Morgunblaðið - 11.05.1980, Side 14

Morgunblaðið - 11.05.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980 Alda Halldórsdóttir og Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir: H júkrunarnám hlýtur að verða á hæsta menntunarstigi Florence Nightíngale xAlþjóðadagur hjúkrunarfræðinga Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga er á morgun, 12. maí. Þessi dagur var valinn vegna þess að hann er fæðingardagur Florence Nightingale, er lagði af mörkum stærstan skerf á síðustu öld til hjúkrunarstarfsins og menntunar hjúkrunarfræðinga. Hún var fædd 12. mai 1820 og lézt 1910, þannig að á morgun eru liðin 160 ár frá fæðingu hennar og einnig eru 70 ár liðin frá andláti hennar í ár. Hérlendis annaðist Hjúkrunarskóli íslands einn skóla menntun hjúkrunar- fræðinga frá 1931 til 1972. í ársbyrjun 1972 samþykkti alþingi lög um stofnun og rekstur nýs hjúkrunarskóla, — „Nýja hjúkrunarskólans'* og hóf hann starfsemi sina þá um haustið. Hann hefur farið inn á þá braut síðustu árin að veita framhaldsmenntun í ýmsum greinum og er það í fyrsta sinn sem unnt er að hljóta slíka menntun innanlands, skipulagða innan skólastofnana. Kennaraháskóli íslands skipulagði um tima nám fyrir hjúkrunarfræðinga til kennsluréttinda. Haustið 1973 var, í tengslum við læknadeild Háskóla íslands, stofnuð námsbraut í hjúkrunarfræði. í febr. 1974 skipaði menntamálaráðherra nefnd undir forsæti skólastjóra Hjúkrunarskóla íslands. Nefndin skyldi endurskoða gildandi löggjöf um hjúkrunarnám i landinu og niðurstöður nefndarinnar voru þær, að samræma beri allt hjúkrunarnám á háskólastig að undangengnum nauðsynlegum aðlögunartima. Siðan gerist það, að á 98. löggjafarþingi íslendinga 1976/77 var lagt fram frumvarp til laga um framhaldsskóla. 1 því er gert ráð fyrir m.a., að hjúkrunarfræðinám færist úr sérskólum inn í hinn almenna framhaldsskóla. Ekki þótti öllum framkomið frumvarp ganga í átt til umbeðinnar samræmingar á menntun hjúkrunarfræðinga á háskólastig, en eins og kunnugt er hefur umrætt frumvarp verið lagt fram á alþingi fjórum sinnum, án þess að náðst hafi um það samstaða. í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga ræddi Mbl. við nokkra hjúkrunarfræðinga í kennslu, starfi og námi um menntun og starfssvið þeirra. — nútíma heilbrigð- isþjónusta og eðli starfsins krefst þess „A þeim tímum voru aðcins tvcir starfshópar sem önnuðust sjuklimrinn. — læknar og hjúkr- unarfræðingar. Nú hafa bætzt við fleiri starfshópar og til flestra þcirra gerðar meiri menntunar- kröfur en til hjúkrunarfræðinga,1* sögðu þær Alda Halldórsdóttir og Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir hjúkrunarkennarar, er Mbl. spurði þær um þá þróun, sem átt hefði sér stað í menntun hjúkrun- arstéttanna frá dögum Nightin- gale. „Vegna Florence Nightingale hafði England nokkra forystu um menntunarmál þessarar stéttar, en á síðustu áratugum má segja að sterkustu áhrifin komi frá Banda- ríkjunum og Kanada. Þar hafa um langan tíma verið möguleikar á háskólanámi fyrir hjúkrunarfræð- inga, og það leitt til þess að mikið Alda Halldórsdóttir hefur verið lagt af mörkum til framþróunar hjúkrunar. Norrænir hjúkrunarfræðingar hafa