Morgunblaðið - 11.05.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 11.05.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Igær voru 40 ár liðin síðan Bretar hernámu ísland. Sá atburður markar á ýmsa lund tímamót í sögu lands og þjóðar, því að óhætt er að fullyrða, að á stríðsárunum hafi ísland verið hrifsað inn í nútímann. Síðan höfum við glímt við flest þau vandamál, sem að þróuðum ríkjum steðja og hefur svo sannar- lega misjafnlega til tekist, þótt alltaf hafi þó miðað fram á veg í efnalegu tilliti. Á stríðsárunum hlutum við fullt sjálfstæði og atfylgi Bandaríkjamanna var ekki síst mikils virði við þær ákvarðanir, en herlið þeirra tók við af Bretum í júlí 1941 samkvæmt samningi milli ríkisstjórna Bretlands, Bandaríkjanna og íslands. Með þeim samningi lauk hernámi Islands. Hernámið og styrjöldin færði íslendingum heim sanninn um það, að þeirra gamla vernd, fjarlægðin frá heimsátökum, var úr sög- unni. Og eins og dr. Þór Whitehead segir í grein sinni um forsendur hernámsins hér í blaðinu í gær, þá réð hernám Islands úrslitum í átökunum um Atlantshaf þegar fram liðu stundir. Því var vandi hins nýfrjálsa lýð- veldis mikill, að styrjöld lokinni, þegar fyrstu skref sjálfstæðrar utanríkisstefnu voru stigin. Enn trúðu marg- ir því, að gamla ákvæðið úr sambandslögunum frá 1918 um ævarandi hlutleysi landsins dygði til að tryggja öryggishagsmuni landsins. Þrátt fyrir samninginn frá 1941 litu menn svo á, að unnt yrði að hverfa aftur til hlutleysisstefnunnar og meðal annars á þeirri for- sendu hafnaði ísland boði um að verða einn af stofn- endum Sameinuðu þjóðanna. íslenska ríkisstjórnin taldi það ekki samrýmast hlut- leysisstefnu sinni að segja Japönum stríð á hendur eins og krafist var af stofnríkjun- um. En íslenskir stjórnmála- menn þurftu ekki að velkjast lengi í vafa um það, að land þeirra var komið inn í hring- iðu valdataflsins á alþjóða- vettvangi. 1945 fóru Banda- ríkjamenn þess á leit að fá hér landsvæði til langs tíma, 99 ára, undir þrjár herstöðv- ar. Þessari beiðni var hafnað af ríkisstjórn Olafs Thors, Nýsköpunarstjórninni, og síðan var Keflavíkursamn- ingurinn gerður 1946, en samkvæmt honum fengu Bandaríkjamenn afnot af Keflavíkurflugvelli til að halda uppi hernámsstjórn sinni í hinu sigraða Þýska- landi. Hlutleysisstefnunni var endanlega hafnað með ákvörðuninni um þátttöku í Atlantshafsbandalaginu 1949. Þá sameinaðist meiri- hluti þingmanna úr lýðræð- isflokkunum, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki um þá utan- ríkisstefnu, sem síðan hefur reynst þjóðinni farsæl. Og samstaða þessara flokka var enn eindregnari 1951, þegar þeir samþykktu þá um haustið frumvarpið, sem veitir varnarsamningnum við Bandaríkin og fylgiskjöl- um hans lagagildi hér á landi. Kommúnistar voru í bæði skiptin staðfastir í and- stöðu sinni við þessa samn- inga og hafa síðan ekki látið neitt tækifæri ónotað til að ófrægja þá, sem að samning- unum stóðu og brigsla þeim um landráð. Einkenni á bar- áttu kommúnista gegn því að sjálfstæði og öryggi þjóðar- innar sé tryggt hefur verið, að þeir forðast að ræða staðreyndir en halda sig fremur við hugarburð og rangfærslur. Það er til dæm- is vinsælt viðfangsefni þeirra að segja, að samþykkt Alþingis á varnarsamning- num 1951 hafi verið stjórn- arskrárbrot og nú eru þeir helteknir þeirri ímyndun sinni, að á Keflavíkurflug- velli séu kjarnorkuvopn. Þróunin