Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAI 1980 ÚRSLIT í íegurðarsamkeppni íslands 1980 fóru fram á Hótel Sögu í gærkvöldi. Úrslit voru ekki kunn er Morgunblaðið fór í prentun, en meðfylgjandi mynd var tekin af stúlkunum 13 er þær komu fram í fyrsta skipti í úrslitunum í gærkvöldi, en kynnar kvöldsins eru einnig á myndinni. (Ljósm. mw. Emiiia Bjorí Bjömsdóttir). itarfsmaður Vélsmiðjunnar Héftins vinnur að viðgerðinni i gær. (Ljósm. Mbl. Kristinn). Bilun í prentvél Morgunblaðsins BILUN varð í prentvél Morgun- blaðsins aðfaranótt föstudags. Af þeim sökum tókst ekki að ljúka prentun á öllu upplagi blaðsins á venjulegum tima og prentun biaðsins i dag seinkaði. Af sömu orsökum kom Dagblaðið ekki út i gær. Strax og bilun varð í prent- smiðjunni var hafist handa um viðgerð. Starfsmenn Morgun- blaðsins og Vélsmiðjunnar Héðins unnu að viðgerðinni frá því í fyrrinótt og þar til viðgerð lauk. Einnig voru gerðar ráðstafanir til að fá nauðsynlega varahluti er- lendis frá. Morgunblaðið biður lesendur sína velvirðingar á þeim óþægind- um sem þeir hafa orðið fyrir. Lánskjaravísitalan: Hækkar um 4,6% milli mánuða SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júnímánuð og reyndist hún vera 160 stig, en mánuðinn áður var hún 153 stig. Hækkun milli mánuða er því 4,6%, en á 12 mánaða grundvelli er hækkunin samkvæmt því 71,1%. Myndsegul- bandsmálið: Rannsókn fram hald- ið í gær RANNSÓKN var fram haldið í gær á innanhússsjónvarps- scndingum í fjölhýlishúsum, að sögn Arnars Guðmundsson- ar deildarstjóra hjá RLR. beg- ar Arnar var að því spurður, hvenær vænta mætti þess að krafizt yrði úrskurðar um að leggja hald á tæknihúnað í fjölbýlishúsunum kvaðst hann engum spurningum svara um málið. Morgunblaðið hafði í gær samband við Bryngeir Guð- mundsson útvarpsvirkja á Borgarspítalanum. Hann stað- festi að það hefði tíðkazt um margra ára skeið að senda útvarpsefni á sérstakri rás á spítalanum. Væri aðallega út- varpað tónlist af kassettum. Innan spítalans eru ekki sér- stakar sjónvarpssendingar en þeim má koma í kring með lítilli fyrirhöfn að sögn Bryn- geirs. Þá fékk Mbl. það staðfest í gær að innanhússsjónvarp væri fyrir hendi á nokkrum vínveitingastöðum í borginni. Þar munu aðallega vera sýndar myndir með vinsælum hljóm- sveitum og söngvurum. I aug- lýsingum veitingahúsanna er þess oft getið að myndsegul- bandssýningar séu á boðstól- um. Rögnvaldur hættur við forsetaframboð SÍÐDEGIS í gær höfðu tveir forsetaframbjóðendanna, Guð- laugur Þorvaldsson og Pétur Thorsteinsson, skilað undir- skriftum tilskilins fjölda með- mælenda til dómsmálaráðuneytis- ins. Albert Guðmundsson og Vigdis Finnbogadóttir höfðu hins vegar ekki skilað inn meðmæl- endalistum, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti. Rögnvald- ur Pálsson tilkynnti i gær, að hann hefði hætt við framboð sitt, þar sem honum hefði ekki tekizt að fá nægan fjölda meðmælenda. Morgunblaðið ræddi við Rögn- vald í gærkvöldi og sagði hann að orsök þess, að hann hefði ekki náð tilskildum fjölda meðmælenda væri sú, að hann hefði ekki haft nægan starfskraft sér til aðstoðar. — Eg hef verið einn að berjast í þessu að langmestu leyti og að því er ég bezt veit er ég kominn með meira en nógu marga meðmæl- endur utan af landi, sagði Rögn- valdur. — Hér í Reykjavík og nágrennni vantar hins vegar lítilræði upp á og ég hef komizt að því að þetta verk er óvinnandi fyrir einn mann. — Sem sagt, ónógur vinnukraft- ur og fjármálin réðu úrslitum