Morgunblaðið - 11.05.1980, Page 24

Morgunblaðið - 11.05.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI1980 Borðum meira rúgbrauð Það er margt sem bendir til þess að við værum heilbrigðari og gætum komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og t.d. krabba- mein ef við borðuðum meira rúgbrauð, helzt gróft rúgbrauð. Fyrir 25 árum síðan var helmingi meira borðað af rúgbrauði hér á landi en gert er í dag. Eitur- efni % Rúg- brauð Hvað segja merkin ? % Meist- arar Flest þessi efni eru nauðsynleg til daglegs brúks, en e.t.v. er ekki ætíð full aðgæzla höfð er þessum efnum er valinn geymslustaður. Algengt er að skápar undir vösk- um í eldhúsi og á baðherbergjum séu notaðir til geymslu þvotta- og hreinsiefna. Lítil börn velja sér leikpláss í nánd við þann aðila, sem sinnir heimilisstörfum og litlar hendur eru oft fljótar að ná sér í fallega flösku eða dós og meðfædd forvitni rekur börnin oft til að smakka á innihaldinu. — Þannig gerast flest slysin. Það væri eflaust verðugt verk- efni fyrir trésmiðí og innréttinga- hönnuði að íhuga þessa köldu staðreynd um tíðni barnaslysa hérlendis og hanna og smíða skáphurðir með tilliti til þessa. Einnig má með litlum tilkostnaði setja sérstakar læsingar á skáp- hurðirnar, eða velja geymslustað sem litlar, „forvitnar“ hendur ná ekki upp í. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna alþjóðlegu heilbrigð- isstofnunarinnar WHO og Krabbameinsrannsóknastofn- unarinnar í Lyon í Frakklandi á starfsemi ristilsins og magans, undirstrika kornvörur, sérstak- lega rúgbrauð ásamt grófu grænmeti eðlilega starfsemi magans, eins og móðir náttúra ætlaði starfsemina, á meðan menningin hefur gripið inn í ferlið með of auðmeltum fæðu- tegundum. í vanþróuðu ríkjun- um það sem reyzla er mikil á grófum korntegundum og grófu grænmeti þekkist krabbamein í ristli svo að segja ekki. í ofangreindri rannsókn eru Danmörk og Finnland sérstak- lega í brennideplinum, en í Danmörku er tíðni krabbameins í ristli talinn fjórum sinnum meiri en í Finnlandi. Rannsókn- ir beinast sérstaklega að rist- ilkrabbameini í körlum yfir fimmtugt. Því meiri tekjur, því minna borðað af rúgbrauði! Svo virðist sem maðurinn sé ekki sérlega lystugur á brauð- fæðu. Ef tekið er dæmi um neyzlu brauðsins í OECD lönd- unum kemur í ljós að í fátæk- asta landinu innan sambands- ins, Tyrklandi er neyzlan mest, en í Bandaríkjunum, auðugasta ríkinu er neyzlan minnst á brauðkorni. Því auðugra sem landið er því minni er neyzlan á brauðkorni á sama tíma og neyzlan á kjöti, eggjum og sykri eykst. Fæðan á að veita líkamanum orku, er orkugjafi. í þróunar- löndunum veita korntegundirn- ar í jurtaríkinu mannslíkaman- um 60% orkunnar, en í auðugri löndum aðeins 30%, og t.d. í Danmörku allt niður í 20%. Ristillinn á að fá að starfa Meltingarfærunum er ætlað að melta fæðuna og vinna úr henni næringarefni fyrir líkam- ann. Maginn, — magapokinn er nokkurskonar forðabúr og ristl- inum er ætlað að vinna og afgreiða þau efni í fæðunni sem líkaminn þarf að losna við. Ef ákveðið magn af rúgbrauði er borðað er maginn tómur eftir 3Ví klst. Maginn veitir nær- ingarefnum út í blóðið en ef fæðan er of auðmelt fer ofgnótt af fitu og sykurefnum út í blóðrásina sem er líffærakerf- inu óhollt. Ristillinn fær varla úrgangsefni til þess að vinna úr ef fæðan er of fíngerð. Útkoman verður harðlífi, — svolítið sem menn verða að vara sig á. Ef ristillinn starfar ekki eðlilega vegna rangra matarvenja getur hann verið móttækilegur fyrir alvarlegum sjúkdómum, — t.d. fyrir krabbameini. Neyzluvöruframleiðendur verða að gæta að sér — þeir mega ekki framleiða matvörur og tyggja þær í raun fyrir neytendur. Þeir verða að beina athyglinni að því að reyna að varðveita náttúrulega gerð hráefnanna og efni sem örva vinnslu meltingarfæranna. Gra- hamsbrauð og gróft rúgbrauð geta uppfyllt þessar kröfur og menn ættu að hugleiða afleið- ingar þess að líffærin starfi ekki eðlilega. „Menningin" má ekki skapa óheilbrigt fæðuval! 99 í vanþróuðu ríkjunum þar sem neyzla er mikil á grófum korn- tegundum og grófu grænmeti þekkist krabbamein í ristli svo að segja ekki64 DAGLEGT LIF \M Ljósm. Mbl. Emilía. Algeng sjón Þegar opnaðir eru skápar undir eldhúsvöskum blasa við margir og fallegir brúsar — veröugt rannsóknarefni í augum lítilla barna. „Of seint er aö byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann,“ segir máltækið og fá má sérstakar læsingar til aö loka þessari hættulegu leið til enn eins slyssins. Eiturefni Hætturnar heima fyrir Slys á börnum eru tíð á íslandi og ísland mesta slysaþjóð Evrópu og þó víðar væri leitað hvað banaslys áhrærir. Eitranir eru meðal helstu orsaka slysa á börnum. Skv. upplýsingum borgarlæknis verða um 50% slysa vegna ýmiss konar hættulegra efnasambanda á börnum innan við 4 ára aldur. Svokölluð eitranaslys á börnum verða velflest innan veggja heimilanna og hættuleg efni eru á hverju strái, þegar grannt er skoðað. Má þar nefna ýmiss konar sótthreinsiefni, hreinsivökva, málningarefni, skordýraeitur, ýmis úða- efni o.sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.