síðan 1940 hefur því miður ekki orðið á þann veg, að hernaðarlegt mikil- vægi íslands hafi minnkað. Þvert á móti hefur sókn sovéska flotans út á heims- höfin frá höfnum á Kola- skaga leitt til þess, að landið er í skurðpunkti, þegar met- in er hernaðarstaðan milli austurs og vesturs. Af þessu hlýtur stefna íslands í utan- ríkis- og öryggismálum að taka mið. Eins og segir í skýrslu þeirri um utan- ríkismál, sem Ólafur Jó- hannesson hefur nýlega lagt fyrir Alþingi hafa Atlants- haf sbandalagsþj óði rnar komið sér upp varnarkeðju til að tryggja sig fyrir utan- aðkomandi árás og í því skyni leggja þær allar eitt- hvað af mörkum. Síðan segir prðrétt: „Framlag okkar íslendinga hefur aðallega verið og er aðstaðan á Kefla- víkurflugvelli. Óslitin varn- arkeðja er öruggasta leiðin til að tryggja að aldrei þurfi að grípa til vopna. Ef við Islendingar skerumst úr leik höfum við veikt þessa keðju og þar með dregið úr öryggi allra þeirra þjóða, sem setja traust sitt á bandalagið, einnig okkar sjálfra." í þessum orðum kemur fram raunsætt mat á stöðu okkar íslendinga nú á tímum, 40 árum eftir að Bretar hernámu landið til að tryggja úrslitaáhrif sín á Atlantshafi í baráttunni við nasista. Enn erum við, hvort sem okkur líkar betur eða verr, í fylkingarbrjósti þeirra þjóða, sem keppa að því, að einræðisöflin nái ekki Atlantshafinu á sitt vald. Fjörutíu ár frá hernámi I Reykjavíkurbréf Laugardagur 10. maí • •••••♦♦< Uppákoman Um þessar mundir eru þrír mánuðir liðnir síðan ríkisstjórnin var mynduð með söguiegum hætti. í útvarpsumræðum á dögunum rifjaði Eyjólfur Konráð Jónsson upp aðdraganda stjórnarmyndun- arinnar og lýsti reynslunni af henni. Hann vísaði til þess, að Guðmundur J. Guðmundsson þingmaður Aiþýðubandalagsins og verkalýðsrekandi hefur kallað stjórnina Uppákomuna. Og síðan sagði Eyjólfur: „Menn ræddu (í þingflokki sjálf- stæðismanna) um þjóðstjórn, stjórn með Alþýðuflokki einum, honum og framsókn eða kommún- istum, með Framsóknarflokki ein- um og jafnvel kommum einum, en að lokum bauðst Sjálfstæðisflokk- urinn til að mynda minnihluta- stjórn. Ef forseti íslands hefði ekki treyst sér til að veita flokkn- um slíkt umboð, hefði um stundar- sakir að minnsta kosti verið mynduð utanþingsstjórn. Allir hefðu þessir kostir verið skárri en Uppákoman, eins og nú er að koma betur og skýrar í ljós með hverjum deginum, sem líður. Sannleikurinn er sá, að Gunnar Thoroddsen myndaði í rauninni aldrei ríkisstjórn, því að Uppá- koman verður aldrei ríkisstjórn. Hann hindraði hins vegar myndun ríkisstjórnar, þar sem um ýmsa kosti var að ræða, þó að enginn væri kannske góður. Hann hindr- aði myndun ríkisstjórnar með því að bjóða öllum andstöðuflokkum Sjálfstæðisflokksins atfylgi sitt, til þess að þeir gætu myndað stjórn eða framlengt líf sinnar vinstri stjórnar. Þetta vita nú allir og því verður að ræða um það opinskátt og hreinskilnislega. Og auðvitað velta andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sér upp úr þessum erfiðleikum ... sem flokk- urinn er í, og gera sér vonir um varanlegan klofning og bræðravíg, sem sundra muni sterkasta stjórnmálaafli þjóðarinnar. Þann- ig að greið verði leiðin til sósíal- isma, leiðin til ánauðar. Ég óttast þetta hins vegar ekki neitt. Uppákoma þýðir samkvæmt orðabók Menningarsjóðs eitthvað vont, slæmt tilfelli, óheppni, áfall, slys. Allt er þetta rétt, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Vinstri