Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 13

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 13 Birgir ísl. Gunnarsson: Um störf Alþingi er gömul og virðuleg stoínun og starfið þar mótast að mörgu leyti af hefðum og venjum, sem myndast hafa í marga áratugi. Fyrir þann, sem kemur nýr inn á þing, tekur nokkurn tíma að átta sig á starfinu. Smám saman skýrist þó myndin og nýir menn taka eðlilegan þátt í störfum þingsins. Ekki svo að skilja að þeir hljóti að vera sammála öllum vinnubrögðum, sem þarna tíðkast. Hér fara á eftir hugleiðingar um nokkur atriði, sem erfitt er að sætta sig við í störfum Alþingis. Verkstjórnin Af hálfu ríkisstjórnar er í allt of ríkum mæli litið á Alþingi sem færibandastofn- un. E.t.v. er þetta veikleiki allra ríkisstjórna, en mín þingreynsla nær aðeins til þeirrar, sem nú situr. Ríkis- stjórnin og fylgismenn henn- ar ráða mestu um það, hvaða mál eru tekin á dagskrá hverju sinni. Verkstjórnin ræður miklu um það, hvernig meðferð mála dreifist á þann tíma, sem þing situr. Þegar Alþingi situr verklítið vikum saman, þá er það vegna lélegrar verkstjórnar við- komandi ríkisstjórnar. Þannig hefur þinghaldið oft verið í vetur. A hinn bóginn getur hvorki ríkisstjórn né stuðningsmenn hennar ætl- ast til þess, að þegar hin stærri mál loksins koma til meðferðar, þá séu þau af- greidd á svo stuttum tíma, að útilokað sé að alþingismenn geti kynnt sér þau eins vel og ætlast verður til. Húsnæðis- málafrumvarpið Þannig var það t.d. með frumvarpið um Húsnæðis- málastofnun ríkisins, sem um hefur verið deilt að undanförnu. Það frumvarp var lagt fram i Efri deild Alþingis snemma í vetur. Félagsmálanefnd deildarinn- ar vann lengi að frumvarp- inu og þegar það kom til umræðu og afgreiðslu voru gerðar á því miklar breyt- ingar. Það var fyrst sl. laugardag að Neðri deild fékk málið til meðferðar. Félagsmálanefnd þeirrar deildar lauk athugun sinni á málinu sl. þriðjudag og þingmenn fengu nefndar- álit og breytingatillögur í hendur rétt fyrir kvöldmat á miðvikudag. Ríkisstjórnin og ýmsir þingmenn, sem hana styðja, ætlaðist raunveru- lega til þess að málið yrði síðan drifið í gegn án nokk- urra verulegra umræðna. Auðvitað sættu menn sig ekki við það og því var þess óskað, að þingið fengi eðli- legan tíma til meðferðar málsins og að þingið stæði fram yfir hvítasunnu, ef málið ætti að fá afgreiðslu nú. Við sjálfstæðismenn höf- um alltaf verið reiðubúnir að ganga til afgreiðslu á málinu Alþingis „Störf og vinnubrögð á Alþingi þurfa að breytast all mikið, ef virðing Alþingis, sem þingmenn gjarnan tala um, á að ná út fyrir sali þingsins.“ með eðlilegum hraða og það er alveg óháð því, að efnis- ágreiningur er um viss at- riði. Stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar virtust hins- vegar alveg reiðubúnir til þess að leggja sig undir vilja hennar í þessu efni. Þingmenn fái ekki mál sin afgreidd En það eru fleiri atriði, sem erfitt er að sætta sig við í störfum þingsins. Mjög er erfitt fyrir almenna þing- menn að fá mál sín tekin til meðferðar af einhverri al- vöru. Fyrirspurnir til ráð- herra hafa legið vikum sam- an án þess að þeim fáist svarað. Það telst til stór- hátíða, ef einstakir þing- menn fá tillögur sínar eða frumvörp afgreidd — ég tala nú ekki um ef þingmenn eru úr hópi stjórnarandstöðunn- ar. Mikilvæg mál eins og t.d. utanríkismál fást heldur ekki rædd nema helzt utan dagskrár, en umræðu um skýrslu utanríkisráðherra var frestað og fæst sennilega ekki tekin aftur til umræðu. Viðjar flokksbanda Hópstarf þingmanna í flokkum er nauðsynlegt og eðlilegt. Þó koma þingmenn allt of oft fram sem ein blokk og þá ekki sízt þingmenn stjórnarliðsins. „Ég er hund- óánægður með þetta mál, en ætli ég verði ekki samt að samþykkja það.“ Setningar eins og þessar heyrast allt of oft frá einstökum þingmönn- um stjórnarliðsins — og jafnvel í hinum smæstu mál- um virðast menn ekki fá að láta samvizkuna ráða. Viðjar flokksbandanna reyra menn allt of oft í fjötra. Hvað var samþykkt? Stundum eru mál einnig látin fara í gegn án þess að menn geri sér fulla grein fyrir afleiðingum þeirra. Flest frumvörp eru samin af embættismönnum eða nefnd- um. Of rík tilhneiging er til þess að búa ýmis góð mál i svo viðamikinn og flókinn búning, að í rauninni veit enginn hvað snýr upp og hvað niður. Dæmi um þetta er frumvarpið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Með því frum- varpi var ákveðið að setja á stofn nýja ríkisstofnun, helj- armikið bákn. Þó vissi þingið í raun ekki hvað það var að samþykkja, sem bezt sést á því að þingmenn allra flokka urðu sammála um að láta í sumar gera úttekt á ýmsum óljósum atriðum frumvarps- ins. Þau atriði voru m.a. gildissvið og framkvæmd laganna, reksturskostnaður hinnar nýju stofnunar o.fl. Auðvitað átti Alþingi að gera kröfu til þess að slíkt lægi fyrir áður en málið var samþykkt, en ekki eftir á. í þessu efni vandaði Alþingi ekki nægilega vel vinnubrögð sín, en lét undan þrýstingi áhugamanna um málið. Virðing Alþingis I ræðum sínum er þing- mönnum tamt að tala um virðingu Alþingis. Því miður virðast fáir um það ræða nema þingmenn, enda virð- ast þeir nokkuð þurfa að taka sig á til að virðingin komist út fyrir sali þingsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.