orðið fyrir verulegum áhrifum frá þess- um þjóðum og nýtt sér hugmyndir þeirra og rannsóknir. — En hver er aðalstarfsvett- vangur hjúkrunarfræðinga? „Störf hjúkrunarfræðinga, eins og þau nú tíðkast má flokka á eftirfarandi hátt: — Heilsuvernd og hjúkrun utan sjúkrastofnana, við heilsugæslu- stöðvar og skólaeftirlit, — hjúkrun á sjúkrastofnunum og endurhæfingarstofnunum, hjúkrunarheimilum og elli- og dvalarheimilum, — störf við aðrar stofnanir innan heilbrigðisþjónustunnar, — hjúkrunarkennsla á sjúkra- stofnunum, hjúkrunarskólum o.fl. sérskólum." Efla ber heilsuvernd Þá sagði Alda að aukin þekking og þjóðfélagslegar breytingar hefðu haft áhrif á starfssvið hjúkrunar sem orðið hefði víðtækara hvað snertir heilsuvernd og hjúkrun. „Allir viðurkenna nú gildi heilsu- verndar og að þann þátt beri að efla. Myndu aðgerðir í þá átt fljótlega leiða til þess að heilbrigð- isþjónustan nýttist betur. Hjúkrunarfræðingur í heilsu- vernd starfar ýmist sjálfstætt eða í samvinnu við aðrar heilbrigðis- stéttir. Meginþættir starfsins eru fræðsla, ráðgjöf og eftirlit. Starf hjúkrunarfræðingsins er fyrir- byggjandi og miðar að því að efla andlega, líkamlega og félagslega velferð þegna þjóðfélagsins með því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys, og jafnframt stuðla að hollum lifnaðarháttum þannig að hver og einn nái og haldi þeirri beztu heilsu, sem eiginleikar og umhverfi leyfa." — Nú eru störf hjúkrunarfræð- inga á sjúkradeildum eflaust þau störf sem almenningur hefur í huga, þegar minnzt er á ykkar starfsstétt? „Já, sá þáttur er ekki sá minnsti. Við umönnun hins sjúka er hjúkr- unarfræðingurinn sá ábyrgi aðili, sem allan sólarhringinn er til staðar. Mikilvægur þáttur í starf- inu er ákvarðanataka. Oft er þar um að ræða skyndiákvarðanir þeg- ar líðan sjúklings krefst þess. Einnig skipuleggjum við hjúkrun- arþjónustuna, framkvæmum fyrir- mæli læknis og í samvinnu við hann og aðrar heilbrigðisstéttir sam- ræmum við og tengjum þau störf, er varða meðferð sjúklingsins. Báðum þessum þáttum, heilsu- vernd og hjúkrun tengjast stjórn- unarstörf, en þau og hvers kyns skipulagning verða æ ríkari þáttur í heilbrigðisþjónustunni. Auknar kröfur eru gerðar um hagkvæmni í nýtingu mannafla, fjármagns og tækja." Hjúkrunarferli meðal nýjunga Þá sögðu þær Alda og Guðrún að vísindarannsóknir í hjúkrun hefðu leitt til nýrra viðhorfa og starfs- hátta. Meðal nýjunga mætti nefna hjúkrunarferli, sem tekið hefði ver- ið upp í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum frá árinu 1975. — En hvað er hjúkrunarferli? „Það er starfsháttur, sem felur í sér skriflega upplýsingasöfnun, hjúkrunargreiningu, markmiða- setningu, hjúkrunarmeðferð og mat. Áherzla er lögð á að vinna í samvinnu við sjúkling, skjólstæð- ing, þannig að hann verði virkur þátttakandi í þeirri meðferð sem að honum lýtur. Sameiginleg markmið eru að hjálpa skjólstæðingi til bata, að viðhalda heilsu eða lina þján- ingar. I Bandaríkjunum hefur gefið góða raun sú skipan mála, að einn og sami hjúkrunarfræðingur sé ábyrgur fyrir og skipuleggi hjúkrun sjúklingsins frá komu og þar til hann fer af sjúkrahúsi og sé þá tengiliður áframhaldandi þjónustu, ef þörf er á.