stefnan, skattránið og ofstjórnin á öllum sviðum atvinnulífsins gengur sér nú til húðar. Margir ágætir menn hafa raunar óskað 'þess, að hún gerði það, svo að von væri til, að unnt yrði að byggja heilbrigt og réttlátt þjóðfélag á rústum há- karlasamfélags vinstri stefnunn- ar, sem alþýða þessa lands hefur fyrir augum. Með öðrum orðum láta frumskógalífið, óréttlætið og ofbeldið við hinn veikari, sýna sig í allri sinni nekt, svo að menn verði reiðubúnir til þess sjálfsaga og ábyrgðar, sem heilbrigt lýðræði verður að byggjast á. Mín von er sú, að þrátt fyrir slysið, slæma tilfellið, eða kannske vegna þess, muni sjálfstaéðisstefn- an ná hugum manna í sífellt ríkara mæli á næstu mánuðum, ekki síst unga fólksins, og Sjálf- stæðisflokknum muni vaxa svo fiskur um hrygg á næstu mánuð- um, að hann verði öflugri en nokkru sinni áður.“ Kjaramálin í óvissu Samningar allra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hafa nú verið lausir í rúma fjóra mánuði eða frá síðustu áramótum. Og nú er bráðum liðið eitt ár síðan samningar opinberra starfsmanna urðu lausif. Ekkert bendir til þess, að lausn sé í nánd og stefnir því í enn meiri óvissu í kjaramálunum. Um næstu mánaðamót þarf að taka ákvörðun um nýtt fiskverð og þá eykst hraði verðbólgunnar einnig vegna vísitöluhækkunar. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt neitt af mörkum til að greiða fyrir lausn kjaramálanna. Þvert á móti hefur hún aukið á vandræðin með taumlausum skattahækkunum, sem bæði samtök launþega og vinnuveitenda hafa mótmælt. I ræðu þeirri, sem Páll Sigurjóns- son formaður Vinnuveitendasam- bandsins flutti á aðalfundi þess í síðustu viku, sagði hann meðal annars: „Ríkisstjórnin hefur haft óskir Vinnuveitendasambandsins um þríhliða viðræður og skattalækk- anir til umhugsunar vikum sam- an, án þess að nokkurt svar hafi borist. Hér er um að ræða mjög alvarlegt sinnuleysi og ríkis- stjórnin ber því að sínu leyti mikla ábyrgð á því, hversu samninga- viðræður hafa dregist á langinn. Það er lágmarkskrafa Vinnuveit- endasambandsins, að ríkisstjórnin svari þeim óskum, sem settar hafa verið fram bæði bréflega og á fundum með forsætisráðherra og félagsmálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki lengur skotið sér undan því að taka ákvörðun í þessu efni.“ Þetta er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni, sem nú hefur haft þrjá mánuði til að móta stefnu sína að þessu leyti. En sinnuleysið á þessu sviði er ein- ungis í samræmi við annað í stjórnarstörfunum. Búmarkid Allir eru sammála um, að til ráðstafana verði að grípa til að draga úr offramleiðslu landbúnað- arafurða. Óviðunandi sé, að úr ríkissjóði séu greiddir milljarðar á milljarða ofan í útflutningsbætur landbúnaðarafurða. Lögum sam- kvæmt ber að greiða andvirði 10% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar í útflutningsbæt- ur, en sú upphæð er í ár áætluð 8.5 milljarðar króna. Hins vegar er ljóst, að um 7 milljarða vantar að auki til að unnt sé að selja umframframleiðsluna. Greinilegt er, að þetta kerfi hefur gengið sér til húðar. Ymsar leiðir hafa verið ræddar til að takmarka fram- leiðsluna. A sínum tíma beindist athygli manna einkum að fóður- bætisskatti, en Alþingi samþykkti sl. vor lagafrumvarp, þar sem byggt var á þeirri reglu að taka upp einskonar kvótakerfi í land- búnaðinum og setja stærð búa ákveðið mark, svonefnt