Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980 Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af vísunni, þótt menn séu einlægt að gera sér þær, — ég og fleiri sem höfum undir það tekið með Hannesi Péturssyni, að þá yrði heimsmenningarlegt slys og þjóð- menningarleg hneisa, ef við týndum niður heyrninni fyrir stuðlum og höfuð- stöfum. Hætt er við að ekki fyndist sá háls-, nef- og eyrnalæknir, sem kynni að skera upp brageyrað á þjóðinni, ef hljóðhimnan ónýttist á annað borð. — Eins og allt er í pottinn búið er samt trúa mín sú, að alþýðan komi sjálfri sér til hjálpar hér sem endranær, — maðurinn á götunni, á sjónum eða uppi í sveit. Af „skólanum" er einskis að vænta í þessum efnum og skinið frá menningarvitunum er alltaf af dofna. Vísnaleikurinn er í fullu fjöri. Stund- um leika menn sér að bragarháttum eða leita uppi nýjan stíl eða gera það að gamni sínu að láta útlend vers hljóma á íslenzku. Og gamla þjóðvísan, hún lifir líka góðu lífi. „í nýjum heimi" heitir lítið ljóðakver eftir Björgvin Jónsson, sem var 11 ára, þegar það kom út. Eg vona, að hann fyrirgefi mér þótt ég lofi lesendum þessa leiks að heyra, hvernig „gamla þjóðarlagið" hljómaði af barnsmunni, hreint og tært, á því herrans ári 1975: Á föstudaginn langa var sorg að sjá, Kristur uppi á krossinum og María kraup þar hjá. Stuðlasetningin er kannski ekki alveg hárnákvæm, — en tilfinninguna vantar ekki! Þorsteinn Gylfason skrifar: „í „Vísnaleik" Morgunblaðsins sunnu- daginn 27da apríl 1980 birtust fáeinar limrur eftir mig og fjóra menn aðra. Ein af mínum var á síðustu stundu sett í annarrar stað, og með þessari einu féll niður svolitil athugasemd sem henni hefði þurft að fylgja. Limran er um Limgerði námsmey á Laugum, og at- hugasemdin er sú að nafn þessarar stúlku er sótt til kunningja míns Guðna Kolbeinssonar starfsmanns Árnastofn- unar. Limgerður Guðnadóttir er þó vændiskona á ótilgreindum stað í veröld- inni ef ég man rétt, gott ef ekki í ósaminni skáldsögu en ekki andatrúar- manneskja norður í landi eins og nafna hennar í limrunni. Úr því að Halldór Blöndal hefur í þessum þætti sínum lagt sig fram um að kynna limruna fyrir íslendingum, og þá vitaskuld einkum handaverk meistara okkar limrusmiða Kristjáns Karlssonar, þá er kannski ekki úr vegi að ég noti þetta tækifæri til að biðja hann að koma öðrum útlendum vísnaleik á framfæri við lesendur sína, í þeirri von að einhverjir þeirra taki að leika hann sjálfir. Sá heitir „clerihew" á ensku, en mætti sem bezt heita „glerhús" á íslenzku, því þar er ævinlega kastað steinum að nafnkenndum mönnum. Á ensku heitir hátturinn eftir upp- hafsmanni sínum, rithöfundinum Ed- mund C. (fyrtr Clerihew) Bentley sem var höfundur hinnar ágætu leynilög- reglusögu Trent’s Last Case, en hún kom út árið 1913 og batt enda á Sherlock Holmes tímabilið í leynilögreglusagna- gerð eins og tími var til kominn. Eitt glerhús Bentleys hljóðar svo: John Stuart Mill By a mighty effort of will, Overcame his natural bonhomie And wrote Principles of Political [Economy. Eitt höfuðskáld tuttugustu aldar, Wystan Hugh Auden, samdi glerhús í hundraðatali; á efstu árum sínum gaf hann út heila ljóðabók, Academic Graff- iti eða Krotað á skólaveggi, sem sam- anstendur einvörðungu af glerhúsum. Löngu áður — á kreppuárunum — hafði Auden freistað þess að kenna íslending- um að setja saman glerhús, eins og hann segir frá í bók þeirra Louis MacNeice Letters from Iceland; þar segist hann vona það um árangur kennslunnar að margir litlir krakkar hlaupi um á Islandi og rauli fyrir munni sér: Jonathan Swift Never went up in a lift, Neither did Robinson Crusoe Do so. Hér eru íslenzk glerhús: Það er ekki heiglum hent að [skilja hann Halldór Kiljan. Samdi hann ekki bók um [ástir Uglu Fals og einhvers rugludalls? Einar Ólafur Sveinsson á sér tæpast meins von. í „íslenzkum þjóðháttum“ er [ítarlejga fjallað um hornhögld, ekki í „Islenzkum bókmenntum [í fornöld. Og kannski einhver lesandi „Vísna- leiks" vilji botna: Páll og Þóra Melsteð voru meira en vel séð. Meistaraverk íslenzkrar glerhúsagerð- ar er að sjálfsögðu eftir Kristján Karls- son um baksvið Njálu og hljóðar svo: Var Skarphéðinn Njálsson? Er Einar Pálsson? Eða hvað? Þeir um það. “ Móri getur haft gaman af því að gera sér glerhús eins og aðrir: Getur Þorsteinn Gylfason gefið Háskólanum sjálfur von? Hann gruflar í heimspeki [og háfræði en er hvurgi bendlaður við [þjóðfélagssálarlega fáfræði. Þorsteinn Gylfason er líka gott limru- skáld. Þessa nefnir hann „Til Hannesar Péturssonar": „Ég verð hér þegar heimurinn [ferst, “ kvað Hannes og ekki sem verst. En hann meinti ekki hér, heldur hvar sem hann er. Þá hefur nú annað eins gerzt. í síðasta Vísnaleik var eitt orð, sem er raunar alltof mikið, rangt í limru eftir Kristján Karlsson um þá sögulegu per- sónu Maríu litlu frá Læk og eru þau bæði beðin velvirðingar á því. „Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili“ heyrist að vísu ekki jafnoft og áður og er það skaði. Þar er vífavali á sveitaballi lýst svo af Magnúsi Ásgeirssyni: Þar var Dóra á Grund, hún er [forkunnarfögur, og fín, en af efnunum ganga ekki [sögur. Hún var glettin og spaugsöm og [spræk. Þar var einþykka duttlunga- [stelpan hún Stína og hún stórlynda Sigga og Ása [og Lína og hún María litla á Læk. Og svo kemur limran: Sagði María litla frá Læk, ég er ljóðelsk og hefi þann kæk að svipta mig fötum og þar fram eftir götum. En á fáguðum prósa er ég tæk.“ Ekki verður meira kveðið að sinni en minnt á fyrrihlutann: Páll og Þóra Melsteð voru meira en vel séð. Halldór Blöndal. LIMRAN Það var veizla og geysilegt gaman og gestirnir bjartir í framan yfir léttmæltum orðum, en innst undir borðum lá eilífðin hnipruð saman. K.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.