Morgunblaðið - 11.05.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980
7
Umsjón: Gísli Jónsson
48. þáttur
Vinur minn Sverrir Páll
skrifar mér svo gott og
fróðlegt bréf að ég get ekki
stillt mig um að birta það
orðrétt og strax í stað:
„Gísli. Þótt ekki skilji okk-
ur að annað en tvö hús eða
eitt spilaborð skrifa ég þér.
í Mbl. 4. maí nefnir þú
bjúgu og kyn þeirra. Mér er
málið skylt. Árin 1972 og 73
rannsakaði ég notkun
bjúgnaorða. Heimildir fékk
ég frá fólki um allt land og
auk þess úr Orðabók Háskól-
ans, bæði tal- og ritmáls-
safni, heimildasafni Þjóð-
minjasafns um slátrun og
sláturverk, svo og Orðabók
Árnasafns í Höfn.
Bjúga er (hefur verið) til í
öllum kynjum. Algengast og
elst er hvorugkyn orðsins, og
eru dæmi um það allt frá 15.
öld. Bjúga kemur fyrst fyrir í
bréfi Jóns Jússasonar á Hól-
um í Hjaltadal 17. febrúar
1476, þá í hvorugkyni. í
Sigurðarregistri (um 1550) er
greinilegur munur gerður á
pylsumat eftir gerð og efni
hans, nefnd eru bjúga (hvor-
ugk.), sperðill, íspen og endi-
kólfur.
Kvenkyn orðsins kemur
fyrst fyrir í orðabókarhand-
riti Grunnavíkur-Jóns frá
miðri 18. öld (A.M. 433, fol).
Þar segir „... bjwga, f. far-
ciminis genus curvum...“.
Síðar verður kvenkynið
smátt og smátt algengt,
einkum um norðanvert land.
Karlkyn orðsins fékk ég í
upplýsingum frá fólki norð-
lensku. Ólafsfirðingur einn
fullyrti að þar og við vestan-
verðan Eyjafjörð væri bjúga
oft haft í karlkyni, bjúgur,
flt. bjúgar, et.m.gr. bjúginn
eða bjúgurinn. Sama sinnis
var kona í Grímsey. Þó eru
dæmi fá og hugsanlega til
komin vegna ruglings á
þeirri bognu pylsu og bjúg í
merkingunni bólga eða þroti.
Samkvæmt athugunum
mínum er bjúga mjög tíðnot-
að í hvorugkyni um Norður-
land vestan Vaðlaheiðar,
Vestfirði og suður um að
mörkum Árness- og Rang-
árvallasýslu og auk þess um
Austfirði og Hérað. Kven-
kynið kemur fyrir á Vest-
fjörðum, í Eyjafirði og ögn á
Héraði, en karlkyn, sem fyrr
segir, fátítt.
Bjúga mun lítt notað í
Þingeyjarsýslum og Rangár-
og Skaftafellssýslum —
nema þá á allra síðustu
árum.
í Þingeyjarsýslum er lang-
algengast að notað sé orðið
sperðill og raunar er það
algengt víðar á Norðurlandi
miðju og talsvert á Austur-
landi, annars fátítt. Algengt
er að munur sé gerður á
bjúga og sperðli þar sem
hvort tveggja þekkist í orð-
færi. Er bjúga þá frekar um
hakkað eða fínt brytjað kjöt í
görn eða langa en sperðill
um gróft brytjað.
Þar sem bjúga er fáþekkt á
Suður- og Suðausturlandi
fyllist myndin með orðinu
grjúpán (Rangárvalla- og
Skaftafellssýslur).
Þetta orð þekkist einnig á
Austfjörðum og Héraði en
margir bentu á að þar væri
það haft um lungnapylsur en
ekki kjötpylsur eins og syðra.
Ef til vill er elsta bjúgna-
orðið ekki bjúga, heldur
íspen eða íspenja. Þetta er
norrænt orð sem þekkist
víðast hvar á víkingaslóðum
og hefur varðveist þar. Það
má heita útdautt í íslensku
daglegu máli en talsverðar
heimildir fékk ég þó um að
það þekktist á vestanverðu
Norðurlandi og allt suður í
Árnesþing. Orðið er senni-
lega myndað af því að menn
hafa spanið keti og fitu í
görn (eða spanið út görn svo
troða mætti í).