búmark. í því felst, að meðalbú miðist við 300 ærgildi og er sú tala fundin eftir afurðamagni en ekki fjölda gripa. Þessi regla á að leiða til 10% samdráttar í landbúnaðar- framleiðslunni, en það jafngildir að fækka ærgildum í landinu um 150 þúsund af þeim liðlega 1700 þúsund, sem nú eru samkvæmt skýrslum bænda. Fari bóndi yfir búmarkið fær hann í raun ekkert fyrir vöruna og þarf jafnvel sjálf- ur að borga með henni. Þetta kerfi hefur verið kynnt meðal bænda undanfarið. Munu ýmis vandkvæði hafa komið í ljós eins og við var að búast og greinilegt er, að bændur eru ekki á eitt sáttir um kerfið. Hér í blaðinu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson:_______Stefna ríkisstjórnarinnar: Fjármagnið sogið frá at- vinnulífinu til ríkisins Það er uggvænleg þróun í efnahagsmálum okkar íslend- inga að þjóðartekjur á mann fara lækkandi. Það kemur m.a. fram í þeirri fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1980, sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi. Þeirri þróun þarf að sjálfsögðu að snúa við, enda er það forsenda bættra lífskjara að okkur takist að auka okkar þjóðartekjur. Allir vita að það verður bezt gert með því að efla atvinnulíf í landinu, auka fram- leiðslu okkar og við Sjálfstæð- ismenn trúum því, að þvi mark- miði verði bezt náð með því að örva einkaframtak í atvinnu- rekstri. Fjármagn dregið frá atvinnu- rekstrinum Það veldur því miklum von- brigðum að sjá að öll stefna ríkisstjórnar í fjármálum og efnahagsmálum gengur þvert á þetta markmið. Stefna ríkis- stjórnarinnar er að draga fé frá atvinnurekstrinum til ríkisins. Hún gerir ráð fyrir því að hin lamandi hönd ríkisvaldsins hvíli þyngra á atvinnurekstrinum en verið hefur og þótti hún þó æði þung fyrir. Um þetta skulu nú tilgreind nokkur mikilvæg at- riði. Skattheimtan aukin í lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar kemur fram að „sam- neyzlan" í þjóðfélaginu muni aukast um 2% í heild á árinu. Hvað þýðir þetta? Samneyzla er fínt orð yfir skattheimtu og opinber útgjöld. 2% aukning hennar þýðir, að ríki og sveitar- félög muni auka skatta sína frá síðasta ári um þetta hlutfall. Einstaklingarnir og fyrirtæki þeirra munu því að sama skapi hafa minni fjárráð og því vera verr í stakk búin til að leggja aukið fjármagn í eflingu at- vinnulífsins. Framkvæmdir hins opinbera aukast á kostnað atvinnuveganna í lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar kemur fram að heildar- framkvæmdir hins opinbera eigi að aukast um 21.3% að magni frá sl. ári. í áætluninni kemur jafnframt fram að heildar- framkvæmdir í atvinnuvegum Birgir ísl. Gunnarsson landsmanna muni minnka um 3.6% að magni. Auðvitað eru hinar opinberu framkvæmdir margar mjög mikilvægar, eins og t.d. orkuframkvæmdirnar, en þá hefði verið eðlilegra að draga úr öðrum opinberum fram- kvæmdum á móti í stað þess að minnka framkvæmdir í atvinnu- vegum landsins. Lán til atvinnu- veganna minnka hlutfallslega í lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar eru birtar fyrirætlanir ríkisins um lánveitingar úr hia-- um ýmsu fjárfestingarlánasjóð- um atvinnuveganna. Utlán þess- ara sjóða munu aðeins aukast um 16.1% milli áranna ’79 og ’80, sem er að sjálfsögðu læl i.un frá síðasta ári, þegar tekið er tillit til verðbólgunnar. Lánveitingar úr öðrum fjárfestingarlánasjóð- um hækka um meira, en at- vinnulífið er látið sitja á hakan- um. Ríkið