“ — Hvert er algengasta skipulag hjúkrunar á sjúkradeildum hér- lendis? „Hóphjúkrun, en forveri þess var svokölluð „verkaskipting" sem lögð hefur verið niður á flestum stöð- um.“ Þá sögðu þær Alda og Guðrún, að hjúkrunarrannsóknir og menntun hjúkrunarfræðinga hefði verið mik- ið til umfjöllunar víða innan hjúkr- unarfélaga og m.a. á Norðurlönd- um. „Mestar framfarir á sviði hjúkrunar hafa orðið í þeim löndum þar sem menntun hjúkrunarfræð- inga er á háskólastigi. Stefna nú fleiri og fleiri þjóðir að því marki að hjúkrunarmenntunin færist á háskólastig." Þá sagði Guðrún, að aukinn skilningur væri nú á hinum mannlega þætti hjúkrunarstarfsins og þann þátt þyrfti að efla. „í allri tæknivæðingunni má aldrei missa sjónar á, að sjúklingurinn er mann- eskja með tilfinningar og líðan. Framþróunin má ekki verða til þess að litið sé á hann sem tegund sjúkdóms í stað manneskju." Hjúkrunarnám samræmt — En hvert stefnum við hér á íslandi í menntunarmálum hjúkr- unarfræðinga? „Á fulltrúafundi Hjúkrunarfé- lags íslands, sem haldinn var 10. og 11. apríl sl. var samþykkt að skora á háttv. Alþingi og menntamálaráðu- neytið að hlutast til um að allt grunnnám í hjúkrunarfræði verði samræmt og komið í Háskóla ís- lands í seinasta lagi árið 1985. Þær sögðu íslenzka hjúkrunar- fræðinga leggja svo mikla áherzlu á þetta atriði vegna þeirrar kröfu, María Heiðdal heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur starfar við ungbarnaeftirlit á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Við ræddum við Maríu og fylgdum henni eftir í heimsókn til tveggja mánaða dótt- ur Þuriðar Magnúsdóttur að Fálkagötu 21 í Reykjavík, en María sér um eftirlit með nýfædd- um börnum, búsettum í Vestur- bænum. Við spurðum Maríu fyrst hvert væri markmið heilsuverndarhjúkr- unar. „Við styðjum einstaklinginn og fjölskylduna til að tileinka sér holla og heilsusamlega lifnaðar- hætti. Starfið felur í sér að upp- götva í tíma og komast fyrir líkamleg, andleg og félagsleg frá- sem nútíma heilbrigðisþjónusta gerði til starfsstéttarinnar. „Starf hjúkrunarfræðingsins er tengt ýmsum þáttum, sem ekki verða aðskildir, eðli starfsins vegna. Allt aðfararnám sem og menntun og framhaldsmenntun hlýtur í sam- ræmi við það að vera í órofa tengslum og á hæsta menntunar- stigi, þ.e.a.s. á háskólastigi," sögðu þær í lokin. vik, sem ógna heilbrigði og hagsæld fjölskyldunnar. Við gegnum tengi- liðahlutverki fjölskyldu og einstakl- inga við aðrar heilbrigðis- og fé- lagsstofnanir, sem leita þarf til hverju sinni. Við vinnum að þessum markmiðum okkar í samráði við fólkið sjálft, aðrar heilbrigðisstétt- ir og stofnanir, sem starfið krefst samvinnu við.“ — Hvernig er staðið að ung- barnaeftirliti hérlendis? „Þjónustan sem veitt er við ung- barnaeftirlit er öllum að kostnað- arlausu. Við fáum tilkynningar um öll börn sem fæðast og strax og tilkynningin berst okkur hringjum við heim til foreldra barnanna og bjóðum þeim heimsókn til eftirlits. Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir 'J4*"-Mbl-RAX María Heiðdal: tekið á móti börnun- um — en oft bregður út af við 3—4 ára aldurinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.