Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
skólaslit Mcnntaskólans í
Kópavogi í gær en blaða-
maður og ljósmyndari Mbl.
litu inn á iokaæfingu i
Kópavogskirkju í fyrra-
kvöld.
Þegar hlé varð á æfingunni
gafst tóm til að ræða við
tónskáldið unga. „Sex ára
byrjaði ég að læra á blokk-
flautu, en tók til við fiðluna
ári síðar," segir Gunnsteinn.
„Ætli ég hafi ekki verið um
það bil tíu ára, þegar ég fór
að semja fyrstu lögin. Ég
gerði mér það til hægðar-
auka við ljóðalærdóminn að
semja lög og syngja ljóðin. Á
táningaaldrinum spilaði ég á
orgel með popphljómsveit og
þar þurfti stundum að grípa í
að semja. Haustið 1978 hóf
ég síðan nám í tónsmíðum
hjá Jóni Ásgeirssyni og það
var eiginlega ekki fyrr en í
vetur að ég byrjaði að semja
af einhverri alvöru.
strengjasveit, hefurður gert
það áður eða lært til slíkra
hluta?
„Skólakórnum hef ég
stjórnað seinni hluta vetrar-
ins en aldrei lært kórstjórn.
Hins vegar hefur Jón Ás-
geirsson verið mér til halds
og trausts við æfingarnar.
Reynsla mín sem ritstjóri
skólablaðs hefur komið sér
vel því að á því lærir maður
að sjálfsögðu að auðga tón-
listarlífið.
íslenzkukennarinn
syngur einsöng
Barytonsöngvarinn
Steinþór Þráinsson syngur
einsöng með kórnum. Hann
kennir íslenzku við Mennta-
skólann í Kópavogi og stund-
ar jafnframt söngnám hjá
Magnúsi Jónssyni, auk þess
Sigurlaug Eðvaldsdóttir
TONLISTARLIFIÐ
Þórunn Guðmundsdóttir
Rætt við 17 ára
tónskáld
og flytjendur
tónverks
eftir hann
fyrir
einsöngvara,
kór og
strengjasveit
Frumflutningur tónverks
eftir sautján ára mennta-
skólanema heyrir til
tíðinda. Gunnsteinn ólafs-
son, nemandi við Menntask-
ólann í Kópavogi hefur sam-
ið tónverk við ljóð Steins
Steinars, „Skóhljóð“, fyrir'
einsöngvara, kór og
strengjasveit. Frumflutn-
ingur verksins fór fram við
AÐ
AUÐGA
Gunnsteinn stjórnar kór og strengjasveit á lokaæfingu í Kópavogs-
kirkju.
verkstjórn. Að öðru leyti
stjórna ég þessu samkvæmt
eigin tilfinningum."
Að ná hinum rétta tóni. Gunnsteinn ólafsson, tónskáld, ritstjóri og 17
ára nemandi i MK i hiutverki stjórnandans.
—■ Hefur þetta verk verið
lengi í smíðum?
„Fyrir árshátíð skólans,
sem haldin var í marz, samdi
ég lag, sem kórinn flutti, og
eftir það ákvað ég að semja
annað verk og fékk leyfi
skólameistara til að flytja
það nú við skólaslitin. Æf-
ingar hófust fyrir tíu dögum
og hafa þær gengið ágætlega.
Það er æðsti draumur hvers
semjanda að heyra verkið
sitt flutt og það er stórfeng-
leg upplifun að heyra þetta
flutt af góðum söngröddum
með hljómsveit og öllu til-
heyrandi.
Framtíðardraumarnir —
Steinþór Þráinsson
Akureyri:
Ný hljómsveit
— Flugfrakt
STOFNUÐ hefur verið ný hljóm-
sveit á Akureyri, sem ber nafnið
Flugfrakt.
Hljómsveitina skipa 6 Akureyr-
ingar: Sigfús E. Arnþórsson, sem
spilar á hljómborð og syngur,
Ingjaldur Arnþórsson, söngur og
gítar, Hreinn Laufdal gítar, flauta
og söngur, Jón Berg, trommur,
Gunnar Sveinarsson, bassi og
söngur, og Leó Torfason, gítar.
Fjórir af meðlimum hljómsveit-
arinnar hafa áður komið við sögu í
ýmsum Akureyrarhljómsveitum.
Hljómsveitin mun leika á almenn-
um dansleikjum frá 1. júní.
Finnsk doktorsritgerð:
Gufuböð bráð-
heilsusamleg
Helsinki 23. maí
Frá Harry Granberg, fréttaritara Mbl.
ÞAÐ er heilsubót að því að stunda
gufuböð og fólk sem hefur fengið
hjartaáföll getur farið að hcfja
gufubaðsiðkun á ný eftir tvo til
fjóra mánuði án þess að nokkur
umtalsverð hætta sé á ferðum. segir
Olavi J. Laurila i Helsinki, en hann
varði í gær doktorsritgerð um það
að hvaða leyti gufuböð og likamleg
áreynsla hefði áhrif á fólk sem er
hjartaveilt. Hann komst að þcirri
niðurstöðu að það væri tölfræðilega
séð mun hættulegra að ýta bil,
hlaupa hratt á eftir strætisvagni
eða sippa.
I allmörgum brezkum og ísraelsk-
um rannsóknum hafa menn komizt
að þeirri niðurstöðu að líkamleg
áreynsla væri áhættuminni fyrir
hjartasjúklinga en gufuböð, en
finnskar rannsóknir sýna þveröfugt.
Gufuböð geta í sumum tilvikum
lækkað blóðþrýtsinginn en er þó ekki
varanleg lækning. í gufuböðum
eykst hjartsláttur, en þó er líkams-
áreynslan ekki jafn mikil og við
erfiðisvinnu.
I doktorsritgerðinni var tekið
skýrt fram að hins vegar væri stór
varhugavert að neyta áfengra
drykkja samhliða því að stunda
gufuböð eða rétt eftir að komið er úr
þeim.