seilist lengra inn í bankana I lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að ríkið taki til sín stærri hlut af fjár- magni banka og sparisjóða en áður. Á sl. ári lögðu bankarnir 4% af innlánsaukningu sinni til Framkvæmdasjóðs ríkisins. Nú á að hækka þetta hlutfall í 7%. Þetta hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar að bankarnir munu hafa minna fjármagn til að lána atvinnurekstrinum, en þangað sækir atvinnulífið mikinn hluta fjármagns, sem það þarf. Fjármagn tekið af lífeyrissjóðunum I lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar er ráð fyrir því gert að lífeyrissjóðunum í landinu verði gert skilt að verja árlega 40% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum af ríkissjóði, Byggingarsjóði ríkisins og Framkvæmdasjóði íslands. Hingað til hafa lífeyrissjóðirnir getað keypt verðtryggð skulda- bréf að ýmsum stofnlánasjóðum atvinnuveganna. Forystumenn lífeyrissjóðanna hafa þannig lagt atvinnulífinu til verulegt fjármagn. Nú er fyrir það tekið og allt það fjármagn, sem búast má við að lífeyrissjóðir geti látið af hendi, er tekið til ríkisins. Frjáls ráðstöfunarréttur lífeyr- issjóðanna til að efla atvinnulíf- ið er af tekinn. Þessi dæmi sýna, að allt ber að sama brunni hjá ríkisstjórninni. Fjármagn er flutt frá atvinnu- vegunum til ríkisins. í reynd þýðir það ekkert annað en vax- andi erfiðleika atvinnuveganna. Frá þeim er tekið afl þeirra hluta Sem gera skal og því lítil von til að þeir eflist eins og nú er þörf á. birtist til dæmis ályktun frá Búnaðarfélagi Dyrhólahrepps, þar sem framleiðslukvótanum er harðlega mótmælt, 300 ærgilda bú Ljósm. Mbl. Ól. K. M. er talið of lág viðmiðun hjá bændum, sem lifa eingöngu á búvöruframleiðslu, og mælt er með fóðurbætisskömmtun eða fóð- urbætiskvóta sem álitlegri leið til til stjórnunar búvöruframleiðsl- unni. Greinilegt er, að hér er um viðkvæmt deilumál að ræða. Ríður á miklu, að umræðurnar verði á málefnalegum grundvelli og leitað verði leiða, sem miða að því að bændur verði sem óháðastir opin- berri íhlutun í málefni sín. í þessu sambandi er rétt að minnast þess, að vorið 1979 samþykkti Alþingi ályktun, þar sem ríkisstjórninni er falið að hlutast til um að settar verði reglur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt. Og Alþingi fól ríkisstjórninni jafn- framt að láta fara fram athugun á því, hvernig heppilegast sé að koma við breytingum á greiðslum útflutningsbóta og niðurgreiðslna, þannig að þær nýtist betur. Umræðurnar um búmarkið, sem nú eru að hefjast, snerta aðeins einn þátt hins margflókna vanda, sem við er að etja í landbúnað- armálum. Verðlagskerfið hefur al- gjörlega gengið sér til húðar. Af öllu þessu er ljóst, að ekki hefur enn verið gripið þannig á vandan- um á þessu sviði, að frambúðar- lausn hafi fundist. Stjórnun fiskveiða Augljóst er, að þorskaflinn á þessu ári verður meiri en skyn- samlegu hófi gegnir. Svo nærri verður gengið hrygningarstofnin- um nái stefna stjórnvalda fram að ganga, að hann nær sér ekki á strik og enn mun líða langur tími, þar til fiskaflinn kemst í eðlilegt jafnvægi. Þetta er hörmuleg stað- reynd. Þeim mun dapurlegra er þetta ástand vegna þess, að hags- munaaðilar í sjávarútvegi hafa lýst sig fúsa til að halda aftur af sókninni. Rannsóknaráð ríkisins gaf í nóvember 1975 út skýrslu undir heitinu: Þróun sjávarútvegs — yfirlit yfir stöðu íslensks sjávar- útvegs og