að ég komst ekki lengra að þessu sinni. Ég vil þakka öllum stuðn- ingsmönnum mínum og það má gjarnan koma fram, að ég hef fullan hug á að berjast fyrir þingsæti við næstu Alþingiskosn- ingar, sagði Rögnvaldur Pálsson að lokum. Fyrsti fundurinn um nýtt fiskverð haldinn í gær FYRSTI fundur um nýtt fiskverð var haldinn í yfir- nefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins í gær. Að sögn Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar og oddamanns yfirnefnd- ar, var á fundinum farið yfir ýmis atriði, sem ætla má að aðilar séu sammála um, en einnig voru á fund- inum lögð fram frekari gögn um stöðu veiða og vinnslu. Næsti fundur í nefndinni verður væntan- lega haldinn á þriðjudag. Morgunblaðið spurði Jón Sig- urðsson hvort hann reiknaði með að fiskverðsákvörðun drægist eins lengi og síðast, en þá var fiskverð það, sem taka átti gildi 1. marz, ekki ákveðið fyrr en kom fram í apríl. Jón sagði að stefnt væri að því að ákveða fiskverðið á tilsett- um tíma, þ.e. fyrir mánaðamót. Sá tími kynni þó að reynast of knappur. Þá var Jón spurður hvort fisk- verð yrði ákveðið án þess að til kæmu aðgerðir ríkisvaldsins. Hann sagðist ekkert vilja segja um það mál, en sagðist telja að við upphaf starfs yfirnefndar að þessu sinni, hallaðist ekki eins mikið á milli greina eins og 1. marz. Hins vegar væri nú staðið frammi fyrir miklum launahækk- unum landverkafólks og sjómenn gerðu kröfu um sömu launahækk- un. Að því leyti væri fiskverðs- ákvörðun erfiðari nú en þá. Islenzkir læknar ætla að gera opnar hjartaað- gerðir í Landspítalanum SJÚKLINGAR, sem þurft hafa að gangast undir svokallaðar opnar hjartaaðgerðir, hafa und- antekningarlaust þurft að leita sér lækninga erlendis ti) þessa. Nú er hins vegar breytingar að vænta í þessum efnum og Grét- ar Ólafsson, yfirlæknir á brjóstholsaðgerðadeild Land- spitalans, segir m.a. i viðtali sem birtist I Morgunblaðinu í dag að stefnt sé að þvi að hefja þessar aðgerðir á Landspitalan- um þegar á næsta ári. Það, sem komið hefur í veg fyrir að hægt væri að fram- kvæma þessar aðgerðir hér á landi, er að hér hefur ekki verið til svokölluð lungna- og hjarta- vél ásamt fylgihlutum. Grétar segir m.a. í viðtalinu að stofnkostnaður við að flytja þessar aðgerðir hingað til lands, það er kaup á lungna- og hjarta- vél ásamt fylgihlutum og þjálfun starfsfólksins sé innan við 300 milljónir en á síðasta ári þurfti ríkið að greiða um 200 milljónir króna vegna sjúklinga, sem þurfti að senda utan í aðgerðir, svo það ætti því að vera öllum ljóst hversu mikið hagræði væri að því að flytja aðgerðirnar hingað heim. Það mun vera samdóma álit hjartasérfræðinga á öllum spítulunum að rétt sé að færa þessar aðgerðir hingað til lands og að sögn Grétars munu læknar á Borgarspítalanum og Landa- koti aðstoða við þessar aðgerðir eftir atvikum. Sjá nánar: „Augljóst hagræði" bls. 12. Kartöflugrös upp úr norð- firzkum görðum Neskaupstaó, 23. maí. EINSTÖK veðurblíða hefur verið hér að undanförnu og hitinn verið 17—18 stig dag hvern og koppa- logn. Menn byrjuðu snemma að setja niður kartöflur og nú má sjá á þó nokkrum stöðum hvar kart- öflugrasið er komið upp. Öll tré eru nú allaufguð og blóm komin í sinn fegursta skrúða, meira að segja bóndarósir eru komnar með stóra og myndarlega knúppa, sem ekki er algeng sjón á þessum árstíma. Núna klukkan 16.00, hinn 23. maí 1980, sýnir hitamælirinn á veggnum 22 stig í forsælu. — Ásgcir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.