Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 12

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Opnar hjartaaðgerðir framkvæmdar hér á næsta ári: ......«- i Sjúklingar, sem þurft hafa að ganga undir svokallaðar opnar hjartaaðgerðir hafa undantekn- ingalaust þurft að leita til útlanda, til þess að fá bót. Ástæður þessa eru, að hér á landi er ekki til svokoliuð lungna- og hjartavél með tilheyrandi fylgihiutum, en hún er nauðsynleg forsenda þess að læknar geti framkvæmt slíkar aðgerðir. Nú virðist loks hilla undir lausn á þessu vandamáli, þannig að íslenzkir læknar geti innan tíðar farið að framkvæma þessar opnu hjartaaðgerðir. Þrír hjartasérfræðingar ásamt fram- kvæmdastjóra skrifstofu ríkisspít- alanna hafa unnið frumáætlun, kostnaðaráætlun og þess háttar að undirhúningi fyrir opnar hjarta- aðgerðir. sem fram færu á Land- spitalanum og sent heilbrigðis- málaráðherra til umfjöllunar, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, er jákvætt viðhorf til þessa máls í ráðuneyt- inu. í tilefni þessa ræddi Mhl. við Grétar Ólafsson, yfirlækni á brjóstholsaðgcrðadeild Land- spítalans. en hann er einn þeirra manna, sem mest hefur barist fyrir þvi að fá hjartaskurðlækn- ingar hingað til lands, auk þess, sem hann er einn fjögurra skurð- lækna hér á landi sem unnið hefur við svokallaða iungna- og hjarta- vél erlendis. Málið til umræðu allan þennan áratug „Það má segja að þetta mál hafi verið til umræðu meðal skurðlækna hér á landi allan þennan áratug, en skriður komst ekki á málið fyrr en fyrir um tveimur árum, þegar þáverandi heilbrigðismálaráðherra, Matthías Bjarnason, skipaði nefnd manna til þess að skila áliti um málið. I nefndinni voru auk mín, Árni Kristinsson, Gunnar Gunn- laugsson, Þórður Harðarson, allt starfandi læknar við sjúkrahúsin í Reykjavík og þar að auki landlækn- ir, Ólafur Ölafsson, og trygg- ingaryfirlæknir, Björn Önundar- son. Nefndin varð ekki sammála og skilaði tveimur álitsgerðum til ráð- herra, annars vegar við fjórmenn- ingarnir, sem töldum það fyllilega tímabært að taka upp þennan þátt hjartaskurðlækninga hér á landi, og hins vegar landlæknir og trygg- ingayfirlæknir, sem ekki töldu það tímabært," sagði Grétar. Að sögn Grétars kom eftir þetta nokkur lægð í málið og það var ekki fyrr en í janúar sl., að farið var að ræða um málið á nýjan leik. Heilbrigðisráðuneytið ákvað þá að tefnt yrði að því að hjartaskurð- lækningar gætu hafist á Land- spítalanum í byrjun næsta árs. — „Þá var okkur læknunum Árna Kristinssyni, Herði Alfreðssyni og mér ásamt Símoni Steingrímssyni framkvæmdastjóra gert að mynda starfshóp, sem hefði það hlutverk að leggja fram frumáætlun um nauðsynlegan undirbúning, til þess að hjartaaðgerðir gætu hafist á fyrrgreindum tíma hér á landi. Hlutverk hópsins var m.a. að leggja fram áætlun um fjölda þeirra aðgerða, sem þarf að gera árlega. Okkur var falið að leggja fram áætlun um nauðsynlega húsnæðis- aðstöðu, staðsetningu hennar og kostnað við að koma henni upp. Við áttum að leggja fram áætlun um nauðsynlegan tækjabúnað og kostn- að við þau, leggja fram áætlun um áhöld og kostnað við kaup á þeim. Þá var krafist áætlunar um nauð- synlegan mannafla og menntun starfsfólksins og starfsþjálfun erl- endis," sagði Grétar ennfremur. Landspítalinn. Grétar ólafsson, yfirlæknir á brjóstholsaðgerðadeild Landspítalans. framtfðareign, en ekki tæki, sem þarf að endurnýja á hverju ári. Við áætlum að breytingar á húsnæði kosti um sex milljónir króna. Við það bætist svo kostnaður við þjálf- un starfsfólksins og jafnvel kostn- aður við viðbótarstarfsfólk á deild- ina og kostnaður við ýmislegt annað um 50—60 milljónir króna. Því má segja að heildarstofnkostn- aðurinn við þetta allt saman sé eitthvað innan við 300 milljónir króna. Þjálfun starfsfólksins vegna verkefnisins er mjög mikilvæg og hún er á bilinu einn til sex mánuðir, en sumt af starfsfólkinu hefur þegar kynnst þessum tækjum í starfi sínu erlendis. Bæði Bretar og Svíar hafa boðist til þess að taka að sér þessa þjálfun og auk þess hafa þeir boðist til þess að senda menn hingað til lands til þess að aðstoða við uppsetningu tækjanna og til þess að vera við hagræðið af því að flytja þessar aðgerðir inn í landið væri augljóst öllum. Ríkið yrði að leggja út í mjög mikinn kostnað árlega við að senda sjúklinga til útlanda, sem þá í mörgum tilfellum ættu í