fiskiðnaðar og spá um þróun fram til 1980. Sem betur fer hefur sú spá ekki ræst, en þar kemur meðal annars fram, að á árinu 1979 verði þorskafli á Islandsmiðum kominn niður í 200—220 þúsund tonn. Á síðasta ári var þorskaflinn hins vegar 360 þúsund tonn. Og í ár telja fiski- fræðingar æskilegt, að hann sé um 300 þúsund tonn. Hagsmunaaðilar hafa miðað við 350 þúsund tonn en stjórnvöld eru með ráðagerðir um að hann verði 380—400 þúsund tonn. Fram hefur komið, að í þeim útreikningum, sem lágu til grundvallar tölunum frá 1975 voru alvarlegar villur, sem nú hafa verið leiðréttar, væri fróðlegt, ef skýrsla Rannsóknaráðs yrði end- urreiknuð á réttum forsendum og litið fimm ár fram í tímann miðað við 400 þúsund tonna afla í ár. Umræðurnar um takmörkun fiskafla 1975 voru í nánum tengsl- um við ákvörðun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. En útfærslan er mikilvæg- asta skref, sem stigið hefur verið af íslendingum til að ná á eigin hendi stjórn á öllum fiskveiðum við landið. Hún hefur borið ríku- legri ávöxt en jafnvel bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Á þessú ári mega útlendingar aðeins veiða 7050 tonn af þorski innan ís- lenskrar lögsögu eða innan við 2% miðað við fyrirhugaðan ársafla íslendinga. Á árinu 1975 veiddu útlendingar 104.603 tonn af þorski á íslandsmiðum á móti 264.995 tonnum Islendinga og má af þessu sjá hve gífurlegur árangur hefur náðst. Hitt er mikið áhyggjuefni, ef ekki finnast leiðir til að halda okkar eigin sókn innan hæfilegra marka. Nú verður skuldinni ekki skellt á aðra, ef gengið verður of nærri þorsstofninum. Yrði það okkur mikill álitshnekkir eftir þá miklu áherslu, sem við höfum lagt á nauðsyn fiskverndar í barátt- unni fyrir stækkun landhelginnar, ef við reyndumst síðan ekki menn til að sjá fótum okkar forráð. Stórátak / / • X X • i nyionaoi Af því, sem hér hefur verið sagt um stöðuna í hefðbundnum at- vinnuvegum þjóðarinnar, er ein- sýnt, að nauðsynlegt er stórátak á öðrum sviðum atvinnulífsins, ef tryggja á þjóðinni viðunandi lífskjör á næstu árum. Þrýsting- urinn í sjávarútveginum skapast ekki síst af því, að stjórnvöld hafa ekki mótað stórhuga stefnu í iðnaðarmálum, þar sem orkufrek- ur iðnaður skipar þann sess, sem eðlilegur er meðal þjóðar, er aðeins hefur virkjað brot af orku- lindum sínum til rafmagnsfram- leiðslu í orkusnauðri veröld. Því miður er ekki útlit fyrir, að tekið verði á þeim málum af neinni skynsemi af þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. í sæti iðnaðarráðherra er fulltrúi Alþýðubandalagsins, aft- urhaldssamasta stjórnmála- flokksins í landinu, sem byggir hugmyndafræðilega tilveru sína á því, að ísland sé láglaunasvæði og standi utan við alþjóðlegar fram- farir í verktækni og framleiðslu. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra lýsti nýlega stefnu sinni að þessu leyti með eftirfar- andi orðum: „Sú iðnþróun sem ég er talsmaður fyrir verður að hvíla á innlendum stoðum, þekkingu og hugviti. Hin starfandi hönd á hverjum vinnustað er þar hreyfi- valdur, og sá aflvaki sem mestu veldur um hversu til tekst." Má segja, að miðað við þá þröngsýni, sem fram kemur í þessum orðum nú á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar, megi þakka fyrir, á meðan ráðherrann hafi það ekki á stefnu- skrá sinni, að menn hafi hamar í annarri hendinni og sigð í hinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.