkufrömuðarins Roberto Behi. Model 79 sýna. Allur ágóði rennur til styrkt- ar íslenzku listafólki að tilhlut- an íslenzka lista- og menning- arfélagsins. Miðasala er í Há- skólabíói. Vindhraðinn í Eyjum allt upp í 16 vindstig Vestmannaeyjum, 10. maí. HÉR ER enn aftakaveður, þó þess sjáist nú aðeins merki að veðrinu sé að slota. Veðurhæðin hefur verið gífurleg hér síðustu dægrin, og má sem dæmi nefna, að siðastliðna nótt mældist með- alvindhraðinn hér um 79 hnútar, en það samsvarar um 13,5 vind- stigum. í vindhviðum varð veð- urhæðin hins vegar enn meiri, og hæst um 105 hnútar, sem sam- svara því sem næst 16 vindstig- um. Veðrið hefur valdið nokkrum erfiðleikum með búfé, þar sem margar ær eru nú bornar og sumar þeirra úti í Eyjum. Ekki hefur verið hægt að komast til að vitja um þær, en fé í Heimakletti virðist hafa sloppið við áföll af völdum veðursins. Hefur það vafa- lítið hjálpað mikið, að veðrinu hefur ekki fylgt úrkoma svo heitið geti, þar sem hér hefur lítið komið úr lofti eftir snjókomuna. Snjór- inn er að mestu farinn, enda hiti af jörðinni sem er orðinn klaka- laus, en enn er þó snjór í sköflum á stöku stað. Ekki er vitað til að slys eða óhöpp hafi orðið af völdum veður- ofsans, hvorki á sjó né landi, utan að járnplötur fuku af tveimur húsum. — Sigurgeir Eiga 65 ára hjúskapar- afmæli i dag SEXTÍU OG FIMM ára hjúskap- arafmæli eiga í dag, 11. mai, hjónin Pálína Þórarinsdóttir og Guðmundur Guðmundsson Vest- mann, en þau hafa frá árinu 1915 búið á Fáskrúðsfirði. Guðmundur Guðmundsson Vestmann er fæddur 3. febrúar 1886 og Pálína Einarsdóttir 25. október 1892. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Tóftum í Reykjavík, en hefur lengst af stundað sjóinn, fyrst frá Vest- mannaeyjum og síðar Fáskrúðs- firði. Hóf hann formennsku í Vestmannaeyjum árið 1908 og fluttist síðan til Fáskrúðsfjarðar og hefur hann síðari árin einkum stundað netaviðgerðir, en hætti því fyrir aðeins fáum árum. Þau hjón hafa verið vel ern allt fram á þennan dag. Matthea Jónsdóttir við nokkur verka sinna. Lj««m.: rax Matthea Jónsdóttir sýnir í FIM-salnum Matthea Jónsdóttir hefur opnað málverkasýningu í sal Félags ísl. myndlistarmanna að Laugarnes- vegi 112 í Reykjavík. Sýnir hún þar 55 málverk, aðallega vatns- litamyndir, en einnig nokkur olíumálverk. Matthea Jónsdóttir hefur unnið myndirnar síðustu 2—3 árin og í nokkrum verkanna sækir hún myndefnið í tré, m.a. í tilefni árs trésins. Hún hefur tekið þátt í flestum sýningum FÍM frá árinu 1966, tekið þátt í sýningum erlend- is, en þetta er fjórða einkasýning hennar. Matthea Jónsdóttir stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum og síðar Myndlistarskólanum í Reykjavík og hefur einnig sótt námskeið erlendis. Sýning Mattheu verður opin daglega kl. 16—22 og kl. 14—22 um helgar og lýkur henni sunnudaginn 25. maí. — einn frægasti tízkuhönnuöur ítalíu sýnir glæsi- legan módelfatnaö, sem seldur veröur aö sýningu lokinni meö einstökum kostakjörum. Módel 79 sýnir Atan Marks Alan Marks frá New York, einn glæsilegasti píanóleíkari ungu kynslóöarinnar í dag leikur einleik Franz Lizt: Mefistovals. María Ingólfsdóttir — fiðluleikari frá London — nemandi frægasta núlifandi fiöluleikara heimsins. Natan Milstein leikur ásamt Alan Marks, m.a.. Vorsónötu Beethovens. ítalskir heimssöngvarar, Pietro Bottazzo og Maria Loredan frá la Scala, Milano og Grand Metropolitan New York, syngja vinsæla óperutónlist eftir Bellini, María Ingólfsdóttir Aögöngumiöaverö meö einstökum kjörum aöeins Háskólabíói frá kl. 13.00 _ Tónlist; Undirleikari Skemmtun fyrir alla Einstæöur tónlistarviöburöur. í tilefni „ítölsku vordaganna“. Allur ágóði rennur til styrktar íslenzku listafólki aö tilhlutan íslenzka lista- og menningarfélagsins. italskir vordagar á ísiandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.