miklum samskiptaerfiðleikum vegna tungu- mála. Þá væri auðvitað um mikið hagræði að ræða fyrir ættingja viðkomandi sjúklinga, sem hingað til hafa þurft að fara á eigin kostnað til útlanda til þess að aðstoða. í sambandi við kostnaðinn má nefna að á síðasta ári hafði ríkið um 200 milljón króna kostnað vegna sjúklinga, sem sendir voru utan, en eins og fram kemur hjá Grétari er heildarstofnkostnaður- inn við að flytja þessar aðgerðir til landsins aðeins um 300 milljónir króna svo ljóst má vera, hversu mikið hagræði er því samfara að hefja opnar hjartaskurðlækningar hér hið fyrsta. — sb. „Augljóst hagræði af því að flytja aðgerðirnar hingað“ — segir Grétar Ólafsson, yfirlæknir brjóstholsaðgerðadeildar Landspítalans Kransæðaaðgerðum hefur f jölgað mikið „í niðurstöðum okkar til ráðu- neytisins kemur m.a. fram, að meðalfjöldi aðgerða árlega á með- fæddum hjartagöllum, lokusjúk- dómum og öðru er svipaður síðustu árin. Kransæðaaðgerðum hefur hins vegar fjölgað verulega og því er spáð að þeim eigi eftir að fjölga allverulega á næstu árum. Á næsta ári er t.d. áætlað að slíkar aðgerðir verði nálegt 40 talsins. -Samtals er áætlað að aðgerðirnar verði tæp- lega 70 á næsta ári, en þrátt fyrir þessi nýju tæki þarf eftir sem áður að senda 10—15 sjúklinga til út- landa og verða aðgerðirnar því eitthvað yfir 50 talsins. Þessi tilfelli þar sem nauðsynlegt verður eftir sem áður að senda sjúklingana út eru þannig vaxin að um mjög sjaldgæfa sjúkdóma er að ræða og við fáum því ekki nægilega æfingu í framkvæmd aðgerða á þeim og því nauðsynlegt að leita aðstoðar ann- arra. í því sambandi má geta þess að jafnvel stórar þjóðir í kringum okkur þurfa að gera slíkt hið sama. Varðandi húsnæðið er aðstaðan hér á Landspítalanum alveg full- nægjandi til þess að hægt sé að bæta þessum aðgerðum við aðrar aðgerðir, sem þegar eru fram- kvæmdar hér. Til viðbótar því kemur svo að þegar hefur verið ákveðið að ráðast í nýbyggingu hér við spítalann þar sem mjög góð aðstaða verður fyrir skurðlækn- ingar. Hjarta- og lungnavél Um tækjabúnaðinn er það að segja, að við þurfum fyrst og fremst að fá hjarta- og lungnavél með aukabúnaði, auk ýmiss konar bún- aðar sem of langt mál væri að telja upp, en heildarkostnaðurinn við þessi tæki er áætlaður um 164 milljónir, sem eru litlir peningar miðað við gildi þessara tækja. Þá er vert að benda á að þetta er 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 Meðfæddir hjartagallar 3 12 24 18 16 11 19 19 24 20 18 Kransæðasjúkdómar 1 4 5 8 10 13 23 35 Lokugallar 7 9 8 5 8 6 9 6 7 10 12 Aðrar aðgerðir 1 3 3 7 1 3 3 3 2 0 1 12 24 35 30 29 25 39 38 46 53 66 Á þessari töflu má glöggt sjá hver þróunin hefur verið undanfarin ár i hjartaaðgerðum og þar vekur mesta athygli hversu kransæðaaðgerðir færast mjög í vöxt. fyrstu aðgerðirnar" sagði Grétár ennfremur. Hvernig tekst ykkur að bæta þessu við þær aðgerðir sem fyrir eru án þess að fjölga starfs- mönnum teljandi? — „Það er til- tölulega auðvelt. Hjá okkur hefur ástandið verið þannig undanfarin ár að auk þess að framkvæma alla brjóstholskurði höfum við hlaupið undir bagga með almennar skurð- lækningar hér á spítalanum, en þegar hjartaskurðirnir bætast við munum við hætta almennu skurð- lækningunum að mestu“ sagði Grétar. Hvernig er háttað samstarfi ykkar við hjartasérfræðinga á hinum spítulunum i þessu máli. — „Samstarfið hefur verið mjög gott og allir hafa verið sammála um að hrinda þessu í framkvæmd og læknar af hinum spítulunum munu aðstoða okkur við þessar aðgerðir eftir efnum og ástæðum hverju sinni," sagði Grétar. Nú er þróunin mjög ör í iækna- vísindunum og þá ekki sizt i sambandi við hjartasjúkdóma, verða ekki þessi tæki sem keypt verða fljótlega úrelt? — „Það er alveg rétt að þróunin er mjög ör, raunar hefur hún verið hvað örust í hjartaskurðlækningum hin síðari ár. Um tækin er það að segja að t.d. hjarta- og lungnavélin er saman sett úr mörgum smáum einingum þannig að auðvelt er að skipta um einstaka einingar þegar þurfa þyk- ir, en það verður þó auðvitað ekki komist hjá því að fylgjast með tækninni í þessum lækningum eins og öðrum" sagði Grétar ennfremur. Grétar sagði og aðspurður að Aðgerðir er- lendis kost- uðu ríkið um 200 millj- ónir á sl. Stofnkostn- aður við að f æra aðgerð- irnar hingað til lands erinnan við 300 millj- ónir króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.