Morgunblaðið - 11.05.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980
19
„ÖLL verkin sem ég sýni nú á
Kjarvalsstöðum eru máluð síðustu
fimm árin,“ sagði Pétur Friðrik
listmálari í samtali við blaðamann
Mbl. á Kjarvalsstöðum en Pétur
Friðrik opnaði í gær sýningu á
verkum sínum þar. Sýning Péturs
Friðriks stendur til 20. þessa mánað-
ar. Þetta er fyrsta sýning Péturs
Friðriks í fimm ár — síðasta stóra
sýning hans var einmitt á Kjarvals-
stöðum. „Það eru einkum lands-
lagsmyndir, sem ég sýni nú —
skoða söfn eins og kostur er. Farið
annað hvert ár til Bandaríkjanna og
skoðað söfn þar. Það eru mörg góð
söfn í Bandaríkjunum en jafnframt
því að skoða söfn þar þá hef ég málað
talsvert í Bandaríkjunum."
Eitthvert sérstakt safn. sem heiur
heillað þig öðrum fremur vestan-
hafs?
„Þau eru svo mörg góð. Þó verð ég
að segja, að Barnes-foundation safn-
ið í Fíladelfíu hafði mikil áhrif á mig.
Eg skoðaði það fyrir nokkrum árum
Þegar sem barn
var hann ákveðinn í
að verða listmálari
— spjallað við Pétur
Friðrik, sem í dag opn-
ar málverkasýningu
á Kjarvalsstöðum
nokkur portrait og teikningar. Mynd-
irnar eru einkum frá Vestfjörðum,
Suðurlandi og Borgarfirði. Þá eru
þrjár vatnslitamyndir frá Bandaríkj-
unum og ein frá Luxembourg.
Ilefurðu ferðast mikið frá þvi þú
hélst sýningu siðast?
„Ég hef reynt að fara utan til að
með Valtý Péturssyni þegar ég hitti
hann vestra. Þar eru mörg verk
impressionistanna, Matisse og fleiri,
— mörg verk eftir hvern. Það er
eitthvert sérstæðasta safn, sem ég
hef séð. Safnið er verk Barnes
nokkurs, sem varð ríkur, að því er
sagan segir, á því að selja nefdropa
við kvefi."
Er fiðringur i þér nú, þegar þú
ert að opna sýningu eftir fimm ára
hlé?
„Þær eru nú orðnar svo margar
sýningarnar að maður kippir sér ekki
upp, en þó — jú, fiðringur gerir þó
vart við sig. Eins og ég sagði, þá eru
fimm ár síðan ég hélt sýningu, með
þeirri undantekningu þó, að ég hélt
litla sýningu á Selfossi. Fimm ár eru
hæfilegur tími milli' sýninga."
Hefur mikil breyting orðið á
verkum þínum frá því fyrir fimm
árum?
„Það er alltaf einhver breyting.
Hún kemur ósjálfrátt og með aldrin-
um. Myndir mínar hafa breyst mikið
frá því ég var 17 ára strákur. Sumum
finnst jafnvel gömlu myndirnar
mínar frá þeim tíma betri en þær,
sem ég mála í dag.“
Eru þær það?
„Ég veit það ekki. Það er meiri
fjölbreytni í litum nú en þá. Mynd-
irnar hafa orðið mildari. Myndirnar
frá því í gamla daga voru harðari, —
sterkari í byggingu og formi. Annars
hef ég mjög gaman að sjá gamlar
myndir mínar. Verð alltaf dálítið
hissa, þegar ég sé þær.“
Pétur Friðrik við eitt verka
sinna á Kjarvalsstöðum.
Mynd Mbl. Kristján.
Hvenær byrjaðirðu að mála?
„Strax sem krakki teiknaði ég
mikið og var raunar þegar í barna-
skóla búinn að ákveða hvað ég ætlaði
að verða — ég ætlaði að verða
listmálari. Tólf ára gamall fékk ég
fyrstu olíuliti mína. Fljótlega eftir
barnaskóla fór ég í Handíða- og
myndlistaskólann, sem þá var við
Grundarstíginn. Þar voru margir
ágætir málarar, Karl Kvaran, Einar
Baldvinsson og Veturliði Gunnars-
son, — allir eru þeir þekktir í dag.
Þegar ég var 17 ára fór ég til
Danmerkur og var 3 ár í akademí-
unni í Kaupmannahöfn. Það var
skömmu eftir stríðið, 46 og þá voru
margir íslendingar í akademíunni,
um 20 held ég megi segja. Ég kom
síðan heim en hef reynt að ferðast
þegar fjárhagurinn hefur leyft það
— farið um og skoðað söfn.“
Hvað er framundan eftir sýning-
una?
„Ég veit það ekki — ætli ég hvíli
mig ekki og fari út á Iand þegar
hlýnar í veðri."
Að lokum, Pétur Friðrik —
kviðirðu krítikerunum?
Ég tek ekki svo mikið mark á
krítikerum og fer ekki að láta þá
hafa áhrif á mig. Þeir skrifa yfirleitt
lof um þá, sem ekki kunna að mála.
, •• : unroitiu::
—|*ÍS
!!!iíliiii:il!i
Þú ert H
ekki í vandræðum í
WRANGLER VERZLANIR
Karnabæ, Laugavegi 66,
Austurstræti 22. Glæsibæ
Bonaparte Laugavegi 20.
Fataval Keflavík.
Bakhúsinu Hafnarfiröi.
Cesar Akureyri.
Eplinu Akranesi og isafirði
Eyjabæ Vestmannaeyjum.
Lindinni Selfossi.
Hornabæ Höfn-Hornafirði.
Álfhóll Siglufiröi.
Ram Húsavík.