Dæmi eru um að langi sé
haft sem nafn á bjúga, eink-
um á Austurlandi Endikólf-
ur (endakólfur) er enn eitt
fornt orð um þennan mat en
dautt í nútímamáli. Algengt
í fornum ritum. Einnig koma
fyrir ítroðningur, aftur-
úrspýtingur og afturúr-
dragandi. Þau eru nú dauð.
Danska orðið spegepolse,
sem af tildursemi Dana
nefnist nú salami, er nú haft
um áskurðarpylsu salta. Trú-
lega eru það áhrif danskra
kaupmanna að á Austurlandi
eru til dæmi um að bjúga —
ekki áskurður — heldur
nútímabjúga — sé kallað
spægipylsa, spegipylsa og
jafnvel sapugipylsa. Nóg um
það.
Nokkur orð að lokum um
annað í Mbl.greininni. Þú
getur þess til að sallarólegur
sé dæmi um tvíhljóðsflótta
(sem er jafnömurlegt orð og
eignarfallsflótti og minnir á
vitleysuna vinnufælni, ný-
yrði yfir það sem í fyrra hét
leti og ómennska).
Þú gleymir öðru móður-
málinu okkar, og ert þó
liðtækur í einu afbrigði þess.
Ég á við dönsku. Salla er
örugglega frekar komið úr
salig enda hefur jafnungur
maður og ég heyrt talað um
að vera sallí og sallírólegur,
hið síðara einkum hjá gömlu
fólki. Annars minni ég á að
börn segja „Kondu og lektu
við mig“ og önnur börn,
einkum í Morgunpósti: „Ég
hef hert því flegt.“
Og loks. Ég las í ritgerð í
gær fjarlagðarskyn og nú er
orðið erfitt að fá fólk til að
segja og skrifa báðum megin.
Það segir beggja megin.
Barn lærði ég að ég ætti að
segja báðum megin eða
beggja veg(n)a.“
Skálatúnsheimiliö
Til styrktar SKÁLATÚNSHEIMILINU verður haldinn
basar og kaffisala í Templarahöllinni í Reykjavík. Hefst
kl. 2 í dag, sunnudag.
Nefndin.
Úrvalsferðir 1980
23/5 Ibiza 1 vika, 3 vikur, nokkur saeti
laus.
30/5 Mallorca. Uppselt.
13/6 Ibiza. 3 vikur, laus sæti.
20/6 Mallorca, 3 vikur, laus sæti.
17/5 London vikuferö, laus sæti, verð
frá kr. 252.300,-
FERÐASKFUFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900
Arður til hluthafa
Á aöalfundi Hf. Eimskipafélags íslands 2. maí 1980
var samþykkt aö greiöa 10% — tíu af hundraði — í
arö til hluthafa fyrir áriö 1979.
Arögreiöslur fyrir áriö 1979 veröa frá 1. júní n.k. á
aöalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Hluthafar, sem ekki vitja arðsins innan eins mánaöar,
fá hann sendan í pósti.
EIMSKIP
Toppurinn í litasjónvarpstækjum
SJÓNVARPSBÚÐIN
BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099
STJÓRNUNARFRÆÐSLAN
Núllgrunns-
áætlanagerð
Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös
um NÚLLGRUNNSÁÆTLANAGERO í fyrir
lestrasal félagsins aö Síöumúla 23 dagana
20., 21. og 22. maí kl. 15—19 alla dagana.
Leiöbeinendur:
Kynnt veröur aöferð viö gerð fjárhagsáœtl-
ana, þar sem áætlunin er tekin til endur-
skoðunar frá grunni og ítarlegur rökstuön-
ingur færöur fyrir öllum þeim útgjöldum sem
áformað er aö stofna til.
Námskeiö þetta á erindi til þeirra starfs-
manna sem vinna aö gerö fjárhagsáætlana
hjá ríkisfyrirtækjum, sveitarfélögum og
stærri einkafyrirtækjum.
Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar
hjá Stjórnunarfélaginu, sími 82930.
Björn
Friófinnsson
lögfræöingur
Þóröur Sverrisson
vióskiptafræðingur.